Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 49 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos CARITAS á Íslandi efnir til sinna árlegu styrktartónleika í Kristskirkju við Landa- kot, í dag kl.16. Á tónleikunum koma með- al annarra fram Gunnar Guðbjörnsson tenór, Davíð Ólafsson barítón, Guðný Guð- mundsóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Ulrik Óla- son organisti og stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Allir listamenn munu gefa vinnu sína. Þessir árlegu tónleikar eru liður í hjálp- arstarfi Caritas hérlendis til að styðja við bakið á þeim sem hafa farið góðra hluta á mis. Þetta árið hefur Caritas ákveðið að beina sínum árlegu styrktartónleikum til barna og unglingageðdeildar Landspít- alans – BUGL. Styrktartónleikar Caritas til BUGL Morgunblaðið/Golli Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Egilsstaðakirkja | Gunnar Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxófón- leikari leika Draumalandið, lög af nýút- komnum geisladiski kl. 14. Hóladómkirkja | Söngsveitin Fílharmónía með tónleika „Þú kemur undrahljótt“ í Hóladómkirkju kl 14. Á efnisskrá eru kór- verk frá ýmsum tímum, m.a. eftir rúss- nesku tónskáldin, Tchakovskij, Rachm- aninov, pólska tónskáldið Gorecki, Jakob Tryggvson og Jón Ásgeirsson. Stjórnandi Óliver Kentish. Laugarneskirkja | Friðrik Vignir Stef- ánsson, organisti á Grundarfirði, heldur orgeltónleika í Laugarneskirkju kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Boëllmann. Tónleikar Friðriks eru hluti af tónleikaröð Laug- arneskirkju í vetur. Listasafn Sigurjóns | Sigurður Sv. Þor- bergsson básúnuleikari og Judith Pam- ela Þorbergsson píanóleikari flytja verk eftir Sercki, Rachmaninov og Mussorgsk kl. 17. Norðfjarðarkirkja | Gunnar Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxófón- leikari leika Draumalandið, lög af nýút- komnum geisladiski kl. 20. Myndlist Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli stefnumót lista og minja. Gallerí + Akureyri | Oliver van den Berg, Þóroddur Bjarnason, Ragnar Kjart- anson, Gunnar Kristinsson, Tumi Magn- ússon og Magnús Sigurðarson. –„Aldrei– Nie–Never“ – Þriðji hluti. Gallerí Dvergur | Anke Sievers – „Songs of St. Anthony and Other Nice Tries.“ Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Eing- unn Erna Stefánsdóttir og Áslaug Hösk- uldsdóttir – „Þrjár af okkur“ M.J. Levy Dickinson – Vatnslitaverk. Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins- son – „Ókyrrar Kyrralífsmyndir.“ Gallerí Tukt | Illgresi er svar alþýðunnar við elítunni! Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og andinn.“ Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur og Izabelu Jaroszewska. Sýning á verkum Boyle-fjölskyldunnar frá Skotlandi. Hólmaröst | Jón Ingi Sigurmundsson – Olíu- og vatnslitamyndir. Hrafnista Hafnarfirði | Myndir Sólveigar Eggertz Pétursdóttur í Menningarsal. Hrafnista Reykjavík | Listakonurnar Guðleif Árnadóttir, Guðrún Elíasdóttir, Guðrún Karítas Sölvadóttir, Jóna Stef- ánsdóttir, Kristjana S. Leifsdóttir, Sólveig Sæmundsdóttir sýna verk sín á fjórðu hæð. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir sýnir olíumálverk – „Leikur að steinum“. Ketilhúsið Listagili | Anna Rich- ardsdóttir sýnir tíu ára alheims- hreingjörning um helgina í Ketilhúsinu á Akureyri. Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og David Diviney – „Ertu að horfa á mig / Are you looking at me.“ Sara Björns- dóttir – „Ég elska tilfinningarnar þínar.“ Listasafn Kópavogs Gerðarsafn | Þrjár sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Aust- ursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð safnsins. Norræna húsið | Vetrarmessa Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir „Inni í kuðungi, einn díll.“ Björk Guðna- dóttir „Eilífðin er líklega núna.“ Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – „–sKæti–“. Tjarnarsalur Ráðhúss | Síðasti sýning- ardagur Heidi Strand – Textílverk. Leiklist Íslenska óperan | Sweeney Todd í kvöld. Borgarleikhúsið | Screensaver í kvöld. Söfn Kringlan | Sýning á vegum Borg- arskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringlunnar þar sem sýnd verða skjöl tengd jólahaldi landsmanna og sér- staklega fjallað um jólin 1974, m.a. sýnd jólakort frá ýmsum tímum. Einnig fjallað um hvað var að gerast í Reykjavík árið 1974. www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam- einast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Veitingahús Naustið | Jólahlaðborð með 30–40 mis- munandi réttum. Mannfagnaður Landakotsskóli | Foreldrafélag Landa- kotsskóla býður til jólahátíðar í skólanum kl. 12–16. Hægt er að skoða húsnæði skólans og starfsemina. Tombóla, basar og kaffihlaðborð. Allir velunnarar skólans velkomnir. Fréttir Hótel Borg | Safnaramarkaður verður á Hótel Borg í Gyllta salnum 21. nóv. kl. 13– 17. Til sölu og skipta verða frímerki, um- slög o.fl. sem tengist frímerkjasöfnun. Þá verður mynt, íslenskir og erlendir seðlar, minnispeningar, barmmerki, o.fl. Myntsafnarafélag Íslands og Félag frí- merkjasafnara standa að markaðnum. Reykjavíkurdeild RKÍ | Aðstoð við börn innflytjenda við heimanám og málörvun. Það eru kennarar á eftirlaunum og nem- ar við HÍ sem sinna aðstoðinni í sjálf- boðavinnu. Aðstoðin er veitt í Alþjóða- húsinu á mánudögum kl. 15–16.30. Aðstoðin er fyrir börn á aldrinum 9–13 ára. Skráning í s. 545 0400. Fyrirlestrar Hafnarhús | Guðmundur Oddur Magn- ússon prófessor við Listaháskóla Íslands flytur fyrirlestur um grafíska hönnun á Íslandi í sögulegu samhengi kl. 15 í dag. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | Rannveig Sverrisdóttir lektor í táknmáls- fræði við Háskóla Íslands heldur fyr- irlestur þriðjudaginn 23. nóvember kl. 12.15, í stofu 102 í Lögbergi. Fyrirlest- urinn nefnist: Menningarkimi eða minni máttar? Innlit heyrandi í menningarheim heyrnarlausra. Fyrirlesturinn verður túlk- aður yfir á táknmál. Fundir Krabbameinsfélagið | Heilsuskóli Krabbameinsfél. Ísl. heldur fræðslu/ umræðufund kl. 20 í húsi Krabbameins- félags Íslands, Skógarhlíð 8, 4.hæð. Fundurinn er ætlaður vinum, kunningjum og vinnufélögum fólks sem greinst hefur með krabbamein. Umsjón: Halla Þor- valdsdóttir sálfræðingur og Nanna K Sig- urðardóttir félagsráðgjafi. Útivist Ferðafélagið Útivist | Í ár er boðið uppá þá nýjung að hægt er að fara frá Reykja- vík eða Hvolsvelli. Verð 9.400/10.900 eða 6.700/8.900 kr. Börn 6 ára og yngri fá frítt og börn 6–16 ára eru á hálfu gjaldi. Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur, Róbert Trausti Árnason, rekstrarfræðingur. Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is eða robert@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Gamalt innflutningsfyrirtæki sem selur beint til neytenda. Leiðandi á sínu sviði. Ársvelta 400 m. kr.  Iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Gæti hentað til flutnings út á land.  Salon Nes. Góð hárgreiðslustofa á Seltjarnarnesi.  Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu.  Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð.  Sérverslun - heildverslun með 350 m. kr. ársveltu.  Þekkt bílaleiga á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu með fyrirmyndarað- stöðu í eigin húsnæði. Góð viðskiptasambönd og fastir viðskiptavinir. Þetta er áhugaverður rekstur fyrir samhenta fjölskyldu.  Rótgróið veitingahús með veisluþjónustu og veislusölum.  Þekkt barnafataverslun í Kringlunni.  Lítil sápugerð með góðar vörur. Hentugt fyrirtæki til flutnings.  Ein þekktasta barnafataverslun landsins. Ársvelta 85 m. kr.  Gullöldin. Rótgróinn hverfisbar - skemmtistaður í Grafarvogi.  Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan.  Söluturninn Miðvangi. Gott tækifæri fyrir einstakling sem vill hefja eigin atvinnurekstur.  Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr.  Þekkt sérverslun með 200 m. kr. ársveltu. Eigin innflutningur. Góður hagnaður um árabil.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Ársvelta 36 m. kr. Góður rekstur.  Tveir söluturnar í 101 Reykjavík. Hentugur rekstur fyrir hjón eða fjöl- skyldu.  Húsgagnaverslun í góðum rekstri.  Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni.  Rótgróin brauðstofa í eigin húsnæði. Vel tækjum búin - gott veislueld- hús. Mikil föst viðskipti.  Bílasprautun og réttingaverkstæði. Vel tækjum búið. 3-4 starfsmenn.  Stór og þekktur bar í eigin húsnæði. Mikil velta, spilakassar og pool.  Glæsileg ísbúð, myndbandaleiga og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð.  Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.  Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill komast í eigin rekstur. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658 (Jens) og 663 8478 (Róbert). LÁN - STYRKIR Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 76/1970. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán og styrki úr Fiskræktarsjóði til mannvirkjagerðar er lýtur að fiskrækt eða fiskeldi. Enn fremur er heimilt að veita úr Fiskræktarsjóði lán eða styrki til annarra verkefna sem stuðla að aukningu og viðhaldi íslenskra laxfiska. Umsóknir um lán og styrki úr Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2005, skal senda stjórn sjóðsins fyrir 1. mars 2005. Umsóknareyðublöð vegna styrkveitinga úr Fiskræktarsjóði má nálgast á http://www.veidimalastjori.is. Einnig er hægt að hafa samband við Óðin Elísson eða Grím Sigurðarson í síma 533 2050 ef viðkomandi hefur ekki aðgang að tölvu. Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á sérstöku eyðublaði á eftirfarandi heimilisfang: Fiskræktarsjóður Óðinn Elísson formaður Suðurlandsbraut 18 - 108 Reykjavík ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.