Morgunblaðið - 15.02.2005, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður Ingv-arsson fæddist í
Stíflu í V-Landeyjum
6. september 1927.
Hann lést á Sauðár-
króki 3. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ingvar
Sigurðsson, f. 30.
mars 1901 á Nesi í
Norðfirði, d. 11. jan-
úar 1979, og Hólm-
fríður Einarsdóttir,
f. 22. apríl 1896 í
Berjanesi í V-Land-
eyjum, d. 25. ágúst
1979. Eftirlifandi
systkini Sigurðar eru: Elín, f. 17.
september 1920, Ráðhildur, f. 25.
maí 1929, Sigurgestur, f. 10. nóv-
ember 1933, og
Kristbjörg, f. 13.
maí 1936. Látin eru:
Sigurður Halldór, f.
1. nóvember 1914,
Aðalheiður Sigur-
veig, f. 5. október
1916, Einar, f. 14.
ágúst 1922, Guð-
laug, f. 16. október
1923, Jólín, f. 1. nóv-
ember 1924, og
Trausti, f. 15. júlí
1926. Sigurður var
ókvæntur og barn-
laus.
Útför Sigurðar
verður gerð frá Sauðárkróks-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Við minnumst með nokkrum orð-
um Sigurðar Ingvarssonar, bróður,
mágs og frænda.
Sigurður ólst upp í stórum systk-
inahópi í gamla torfbænum í Stíflu í
V-Landeyjum ásamt öðru heimilis-
fólki sem var mun fleira í þá daga en
nú tíðkast. Þar lærðu öll börnin að
prjóna leppa í skinnskó eða tátiljur
hjá Jólínu ömmu. Siggi þótti uppá-
tektasamur krakki og þar sem hann
nennti ekki þessum prjónaskap varð
útkoman eitthvað undarleg; ein-
kennilegir skór sem hann klæddi
köttinn Slött í sem var lítt hrifinn af
uppátæki stráksa. Sagan lifir enn og
hefur kætt margan krakkann enda
hafði Siggi gaman af að rifja hana
upp.
Raunar lýsir þetta bernskubrek
skapferli Sigga nokkuð vel því ávallt
var stutt í glettni og spaugilega sýn
á menn og málefni. Hann var léttur í
lund og dagfarsprúður, þótti dugleg-
ur verkmaður enda hraustbyggður
og ósérhlífinn.
Eftir stutta barnaskólagöngu,
eins og títt var hjá fólki af hans kyn-
slóð, fór Siggi til sjós og var sjómað-
ur til margra ára, lengst á togar-
anum Surprise frá Hafnarfirði. Á
þeim árum bjó hann hjá systrum
sínum, í Hófgerðinu, Stíflu og í Há-
logalandi. Síðar vann hann til
margra ára hjá vegagerðinni við
brúarsmíði. Um 1981 fór Siggi að
vinna hjá fiskverkuninni Meitlinum í
Þorlákshöfn og bjó hann síðan þar í
bæ. Var hann þar í nágrenni við Sig-
rúnu systurdóttur sína og hennar
fjölskyldu sem reyndist honum
ávallt vel.
Við geymum minningar okkar um
Sigga; sjáum hann fyrir okkur þar
sem hann stendur við vegavinnubúð-
irnar í brúarsmíðinni; á köflóttri
skyrtu, bústinn, með skeggið, hlæj-
andi dátt og býður upp á íslenska
kjötsúpu sem var sérstakt eftirlæti
hans. Siggi var sérlega barngóður,
sló á létta strengi við þau og tók þau
gjarnan með í leik og störf. Við
þökkum kynni liðinna ára.
Blessuð sé minning Sigurðar
Ingvarssonar.
Þýtur í stráum þeyrinn hljótt,
þagnar kliður dagsins.
Guð er að bjóða góða nótt
í geislum sólarlagsins.
(Trausti Á. Reykdal.)
Sigurgestur, Sigrún, Áslaug,
Frosti og Þórdís Björk.
SIGURÐUR
INGVARSSON
✝ Magnea DagmarTómasdóttir
fæddist í Reykjavík
2. nóvember 1946.
Hún andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut hinn 6.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnea Dag-
mar Sigurðardóttir,
f. 11.11. 1906, d.
