Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 19 grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Aðeins það besta fyrir andlit þitt SNYRTIKLEFI Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 2.500. Hringdu og pantaðu tíma í síma 568 9970. Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að njóta áramótaveislu í Sviss á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Zürich með Loftleiðum. Zürich er stærsta borg Sviss og liggur í hjarta landsins við hið fagra Zürich vatn. Hér er að finna heillandi stemmningu um jól og áramót, hin stórkostlega flugeldasýning um hver áramót er stærsta partý í Sviss og hingað koma þúsundir til að fylgjast með stemmningunni og njóta matar og drykkjar á hverju götuhorni fram eftir nóttu. Munið Mastercard ferðaávísunina Áramótaveisla í Sviss frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Verð kr. 44.890 Flug, gisting, skattar, hótel Novotel, 4 stjörnur. Beint flug Heimsferða 29. desember Brottför frá Keflavík kl. 8.00. 1. janúar Brottför frá Zürich kl. 19.30. Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir og fl. Það var ekki vegna launannasem ég gerðist kennari envissi að hverju ég gekk.Mig langaði einfaldlega aðvinna með ungu fólki og miðla því sem ég kunni best. Frá fyrsta degi fann ég taktinn. Við byrj- uðum á Gíslasögu og Bárður var nýbúinn að fífla Þórdísi, okkur til mikillar skemmt- unar þegar verkfall skall á. Það tók sinn tíma að ná upp spennunni eftir þrjár vikur. Síðan hef ég farið í mörg verkföll, stundum í grunnskóla en oftar í framhaldsskóla. Það lengsta tók átta vikur, það stysta einn dag. Mér er sagt að þau hafi öll skilað miklum kjarabótum og ekki rengi ég það. Hins vegar hét ég því eftir síðasta verkfall að segja upp ef ég neyddist til að loka enn einu sinni á nemendur mína og segja þeim að verkfallið beindist ekki gegn þeim heldur launagreiðendum sem sýndu okkur kennurum ekki nægilega virðingu. Sjálfsagt má túlka þetta viðhorf sem skort á stéttvísi, ég kæri mig koll- ótta. Í mínum huga snýst virðing ekki um peninga heldur trú- mennsku. Sjaldan hef ég notið þess betur að sinna nemendum mínum en undan- farnar vikur. Sjaldan hefur mæting þeirra verið betri, áhugi og ástund- un. Ástæðan er nærtæk. Þeir eru fegnir þeirri kjölfestu sem fram- haldsskólinn er þegar glundroði rík- ir á neðri stigum. Þeir vilja læra. Þeim finnst sem þeir hafi sloppið fyr- ir horn. Það finnst mér líka. Sannleikurinn er líka sá að fátt veitir meiri fullnægju en að leiða ungt fólk eftir menntabrautinni þótt sú leiðsögn sé stundum þyrnum stráð og veraldleg uppskera ekki í samræmi við erfiðið. Góður árangur nemenda, þakklæti þeirra og hlý- hugur er ígildi nokkurra skólastjóra- potta, jafnvel launaflokka. Þetta vita flestir kennarar innst inni. En þar sem dansinn kringum gullkálfinn er löngu orðinn hin eina sanna þjóðar- íþrótt er erfitt að verma bekkina. Í mínu ungdæmi voru orðin stríðs- gróðamaður og braskari talin skammaryrði og kapp lagt á að stunda heiðarleg vinnubrögð en nú virðist allt metið til fjár, hvort sem það er vel eða illa fengið. Menn taka því bara sem hverju öðru hundsbiti, séu þeir staðnir að rangindum og lögleysu og því fýsilegra virðist hlut- skipti þeirra eftir því sem þeir ota meiri gróða og glysi að náunganum. Kannski er það þversögn að vilja ala upp nemendur til þátttöku í slíku samfélagi og raunin er líka sú að mörgum þeirra hafa þegar verið inn- rætt þau gildi sem allt snýst um. En á meðan ég get miðlað þeim því besta sem ég kann langar mig að halda áfram. Vera kann að ég dansi í vitlausum takti en vonandi skaðar það engan. Um virðingu, stétt- vísi og hundsbit HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.