Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 25
gjósku frá Öræfajökulsgosinu 1362 vestur yfir Mýrdalssand kom í ljós að mikið gjóskugos hefur komið úr Kötlu fáeinum árum fyrr. Heimildir um það er að finna í þremur göml- um annálum. Í Skálholtsannál (um 1354) segir af eldsuppkomu í Trölladyngjum og „eyddust margir bæir í Mýdal af öskufallinu, en vik- urinn rak allt vestur á Mýrum og sá eldinn af Snæfellsnesi“. Gott- skálksannáll (um 1357) segir m.a.: „Elds uppkoma í Trölladyngjum leiddi þar af ógnir miklar og dunur stórar, öskufall svo mikið að nær alla bæi eyddi í Mýdalnum og víða þar nálægt gerði mikinn skaða, vikra reki svo mikill austan til að út frá Stað á Snæfellsnesi rak vikr- ina og enn utar.“ Í annál Flateyj- arbókar (um 1360) er svipaða lýs- ingu að finna. Oddur Einarsson segir í Íslandslýsingu sinni frá gosi í Trölladyngju 1356 og eyðingu margra bæja í sveit sem nefnist Mýdalir. Sigurður Þórarinsson segir ljóst að hvorki sé um að ræða gos í Trölladyngju á Reykjanesi, né í Trölladyngjum í Ódáðahrauni. Hann telur líklegast að Kötlugos hafi getið af sér öskufallið í svo- nefndum Mýdal sem myndaði gjóskulagið rétt undir 1362-laginu austast í Mýrdalnum. 1416 Kötlugoss þessa er aðeins getið í einni heimild, viðbót við Lögmanns- annál sem nefndist Nýi annáll. Þar segir m.a.: „Kom upp eldur að Höfðárjökli og brenndi mikinn dal (les í) jökulinn. Varð þar af öskufall mikið, svo lá við skaða.“ Gjóskulag- ið úr þessu gosi hefur m.a. fundist í Álftaveri. Um 1500 Eina heimildin um þetta gos er svart gjóskulag sem nær vestur á Reykjanes og í Reykjavík er það þykkasta gjóskulagið sem fallið hefur frá því Ingólfur Arnarson steig á land. Sigurður Þórarinsson taldi að þetta gos hefði orðið á tímabilinu 1480–1495 en síðari rannsóknir benda til að það sé ívið yngra, eða frá því um 1500. Einar Ólafur Sveinsson leiðir rök að því í ritgerð sinni, Byggð á Mýrdals- sandi, að Dynskógar hafi trúlega farið í auðn seint á 15. öld, eftir 1480, og spyr hvort það hafi ef til vill verið af völdum stórkostlegs eldgoss sem fallið hafi í gleymsku? Við uppgröft í Kúabót í Álftaveri, undir stjórn Gísla Gestssonar á ár- unum 1972–1976, komu í ljós rústir af bæ sem jökulhlaup lagði í eyði á svipuðum tíma. 1580, 11. ágúst Björn Jónsson á Skarðsá ritar í annál sínum: „Sprakk og hljóp fram Mýrdalsjökullinn með eld- gangi suður frá Þykkvabæjar- klaustri, svo bæir eyddust, en ekki sakaði fólk.“ Jarðirnar munu allar hafa verið byggðar aftur, nema Efri-Mýrar. Oddur Einarsson ritaði einnig um þetta gos í Íslandslýsingu sinni: „Þá sást nýstárlegt eldgos í fjalli, sem nefnist Sólheimajökull, kring- um árið 1580. Steig eigi aðeins upp úr því reykur, heldur sást einnig neistaflug sem náði allt út á sundið milli Vestmannaeyja og lands. Að vísu gerði dagsljósið og sólskinið sjálft neistaflugið ógreinilegt, þegar það varð, en við sólsetur mátti greinilega sjá eldgosið, sem var svo feiknlegt, að stór björg þeyttust á haf út. Og þótt furðulegt sé, heyrð- ust dunurnar og dynkirnir eins og drunur frá öflugustu fallbyssuskot- um í fjarlægustu landshlutum, þ.e. á norðanverðu og vestanverðu landinu, en þeir sem bjuggu í nánd við fjallið urðu þess alls ekki varir.