Morgunblaðið - 15.02.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 15.02.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR FARSÓTTAFRÉTTIR, nýtt fréttabréf á vegum sóttvarnalæknis, hefur hafið göngu sína hjá Landlæknisembættinu. Hægt er að nálgast fréttabréfið, sem framvegis kemur út einu sinni í mánuði á íslensku og ensku, á heimasíðu Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is. Fram kemur að ástæðan fyrir ensku út- gáfunni sé sú að mikið er spurt á erlendum vettvangi um atburði líðandi stundar er varða farsóttir og smitsjúkdóma. Sóttvarnir séu í eðli sínu alþjóðlegar. Eftir sem áður muni fréttir, tilkynningar, tilmæli og fyr- irmæli frá embættinu birtast á vef Land- læknisembættisins, eftir því sem tilefni er til. Ritstjóri Farsóttafrétta er Jónína Margrét Guðnadóttir. Farsóttafréttir hefja göngu sína AÐ LOKNUM ákveðnum skyldunámskeiðum í meistaranáminu, sem m.a. fjalla um utanrík- ismál Íslands, hlutverk og stjórnun alþjóða- stofnana og stjórnun, skipulag og samninga- tækni í alþjóðasamskiptum, geta nemendur sérhæft sig á fimm sviðum; í fjölmenningu, Evrópufræðum, smáríkjafræðum, opinberri stjórnsýslu og alþjóðaviðskiptum. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmála- fræði og formaður stjórnar Alþjóðamálastofn- unar og Rannsóknarseturs um smáríki, segir að markmiðið með náminu sé m.a. að mæta vaxandi þörf í samfélaginu fyrir menntað starfsfólk með þekkingu á alþjóðasamskiptum, enda hafi umfang alþjóðasamskipta vaxið mjög á undanförnum árum, á vegum hins opinbera, samtaka og fyrirtækja. „Fjöldi íslenskra stúdenta hefur sótt nám á þessu sviði erlendis og svo mun verða áfram. En það er líka mikilvægt að geta boðið upp á námið hér á landi. Þannig svörum við bæði kröfum stúdenta og atvinnulífsins,“ segir Bald- ur, „og við munum skipuleggja námið þannig að fólk geti stundað það með starfi“. Baldur segir jafnframt að ekki sé gerð krafa um að fólk sem sæki námið hafi BA-próf í stjórnmálafræði. Námið er skipulagt þannig að fólk með mismunandi háskólamenntun geti stundað það. Rannsóknir á utanríkismálum efldar Markmið námsins er einnig að sögn Baldurs að efla rannsóknir á utanríkismálum og al- þjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Í tengslum við meistaranámið sé stefnt að því að auglýsa á næstu vikum nýja lektorsstöðu í al- þjóðasamskiptum við stjórnmálafræðiskor en hingað til hefur aðeins ein staða í alþjóðastjórn- málum verið við skólann. Einnig nefnir Baldur að námið komi til með að efla framhaldsnám við stjórnmálafræðiskor, en þar er fyrir boðið upp á meistaranám í opinberri stjórnsýslu MPA- nám sem hátt í tvö hundruð manns stunda. „Við viljum gera námið þverfaglegt og fjöl- breytt,“ segir Baldur. „Nemendur geta ein- beitt sér að alþjóðasamskiptum ef þeir vilja en geta einnig valið um fimm sérsvið til að sér- hæfa sig nánar og koma að þeirri sérhæfingu m.a. kennarar úr viðskipta- og hagfræðideild, lagadeild og hugvísindadeild, auk erlendra kennara.“ Hluti námsins verður á ensku og opnar það möguleika fyrir erlenda stúdenta að sækja námið en fjöldi erlendra stúdenta hefur sótt námskeið um smáríki sem kennt hefur ver- ið í BA-námi við stjórnmálafræðiskor und- anfarin ár. Opinber stjórnsýsla er fjórði valmögu- leikinn. Þar er fjallað um sérstöðu opinbers rekstrar og lagaumhverfi hans Mikið af al- þjóðasamskiptum tengist hinu opinbera beint eða og beint og þekking á rekstri, lög- um og reglugerðum því hagnýtt fyrir þá sem starfa að alþjóðasamskiptum. Í fimmta og síðasta lagi geta nemendur í meistara- náminu sérhæft sig í alþjóðaviðskiptum sem boðið er upp á í samstarfi við viðskipta- og hagfræðideild. Þar er m.a. fjallað um al- þjóðamarkaðssetningu og atvinnuvegi ríkja. Baldur segir að einnig sé í ráði að bjóða 15 eininga diplómanám í alþjóðasamskipt- um við stjórnmálafræðiskor fyrir þá sem vilja taka nokkur fög en ekki endilega ljúka meistaranámi. Deildarmúrar rofnir Kennarar úr öðrum deildum en félagsvís- indadeild munu koma að kennslu í meist- aranáminu. Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði, mun t.d. kenna námskeiðið ut- anríkismál Íslands. „Á námskeiðinu verður farið yfir söguna, utanríkisstefnu Íslands frá seinni heimsstyrjöld fram á þennan dag,“ segir Valur um námskeiðið. Til að nálgast viðfangsefnið verður unnið út frá kenningum um alþjóðastjórnmál, öryggis- mál og alþjóðasagnfræði. Sérstaklega verð- ur hugað að samskiptum við Bandaríkin með tilliti til hermála, stjórnmála, menning- ar- og efnahagsmála og aðildar Íslands að alþjóðasamtökum eins og Sameinuðu þjóð- unum og NATO. Valur segir að í meistaranáminu í al- þjóðasamskiptum sé lögð áhersla á þver- faglega nálgun og reynt að rjúfa deildarmúra og m.a. í þeim tilgangi eru fengnir kennarar úr öðrum deildum til að kenna námskeið. „Námið býður mörg tækifæri til samvinnu, tengir stjórnmálafræði og sagnfræði saman og eykur þar með samskipti á milli stjórnmálafræðinga og sagnfræðinga,“ segir Valur. En lengra verður seilst því í framtíðinni er gert ráð fyrir að erlendir kennarar taki að sér námskeið á ákveðnum sviðum, auk gestafyr- irlesara í samráði við utanríkisráðuneytið. Þar er samankomin mikil reynsla í alþjóðasam- skiptum, gerð alþjóðasamninga og ýmsu því sem snýr að þessu fag- og fræðasviði og því mikilvægt að geta fengið ráð og aðstoð þaðan,“ segir Baldur. Bæklingur með efni meistaranámsins verður gefinn út í lok mánaðarins og fljótlega verður hægt að nálgast upplýsingar um námið inni á vef Háskóla Íslands. Þangað til eru áhuga- samir beðnir að snúa sér til Margrétar S. Björnsdóttur, forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og umsjónar- manns alþjóðasamskiptanámsins, msb@hi.is. Í fyrsta lagi er hægt að sérhæfa sig á sviði fjölmenningar og læra um áhrif menningar og trúarbragða í alþjóðasamskiptum. Þar verður fjallað um mismunandi menningarheima og samþættingu stjórnmála og trúmála. Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum, mun kenna námskeiðin sem falla undir þetta svið. Í öðru lagi geta nemendur sérhæft sig í Evr- ópufræðum og lært um áhrif og stöðu ríkja í Evrópusamrunanum. Þar er m.a. boðið upp á námskeið sem fjalla um þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað innan Evrópusam- bandsins og Evrópuvæðingu, þ.e. áhrif Evr- ópusamrunans á stjórnmál og stjórnsýslu í EES-ríkjunum. Þriðji valmöguleikinn er að leggja áherslu á smáríkjafræði þar sem fjallað er um stöðu smá- ríkja í alþjóðasamskiptum. Mun Baldur sjá um þau námskeið. Verður þar m.a. fjallað um Norðurlöndin, smáríki í alþjóðakerfinu og smá- ríki í Evrópu, veikleika þeirra stöðu og áhrif. Meistaranám í alþjóðasamskiptum í HÍ í haust Þverfaglegt nám með möguleikum á sérhæfingu Í haust hefur göngu sína við stjórnmálafræðiskor í Háskóla Íslands tveggja ára meist- aranám í alþjóðasamskiptum, auk þess sem í ráði er að bjóða styttra diplómanám í greininni. Ný lektorsstaða við skorina verður auglýst innan fárra vikna í tengslum við námið. Reuters Hvaða breytingar hafa átt sér stað innan Evrópu- sambandsins? Um það er m.a. fjallað í meistara- námi í alþjóðasamskiptum. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórn- málafræði. Margrét S. Björnsdóttir er umsjónarmaður náms í alþjóða- samskiptum í HÍ. ÁFORMAÐ er að opna aftur verslun Nóa- túns við Hringbraut í vesturbænum í Reykjavík í næsta mánuði, fyrir páska, en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir, að sögn Sigurðar Markússonar, rekstrarstjóra Nóatúnsverslananna. Verslunin skemmdist í bruna nokkru fyr- ir jólin og hefur verið unnið að endurbótum síðan. „Staðreyndin er sú að það var meira af skemmdum en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi, það þurfti að hanna allar lagnir al- veg upp á nýtt,“ segir hann, og að verslunin verði um leið betrumbætt og endurnýjuð frá grunni. „Allt er þetta að taka sinn tíma,“ segir Sigurður, en bendir á að unnið sé í versluninni nótt sem nýtan dag. Innrétt- ingar og tæki í nýju verslunina séu þegar komin til landsins. Nóatún í Vesturbæ opnað fyrir páska LÁN til nautgriparæktar jukust um 12% hjá