Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 45 AUÐLESIÐ EFNI KENNARAR hafa fengið nýjan kjara-samning. Hann var undir-ritaður á miðvikudaginn. Kennarar og sveitar-félögin hafa verið í erfiðri launa-deilu. Ríkis-stjórnin setti lög á kennara. Þeir máttu ekki vera lengur í verk-falli. Gerðar-dómur átti að ákveða lausnina ef ekki tækist að semja. Kennarar og sveitar-félögin vildu frekar semja sjálf. Nú eiga báðir aðilar eftir að greiða atkvæði um samninginn. Ef hann verður sam-þykktur fá kennarar launa-hækkun. Þeir fá líka 130.000 krónur núna og 75.000 krónur í júlí. Þeir voru ekki með nein laun meðan þeir voru í verk-falli. Á næstu árum verður kennslu-skyldan minnkuð. Þá þurfa kennarar að kenna 26 tíma á viku í staðinn fyrir 28. Uppsagnir á nokkrum stöðum Mikið rót var á skóla-starfi í síðustu viku. Á mánudag mættu fáir kennarar til vinnu. Þeir voru mjög reiðir eftir að ríkis-stjórnin setti lög á þá. Á Fáskrúðs-firði sögðu allir kennarar upp vinnunni. Á öðrum stöðum var líka nokkuð um upp-sagnir. Sumir foreldrar voru mjög reiðir út í kennara fyrir að mæta ekki til vinnu. Aðrir voru reiðir út í ríkis-stjórnina fyrir að fara þessa leið. Nýju samningarnir kosta sveitar-félögin mikla peninga. Sum þeirra eru illa stödd fjárhags-lega. Þetta gæti þýtt að sums staðar þurfi að hækka einhver gjöld. Kennara-deilan leyst í bili Nemendur mættu í skólann síðasta mánudag. Morgunblaðið/Sverrir BANDA-RÍKIN hafa náð Fallujah á sitt vald. Fallujah er borg í Írak. Þar hafa verið miklir bardagar. Bandaríkja-menn sögðu að uppreisnar-menn réðu borginni. Fyrst sögðu þeir að það væru mest útlendingar. Núna segja þeir að flestir þeirra séu Írakar. Í Fallujah eru lík úti um allt. Nánast allir íbúarnir hafa flúið burtu. Örfáir eru eftir. Þá skortir mat og vatn. Rauði hálfmáninn hefur ekki komist inn í Fallujah með mat og hjálpar-gögn. Alþjóða-lög brotin? Amnesty International eru mannréttinda-samtök. Þau hafa sagt að alþjóða-lög hafi verið brotin með innrásinni. Þau segja að Bandaríkja-menn hafi ekki hugsað um örlög saklauss fólks. Þau segja líka að uppreisnar-mennirnir hafi notað saklaust fólk sem tál-beitur. Í síðustu viku náðist upp-taka af bandarískum hermanni skjóta Íraka. Írakinn var særður og óvopnaður. Upp-takan hefur vakið mikla reiði. Banda-ríkin hafa náð Fallujah Banda-rískir hermenn að störfum í Fallujah. Reuters Hærri skattar í Reykjavík Reykvíkingar þurfa að borga hærri skatta. Borgar-fulltrúar R-listans sam-þykktu það í vikunni. Borgar-fulltrúar Sjálfstæðis-flokksins sögðu að þetta væri út af skulda-söfnun R-listans. Munaði einu höggi Birgi Leifi Hafþórssyni tókst ekki að tryggja sér fullan rétt til að keppa á evrópsku móta- röðinni í golfi. Það munaði að- eins einu höggi. Hann getur samt leikið í sumum mótum og á áskorenda-mótaröðinni. Of mikil völd í pólitík Íslendingum þykja stjórn-mála-menn hafa of mikil völd. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Könn- unin var gerð í meira en 60 löndum. Flestum sem voru spurðir finnast stjórnmála- leiðtogar ekki heiðar-legir. Við-horf til viðskipta-leiðtoga eru hins vegar jákvæðari. Sjálfs-morð í fangelsi Fangi framdi sjálfs-morð í Kópavogs-fangelsi á þriðjudag. Fanginn var kona. Hún átti að vera í fangelsi í 45 daga fyrir auðgunar-brot. Sjálfs-víg eru ekki algeng í fangelsum á Íslandi. Íslands-póstur sektaður Íslands-póstur þarf að borga 900.000 krónur í sekt. Fyrir-tækið notaði mynd af