Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 24

Morgunblaðið - 21.11.2004, Side 24
24 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ K atla hefur gosið um tuttugu sinn- um frá því að land byggðist og margra gosa hennar er getið í heimildum fyrri alda. Nálægð Kötlu við byggð og eyðingarmáttur eldgosanna, bæði vegna jök- ulhlaupa og gjóskuregns, hefur valdið því að mörgum hefur staðið stuggur af eldstöðinni. Sigurður Þórarinsson ritaði annál Kötlugosa í Árbók Ferðafélags Íslands frá 1975. Byggði hann grein sína m.a. á annálum, eldfjallariti Þorvaldar Thoroddsens og riti Markúsar Loftssonar um jarðelda á Íslandi. Nýjar rannsóknir hafa aukið þekkingu á gossögu Kötlu. Guðrún Larsen jarðfræðingur hefur skoðað gjóskulög á Kötlusvæðinu og tengt við frásagnir af gosunum. Nokkur gos hafa bæst við en önnur fallið burt af skrá um Kötlugos. Andrew Dugmore við háskólann í Edinborg hefur tímasett jökulhlaup undan Sólheimajökli og fleiri hafa lagt hönd á plóg. Guðrúnu Þ. Larsen, jarðfræðingi hjá Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands, eru færðar bestu þakkir fyrir yfirlestur og lagfæringar á þessum annál en hún las hann yfir og lagfærði. Lok 9. eða byrjun 10. aldar Engar heimildir eru um þetta gos, en gjóskulag sem rakið er til þess hefur fundist. Um 920 Engar sögulegar heimildir eru um þetta gos, en gjóskulagið frá því hefur fundist, meðal annars í Reykjavík og nágrenni. Öndverð 10. öld Gjóskulagarannsóknir benda til þess að jökulhlaup hafi komið und- an Sólheimajökli á 10. öld. Vatna- gangurinn sem sagt er frá í Land- námabók, þar sem greinir frá deilum landnámsmannanna Þrasa í Eystri-Skógum og Loðmundar í Loðmundarhvammi (Sólheimum), gæti tengst þeim atburði. Sagt er að þeir hafi beitt fjölkynngi til að veita vatnahlaupi hvor frá sér til hins. „Í þeim vatnagangi varð Sól- heimasandur,“ skrifar Haukur lög- maður. Þykku vikurdyngjurnar á Skógasandi eru þó eldri en land- nám norrænna manna á Íslandi. Um 934—942 Í Landnámabók er sagt frá Hrafni hafnarlykli, sem nam land milli Hólmsár og Eyjarár og bjó í Dynskógum, en hann „vissi fyrir eldsuppkomu og færði bú sitt í Lágey“. Eins greinir frá Molda- Gnúp, sem nam allt Álftaver og seldi mörgum af landnámi sínu. „Gerðist þar fjölbyggt, áður jarð- eldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku.“ Þor- valdur Thoroddsen taldi hraunið hafa runnið úr Eldgjá og rann- sóknir Guðrúnar Larsen á gjósku- lögum undir og ofan á hrauninu hafa staðfest að það rann á 10. öld. Eitt stærsta gjóskulag sem fallið hefur á Íslandi á sögulegum tíma varð til í gosinu á Eldgjárgos- sprungunni, sem nær frá Kötlu- öskjunni um Eldgjá norður undir Vatnajökul, um 75 km leið. Gjóska sem féll á landi var um 4,5 rúm- kílómetrar nýfallin. Í ískjarna frá Grænlandi hafa fundist gjóskukorn með samsetningu Eldgjárgjósku í árlagi frá tímabilinu 934–942. Um árið 1000 Séra Jón Steingrímsson skrifaði að hann hefði séð getið Kötlugoss árið 1000 í annál séra Þorleifs Árnasonar á Kálfafelli, sá annáll var frá 17. eða 18. öld en er nú glataður. Til er jarðteiknasaga af Þangbrandi kristniboða þess efnis að hann hafi týnt hesti sínum í jörð niður á leiðinni vestur Mýrdals- sand, en bjargast sjálfur. Sigurður Nordal skýrði söguna svo að hest- urinn hefði horfið í jakaker eftir jökulhlaup. Sé sú skýring rétt hef- ur Katla gosið skömmu fyrir árið 1000. Sigurður Þórarinsson taldi að gjóskulag, sem barst til norðurs frá Kötlu, hefði fallið á tímabilinu 950– 1050 og gæti tilheyrt Kötlugosi frá því um 1000. Nú hefur komið í ljós að þessi gjóska er hluti af gjósku- laginu frá Eldgjárgosinu sem sagt er frá hér á undan. Þetta útilokar ekki Kötlugos á árinu 1000, en eng- in ummerki eru þekkt. Sigurður Þórarinsson mun hafa bent á að sú stórkostlega lýsing sem felst í orðum Völuspár „Sól tér sortna / sekkur fold í mar“ geti átt við Kötlugos. 