Eintak - 01.12.1993, Page 106

Eintak - 01.12.1993, Page 106
Ungur maður, ÖR OG TAUGASTREKKTUR „Ég hitti Steinar fyrsta sinni þegar hann var rúmlega tvítugur," segir Jón Óskar rithöfundur. „Ég lék þá með danshljómsveit ásamt bróður Steinars, Hreiðari, og var að spila suður í Keflavík þegar Steinar kom þangað til að heilsa upp á bróð- ur sinn. Hann var þá giftur stúlku frá Keflavík. Eftir ballið vorum við áffarn í salnum og þar sem Steinar var liðtækur saxófónleikari og áhugamaður um djass fórum við að djamma og gerðum það ffam eftir nóttu, löngu eftir að allir aðrir voru farnir úr húsinu." Fáeinum mánuðum eftir ballið í Keflavík hitti Jón Óskar Steinar á götu í Reykjavík. „Þá gaf hann sig á tal við mig og bað mig um að líta á það sem hann hefði skrifað. Ég lofaði því, en varð hissa á að hann hefði ekld nefnt að hann fengist við skriftir í fyrra skiptið. Ég fór svo heirn til hans nokkru síðar til að líta á verk- in. Þetta voru stuttar skissur. Fæstar þeirra meira en síða í bók, í mesta lagi tvær. Þó að þetta væru brot mynduðu þau heild og mér leist vel á þetta hjá honum. Hann hafði þetta í sér og ég sagði honum það. Hann vildi þarna að ég hlustaði með sér á Keisarakonsertinn effir Beethoven, en seinna áttum við eftir að ræða mikið saman um tónlist. Steinar sneri seinna algerlega baki við djassi og mátti ekki heyra hann nefndan. Hljóðfærið lagði hann alveg á hilluna og þar mátti það safna ryki. En hann var alla tíð mikill unnandi klassískrar tónlistar. Þegar ég hitti hann í þriðja sinnið þetta sama ár hafði hann fleygt öllu saman og sagði þá að sér fyndist að hann ætti að gera allt aðra hluti. Ég varð mjög hissa, enda hafði ég verið já- kvæður og hvetjandi fremur en hitt. En Stein- ar fór sínar leiðir og hafði sínar hugmyndir eins og æ síðan. Steinar kom mér fyrir sjónir, hálfþrítugur maðurinn, sem ákaflega feiminn og óframfær- inn ungur maður, ör og taugastrekktur. Þegar ég sá hann fyrst var hann undir áhrifum og ör- uggur sem því nam, en i næstu tvö skipti var hann allsgáður og ákaflega spenntur. Það var eitt við Steinar sem ég tók mjög fljótt eftir. Hann hafði geysilega minnimáttarkennd, var hálfhræddur við fólk og átti alla tíð mjög bágt með að umgangast það. Þetta var ekki áberandi í tveggja manna tali, en um leið og þriðji maðurinn var kominn fór Steinar inn í sig og varð eins og festur upp á þráð. Steinar vann sem prentari þegar ég kynntist honum fyrst. Hann var giftur og átti tvær ungar dætur. Um sama leyti og vinátta tókst með okkur flutti hann norður til Akureyrar ásamt eiginkon- unni og dætrunum. Þar bjó hann í árstíma eða svo. Hann hélt áfram að skrifa fyrir norðan, stuttar skissur, en þó heldur lengri en áður. Eftir jólin þetta sama ár, 1953, sendi hann mér lítið hand- skrifað kver sem hann nefndi Ljóðfyrir barnið. En fyrir neðan nafnið stendur: Tilbrigði um ósamda skáldsögu. Kverið tileinkaði Steinar mér með þess- um orðum sem hann skrifaði á ffemstu síðuna: „Tileinkað Jóni Óskari sem sagði mér að taka bein- hringinn úr nös minni. Beinhringurinn færði mig fjær. Ég viðurkenni það.“ Sársaukafullur HJÓNASKILNAÐUR Steinar og eiginkona hans skildu árið 1954 þeg- ar dæturnar tvær voru fimm og tveggja ára. „Ég held að ekki hafl verið ástleysi um að kenna,“ segir Jón Óskar. „Að minnsta kosti ekki af hans hálíu. En þetta var mikið basl og hann þoldi það ekki vel og undi illa heima.“ „Eftir að Steinar og Jóna fluttust frá Akureyri 106 „Steinar, hann var skáldið, fyrirleit knattspyrnu af öllu hjarta og lýsingar hans á þorpinu, drykkjusvolum og knattspyrnuhetjum áttu síðar eftir að fara svo fyrir brjóstið á Skagamönnum að hann var hálfvegis gerður útlægur af Skaganum.“ GYLFI GlSLASON „Steinar var sem unglingur mesti stælgæinn á Akranesi og allur í djamminu. Hreiðar og hann stofnuðu hljómsveit og léku á böllum og ég fékk stundum að sitja í herberg- inu hans Steinars og hlusta á djass.