Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 26

Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 26
26 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykofnar Auðveldir í notkun • Matvælin sett í hillur í ofninn Viðarkurl sett í pönnu neðst í ofninn Sett í samband við rafmagn (220 v) 1,2 eða fleiri pönnur af viðarkurli eftir þörfum. Hægt að reykja lax, silung, ýsu, kjöt, fugla, villibráð og margt margt fleira. Einnig 5 teg. af viðarkurli og 4 teg. af pækilefni. Fyrir veiðimenn, bændur og heimili. Sími 564 0400 BÍLARAF Auðbrekku 20, veri, Skálmarbæ, Hraunbæ, Sauð- húsnesi og Hraungerði, að þær voru í eyði í nokkur ár. Kirkjuna á Höfðabrekku tók af í hlaupi þann 8. nóvember og bæinn daginn eftir. Eins tók af útræði við Skiphelli og Víkurklett. Lagðist öll byggð af þar á sandinum og skrifar Jón Stein- grímsson meira en öld síðar: „Þar verður aldrei framar grasland eða byggð til veraldarinnar enda.“ 1721, frá 11. maí til hausts Klausturhaldarar Kirkjubæjar- og Þykkvabæjarklaustra, Þórður Þorleifsson og Erlendur Gunn- arsson, lýstu þessu gosi. Það er með mestu gjóskugosum Kötlu og er heildarmagn nýfallinnar gjósku áætlað um einn rúmkílómetri. Tjón af gjóskufalli varð ekki mjög mikið. Gjóskan barst aðallega til norðvest- urs en féll á stóran hluta landsins, sérstaklega dagana 13. og 16. maí. Hlaupið 1721 virðist hafa vaxið óvenju hratt og hámarksrennsli í því orðið óvenju mikið. Það olli miklum skaða í Álftaveri og olli flóðbylgju sem m.a. braut skip í Vík, skolaði út hjalli í Vest- mannaeyjum og 14 lýsistunnum, einnig gekk hún á land í Þorláks- höfn og Grindavík. Flóðið braut niður mikinn drang við Hjörleifs- höfða og lagði í eyði síðasta bæinn á vestursandinum, Hjörleifshöfða. Fólkið bjargaði sér upp í brekk- urnar. Bærinn var endurbyggður 28 árum síðar uppi á höfðanum og var búið þar til 1934. 1755, 17. október til 13. febrúar 1756 Gosi þessu lýsti Jón Sigurðsson, sýslumaður Vestur Skaftfellinga. Það hófst með miklum jarðhrær- ingum sem voru óvenju sterkar í Mýrdal. Skemmdust hús og margir þorðu ekki að vera innandyra þann dag og nóttina eftir. Sigurður Þór- arinsson segir þetta vafalítið mesta gjóskugos Kötlu. Lauslega áætlað var heildarrúmmál nýfallinnar gjósku að minnsta kosti hálfur ann- ar rúmkílómetri. Gjóskan barst að- allega til aust-norðausturs, en gjóskufalls varð einnig vart í Fær- eyjum. Guldu Skaftárver, Álftaver og vesturhluti Síðu mikið afhroð. Gjóskulagið var eins til tveggja feta þykkt á sléttlendi allangt í burtu, en nær eldfjallinu var það 4–6 fet í dældum og við hús. Lögðust sam- tals um 50 jarðir í eyði um skemmri eða lengri tíma í þessum sveitum. Til marks um kraftinn í gosinu var Eggert og Bjarna, er þeir fóru um Skaftafellssýslur árið eftir gosið, sýndur steinn á Nesi, austan Kúðafljóts sem vó 14,5 pund. Hafði Katla þeytt honum 32 km leið ásamt mörgum öðrum 6 til 10 punda steinum. Tvær manneskjur létust vegna eldinga í Svínadal í Skaftártungu, önnur þeirra var Jón Þorvarðsson hreppstjóri og hin vinnukona á bænum. Hlaupið sem fylgdi upphafi gossins klaufst um Hafursey og fór megnið af vatninu vestan hennar. Annar hluti fór suðaustur um sand en þriðji hlutinn austur með Sand- felli til Hólmsár. Miklar manna- ferðir voru á Mýrdalssandi þennan dag og sluppu margir naumlega undan hlaupinu. 