Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 42

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 42
dafna og fjölga sér þar til það verður ekki líít á göt- unum fyrir rumpulýð. Með þessu viðhorfi hefur íslendingum tekist að gera ólæti unglinga í miðbæ Reykjavíkur að stærra vandamáli en morðæðið á götum Los Angeles. Þótt unglingarnir í Reykjavík drepi hvorn annan kannski ekki jafnoff og jafnaldrar þeirra í Amer- íku, þá eru þeir örugglega verr innrættir og lík- legri til verri hluta. Dramb íslendingar líta ekki bara stórt á sig sem þjóð, heldur er hver íslendingur stórmenni í eigin aug- um. Og hann telur það blóðskyldu sína að líta svo á. Því er nefnilega þannig háttað á Islandi að það er sama hvert menn rekja ættir sínar, norður í Þing- eyjarsýslur, í Skagafjörðinn eða vestur á firði, alltaf er það til annálaðra vindhana og fólks sem hefur lagt metnað sinn í að viðhalda sjálfsbirgingslegu stærilæti mann fram af manni. Ef eitthvert vit væri í þessu stærilæti öllu, þá væru allir íslendingar ómissandi, hver einn og einasti. Allir hefðu þeir verið svo heppnir að eignast besta bíl í heimi og það fyrir hlægilegan pening. Hvergi væri betra að búa en einmitt þar sem hver og einn þeirra býr. Allir sneru þeir hvor á annan í viðskiptum, bæði kaupendur og seljendur. En þannig er þetta auðvitað ekki. Um leið og komið er inn fýrir drambið blasir við önnur sýn. Sérhver fslendingur er hundóánægður með sjálfan sig og hlutskipti sitt í lífinu. En þannig er það með allt drambsamt fólk. Drambið er einkennisbún- ingur þeirra sem grunar að þeir séu hundómerki- legir. Flottræfilsháttur Þar sem íslendingar eru nýríkir og enn hálfgerðir gestir í nútímanum hafa þeir ást á öllum táknum sem sanna fýrir þeim og umheiminum að þeir séu öngvir slorpungar. Þessari ásókn þeirra í ytri tákn virðist engin takmörk sett. Virðulegir embættismenn eru til- búnir að fórna mannvirðingu sinni fýrir jeppa, bæjarstjórnir eiga það til að steypa bæjarfélögum á hausinn fýrir veglegt félagsheimili, sóknarnefndir eru tilbúnar að veðsetja guð svo þær geti byggt kirkju fýrir öll lifandi og dauð sóknarbörn og kjarnafjölskyldur eiga það til að fórna allri lífsham- ingju fyrir garðskála og parket. Þessi ásókn í ytri tákn birtist jafnt í smáu sem stóru. Þannig er umbúnaður um sjónvarpsfréttir á Islandi á heimsmælikvarða á sama tíma og frétt- irnar sjálfar eru líkastar Norden Rundt. Morgun- blaðið er jafnþykkt og stærstu blöð í útlöndum, en fullt af fréttatilkynningum frá hárgreiðslustofum, greinum um umhverfismál frá prófkjörskandíd- ötum og vakningaræðum frá ofsatrúarmönnum. Barir og kaffihús í Reykjavík eru glæsilega innrétt- uð, en full af þjónustufólki sem kann hvorki að blanda drykk né hella upp á. Fúsk Ekkert er Islendingum eðlislægara en að taka vilj- ann fýrir verkið. Það er í senn gruntónn í fiestu sem þeir taka sér fýrir hendur og réttlæting fýrir veru þeirra í fámenninu og fábreytileikanum. fslenska óperan er ef til vill helsta musteri þessa þáttar þjóðarsálarinnar. I óperunni eru sett- ar upp sýningar sem annars staðar þurfa jafnstórt svið og allt gólfrými Gamla bíós. Viljinn er svo sterkur í óperunni að þar virðist viðtekin venja að hver söngvari fái hlutverk sem er aðeins of erfitt fyrir hann. Reyndari söngvarar fá stærstu hlut- verkin, en þegar þeir eru uppurnir eru söngnem- ar látnir syngja restina. En þrátt fýrir auðheyrða annmarka eru allir ánægðir með óperuna. Húsið er ekki lítið, heldur hefur sál. Allar uppfærslur eru afrek og allur söng- ur góður - miðað við aðstæður. Þrátt fýrir að hljóm- sveitin komist ekki fyrir skilar hún sínu með glans. Búningarnir eru fagrir og áhorfendur undra sig á að söngvarar og kór skuli rata inn og út af sviðinu í flóknum hópatriðum. Þess vegna elska Islendingar sína óperu á sama hátt og Parísarbúar elska sína. Þeir eiga líka óperufélag sem er alveg jafnfínt í huga félagsmanna og óperufélagið í París - allt fýr- ir viljastyrkinn. Þannig verða allir góðir menn að Garðari Hólm þegar þeir snúa heim til íslands. Þar verða engin fagnaðarlæti. Eftir skamma stund leggur fólk saman tvo og tvo og spyr sig: „Úr því að eng- inn fagnar hér, er þá svo víst að einhver hafi fagn- að úti í heimi þarna um árið.