Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT RAFIK Hariri, fyrr- verandi forsætisráð- herra Líbanons, lést í gær í mikilli spreng- ingu í miðborg Beirút. Hafði sprengjunni ver- ið komið fyrir í bíl og var hún sprengd er bílalest Hariris ók hjá. Svo öflug var sprengingin, að bílarn- ir í lest Hariris, sem voru allir skotheldir og sérstaklega styrktir, voru bara brennandi flök á eftir. Fórust um 10 manns í tilræðinu og allt að 100 slösuðust. Hariri var milljarðamæringur og lagði sitt af mörkunum við uppbygg- inguna eftir borgarastyrjöldina frá 1975 til 1990. Var hann forsætisráð- herra frá 1992 til 1998 og aftur frá 2000 og þar til í október síðastliðnum. Gekk hann þá til liðs við stjórnarandstöðuna vegna deilna um af- skipti Sýrlendinga af málefnum Líbanons. Vildi hann meðal ann- ars ekki sætta sig við þá kröfu Sýrlendinga, að Emile Lahoud, gam- all keppinautur Harir- is, yrði áfram forseti í þrjú ár. Bandamenn Lah- ouds og Sýrlendinga sökuðu Hariri um að hafa staðið á bak við ályktun Sameinuðu þjóðanna í sept- ember um að Sýrlendingar drægju herlið sitt frá Líbanon en það voru Bandaríkjamenn og Frakkar, sem lögðu tillöguna fram. Hariri er að mestu þökkuð upp- byggingin í Líbanon eftir borgara- stríðið en um leið kennt um að hafa steypt landinu í miklar skuldir. Eru þær rúmlega 2.000 milljarðar ísl. kr. Voru stuðningsmenn Sýrlendinga að verki? Ekki er vitað enn hverjir bera ábyrgð á ódæðinu en ekki fer hjá því, að grunsemdirnar muni beinast að stuðningsmönnum Sýrlendinga. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fordæmdi hins vegar verknaðinn í gær sem „skelfilegan glæp“ og Amr Mussa, formaður Arababandalags- ins, kvaðst óttast pólitískar af- leiðingar þessa hryðjuverks. Tyrk- landsstjórn fordæmdi einnig „hryðjuverkið“ og franska stjórnin hvatti í gær til, að skipuð yrði al- þjóðlega rannsóknarnefnd til að kanna hverjir bæru ábyrgð á glæpn- um. Í yfirlýsingu frá Bandaríkja- stjórn þar sem morðið var fordæmt, sagði einnig, að það minnti á, að Líb- anir ættu „að vera lausir við sýr- lenska hersetu“. Eftir að óöldinni í Líbanon lauk hefur lítið verið um hryðjuverk þar. Þetta er þó í annað sinn frá því í október, að ráðist er gegn stjórnar- andstöðunni með þessum hætti. Beirút. AP, AFP. Reuters Svo öflug var sprengingin, að hún skildi eftir sig 10 metra djúpan gíg og skemmdir urðu á byggingum allt um kring. Um 20 bílar stóðu í ljósum logum. Að minnsta kosti 10 manns fórust og allt að 100 hundrað slösuðust. Rafik Hariri Fyrrv. ráða- maður í Líb- anon drepinn Var andvígur veru sýrlensks herliðs í landinu – sumir óttast nýja vargöld GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sætti í gær harðri gagn- rýni vegna hugmynda hans sem kynntar voru um liðna helgi um breyt- ingar á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Því var haldið fram í gær í þýskum dagblöðum að tillögur kanslarans væru fallnar til þess eins að skaða samband Þjóðverja og helstu banda- manna þeirra, einkum Bandaríkja- manna. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, flutti gestum á öryggis- ráðstefnu í München boðskap kansl- arans. Í ræðu Schröders var því m.a. haldið fram að NATO væri „ekki leng- ur helsti vettvangur bandamanna beggja vegna Atlantshafsins til að ræða og samhæfa stefnu sína“. Í ræðunni var hvatt til róttækra breytinga á vettvangi NATO til að tryggja eðlilegt samstarf og samráð og gera bandalagið fært um að bregð- ast við nýjum ógnunum. Schröder hvatti til þess að Evrópu- sambandið (ESB) og Bandaríkin settu á stofn nefnd hátt settra og óháðra embættismanna til að kanna hvaða leiðir væru færar til að efla samstarf aðildarþjóðanna beggja vegna Atlantshafsins. Fela ætti nefnd þessari að skila skýrslu í byrjun næsta árs og á grundvelli hennar yrðu unnt „að draga nauðsynlegar álykt- anir“. Í ræðunni sagði og að samskipti Evrópusambandsins og Bandaríkj- anna nú tækju ekki mið af vaxandi mikilvægi ESB. Þá væru núverandi samráðsferli á vettvangi NATO ekki í samræmi við „aðstæður og kröfur nú- tímans“. Efasemdir sagðar geta skapað mikinn og djúpstæðan vanda Í dagblöðum í Þýskalandi í gær sagði að Schröder hefði verið veikur um helgina og því ekki getað flutt ræðuna. Struck hefði hins vegar verið illa undir ræðuna búinn. Þannig hefði hann ekki getað upp- lýst hvort vilji kanslar- ans væri sá að Atlants- hafsbandalagið yrði leyst upp. Aðstoðar- menn Strucks hefðu verið undrandi og von- sviknir. Dagblaðið Die Welt birti í gær grein um hina nýju stefnu kansl- arans undir fyrirsögn- inni „Schröder styggir bandamenn innan NATO“. Í grein þess- ari var fullyrt að hug- myndir kanslarans myndu ekki verða til þess að bæta samskiptin við Banda- ríkin sem væru stirð fyrir. Bild, mesta lesna dagblað Þýskalands, sagði í for- ystugrein að mikill vandi og djúp- stæður myndi skapast ef forysturíki NATO í Evrópu tæki að efast um til- verugrundvöll bandalagsins. Dagblaðið Süddeutsche Zeitung tók í svipaðan streng. Sagði það kansl- arann hafa unnið mikinn ef ekki óbæt- anlegan skaða ekki síst sökum þess hvernig hann hefði kosið að setja fram hugmyndir sínar í þessu efni. Taldi blaðið að Schröder hefði látið í það skína að framkvæmdastjóri NATO sinnti ekki starfi sínu sem skyldi. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði á ráðstefnunni, sem sérfræðingar í varnarmálum frá fjöl- mörgum ríkjum heims sóttu, að hug- myndin væri ekki sú að veikja NATO heldur þvert á móti styrkja bandalag- ið. Þýsku dagblöðin voru flest sam- mála um að huga mætti að breyting- um innan NATO og treysta samstarf aðildarríkjanna í Evrópu og Banda- ríkjanna. Hins vegar voru þær aðferð- ir sem Schröder lagði til gagnrýndar. Þannig sagði Financial Times Deutschland að fráleitt væri að fela nefnd ráðgjafa að finna svör í þessu efni heldur væri ábyrgðin hjá ríkis- stjórnum aðildarríkj- anna og leiðtogum þeirra. Dagblaðið Tages- spiegel sagði í forystu- grein á sunnudag að ræða Schröders hefði komið verulega á óvart. Hann hefði ekki einungis gagnrýnt NATO heldur og lýst yfir því að hann teldi ESB mikilvægara fyrirbrigði í alþjóðmálum en Atlantshafsbandalag- ið. Jaap de Hoop Scheff- er, framkvæmdastjóri NATO, lét það álit í ljós á ráðstefnunni að samskipti Evrópu- ríkjanna og Bandaríkjanna væru í prýðilegu horfi á vettvangi bandalags- ins. Í viðtali við AFP-fréttastofuna