1823, 26. júní til 23. júlí Gosið hófst rétt eftir að Eyja- fjallajökull hafði gosið þriðja lengsta gosi sem sögur fóru þá af á Íslandi. Aðalhlaupið flæddi um vestur- og austursandinn og smá- hlaup komu af og til meðan gosið stóð. Hvorugu Kötlugosinu á 19. öld fylgdi mikið gjóskufall né stór hlaup, sé miðað við stórgosin á 18. öld. Gosi þessu lýstu vel séra Jón Austmann á Mýrum í Álftaveri og Sveinn Pálsson læknir í Vík. Sagði Sveinn að þetta gos hafi gert lang- minnstan skaða þeirra Kötlugosa sem sagnir fóru af. Þó fyllti það endanlega alla farvegi á Mýrdals- sandi og jörðin Bólhraun í Álftaveri eyðilagðist. 1860, 8. til 27. maí Minna gjóskufall var í þessu Kötlugosi en nokkru öðru og hlaup- ið var einnig það minnsta sem heimildir eru um. Markús Loftsson, bóndi í Hjörleifshöfða, lýsir þessu gosi í Riti um jarðelda á Íslandi. Hlaupið kom fram vestan Hafurs- eyjar og tók sundur hálsinn milli Selfjalls og Höfðabrekkuheiðar. 1918, 12. október til 4. nóvember Ítarlegar lýsingar eru til á þessu gosi, bæði eftir Gísla Sveinsson, sýslumann í Vík, Guðgeir Jóhanns- son, kennara í Vík, og ekki síst ljósmyndir Kjartans Guðmunds- sonar sem gerði gosinu góð skil. Samúel Eggertsson mældi hæð gosmakkarins frá Reykjavík nokkr- um sinnum. Samkvæmt mælingum hans var mesta hæð makkarins 14,3 km en eldingar í mekkinum náðu í 20 til 25 km hæð eða meira, að sögn Samúels. Hann safnaði upplýsingum um þykkt gjóskulags- ins og mat að heildarmagn gjósku hafi verið 700 milljónir rúmmetra. Gjóskan barst aðallega til norð- norðausturs og varð Skaftártunga verst úti. Búskapur lagðist alveg af á Búlandsseli. Hlaupið kom mjög snögglega og öllum að óvörum. Það varð gríðar- mikið og braust aðalvatnið fram vestan Hafurseyjar. Það klofnaði um Hjörleifshöfða og var samfellt vatn frá Höfðabrekku austur í Blautukvísl. Allmikið vatn hljóp fram á austursandinn til Hólmsár og Skálmar. Fyrst varð vart við hlaupið í Hjörleifshöfða um kl. 3 síðdegis og náði það hámarki tveimur og hálfri stund síðar. Fólk varð að flýja bæi sína, bæði í Álfta- veri og í Meðallandi. Tvær jarðir í Álftaveri, Skálmabæjarhraun og Sauðhúsnes, komust ekki aftur í byggð. Framburður hlaupsins myndaði Kötlutanga sem var að minnsta kosti 3 km langur. 1955, 25. júní Hlaup braust undan suðvestur horni Höfðabrekkujökuls um kl. 20 að kvöldi og náði hámarki fyrir kl. 21 sama kvöld við þáverandi brú á Múlakvísl. Það flæddi suður farveg Sandavatns og Múlakvíslar til sjáv- ar. Annað hlaup, mun minna, kom miklu austar úr Höfðabekkujökli og Ljósmynd/Kjartan Guðmundsson Eldgosið í Kötlu 1918 var kröftugt og fylgdi því mikið jökulhlaup, öskufall, þrumur og eldingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.