“ Hælbítsháttur Á sama hátt og íslendingar eru góðir við aumingja, þá eru þeir sérdeilis vondir við þá sem skara ffam úr. I raun una þeir engum neins. Þess vegna eru það ekki bara hommar og fjárglæframenn sem flýja land á Islandi, heldur gera það allir sem eitt- hvað er í spunnið. Það er útbreiddur misskilningur á Islandi að ffægðin komi að utan fýrir þær sakir að Islendingar séu svona ósjálfstæðir í sér. Þeir geti ekki ákveðið fyrir sig sjálfa hver er góður og hver slæmur, held- ur láti öðrum það eftir. Hið rétta er að enginn getur öðlast virðingu á Islandi. Það er hins vegar hægt í útlöndum. Útlent fólk telur það ekki jafnheilaga skyldu að ráðast að þeim sem vilja halda að þeim góðum verkum. Það á það jafnvel til að hampa slíku fólki. íslendingar eru svo sem sáttir þegar einhver landi þeirra skarar fram úr í útlöndum. Þeir eru jafnvel til í að grobba sig dálítið af honum. En um leið og hann snýr heim fær hann sömu meðferð og aðrir Islendingar á Islandi. Þar njóta öngvir for- réttinda. Það er bitið í hælinn á honum í landgang- inum. Tökum bara eitt dæmi. Ásgeir Sigurvinsson. Hann var fínn þegar hann vann þýska meistaratitilinn um árið. Síðan kom hann heim og fór að þjálfa Fram. Það leið ekki á löngu áður en menn fóru að umgangast hann með hugarfarinu: „Menn vinna nú enga þýska meistaratitla á íslandi, góurinn.11 Og auðvitað gat hann það ekki og hrökklaðist aftur út. Þannig verða allir góðir menn að Garðari Hólm þegar þeir snúa heim til Islands. Þar verða engin fagnaðarlæti. Eftir skamma stund leggur fólk sam- an tvo og tvo og spyr sig: „Úr því að enginn fagnar hér, er þá svo víst að einhver hafi fagnað úti í heimi þarna um árið.“ Nýjungagirni Páll postuli ráðlagði mönnum að reyna allt og halda því sem gott er. Islendingar reyna hins vegar allt án þess að velta fyrir sér hvað sé gott og hvað ekki. Þeir hafa meiri áhuga á hvort einhver nýjung sé í því. Að sjálfsögðu er þetta skiljanlegt. Islendingar eru nýfluttir í nútímann og því er allt svo nýtt fyr- ir þeim. Þeir eiga eftir að smakka, þreifa á og prufa svo margt sem aðrar þjóðir hafa búið við um aldir. Það er ekki bara að þeim hafi ekki staðið margt til boða í harðærunum fyrr á öldum, heldur neituðu þeir sér um flestar lystisemdir lífsins langt fram eftir þessari öld. Þeir gátu ekki ferðast til útlanda þar sem þeir fengu engan gjaldeyririnn. Þeir máttu ekki borða hamborgara, drekka almenni- legt kaffi né hlusta á annað í útvarpi en þætti um daginn og veginn. Það er því ekki furða þótt þeir gleypi við þessu öllu þegar öllum bönnunum er aflétt. Það mun síðan koma í ljós hvort þeim lærist nokkurn tím- ann að halda því eftir sem gott er. Nöldur Þegar troðið er á íslendingi rís hann ekki upp og berst fyrir rétti sínum. Hann nöldrar. Islendingar hanga í biðröðum fyrir utan skemmtistaði, nöldr- andi. Þeir þola spillta stjórnmálamenn sína, nöldrandi. Þeir borða rándýrt lambakjöt, nöldr- andi. Þeir standa klæðalitlir úti í kafaldsbyl, nöldr- andi. Sumum stéttum hefur tekist að gera nöldrið að nokkurs konar listgrein. Á meðan leigubílstjórar í New York fara hver með sinn gamanþátt og jap- anskir leigubílstjórar syngja karaoke, þá keyra ís- lenskir leigubílstjórar um nöldrandi. Þeir nöldra um saltburðinn á götunum, heimsku verkfræðing- anna hjá gatnamálastjóra og ömurlega umgengni farþeganna. Það er hægt að taka leigubíl í miðbæ Reykjavíkur og aka til Akureyrar án þess að bíl- stjórinn missi úr takt í nöldrinu. Aðrar stéttir hafa tekið leigubílstjórana sér til fyrirmyndar, þótt þær standi þeim vissulega að baki. Prestar nöldra þannig út af auglýsingum kaupmanna, bændur nöldra út af milliliðum og listamenn nöldra út af sköttum á bækur og skorti á sköttum til að veita styrki. Og eins og öll opinber umræða á Islandi er nöldur hafa Islendingar líka fundið persónulegu nöldri farveg í ýmis konar félagasamtökum. Þannig koma alkóhólistar til dæmis saman á AA- fundum og nöldra út af mökum og starfsfélögum. Prumphænsnaháttur íslendingar eru ekki hrifnæm þjóð. Þeir gefa lítið fýrir hátíðir og njóta sín best hversdags. Þegar fs- 42 EINTAK DESEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.