Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004 21 aði mig með þessa örorku. Þetta er löngu komið í lag, en maður hættir ekkert að verða öryrki eftir að maður er einu sinni orðinn það.“ „Og færðu afslátt af fleiru en flug- miðum?“ spurði Óli T. „Ég fæ afslátt af öllum fjandan- um,“ sagði ég. „Nefndu það bara. Það er svoleiðis dekrað við mann ef maður er með svona fötlun.“ Við vorum komnir inn á kaffihúsið og búnir að panta okkur hvor sinn bollann. En það varð lítið úr samræð- um því að Óla T þótti þetta mál svo merkilegt. Hann gat ekki um annað hugsað, hann gat næstum ekkert sagt annað en „hugsa sér, þetta er alveg ótrúlegt!“ Og eitthvað í þá áttina sagði hann öðru hverju það sem eftir lifði eftirmiðdagsins, bæði á meðan við sátum á kaffihúsinu og í ferjunni á leiðinni heim til „Ojradsjeggv“ og með bílnum þaðan til Fuglafjarðar. Sumarið eftir ákveða Einar og nafni hans og kollega Einar Már Guð- mundsson að fara í sumarvinnu til Færeyja Þegar við komum á farfuglaheim-ilið varð okkur ljóst að fleiriungir Íslendingar höfðu fengið þessa sömu hugmynd, að dveljast sumarlangt í Færeyjum. Og við heyrðum sögur af miklum gleðskap og flokkadráttum og að einhverjir samlandar hefðu nýlega verið reknir úr vinnu og komist í kast við lögin vegna óreglu og uppþota. Er við föl- uðumst eftir vinnu daginn eftir hjá danska verktakafyrirtækinu Phil & Søn sagði danskur ráðningarstjóri: „Ég er hættur að ráða Íslendinga. Det betyder bare ballade.“ Við urðum sárir og djúpt hneyksl- aðir, vorum pólitískir hugsjónamenn og aðhylltumst jöfnuð og bræðralag kynþátta, og hér var einhver Dani í Færeyjum með apartheit á móti Ís- lendingum. Og Daninn brosti út að eyrum þegar við nefndum apartheit – „Så-så, drenge. Prøv bare noget and- et sted!“ Og við tilkynntum þeim Ís- lendingum sem við þekktum á svæð- inu að við værum farnir til Klakksvíkur, þess góða staðar þar sem allir menn væru jafnir; útskrif- uðum okkur af farfuglaheimilinu og tókum ferjuna til Austureyjar þar sem Gulla systir bjó. Aftur kominn í eldhúsið til Gullu, í þetta sinn í fylgd með höfuðsnillingn- um Einari Má. Við sögðum tíðindi frá Íslandi, þau sögðu okkur fréttir úr Fuglafirði, sem voru harla fáar; ég spurði þó um þá sem ég kannaðist við þarna úr kaupstaðnum; nágrannann Pétur Helgadal, Thórhamarsfólkið, og já, sjáiði eitthvað kunningja minn Óla T? „Óli T.?“ sagði mágur minn og hugsaði sig um. „Heyrðu, þú ert að tala um Óla I. Óli T heitir Óli I núorð- ið.“ „Nú, hvernig má það vera? Fyrir hvað stendur þetta I?“ „Invalid. Núna heitir hann Óli In- valid. Hann var orðinn eitthvað svo slæmur í bakinu að hann fékk sig úr- skurðaðan öryrkja. Og núna er hann hættur á sjónum og hættur öllum þrældómi. Lifir bara á örorkubótum. Og er meira að segja búinn að fá sér leigubíl; öryrkjar eru styrktir til að kaupa sér svoleiðis, og hann dólar bara um á nýrri toyotu með díselvél, rukkar fyrir farið þegar hann er í stuði.“ Hvar frómur flækist eftir Einar Kára- son kemur út hjá Máli og menningu. Bókin er myndum prýdd og 135 bls. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 2 FYRIR 1 Frábært tilboð á miðum í sæti. Aðeins 5.400 kr. fyrir 2 miða. Frjálst sætaval Miðasala á helstu Essostöðvum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.