Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þegar þú segir það,“ segirhún hissa, þegar ég óskahenni til hamingju með 30ára rithöfundarafmælið.„Þeir Jón Oddur og Jón Bjarni komu fyrst út á bók 1974. Ósköp líður tíminn hratt.“ Þetta síð- asta segir hún eilítið ásakandi og lít- ur til mín. Eins og ég stjórni tím- anum! Ég gæti það kannski í ævintýri eftir Guðrúnu Helgadóttur. En ekki hér. Að lesa fyrir börnin frá fyrstu gerð – Hvað kom til að þú fórst að skrifa barnabækur? „Þegar þetta allt byrjaði, var ég með þrjú lítil börn og eitt stálpaðra. Það var ekki um auðugan garð að gresja með lesefni og margt af því sem gefið var út var óskaplega léleg- ur pappír. Mér satt að segja ofbauð það sem ég var að bera í börnin úr bókasafn- inu. Ég ákvað að hvíla þau á þessu og fór að segja þeim sögur í staðinn. Þannig urðu þeir Jón Oddur og Jón Bjarni flökkusaga á heimilinu, sem prjónað var við eftir hendinni. Þeir voru búnir að vera í munnlegri geymd í ein tvö ár, þegar hún Silja Aðalsteinsdóttir komst í þetta hjá okkur og vildi endilega fá eitthvað af því til að lesa í morgunútvarpsþætti, sem hún var með. Hún plataði mig til þess að setja þetta á blað og þá lagði Valdimar í Iðunni, sá heiðurs- maður, við hlustir og bað mig um meira. Ég var nú svo samvizkusamur sósíalisti á þessum árum, að ég fór með handritið í Mál og menningu, en sá yndislegi maður, Sigfús Daðason, sýndi því engan áhuga svo ég fór með það til Valdimars. Þegar hann hringdi í mig og spurði hvort ég vildi hafa skrýtið með ý eða í, vissi ég að hann ætlaði að gefa söguna út! Bókin seldist ekkert sérstaklega fyrir jól, en eftir jól tók salan kipp og um vorið afhenti minn gamli skóla- bróðir og vinur, Birgir Ísleifur Gunnarsson, mér verðlaun fræðslu- ráðs Reykjavíkur fyrir söguna. Þetta varð mér anzi mikil hvatning til þess að halda áfram og taka mig svolítið alvarlegar! Ég skrifaði fram- hald um þá bræður og síðan hefur eitt leitt af öðru.“ Og eitt af öðru hjá Guðrúnu Helgadóttur er 21 skáldsaga handa börnum og þrjú leikrit og tvö full- orðinsverk; skáldsaga og sjónvarps- leikrit. Þá hefur Illugi Jökulsson gert leikgerð fyrir útvarp eftir sögunni; Sitji guðs englar og hefur komið til tals, að Þjóðleikhúsið taki verkið til sýninga. Þeir Jón Oddur og Jón Bjarni hafa ratað fleira frá bókunum en á leiksviðið. Þráinn Bertelsson gerði um þá kvikmynd og segir Guðrún að hún hafi ekki komið nálægt kvik- myndahandritinu. „Ég kann ekkert til þeirra verka. Ég var óskaplega taugaveikluð út af kvikmyndinni, en læknaðist strax og ég sá hana. Hún var fín. Þeir eru ódauðlegir þessir pésar mínir, Jón Oddur og Jón Bjarni,“ bætir Guðrún við og hlær. Guðrún Helgadóttir hefur m.a. hlotið Norrænu barnabókaverðlaun- in og verið tilnefnd til bókmennta- verðlauna H.C. Andersen og Astrid Lindgren. – Af hverju skrifar þú fyrir börn? „Ætli það sé ekki vegna þess að ég hef alltaf verið með börn. Ég er elzt tíu systkina og það yngsta var vart af höndum, þegar ég var komin með mitt elzta. Ég hef alltaf verið áhugamann- eskja um íslenzka tungu og þess að lesið sé fyrir börn frá fyrstu gerð. Það tryggir þeim meiri málþroska og hreinlega þjálfun í að láta reyna á hugann. Börn eru ákaflega skemmtilegir áheyrendur og lesendur. Þau eru ekkert að tvínóna við hlutina; þau láta það skýrt í ljós, ef þeim mislíkar eitthvað og eru líka ánægð með það sem gleður þau.“ Barnabækur upp úr kjöllurunum! – Er það tvennt ólíkt að skrifa fyr- ir börn og skrifa fyrir fullorðna? „Það getur verið skrambi snúið að skrifa fyrir krakka. Margir frábærir höfundar hafa skrifað bækur fyrir börn, en ekki náð til barnanna. Þá má ekki gleymast að taka það með í reikninginn, að fullorðnir geti líka lesið barnabækur sér til ánægju. Mergurinn málsins er sá, að börn vilja lesa efni, sem þau finna að full- orðnir lesa líka sér til ánægju. Ég man þegar ég var að lesa fyrir mín börn, hvað þeim fannst miklu meira gaman ef þau sáu að ég skemmti mér! Ég held að fólk þurfi að vera hald- ið einhverri síbernsku til þess að geta skrifað fyrir börn. Þeir sem eru orðnir fullorðnir og hafa týnt barninu, þeir geta ekki gert þetta. Við sem skrifum fyrir börn meg- um ekki gera minni kröfur til okkar Ég er á eilífu meðgönguskeiði Hún á þrjátíu ára rithöf- undarafmæli á þessu ári, þegar hún sendir frá sér sína 21. skáldsögu fyrir börn. Af þessu tilefni ræddi Guðrún Helgadóttir um börn og bókmenntir við Freystein Jóhannsson. Morgunblaðið/Kristinn Guðrún Helgadóttir: Björgum barnabókunum upp úr kjöllurunum! — Við sem skrifum fyrir börn megum ekki gera minni kröfur til okkar sjálfra en þeir sem skrifa fyrir fullorðna. Við þurfum eiginlega að gera meiri kröfur! á morgun Helgin öll…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.