Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 43 MINNINGAR ✝ Unnur Sigurðar-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 24. október 1920. Hún lést á Vífilsstöðum 6. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Kristín Bene- diktsdóttir, f. 29.7. 1893, d. 4.9. 1974, og Sigurður Sigurðsson, f. 31.8. 1891, d. 23.4. 1973. Þau bjuggu sinn búskap í Vestmanna- eyjum. Systkini Unn- ar eru Elín, f. 3.9. 1924, og Magnús, f. 10.3. 1938, hálfsystir Sigrún Berg- mann, f. 22.6. 1912, d. 27.10. 1987, og uppeldisbróðir Garðar Júl- íusson, f. 10.11. 1932, d. 26.8. 1988. Hinn 6. desember 1941 giftist Unnur Stefáni Haraldi Jónssyni, f. 19.2. 1918. Foreldrar hans voru Jórunn Jónsdóttir, f. 6.12. 1878, d. 20.1. 1944, og Jón Stefánsson, f. 17.7. 1894, d. 28.12. 1973. Börn Unnar og Stefáns eru: 1) Krist- ín, f. 27.5. 1945, gift Vali Oddssyni, f. 27.7. 1942. Dætur þeirra eru Ingibjörg og Ás- dís. 2) Sigurjón, f. 29.10. 1950, kvæntur Hjördísi Önnu Hall, f. 14.9. 1950. Dætur þeirra eru Unnur og Hildur. Langömmubörnin eru sjö. Unnur ólst upp í Vestmannaeyj- um en 18 ára fluttist hún til Reykjavíkur. Útför Unnar fór fram í kyrrþey 16. nóvember. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Með þessum orðum vil ég kveðja elskulega tengdamóður mína Unni Sigurðardóttur sem lögð hefur verið til hinstu hvílu eftir löng og ströng veikindi. Ég var nánast unglingur er ég kom fyrst í Langagerði 102 á heimili tengdaforeldra minna. Allt frá fyrstu stundu var ég boðin vel- komin, umvafin hlýju og kærleika. Heimili þeirra bar vott um smekkvísi og snyrtimennsku. Til þeirra var ætíð notalegt að koma. Það var mikill styrkur fyrir mig þegar við Sigurjón eignuðumst okk- ar fyrsta barn að búa á efri hæðinni hjá Unni og Stefáni og reyndist Unn- ur mér sem besta móðir og bar aldrei skugga þar á. Hún gætti nöfnu sinn- ar á daginn og eftir að hún byrjaði í leikskóla sá hún um að sækja hana og gæta hennar það sem eftir var dagsins. Það var alltaf tilhlökkunar- efni fyrir ömmustelpurnar þegar þær fengu að gista, þá var hátíð í bæ. Unnur var fullkomin amma, dekraði við þær á alla lund og man engin þeirra eftir að hún hafi nokkurn tím- ann hækkað róminn. Unnur hafði einstaka lund svo blíð og góð. Það var gaman að fylgjast með Unni og Stefáni þegar þau fluttu í Hraunbæ 103 og fóru að taka þátt í félagsstarfi eldri borgara þar. Þá opnaðist henni nýr heimur. Ekki átti ég von á að sjá þessa hæglátu konu taka þátt í tísku- sýningu á Hótel Sögu en það gerði hún með glæsibrag. Hún naut sín vel í ýmiss konar föndri og vöktu athygli postulínsdiskar og könnur sem hún málaði handa langömmubörnunum sínum. Hún lét ekki þar við sitja heldur átti í fórum sínum gjafir handa ófæddum afkomendum. Það var dásamleg stund þegar hún fársjúk á Vífilsstöðum afhenti yngsta langömmubarninu sínu gjöf. Um- hyggjusemi hennar gagnvart ástvin- um var ætíð einlæg og óeigingjörn. Eftir að heilsu Unnar hrakaði varð henni að ósk sinni að fá inni á Vífils- stöðum og er ekki hægt að hugsa sér betri stað fyrir hjúkrunarheimili í svo fallegu og friðsælu umhverfi. Seint verður starfsfólki Vífilsstaða þakkað fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð og allra í fjöl- skyldunni. Hið jákvæða viðhorf hennar til lífsins kom best í ljós þegar Sigurjón kvaddi eftir heimsóknir með þeim orðum „Sjáumst á morgun“. Þá svar- aði hún ávallt: „Ég er strax farin að hlakka til.“ Tengdafaðir minn Stefán H. Jóns- son var hennar stoð og stytta. Hann annaðist öll heimilisstörf 86 ára að aldri og afþakkaði góðfúslega alla að- stoð. Eftir að Unnur varð að dveljast á sjúkrahúsum heimsótti Stefán hana daglega. Lífshlaup góðrar konu er á enda. Nærvera hennar hafði bætandi áhrif á alla sem hana umgengust. Ég þakka áratuga langa samfylgd og vináttu. Þín tengdadóttir, Hjördís Anna Hall. UNNUR SIGURÐARDÓTTIR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGILEIF MAGNÚSDÓTTIR, Háagerði 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 22. nóvember kl. 13.00. Jóhanna Árnadóttir, Stefán Björnsson, Jón Árnason, Jónína Sigurdórsdóttir, Friðrik Árnason, Ríkharður Árnason, Hrefna Jónsdóttir, Ólafur Kristinsson, Anna Þorsteinsdóttir, Hrönn Árnadóttir, Bergsteinn Pálsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR SIGURÐARDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést laugardaginn 6. nóvember sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Stefán H. Jónsson, Kristín Stefánsdóttir, Valur Oddsson, Sigurjón Stefánsson, Hjördís Anna Hall, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, EINAR BORG ÞÓRÐARSON, Suðurvangi 23B, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Steinvör Sigurðardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Jenný Einarsdóttir, Hjalti Sæmundsson, Sigurður Einarsson, Sólveig Birna Jósefsdóttir, Þórður Einarsson, Ingibjörg Helgadóttir, Kristján Þórðarson, Sigrún Sigurðardóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU ZOËGA, Dalbraut 27. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Dal- braut 27 og Landakoti L-5. Kristín Zoëga, Ágúst Geirsson, Helgi Zoëga, Sheila Zoëga, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR SVANBORG STEFÁNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 10. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Gunnar Egill Sigurðsson, Helga Hjálmarsdóttir, Stefán Rafn Hafsteinsson, Þórhildur Svavarsdóttir, Hulda Jóhanna Hafsteinsdóttir, Guðmundur Ingvason, Ólöf Helga Gunnarsdóttir og barnabörn. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.