“ KRISTJÁN SIGURJÓNSSON „Örlæti var einn ríkasti þátt- urinn í skapgerð hans. Eitt sinn sá ég hann eyða sextíu þúsund krónum á einu kvöldi á veitingahúsinu 22.“ SVERRIR AGNARSSON fékk hún berlda og þurfti að dvelja urn tíma á berklahælinu þar sem hún kynntist manni sem varð seinna eiginmaður hennar,“ segir Kristján Sigurjónsson. „Steinar var í rusli eftir þetta, enda elskaði hann þær allar ákaflega mikið, en hann var þá byrjaður að skrifa og kominn í óreglu og var lít- ið heima við. Það varð úr að Sigríður dóttir þeirra fór í fóstur til Akraness og þar ólst hún upp í húsi afa síns og ömmu, en Jóna tók hina dótturina, Elísa- betu Hörpu. Ég varð aldrei var við að Steinar skrif- aði fyrr en skömmu áður en þau skildu, en eftir að hann var byrjaður gat hann ekld hugsað sér að vinna við annað. Ef hann neyddist til þess var það stopult og hann leið fyrir það. Ég hef þó heyrt að hann hafi þótt mjög góður setjari, einn þeirra bestu í faginu. En samskipti okkar Steinars voru slitrótt í gegnurn tíðina; hann var lítið innan um fjölskylduna nema ef voru stór- veislur og hann var beinlínis neyddur til að koma.“ „Mín fyrsta minning unr pabba er frá að- fangadagskvöldi þegar ég er fimm ára gömul,“ segir Sigríður Steinarsdóttir. „Hann færði mér þá dúlcku frá útlöndum, en hún gat bæði sagt mamma og lygnt aftur augunum. Þetta er ein skýrasta bernskuminningin, en hann var mik- ið í burtu, off erlendis og hafði enga fasta bú- setu, lifði á flaldd. Þetta varð til þess að við höfð- um eldd stöðugt samband. Afi var gamaldags í hugsun og vildi að börn sín væru vel sjálf- bjarga, en pabbi var óhefðbundinn að öllu leyti. Afa sárnaði það og það var erfitt að fá þá til að skilja hvor annan. Amma hafði aftur á móti alltaf óbilandi trú á þessum syni sínurn og sagði stundum: „Bíðið bara, hann Steinar minn á effir að verða stór.“ Pabbi var ákaflega hrifinn af ömmu, en þrátt fyrir bjargfasta trú hennar gekk honum allt í mót í skriftunum." Geðveikisórar eða BOTNLAUST HUGMYNDAFLUG „Þegar við Steinar vorum ungir menn var mikill slubb og slabb tími,“ segir Eyvindur Erlendsson, fornvinur Steinars. „Göturnar voru forugar og ungir menn á lélegum skóm þrömmuðu skítinn upp í hné og áttu merki- legar samræður. Borgin var einn allsherjar drullupollur, ófrágengnir húsgrunnar og ill- vígir amerískir hermenn í kvenmannsleit. Ég var þá búinn að tylla tánum yfír þröskuldinn á leik- húsinu og Steinar, sem hafði jafnan hendur í vö- sum og geldc hokinn þannig að axlirnar náðu upp undir eyru, hafði skrifað sérkennilegt leilchúsverk um flugur sem Jdifra upp gluggarúðu. Leikararnir áttu að vera klæddir í kjólföt og hafa dökk, kúpt gleraugu; sumir hverjir áttu að bera pípuhatta til marks um stétt og stöðu í flugnagerinu. Þarna áttu flugurnar síðan að púla og strita við að mjaka sér áfram upp gluggarúðuna þangað til þær misstu marks, hálflömuðust og hrundu niður, enda hafði eitri verið vætt á rúðuna. Þetta leikrit fannst mér vera merkilegt og vildi koma því á svið, en það reyndist ekki áhugi á því. En við vorum ekki alltaf sammála og samstarfið var brösótt. Margir höfðu þessa sömu reynslu af Steinari og gerðu eitthvað við verkin hans án þess að blanda honum mikið inn í það. Það reyndist oft farsælasta leiðin. Við áttum samræður um leiklist og eitt sinni sagði ég um verk effir hann að leikrit væru ekki skrifuð svona. Mér fannst það ætti að vera „aksjón“, þannig hafði ég lært það. Þá sneri hann sér að mér, þungbúinn mjög, og sagði háðskur: „Hvernig eiga þau þá að vera, Eyvindur?“ Þannig sló hann mig út af laginu og gerði úr mér einhverja stofnun sem vildi ráðskast með það sem höfúndar skrifuðu. Hann gat orðið styggur og fornemaður og hafði ákaflega gaman af snörpum samræðum. Fyrir EINTAK DESEMBER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.