Eintak - 01.12.1993, Page 44

Eintak - 01.12.1993, Page 44
lendingar stofna til veislu vilja þeir hafa hana án tildurs og skarkala. Þeir stefna frekar að notaleg- heitum en íburði. Meira að segja brúðkaup verða hversdagsleg á Islandi. Það er eins og brúðhjónin hafi gift sig margoft áður og sjái ekki tilgang í því að blása í lúðra þótt þau geri það einu sinni enn. Hátíðir kirkjuársins eru að sama skapi bragð- daufar á Islandi. Fyrir utan að gefa egg gera þeir ekkert annað um páska en að banna hvor öðrum að dansa eftir klukkan tíu á kvöldin. Hvítasunna, uppstigningardagur og pálmasunnudagur eru eins og hverjir aðrir sunnudagar, nema hvað það má heldur ekki dansa á þeim. Á meðan aðrar þjóð- ir spila út í upphafi lönguföstu láta Íslendingar sér nægja að borða yfir sig af bakaríisbollum og salt- kjöti. Réttlæting Allir íslendingar væru rífandi snillingar ef einhver bevítans óheppni hefði ekki hent þá - og þá helst í æsku. Fyrr á öldinni var algengasta afsökunin sú að þrátt fyrir óslökkvandi menntunarþorsta og stormandi gáfúr hafði fólk ekkert að lesa í sveitinni. Annar hvor maður eldri en sjötugt þykist því hafa lesið Eglu hundrað sinnum sem barn. Hinn helm- ingurinn vill gera enn betur og segist ekki einu sinni hafa haft Eglu til að lesa og neyðst til að rýna í markatalið daginn út og daginn inn. Og oft við slæmt ljós. Seinni tíma afsakanir taka mið af tísku og tíðar- anda. Ein kynslóð kennir lífsbaráttunni og hús- byggingum strax á unglingsárum um, næsta steingeldu skólakerfi og nú er í tísku að halda því fram að maður gæti notið sín ef foreldrar manns hefðu ekki verið alkar og misnotað mann kynferðis- lega langt fram eftir aldri. Rörsýni íslendingar hafa aldrei verið elskir að aðalatriðum hvers máls. Þau eru oftast óspennandi og bjóða ekki upp á eins skemmtilegar deilur og smáatriðin. Þau eru hins vegar heimavöllur íslendingsins. Svokölluð heimsmál eru þannig óþekkjanleg þegar þau koma til íslands. GATT-samningurinn snýst ekki lengur um frjálsa verslun og sameigin- legan hag allra þjóða af henni, heldur um kalkúna- læri og einhvern bónda uppi í Kjós. Evrópu- bandalagið snýst ekki lengur um frelsin fjögur, heldur um eignarrétt á afdölum sem flestum voru gleymdir og enginn kærði sig lengur um. Hrun kommúnismans og minnkandi líkur á alheims- styrjöld umbreytist í gjaldþrot Þjóðviljans og minnkandi líkur á atvinnu á Suðurnesjum. Það er því ekki að furða þótt alíslensk stjórnmál séu skrítin og laus við grundvallaratriði. I vetur hafa þau að mestu snúist um skóladagheimili hjúkrunarfólks. Samkennd Þótt íslendingar séu miklir deilumenn og leiðist að vera sammála hafa þeir innra með sér sterka sam- kennd með löndum sínum. Þessi samkennd kem- ur í ljós þegar Paul Watson kemur til landsins, þegar íslensk stúlka fer utan að taka þátt í fegurðar- samkeppni og varir á meðan íslenska landsliðið í handbolta vinnur leik og leik í undanriðlum heimsmeistarakeppninnar. En þessi samkennd þjóðarinnar á sér aðrar birt- ingarmyndir. Innlend dagskrárgerð magnar hana til dæmis upp. Ef vont sjónvarpsleikrit er sent út taka allir íslendingar það sem persónulega móðg- un. Áramótaskaupið er sameign þjóðarinnar. Og ef Helga E. Helgasyni svelgist á setningu grípur öll þjóðin púða, heldur honum fyrir andlitinu og fer með hljóða bæn um að maðurinn hrökkvi nú ekki upp af. Sérdrægni íslendingar eru sannfærðir um að þeir séu ein- stakir meðal þjóða og á einhvern hátt mikilfeng- legri en útlenskir menn. Hvers vegna vita þeir ekki og velta því í raun lítið fyrir sér. Stundum hafa þeir þó gripið á lofti hagtölur og notað þær sem sönnun á sérstöðu sinni. íslending- ar voru einu sinni allra þjóða elstir, en eru það ekki lengur. Þeir voru líka einu sinni ríkari en flestar þjóðir, en eru það ekki lengur. Einu sinni sváfu Hjá (slendingum eru prinsipp til að brjóta þau. Allir íslendingar eru Ragnarar Reykásar inn við beinið. Ef ekki er hægt að kaupa þá til að skipta um skoðun og taka U-beygju frá fyrri af- stöðu, þá gera þeir það ókeypis. þeir á bak við ólæstar dyr, en gera það ekki lengur. Þannig hafa fleiri sannanir um sérstöðu íslend- inga fallið. Það eina sem er eftir er að íslendingar borða meira af sykri en