1179 eða nokkru fyrr Höfðahlaup, árið 1179, mun vera fyrsta Kötluhlaupið sem þekkt er með fullri vissu. Í sögu Þorláks biskups Þórhallssonar hinni yngri er fyrst getið hlaups á Mýrdals- sandi og er það fyrsta ritaða sam- tímaheimild um gos í Kötlu. Segir þar frá er biskup kom til fundar við Jón Loftsson á Höfðabrekku. Greindi þá á um málefni kirkjunnar vegna þess að Höfðahlaup hafði tekið marga bæi, þar af tvær jarðir sem kirkjur voru á. Tíundin varð því minni og færri hús til helgiat- hafna. Sigurður segir lýsinguna benda til þess að aðalhlaupið hafi farið suður vestursandinn og þetta líklega fyrsta stórhlaupið sem fór þar yfir eftir að þar kom byggð. Í bók Herberts kapelláns í Clair- vaux um furður, sem skrifuð var 1178–80 mun vera kafli sem gæti fjallað um þetta hlaup. Frásögn Herberts er líklega eftir Eskil erki- biskupi í Lundi, sem dvaldi í Clair- vaux þegar Herbert skrifaði bók- ina. Þótt lýsingarnar á náttúru- hamförum hér á landi séu æði ýktar telur Sigurður Þórarinsson líklegt að þær geti vel átt við Kötluhlaup sem líklega hefur fyllt að nokkru hinn forna Kerlingar- fjörð og höfnina sem þar var í vari við Hjörleifshöfða. 1245 Sex gamlir annálar, sem allir virðast byggjast á sömu heimild, segja frá eldi í Sólheimajökli þetta ár. 1262 Í fjórum gömlum annálum er sagt frá eldi í Sólheimajökli og fylgdi því svo mikið myrkur „svo að fal sól“. Sigurður Þórarinsson segir að þótt gos þessi séu sögð í Sól- heimajökli geti þau allt eins hafa verið venjuleg Kötlugos. Gjósku- lagarannsóknir hafa síðan staðfest að bæði gosin á 13. öld hafi verið í Mýrdalsjökli. 1311 Gottskálksannáll greinir frá því að „aðra drottins nótt hina næstu eftir rigndi sandi og ösku víða á Ís- landi“. Sigurður Þórarinsson segir þetta hafa verið aðfaranótt 18. jan- úar. Yngri heimildir telja að þetta gos hafi orðið um leið og mikið hlaup sem nefnt var Sturluhlaup. Samkvæmt munnmælasögum mun hlaupið hafa valdið mestum usla á austanverðum sandinum. Gamlar sagnir eru um að upp af Kúða- fljótsósi hafi verið fjörður, Kúða- fjörður, allt upp í Hestlandshólma. Katla á að hafa borið í hann sand í Sturluhlaupi. Sæmundur Hólm skrifar í lýsingu sinni á Skaftafells- sýslu 1776 að Kúðafjörður hafi ver- ið fallegur með skóg á báðar hliðar að norðan og hæðum langt fram- eftir, en slétt graslönd að sjó. Sturluhlaup mun hafa eyðilagt Lágeyjarhverfi á Mýrdalssandi og lögðust af bæirnir Dýralækir, Holt, Lágey og Lambey. Síðari rannsóknir benda til að gosið 1311 hafi ekki verið Kötlugos, því gjóskulagið, sem talið var úr þessu gosi, reyndist vera eldra en frá 1300. Munnmælasögurnar um Sturluhlaup gætu verið minni um önnur Kötluhlaup, eldri eða yngri, og breyttar aðstæður á Mýrdals- sandi af þeirra völdum. Um 1357 Eftir að tekist hafði að rekja Kötlugosið 1918 séð frá Ægissíðu í Djúpárhreppi. Myndina málaði Páll Jónsson bóndi á Stóruvöllum í Landsveit og gaf út á póstkorti. Þrátt fyrir mörg Kötlugos í aldanna rás reyndist ekki unnt að finna myndir af gosum Kötlu fyrir 1918. Kötlugosið 1918 séð frá Vestmannaeyjum að nóttu til. Bjarnarey í forgrunni hægra megin. Myndina gerði Engilbert Gísla- son listmálari í Vestmannaeyjum og var hún gefin út á póstkorti af Helga Árnasyni.                                    !   #      " !  $"  !%     " %&&        '() *() +)() ++() +,() +-() +.() +(() +/() +0() +'() +*() ,)()              1& &2&  "& 2& !  3!  &     &  "&                  Annáll Kötlugosa Katla hefur gosið að jafnaði tvisvar á öld frá því land byggðist. Nýjar rann- sóknaniðurstöður benda til þess að stórum gosum fylgi löng goshlé og því er líklegt að óvenjulangt yfirstand- andi hlé stafi af því hve gosið 1918 var mikið. Guðni Einarsson kynnti sér annál Kötlugosa á sögu- legum tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.