Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í UMRÆÐUNNI um meint samráð olíufélaganna er oft bent á að félögin hafi staðið saman að eignarhaldi og rekstri bensín- stöðva víða um land. Þessu hafa félögin aldrei leynt. Staðreyndin er sú að samrekstur á bensínstöðvum var mjög oft af hinu góða, bæði fyrir neytendur og þjóðfélagið í heild sinni. Nú eru hins vegar breyttar forsendur og samrekst- urinn víðast hvar að hætta. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og skoða hvernig málin þróuðust. Áratugum saman stýrði ríkisvaldið verðlagningu á elds- neyti í gegnum verð- lagseftirlit ríkisins, sem var forveri Sam- keppnisstofnunar. Ol- íufélögin lögðu fram kostnaðartölur og fengu skammtaða álagningu út frá þeim. Hvorki var spurt um hagkvæmni í rekstri né þarfir neytenda. Kostnaður tengdur því að reisa bens- ínstöðvar naut velþóknunar verð- lagseftirlitsins og leiddi til ótæpi- legrar fjölgunar þeirra um allt land. Uppbyggingu bens- ínstöðvanna var víðast tekið fagnandi. Þær þjónuðu ekki aðeins íbúum viðkomandi svæðis, heldur voru þær oft eini staðurinn þar sem ferðamenn gátu keypt veitingar og komist á salerni. Bensínstöðvavæð- ingin gekk hins vegar út í öfgar á mörgum stöðum. Reistar voru þrjár stöðvar þar sem ein hefði dugað. Í nokkrum bæjarfélögum vildu menn hins vegar fara varlega í sakirnar. Tilmæli komu frá sveit- arstjórnum, eins og t.d. á Ísafirði, um að olíufélögin kæmu sér saman um eina bensínstöð. Hæpið þótti, miðað við fjölda íbúa og ferða- manna, að rekstrargrundvöllur væri fyrir fleiri. Úr varð að olíufé- lögin komu sér saman um eign- arhald og samrekstur bensínstöðva hér og þar um landið. Á tímum ríkisákvarðana um verðlagningu á bensíni skipti litlu máli fyrir neytendur hvort ein eða fleiri bensínstöðvar voru á staðn- um. Allir voru skyldaðir til að selja á sama verði – ríkisverðinu. Sam- reknu stöðvarnar voru því hag- kvæm lausn fyrir alla aðila. Þær gátu miklu frekar staðið undir sér en þegar þrjár stöðvar kepptu sín á milli. Offramboð bensínstöðva hefur reynst dýrkeypt, jafnt olíufélögum sem rekstraraðilum. Afgreiðslutími verslana á landsbyggðinni hefur lengst verulega og lágvöru- verðsverslunum hefur fjölgað. Þetta hefur komið niður á þeim hefðbundna sjoppurekstri sem hélt bensínstöðvunum lengst af gang- andi. Nærri lætur að 5.000 íbúa þurfi til að standa undir bensínstöð í þéttbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru um 2.200 íbúar á bak við hverja bensínstöð, sem þýðir að bensínstöðvar eru helmingi of margar. Á Reyðarfirði eru tæplega 700 íbúar og þrjár bensínstöðvar. Sauðárkrókur skartar þremur bensínstöðvum og rúmlega 2.600 íbúum. Húsavík og nærsveitir hafa þrjár bensínstöðvar og 3.300 íbúa. Olíufélögin sitja uppi með óþarf- lega margar bensínstöðvar víða um land. Margar þeirra eru verðlitlar eignir, dýrar í viðhaldi og með afar takmarkaðan rekstrargrundvöll. Í litlum byggðarlögum eru það helst samreknu stöðvarnar sem hafa getað staðið undir sér. Breytt samkeppnisumhverfi kall- ar á að sameiginlegum rekstri stöðvanna verði hætt og hefur markvisst verið unnið að því frá 1996. Olíufélögin hafa átt í samn- ingum um að skipta stöðvunum, þannig að aðeins eitt félag reki hverja þeirra. Samrekstri hefur verið hætt á nokkrum stöðum. Það leiðir óhjákvæmilega til þess að einhver félaganna hverfa af við- komandi þjónustusvæði, því ótæpi- leg uppbygging bensínstöðva heyr- ir sögunni til. Hins vegar er öllum frjálst að opna bensínstöðvar hvar sem er, með leyfi viðkomandi sveitarfélags. Mjög víða stendur bensínstöðvarekstur samkvæmt gamla forminu ekki undir sér. Það er dýrt að halda byggingum við, uppfylla öryggiskröfur, bjóða þvottaplön með kústum og slöng- um og hafa fólk á launum frá því snemma að morgni fram á kvöld. Enda dettur nýjum aðilum á elds- neytismarkaðinum ekki í hug að bjóða slíka þjónustu. Í nýlegri ákvörðun samkeppn- isráðs er ekki talin ástæða til að sekta olíufélögin fyrir samrekstur bensínstöðva. Hins vegar mælist samkeppnisráð til að þessum rekstri verði hætt. Markmið olíufé- laganna með uppskiptum sam- reknu benínstöðvanna er ekki að skipta landinu markaðslega á milli sín, heldur að losna úr þessu óheppilega umhverfi og skilja bæj- arfélögin ekki eftir án bensín- stöðva. Það er ósk þeirra sem koma að málinu að hægt verði að ljúka samrekstrinum sem fyrst. Samrekstur bensínstöðva olíufélaganna Margrét Guðmundsdóttir skrifar um samrekstur ’Það er ósk þeirra semkoma að málinu að hægt verði að ljúka sam- rekstrinum sem fyrst.‘ Margrét Guðmundsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri neytendasviðs Skeljungs hf. Atvinnuhúsnæði Skútuvogur - Rvík. til leigu/sölu Nýkomið í einkasölu glæsilegt atvinnuhúsnæði, samtals ca. 1000 fm á þessum vinsæla stað. Eignin skiptist í skrif- stofu og lagerpláss með hárri lofthæð, innkeyrsludyrum ofl. Eignin er fullinnréttuð á vand- aðan máta. Eign í sérflokki. Verðtilboð. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.