aðrar þjóðir og tala lengur í farsíma. En þetta hefur hins vegar engin áhrif haft á trú Islendinga á sérstöðu sinni. Þeir ansa því ekki að hegða sér eins og aðrir og eru sífellt að leita að ís- lensku lausninni. Þess vegna eru til svo mörg óleyst vandamál á íslandi. Skinhelgi Islendingar eru allra þjóða ákafastir þegar kall kemur að utan um hjálp til þeirra sem eiga um sárt að binda. Ákefð þeirra byggist hins vegar frekar á íþróttaanda en samúð. Þeir taka slíkar safnanir eins og hverja aðra keppni við aðrar þjóðir. Þeir vilja vinna þær eins og þeir hafa lagt aðrar Norður- landaþjóðir árlega í 200 metrunum. I raun hafa Islendingar ógeð á kaunum heims- ins. Innst inni fýrirlíta þeir svangt fólk fyrir að eiga ekki að borða og landflótta fólk fyrir að geta ekki sætt sig við smá harðræði heima fýrir. íslendingar hafa ekki hleypt einum einasta flóttamanni inn í landið sem óskað hefur hér hælis án milligöngu ís- lenska Rauða krossins. I raun er erfiðara fýrir landlausan mann að fá afdrep á Islandi en alþýðuflokksmann að komast hjá vegtyllum í alþjóðlegum stofnunum. Snobb Islendingar halda sig búa í samfélagi án stétta- skiptingar. Að hjá þeim sé aðeins ein stétt: Smá- kóngar. Að allir séu þeir sjálfs síns herrar og einsk- is annars. Sjálfsímynd þeirra er bóndans sem rakst inn í fermingarveislu í Kristjánsborgarhöll, knúsaði helstu drottningar og prinsessur Evrópu og kunni ekki annað en að þúa kóngana. Þessi sjálfsímynd er að sjálfsögðu röng eins og allar sjálfsímyndir. Það kann að vera að Islendingar skiptist ekki í stéttir. Það sannar þó ekki að í þá vanti snobbið. Aðeins að þeir þurfa minna bil milli manna til að byrja að snobba. Sumt fólk á íslandi hefur verið gert nánast óvirkt með snobbi. Til dæmis var svo mikið snobb- að fýrir Jóhannesi Nordal að hann varð hálf áhrifalaus. Menn bugtuðu sig og beygðu fýrir hon- um, en heyrðu aldrei hvað hann sagði. Þeim fannst einfaldlega að það hlyti að vera fýrir ofan sinn skiln- ing. En það sem sker íslenskt snobb frá snobbi ann- arra þjóða er líklega fýrst og fremst að íslendingar hafa þróað snobbið sitt svo langt að þeir geta snobbað fýrir sjálfum sér. Þannig snobbaði Guð- rún Helgadóttir fyrir embætti forseta sameinaðs þings og þannig snobbar Vigdís Finnbogadóttir fyrir embætti forseta íslands - líklega vegna þess að þegar maður er forseti getur maður ekki snobb- að fyrir neinum nema sjálfum sér. Staðfestuleysi Ein þversögnin í þjóðarsál Islendinga er sú að þeir búa yfir fádæma dómhörku, en eru á sama tíma einstaklega fljótir að fyrirgefa. Ástæðan fýrir þess- ari sveiflu er önnur lyndiseinkunn - aumingja- dýrkunin. Tökum dæmi: Þegar Albert Guðmundsson var bankaráðs- formaður Útvegsbankans og jós peningum bank- ans til Alberts Guðmundssonar, stjórnarformanns Hafskips, fannst þjóðinni það ekki nógu sniðugt. Og þegar Hafskipsmálið varð að vondu rnáli varð hún tryllt. Hún heimtaði fórnir og að Albert segði af sér. Og hún varð trylltari eftir því sem það dróst. Þegar Þorsteinn greyið Pálsson lét loks verða af því að reka Albert úr stjórninni gerðist undrið. Samúðin snerist við. Þorsteinn varð skúrkur í stað Alberts sem varð hins vegar þjóðhetja og fyllti Þórscafé í miðri viku. Hann átti orðið bágt og því elskaði þjóðin hann eins og hvern annan aumingja. Og þegar hún fékk til þess tækifæri kaus hún Al- bert aftur á þing. Ekki bara einu sinni, heldur sex sinnum. Þetta er náttúrlega fýrst og fremst saga um staðfestuleysi, en það er einn ríkasti þáttur þjóðar- sálarinnar. Hjá Islendingum eru prinsipp til að brjóta þau. Allir Islendingar eru Ragnarar Reykás- ar inn við beinið. Ef ekki er hægt að kaupa þá til að skipta um skoðun og taka U-beygju frá fyrri af- stöðu, þá gera þeir það ókeypis. r EPRUSKAPUR Islendingar eru ekki sérlega teprulegir inn við beinið, heldur er þeim gjarnt að nota tepruskapinn sem eins konar brynju. Hann er góð fýrsta afstaða og tryggir að menn fari ekki að hampa ódæðis- mönnum eða sýna sóðaskap einhverja velvild. Is- lendingar eru nefnilega stillt þjóð og vilja ekki Iáta standa sig að einhverri óþekkt. Og þar sem íslendingum er flest annað tamt en 44 EINTAK DESEMBER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.