Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykofnar Auðveldir í notkun • Matvælin sett í hillur í ofninn Viðarkurl sett í pönnu neðst í ofninn Sett í samband við rafmagn (220 v) 1,2 eða fleiri pönnur af viðarkurli eftir þörfum. Hægt að reykja lax, silung, ýsu, kjöt, fugla, villibráð og margt margt fleira. Einnig 5 teg. af viðarkurli og 4 teg. af pækilefni. Fyrir veiðimenn, bændur og heimili. Sími 564 0400 BÍLARAF Auðbrekku 20, veri, Skálmarbæ, Hraunbæ, Sauð- húsnesi og Hraungerði, að þær voru í eyði í nokkur ár. Kirkjuna á Höfðabrekku tók af í hlaupi þann 8. nóvember og bæinn daginn eftir. Eins tók af útræði við Skiphelli og Víkurklett. Lagðist öll byggð af þar á sandinum og skrifar Jón Stein- grímsson meira en öld síðar: „Þar verður aldrei framar grasland eða byggð til veraldarinnar enda.“ 1721, frá 11. maí til hausts Klausturhaldarar Kirkjubæjar- og Þykkvabæjarklaustra, Þórður Þorleifsson og Erlendur Gunn- arsson, lýstu þessu gosi. Það er með mestu gjóskugosum Kötlu og er heildarmagn nýfallinnar gjósku áætlað um einn rúmkílómetri. Tjón af gjóskufalli varð ekki mjög mikið. Gjóskan barst aðallega til norðvest- urs en féll á stóran hluta landsins, sérstaklega dagana 13. og 16. maí. Hlaupið 1721 virðist hafa vaxið óvenju hratt og hámarksrennsli í því orðið óvenju mikið. Það olli miklum skaða í Álftaveri og olli flóðbylgju sem m.a. braut skip í Vík, skolaði út hjalli í Vest- mannaeyjum og 14 lýsistunnum, einnig gekk hún á land í Þorláks- höfn og Grindavík. Flóðið braut niður mikinn drang við Hjörleifs- höfða og lagði í eyði síðasta bæinn á vestursandinum, Hjörleifshöfða. Fólkið bjargaði sér upp í brekk- urnar. Bærinn var endurbyggður 28 árum síðar uppi á höfðanum og var búið þar til 1934. 1755, 17. október til 13. febrúar 1756 Gosi þessu lýsti Jón Sigurðsson, sýslumaður Vestur Skaftfellinga. Það hófst með miklum jarðhrær- ingum sem voru óvenju sterkar í Mýrdal. Skemmdust hús og margir þorðu ekki að vera innandyra þann dag og nóttina eftir. Sigurður Þór- arinsson segir þetta vafalítið mesta gjóskugos Kötlu. Lauslega áætlað var heildarrúmmál nýfallinnar gjósku að minnsta kosti hálfur ann- ar rúmkílómetri. Gjóskan barst að- allega til aust-norðausturs, en gjóskufalls varð einnig vart í Fær- eyjum. Guldu Skaftárver, Álftaver og vesturhluti Síðu mikið afhroð. Gjóskulagið var eins til tveggja feta þykkt á sléttlendi allangt í burtu, en nær eldfjallinu var það 4–6 fet í dældum og við hús. Lögðust sam- tals um 50 jarðir í eyði um skemmri eða lengri tíma í þessum sveitum. Til marks um kraftinn í gosinu var Eggert og Bjarna, er þeir fóru um Skaftafellssýslur árið eftir gosið, sýndur steinn á Nesi, austan Kúðafljóts sem vó 14,5 pund. Hafði Katla þeytt honum 32 km leið ásamt mörgum öðrum 6 til 10 punda steinum. Tvær manneskjur létust vegna eldinga í Svínadal í Skaftártungu, önnur þeirra var Jón Þorvarðsson hreppstjóri og hin vinnukona á bænum. Hlaupið sem fylgdi upphafi gossins klaufst um Hafursey og fór megnið af vatninu vestan hennar. Annar hluti fór suðaustur um sand en þriðji hlutinn austur með Sand- felli til Hólmsár. Miklar manna- ferðir voru á Mýrdalssandi þennan dag og sluppu margir naumlega undan hlaupinu. 