hundi á frí-merki. Konan sem tók myndina kærði af því að Íslands-póstur samdi ekki um greiðslur fyrir myndina. Mynd- in var af íslenskum fjár-hundi. Dauði Arafats rannsakaður Það er ekki víst hvers vegna Arafat dó. Sumir halda að það hafi verið blóð-sjúkdómur. Stjórn Palestínu hefur skipað nefnd til að rannsaka málið. Sumir hafa áhyggjur af að honum hafi verið gefið eitur. Önnur Hval-fjarðar-göng? Spölur vill stækka Hval- fjarðar-göngin á næstu 5–6 árum. Spölur sér um að reka göngin. Ástæðan er mikil um- ferð um göngin. Hugmyndin er að leggja önnur göng við hlið- ina á þeim sem nú eru. Það kostar í kringum 2 milljarða. Sjó-menn hvílast ekki nóg Margir sjó-menn fá ekki nógan svefn þegar þeir eru á sjó. Þetta kemur fram í nýrri rann-sókn. Svefn-klefarnir þeirra eru litlir og hávaði mikill. Of lítil hvíld eykur hættu á slysum. Þrátt fyrir það eru næstum því 8 af hverjum 10 sjó-mönnum ánægðir í vinnunni. Stutt THE Fall hélt tvenna tón-leika á Íslandi í vikunni. Hljóm-sveitin kemur frá Bret-landi og spilar neðan-jarðar-rokk. Hún var vinsæl á 9. áratugnum. Fyrri tónleikarnir voru í Austurbæ. Það voru færri á þeim tónleikum en búist var við. Vonbrigði og Dr. Gunni hituðu upp. Seinni tónleikarnir voru á Grand- rokki og þar var þétt-setið. The Fall hélt tvenna tónleika Morgunblaðið/Sverrir COLIN POWELL hefur sagt af sér. Hann er utanríkis-ráðherra Banda-ríkjanna. Powell sagðist vera ánægður með að hafa verið í liði sem frelsaði Afganistan og írösku þjóðina og byrjaði stríð gegn hryðju-verkum. Powell hefur alltaf hvatt til varkárni. Hann vildi ekki fara í stríð nema það væri nauðsyn-legt. Hann fékk samt ekki alltaf að ráða. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er búinn að ákveða hver tekur við af Powell. Það verður Condoleezza Rice. Rice er 50 ára. Hún hefur verið ráðgjafi Bush í þjóðar-öryggis-málum. Hún er herská og og ákveðin. Talið er að Bush vilji auka tök sín í utanríkis-ráðuneytinu. Þess vegna hafi hann valið Rice. Hún er líka góð vinkona hans. Colin Powell segir af sér ÍSLAND vann Ungverja-land í handbolta á fimmtudag. Leikurinn var á heims-bikar-mótinu. Mótið er haldið í Svíþjóð. Leikurinn fór 33:29. Þetta er fyrsti sigur liðsins eftir að Viggó Sigurðsson byrjaði að þjálfa það. Ísland spilaði góða vörn í leiknum. Hreiðar Guðmundsson var líka mjög góður í markinu. Ísland tapaði fyrstu 2 leikjunum sínum á mótinu. Frakkar unnu Íslendinga 38:29. Íslenska liðið stóð sig ekki vel. Baráttu-andann vantaði. Leikmenn gáfust upp of snemma. Ísland hefði ekki átt að tapa svona stórt þótt Frakkar séu góðir. Þýska-land vann Ísland með einu marki síðasta miðvikudag. Viggó hefur gert miklar breytingar á landsliðs-hópnum. Í 17 manna hópi eru 8 sem ekki voru með á ólympíu-leikunum. Fyrsti sigur hand-bolta-liðsins Ljósmynd/Borlänge tidning Þórir Ólafsson, hornamaður úr Haukum, sækir hér að marki Ungverja í leiknum á heimsbik- armótinu í Svíþjóð, sem Ísland vann, 33:29. DAVÍÐ Oddsson, utan-ríkis-ráðherra, fór til Washington í vikunni. Hann fundaði með Colin Powell. Powell er utan-ríkis-ráðherra Banda-ríkjanna en hann ætlar að hætta. Þeir töluðu mest um bandaríska herinn á Íslandi. Davíð var ánægður eftir fundinn. Hann sagði að Banda-ríkin haldi áfram að hafa her-þotur hér á Íslandi. Þær eiga að sjá um loft-varnir. Davíð sagði að málið væri komið í öruggari farveg. Davíð hitti Colin Powell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.