Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ E ftir frábæra daga í Wash- ington, þar sem hvert eitt safn var á sinn sér- tæka hátt öðru forvitnilegra, var stefnan tekin á hið nafnkennda listasafn í Baltimore. Síðdegis skyldi haldið í loftið, Tryggvi og spúsa hans til Íslands, en ég New York. Við komuna á flughöfnina um morguninn beið okkar óforvar- andis bríarí sem situr enn í mér, óskiljanleg atburðarás, hrekkur sem margræmdur hræðsluáróð- urinn við hryðjuverk hafði komið af stað. Hvergi mögulegt að fá töskur geymdar á þessari stóru og al- þjóðlegu flugstöð af meintum ótta við skemmdarverk og sprengjur, jafnauðvelt mál og ætla mætti að tæknivæddustu þjóð heims væri að skanna hvers konar trúss, ennfremur öll lykilhólf fjar- lægð. Afleitast að enginn starfs- maður gat með góðu móti upplýst okkur hvar við gætum fengið föggurnar geymdar í nágrenninu. Leituðum uppi veitingabúð og yfir biksvörtu kaffi veltum við stöð- unni fram og aftur fyrir okkur, og loks eftir japl jaml og fuður hug- kvæmdist Tryggva að hringja á safnið. Þar leystu menn að bragði allan vanda hinna felmtri slegnu og sjónum hryggu ferðalanga, ein- ungis taka leigubíl á staðinn. Eng- inn minnsti ótti leyndist í þeim jarðtengdu andans búðum um að hinir langt að komnu norrænu listamenn væru með skotvopn og bombur í farangrinum. Létum ekki segja okkur það tvisvar og eftir töluverðan akstur blasti reisuleg nýklassísk framhlið bygg- ingar Johns Russel Pope við okk- ur. Sama arkitekts og hannaði Þjóðlistasafnið í Washington og Freer-safnið á fimmtu tröð í New York, fæddur þar í borg 1874 og látinn 1937. Þótti rétt að vera meðþennan útúrdúr hér til aðforða öðrum frá að lendaí svipuðum hremmingum, einfaldast að taka stefnu beint á safnið og þaðan á flughöfnina síð- degis, deginum þá giska vel varið. Baltimore er stærsta borg Maryland en fellur eðlilega í skuggann af höfuðborginni Wash- ington í nágrenninu. Engin stór- borg í nútímaskilningi, en mikið menningarsetur, státar meðal ann- ars af John Hopkins-læknaháskól- anum ásamt mörgum öðrum menntastofnunum og merkum söfnum. Íbúatalan um það bil 675.000, hefur fækkað umtalsvert frá lokum seinni heimsstyrjald- arinnar, fólk flust úr sjálfri borg- inni til nágrannabyggðanna. Nafn borgarinnar afar kunnuglegt í list- heiminum, tengist bæði frægum myndum af listaverkum í bókum og myndverkalánum á stórsýn- ingar, en sýnu minna vissum við af hinum mörgu og áhugaverðu hliðum hennar. Listasafnið er á þrem hæðum, í tengslum við það jafnframt einn stærsti höggmyndagarður landsins í þéttbýli. Komið var fram yfir há- degi er okkur bar að og fengum við strax forsmekkinn þá við sett- umst að málsverði í veitingabúð- inni, í afmörkuðum garði út frá henni blöstu nefnilega við okkur kunnuglegar höggmyndir heims- þekktra módernista. Safneignin í heild sinni mjög Af listasafninu í Baltimore SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Etta og dr. Claribel Cone, ásamt Aimee Guggenheimer, á skipsfjöl áleiðis til Evrópu 1903. • Mikil eftirspurn er eftir öllum gerðum atvinnuhúsnæðis til kaups eða leigu. • Erum með stóran kaupendalista . • Óskum sérstaklega eftir eignum í langtímaútleigu sem mega kosta allt að 5 milljörðum. • Við vinnum fyrir flest fjársterkustu fasteignafélög landsins. Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Franz Sími: 893 4284 Kristberg Sími: 892 1931 Mikil sala í atvinnuhúsnæði! Okkur vantar strax eignir á söluskrá Raðhús í Fossvogi óskast - 26-40 millj. Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi í Fossvogi. Húsið má kosta á bilinu 26-40 millj. Mjög góðar greiðslur í boði. „Penthouse“ í miðborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 200-250 fm „penthouse"-íbúð eða (efstu) sérhæð í miðborginni eða í nágrenni hennar. Rétt eign má kosta 40-60 milljónir. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. Hús við sjóinn óskast - 80-150 millj. Arnarnes - Skerjafjörður - Seltjarnarnes. Hús á bilinu 300-400 fm skv. ofangreindri lýsingu óskast. Húsið má kosta 80-150 millj. Staðgreiðsla. Einbýlishús, parhús eða raðhús í Grafarvogi óskast - 26-45 millj. Óskum eftir húsi í Grafarvogi með góðu sjávarútsýni. Sverrir veitir nánari upplýsingar. Hús í vesturborginni eða gamla bænum óskast - 35-70 millj. Traustur kaupandi óskar eftir 200-300 fm raðhúsi eða einbýlishúsi á ofangreindum stöðum. Húsið má kosta 35-70 millj. Staðgreiðsla. Grafarvogur - einbýli eða parhús - 35-40 millj. 250-300 fm einbýlishús eða parhús í Grafarvogi. Húsið má kosta 35-40 millj. Staðgreiðsla í boði. Raðhús eða einbýli á Seltjarnarnesi óskast - staðgreiðsla Höfum kaupanda að góðu 200-400 fm raðhúsi eða einb. á Seltjarnarnesi. Sterkar greiðslur í boði. Höfum kaupanda að einbýlishúsi á svæði 200, 201 og 203 Verðbil frá 30-50 millj. Góðar greiðslur. Upplýsingar veitir Óskar. Sérhæð við Hvassaleiti, Stóragerði eða Háaleitishverfi óskast Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð skv. framangreindri lýsingu. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veita Kjartan og Sverrir. Óskum eftir 2ja-3ja herb. íbúðum á svæðum 109, 110 og 112 Ákveðnir kaupendur. Áhugasamir hafi samband við Óskar. Sérhæð í Hlíðunum óskast fyrir ákveðinn kaupanda Staðgreiðsla í boði. 3ja herbergja íbúð með bílskúr óskast Traustur kaupandi óskar eftir 3ja herb. íbúð með bílskúr. Allar upplýsingar veita Sverrir og Óskar. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Vegna mikillar sölu um þessar mundir vantar okkur eignir fyrir nokkra af okkar góðu og traustu viðskiptavinum. Hér á eftir fer sýnishorn úr kaupendaskrá: (Athugið að þetta er aðeins sýnishorn úr kaupendaskrá) Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Bakkabraut - stórt hús - stór lóð frábær staðsetning Erum með í sölu óvenjulega stórt u.þ.b. 2.200 fm atvinnuhúsnæði með mjög mikilli lofthæð (áður vélsm. Gils). Þrennar innkeyrsludyr og á 2. hæð eru skrifstofur og starfsmannaaðstaða. Húsið er laust nú þegar og gæti hentað undir ýmiss konar atvinnustarfsemi, iðnað, lager o.fl. þar sem þörf er á miklu plássi og óvenjulega mikilli lofthæð. Í húsinu er stór og mikill vörukrani (hlaupaköttur) sem fylgir. Samtengt þessu húsi er annað stórt lager- og atvinnuhúsnæði til leigu eða sölu og er þar um að ræða u.þ.b. 700 fm hús með þrennum innkeyrsludyrum og mikilli loft- hæð. Húsin eru laus nú þegar. Staðsetning eignanna er rétt við höfnina. V. 160 m. 2389 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.