Lánasjóði landbúnaðarins á síðasta ári. Aukning til sauðfjárræktar nam 3% en í öðrum greinum var samdráttur. Samanlagt námu lánveitingar sjóðsins 1.208 milljónum króna sem er 11% sam- dráttur frá árinu 2003. Hins vegar jukust lán til framkvæmda um 9% og einnig jukust lánveitingar til bústofns- og vélakaupa. Á vef lánasjóðs- ins segir að talsvert færri lán hafi verið veitt til jarðakaupa árið 2004 en árið áð- ur. Lán til kúabænda jukust um 12% GRUNNSKÓLARNIR í Garðabæ, sem inn- rita börn í 1. bekk, kynna starf sitt á opnum kynningarfundi í dag, þriðjudag kl. 20– 21.30, í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, að Kirkjulundi. Á fundinum verður einnig kynnt starf leikskóla í Garðabæ fyrir 5 ára börn. Foreldrar í Garðabæ velja sjálfir skóla fyrir börn sín og gefst á fundinum kostur á að kynnast áherslum í starfi allra skólanna í Garðabæ sem hafa 1. bekk, segir í frétta- tilkynningu. Kynningarfundur um val á skóla í Garðabæ EITT hundrað ár eru í dag liðin frá fæðingu Jóns Steffensen, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, og í minningu hans verður á föstudag efnt til ráðstefnu og opnuð sýning í máli og myndum um starf, einkalíf og áhugamál Jóns. Að henni standa Landsbókasafn Íslands – háskóla- bókasafn og Þjóðminjasafn Íslands. „Jón Steffensen var merkilegur maður, húmanisti og vísindamaður og afkastamikill fræðimaður á sviði rannsókna í læknisfræði og mann- fræði og hafði forgöngu um að stofna Félag áhugamanna um sögu lækn- isfræðinnar og safnaði miklu af lækn- ingatækjum og skráði sögu þeirra,“ Þar er einnig skrifborð Jóns og mál- verk af honum. Þá gáfu þau húseign sína við Aragötu sem ganga skyldi til viðhalds og eflingar sérsafninu og til styrktar útgáfu handrita sem tengj- ast sögu heilbrigðismála. Þá arf- leiddu þau Læknafélag Íslands að mestum hluta annarra eigna sinna sem verja skal til að efla og byggja upp Nesstofusafn en Jón átti mikinn þátt í það að Nesstofa, bústaður fyrsta landlæknis Íslands, komst í eigu ríkisins og þar var komið upp lækningaminjasafni. Eins og fyrr segir verður á föstu- dag opnuð sýning á bókum, hand- ritum, munum og myndun sem tengjast starfi Jóns Steffensen. Þann dag hefst einnig ráðstefna kl. 15.30 sem heldur áfram laugardaginn 19. febrúar kl. 9 til 16.50. Verða flutt er- indi um Jón og störf hans og um efni sem tengjast hinum mörgu fræða- sviðum hans. Aðalfyrirlesari á föstu- dag er prófessor Andy Cliff sem m.a. ræðir um faraldra sem stafað hafa af eldsumbrotum. ritum verk um rannsóknir hans sem ekki hafa enn verið gefin út.“ Hjónin Jón Steffensen og Kristín Björnsdóttir gáfu Háskólabókasafni sex þúsund binda bókasafn sitt eftir sinn dag og hefur bókum um lækn- isfræðileg efni verið komið fyrir í sér- stakri deild á Landsbókasafni – há- skólabókasafni sem ber nafn hans. ir að ferill Jóns Steffensen hafi um margt verið merkilegur. „Hann var brauðryðjandi á mörgum fræðasvið- um, til dæmis faraldsfræði, sögu læknisfræðinnar, líffærafræði, mannfræði og fornleifafræði og það liggja merk verk eftir hann á öllum þessum sviðum. Mörg þeirra hafa komið út en það eru líka til í hand- segir Örn Bjarnason, fyrrverandi rit- stjóri Læknablaðsins, í samtali við Morgunblaðið. Ásamt Erni hafa þau Gísli Pálsson, Emilía Sigmarsdóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson, Kristín Bragadóttir og Jökull Sævarsson undirbúið ráðstefnuna og sýninguna. Jón Steffensen nam læknisfræði við HÍ, stundaði síðar framhaldsnám erlendis og var skipaður prófessor í líffærafræði og lífeðlisfræði við HÍ frá 1937. Frá haustinu 1957 kenndi hann eingöngu líffærafræði og vefj- afræði til 1972 og hann rak rann- sóknastofu í meinefnafræði 1937 til 1972. Gísli Pálsson prófessor tekur und- Ráðstefna og sýning í tilefni aldarminningar Jóns Steffensens Afkastamikill á sviði læknisfræði og mannfræði Morgunblaðið/ÞÖK Undirbúningur fyrir sýningu á bókasafni Jóns Steffensens í Þjóðar- bókhlöðunni. Emelía Sigmarsdóttir og fleiri glugga í bækur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.