28.1. 1999, og Tóm-
as Sigvaldason, f.
26.12. 1907, d. 11.6.
1980. Systkini
Magneu eru: Hall-
dóra Erla, f. 28.9. 1931, maki
Stefán G. Stefánsson, f. 4.2.
1934; Sigurður, f. 10.6. 1933, d.
22.8. 1990, maki Valdís Ólafs-
dóttir, f. 25.4. 1936; Inga Valdís,
f. 31.8. 1937, maki Helgi Rafn
Traustason, f. 18.4. 1937, d.
21.12. 1981.
Hinn 14.11. 1976 giftist Magn-
ea eftirlifandi eiginmanni sínum
Rúnari Þórhallssyni, f. 16.1.
1937. Synir þeirra eru: Þórhall-
ur Rúnar, f. 3.8. 1975, sambýlis-
kona Guðrún Vigdís Jónasdóttir,
f. 16.12. 1977; Tóm-
as, f. 1.2. 1979, sam-
býliskona Hrefna
Jónsdóttir, f. 31.7.
1979, eignuðust þau
dóttur hinn 3. febr-
úar 2005. Þórhallur
Rúnar á dótturina
Lísu Margréti, f.
4.11. 1997.
Magnea vann hin
ýmsu störf á sínum
yngri árum, m.a.
hjá Eimskipafélagi
Íslands bæði á sjó
og landi. Mestan
hluta ævinnar vann
hún við verslunarrekstur, en síð-
ustu ár starfaði hún í mötuneyti
starfsfólks Og Vodafone.
Magnea var alla tíð mjög virk
í félagsmálum. Hún var í líknar-
félaginu Hvítabandinu og um
tíma í stjórn þess, einnig starf-
aði hún í Mæðrastyrksnefnd.
Magnea var mikill stuðnings-
maður KR og starfaði hún með
KR-konum.
Útför Magneu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Æ, hvað lífið getur verið ósann-
gjarnt eins og það getur líka verið
yndislegt.
Við fjölskyldan erum nú búin að fá
að kynnast því á síðustu dögum hvað
lífið er fljótt að breytast úr gleði í
sorg. Öll vorum við í skýjunum yfir
litlu nýfæddu prinsessunni hjá
Tomma og Hrefnu og full tilhlökkun-
ar yfir fæðingu næsta krílis hjá okkur
Rúnari eftir fáeinar vikur. Þá dynur
sorgin yfir og þú, Magnea mín, ert rif-
in í burtu frá okkur bara sísvona, eng-
inn aðdragandi, bara farin og okkur
er bara ætlað að taka því. Þú sem
varst svo spennt yfir allri þessari
fjölgun og hlakkaðir svo til að fá fleiri
barnabörn, það voru svo góðir og
spennandi tímar framundan. Þú náðir
ekki einu sinni að sjá og knúsa litlu
nýfæddu prinsessuna.
Við trúum því samt að þú sért
hérna hjá okkur og fylgist vel með og
eigir eftir að hjálpa okkur að leiða
börnin rétta leið í gegnum lífið. Við
eigum eftir að vera dugleg að segja
börnunum okkar frá ömmu Magneu
sem hlakkaði svo til að fá þau í heim-
inn til að umvefja þau hlýju og ást, líkt
og hún Lísa Margrét var svo heppin
að fá að njóta frá þér (þó svo að það
hafi verið alltof skammur tími). Það
var svo yndislegt sjá hvað þið Lísa
voruð nánar og miklar vinkonur og ég
veit að hún á einnig eftir að vera dug-
leg við að segja ófæddu systkini sínu
og litlu frænku sinni margar góðar
sögur af ömmu Magneu.
Elsku Magnea mín, mig langar að
þakka þér fyrir að vera alltaf til stað-
ar fyrir okkur og takk fyrir að taka
mér svona vel þegar ég kom inn í fjöl-
skylduna.
Takk fyrir hjálpina og stuðninginn í
frekar brösóttri meðgöngu minni og
það er aldrei að vita nema það eigi eft-
ir að reynast rétt, eins og þú sagðir
svo oft við mig, að ég muni gleyma öll-
um erfiðleikunum um leið og ég fái
barnið í hendurnar og gefi þér annað
barnabarn síðar, en við sjáum nú bara
til með það. Allavega verð ég þér líka
að eilífu þakklát fyrir að takast svona
vel til með að ala af þér svona gott
mannsefni fyrir mig og mun ég halda
áfram að gera mitt besta í að passa
upp á frumburð þinn. Takk fyrir allt,
elsku tengdamamma, minning þín lif-
ir með okkur öllum. Megir þú hvíla í
friði.