1823, 26. júní til 23. júlí Gosið hófst rétt eftir að Eyja- fjallajökull hafði gosið þriðja lengsta gosi sem sögur fóru þá af á Íslandi. Aðalhlaupið flæddi um vestur- og austursandinn og smá- hlaup komu af og til meðan gosið stóð. Hvorugu Kötlugosinu á 19. öld fylgdi mikið gjóskufall né stór hlaup, sé miðað við stórgosin á 18. öld. Gosi þessu lýstu vel séra Jón Austmann á Mýrum í Álftaveri og Sveinn Pálsson læknir í Vík. Sagði Sveinn að þetta gos hafi gert lang- minnstan skaða þeirra Kötlugosa sem sagnir fóru af. Þó fyllti það endanlega alla farvegi á Mýrdals- sandi og jörðin Bólhraun í Álftaveri eyðilagðist. 1860, 8. til 27. maí Minna gjóskufall var í þessu Kötlugosi en nokkru öðru og hlaup- ið var einnig það minnsta sem heimildir eru um. Markús Loftsson, bóndi í Hjörleifshöfða, lýsir þessu gosi í Riti um jarðelda á Íslandi. Hlaupið kom fram vestan Hafurs- eyjar og tók sundur hálsinn milli Selfjalls og Höfðabrekkuheiðar. 1918, 12. október til 4. nóvember Ítarlegar lýsingar eru til á þessu gosi, bæði eftir Gísla Sveinsson, sýslumann í Vík, Guðgeir Jóhanns- son, kennara í Vík, og ekki síst ljósmyndir Kjartans Guðmunds- sonar sem gerði gosinu góð skil. Samúel Eggertsson mældi hæð gosmakkarins frá Reykjavík nokkr- um sinnum. Samkvæmt mælingum hans var mesta hæð makkarins 14,3 km en eldingar í mekkinum náðu í 20 til 25 km hæð eða meira, að sögn Samúels. Hann safnaði upplýsingum um þykkt gjóskulags- ins og mat að heildarmagn gjósku hafi verið 700 milljónir rúmmetra. Gjóskan barst aðallega til norð- norðausturs og varð Skaftártunga verst úti. Búskapur lagðist alveg af á Búlandsseli. Hlaupið kom mjög snögglega og öllum að óvörum. Það varð gríðar- mikið og braust aðalvatnið fram vestan Hafurseyjar. Það klofnaði um Hjörleifshöfða og var samfellt vatn frá Höfðabrekku austur í Blautukvísl. Allmikið vatn hljóp fram á austursandinn til Hólmsár og Skálmar. Fyrst varð vart við hlaupið í Hjörleifshöfða um kl. 3 síðdegis og náði það hámarki tveimur og hálfri stund síðar. Fólk varð að flýja bæi sína, bæði í Álfta- veri og í Meðallandi. Tvær jarðir í Álftaveri, Skálmabæjarhraun og Sauðhúsnes, komust ekki aftur í byggð. Framburður hlaupsins myndaði Kötlutanga sem var að minnsta kosti 3 km langur. 1955, 25. júní Hlaup braust undan suðvestur horni Höfðabrekkujökuls um kl. 20 að kvöldi og náði hámarki fyrir kl. 21 sama kvöld við þáverandi brú á Múlakvísl. Það flæddi suður farveg Sandavatns og Múlakvíslar til sjáv- ar. Annað hlaup, mun minna, kom miklu austar úr Höfðabekkujökli og Ljósmynd/Kjartan Guðmundsson Eldgosið í Kötlu 1918 var kröftugt og fylgdi því mikið jökulhlaup, öskufall, þrumur og eldingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.