“ 1612, 12. október Þorvaldur Thoroddsen getur goss í Eyjafjallajökli en ekki Kötlu- goss þetta ár. Það byggir hann á Skarðsannál um árið 1612. Espólín tekur það upp: „Sprakk fram Eyja- fjallajökull austur allt í sjó; kom þar upp eldur; hann sást nær alls staðar fyrir norðan land.“ Sigurður Þórarinsson segir Þorkel Þorkels- son veðurfræðing hafa bent á að hér myndi um Kötlugos að ræða, því sannanlega hafi komið Kötlugos þetta ár. Þorsteinn Magnússon, klausturhaldari í Þykkvabæ, skrifar um Kötlugos og nefnir þar gosið 1612 „og var það það fyrsta ár, er eg meðtók þetta klaustur, og að skeði 12. Octobris“. 1625, 2.—14. september Þorsteinn Magnússon, sýslumað- ur og klausturhaldari í Þykkva- bæjarklaustri, skrifar merka heim- ild um þetta gos í september 1625 og viðbótarskýrslu í mars 1626. Telur Sigurður Þórarinsson að „eigi hafi áður verið skrifað nokk- ursstaðar gagnmerkari goslýsing, ef undanskilin er hin fræga Plinius- ar yngra á gosinu í Vesúvíusi 79 e.Kr. Sérstaklega athyglisverð er lýsing Þorsteins á rafmagnsfyrir- bærum í gjóskufallinu. Þetta var mikið gjóskugos og barst gjóskan aðallega til austurs. 23 bæir fóru í eyði um skeið, þar af 18 í Skaft- ártungu. Í Öræfum varð að taka búpening á gjöf.“ Eini staðurinn þar sem gjósku- falls gætti lítið á svæðinu var í Ból- hrauni í Álftaveri. Sagt var „að þangað hafi komið sauðfé, naut og hross hvaðanæfa, allt að tvær þing- mannaleiðir.“ Þetta olli ofbeit og var jörðin sem sviðin. Mikið af bú- peningi féll um veturinn. Jök- ulhlaupið varð sennilega mest á austursandinum. 1660, 3. nóvember fram yfir áramót Samtímaheimild um þetta gos er m.a. að finna í skrifum séra Jóns Salómonssonar, sem dagsett eru að Kerlingardal 12. nóvember 1660. Fremur lítið gjóskufall fylgdi gos- inu en mikið hlaup. Getur Sigurður Stefánsson, sýslumaður, þess að jökulvatn hafi gengið fram úr skarðinu í Hafursey sem er milli Skálarfjalls og megineyjarinnar. Aðalhlaupið þann 3. nóvember spillti svo fjórum jörðum í Álfta- Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar frá Hörgsholti eru mikilvæg heimild um Kötlugosið 1918. Hann tók myndir af gos- mekkinum og tröllslegum jökum á Mýrdalssandi og fór tvívegis á jökulinn 1919 og tók myndir af afleiðingum gossins. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 25 Lexus | Nýbýlavegi 6 | sími 570 5400 | www.lexus.is Þinn tími er kominn. Glæsilegt tilboð á rekstrarleigu gerir þér kleift að njóta þess að aka Lexus IS200, bíl sem sameinar fegurð og gæði í fullkominni hönnun, kosti sportbíls og aðalsmerki lúxusbíla. IS200 sjálfskiptur á 16" felgum Rekstrarleiga aðeins 49.200 kr. á mánuði IS200 Limited, sjálfskiptur á 17" felgum Rekstrarleiga aðeins 53.100 kr. á mánuði Lexus IS200 er engum öðrum líkur. Þú átt skilið að upplifa hið besta sem völ er á. Komdu og reynsluaktu Lexus IS200 BÚÐU ÞIG UNDIR ATHYGLINA ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 48 0 1 1/ 20 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.