sagði framkvæmdastjórinn að viður- kenna bæri að alvarlegur ágreiningur hefði myndast vegna innrásarinnar í Írak. Hins vegar væri samstarfið gott nú um stundir og Atlantshafstengslin traust. Hvatt til ESB-umræðu í Noregi Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, lýsti þeirri skoðun sinni í gær að „efasemdir“ Þjóðverja á vettvangi NATO hefðu í för með sér að hefja yrði á ný umræðu um hvort Norð- mönnum bæri að leita eftir aðild að ESB. Væri vilji fyrir því að auka hlut ESB á öryggismálum í álfunni á kostnað NATO hlytu slíkar hugmynd- ir að vekja athygli og áhyggjur í Nor- egi. Hið sama hlyti að gilda um önnur ríki NATO sem stæðu utan ESB: Kanada, Ísland og Tyrkland. Þessi ríki gætu staðið uppi sem „jaðarríki“ en hvað Norðmenn varðaði væri ljóst að aðildin að Atlantshafsbandalaginu væri önnur meginstoðin í utanríkis- og öryggismálastefnu þjóðarinnar. Hin væri aðildin að Sameinuðu þjóð- unum. Schröder sætir harðri gagnrýni Þýsk dagblöð telja hugmyndir kanslarans um breytingar á NATO fallnar til að styggja bandamenn Þjóðverja Gerhard Schröder NIÐURSTÖÐUR DNA-rannsóknar á dreng, sem lifði af flóðbylgjuna á Sri Lanka um jólin, liggja nú fyr- ir. Sýna þær og sanna, að hjónin, sem gerðu formlegt tilkall til hans, eru foreldrar hans. Dómari á Sri Lanka ákvað, að fram skyldi fara DNA- rannsókn á drengnum, sem er fjögurra mánaða, vegna frétta um, að níu hjón alls héldu því fram, að hann væri sonur þeirra. Raunar var það síðar borið til baka en rannsóknin fór fram og hjónin, sem börð- ust mest fyrir því að fá dreng- inn, eru hans réttu foreldrar. „Ég er svo sæll og ánægður og þakka guði fyrir að fá barnið mitt aftur,“ sagði faðir þess, Murugupillai Jeyarajah, en þau hjónin misstu allar eigur sínar í flóðinu og búa nú í búðum í Kalmunai. Íhuga málssókn Fyrr í mánuðinum voru þau handtekin og sökuð um að hafa ætl- að að stela drengnum á sjúkrahúsi en þau voru þau einu, sem lögðu fram formlegt tilkall til hans. Eru þau nú að íhuga málssókn gegn yf- irvöldum vegna þeirra andlegu þjáninga, sem þau hafa liðið af þeirra völdum. Barnið fannst undir miklu braki og var þá kallað „Barn 81“ þar sem það var 81. manneskjan, sem flutt var á sjúkrahúsið í bænum eftir hamfarirnar. Talið er að alls hafi um 31.000 manns farist á Sri Lanka er flóðbylgjan gekk á land. „Barn 81“ komið í hendur foreldra sinna á Sri Lanka AP „Barn 81“ er nú komið til foreldra sinna eftir sjö vikna þref. Kalmunai. AFP. UM 60 manns, hið minnsta, týndu lífi í gær þegar eldur kom upp í mosku í Teheran, höf- uðborg Íraks. Fréttir í gærkvöldi hermdu að um 200 manns hefðu slasast í brunanum. Eldurinn kom upp í mosku í miðborg Teheran. Mik- ill fjöldi fólks var þar saman- kominn. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá olíuhitara sem komið hafði verið fyrir í mosk- unni en mjög kalt hefur verið í Íran að undanförnu. Komst eldurinn í klæðningu í loftinu í bænasal kvenna og breiddist hratt út. Talið var lík- legt að tala látinna ætti eftir að hækka en slökkviliðsmenn voru enn að störfum seint í gær- kvöldi. Tugir farast í eldsvoða í Teheran Teheran. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.