Elsku fjölskylda, megi góður guð
blessa okkur öll
Guðrún Vigdís.
Elsku hjartans Magnea mín. Það
var hræðilegt reiðarslag að frétta að
þú værir búin að kveðja þennan heim.
Öllum að óvörum ertu kölluð burt frá
okkur og verðum við að trúa því sem
eftir lifum að þú farir í æðra hlutverk
langt í burtu frá okkur.
Magnea var einstaklega atorku-
mikil kona og var fátt sem fram hjá
henni fór. Hún starfaði um árabil hjá
Mæðrastyrksnefnd og Hvítabandinu
og svo má ekki gleyma hún var gall-
harður KR-ingur. Það var alveg sama
hvað bjátaði á, Magnea var alltaf fyrst
til að bjóða fram hjálparhönd og lýsir
það hennar karakter vel. Einstaklega
ljúf og góð kona ásamt því að vita al-
veg nákvæmlega hvað hún vildi í líf-
inu. Í huga mér eru ekki til orð til að
lýsa því hversu lífið getur verið ósann-
gjarnt. Þú sem varst búin að bíða í of-
væni eftir tveimur barnabörnum sem
voru á leiðinni og annað nýkomið í
þennan heim þegar þú kveður hann.
Þú sem fékkst ekki einu sinni að
knúsa litlu ömmustelpuna þína. En
þetta sannar víst það að þegar eitt líf
kviknar, þá slokknar á öðru, eins
ósanngjarnt og það er í þessu tilviki.
Að lokum langar mig að votta öllum í
þessari góðu og samheldnu fjölskyldu
mína dýpstu samúð. Megi guð fylgja
ykkar öllum.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Elskan mín, hvíldu í friði. Megi Guð
almáttugur vaka yfir þér.
Þínar tengdadóttir og ömmustelpa,
Hrefna Jónsdóttir og
óskírð Tómasdóttir.
Elsku Magnea. Á laugardagskvöld-
ið sagði ég við pabba minn, að ég ætl-
aði að senda þér blóm á sunnudeg-
inum, því að ég kæmist ekki til þess
að heimsækja þig. Á sunnudags-
morgninum hringdi pabbi í mig og
sagðist vera að koma til mín til þess
að tala við mig. Um leið og ég lagði
símann á fékk ég sting í hjartað, ég
fann á mér að það var ekki allt eins og
það átti að vera. Svo kom hann til mín
og sagði við mig að þú værir dáin. Ég
trúði því ekki, það gat ekki verið að þú
værir farin frá mér. Tilhugsunin um
að þú værir farin var svo skrítin, þú
sem varst mér eins og mamma. Ég
man þegar ég var sex ára og bjó í
Reykjavík, þá veiktist mamma mín og
þú tókst mig að þér. Ég man það var
alltaf svo gaman hjá okkur. Pabbi tal-
aði alltaf um hvað þú dekraðir við
mig, þú varst mér alltaf svo góð og ég
gat talað við þig um allt. Ég vildi að ég
hefði getað verið hjá þér meðan þú
varst á sjúkrahúsinu, en þar sem við
bjuggum hvor á sínu landshorninu þá
var það ekki hægt. Ég veit að þú ert á
góðum stað núna og ég mun alltaf
hugsa um þig. Megi englarnir vera
með þér.
Gyða Valdís.
Elsku besta amma mín. Takk fyrir
allt sem að við höfum gert saman og
takk fyrir allt sem þú ert búin að gefa
mér, það besta er hálsmenið, línu-
skautarnir og það allra besta þú. Ég
hefði aldrei fengið þetta allt ef þú
hefðir ekki verið til. Þú varst besta
vinkona mín og ég ætla alltaf að muna
eftir þér. Og ég ætla að kveikja á kerti
á hverjum einasta degi. Ég ætla að
vera dugleg að mæta á KR leiki og ég
veit að þú verður þar með mér eins og
alltaf. Ég hugga mig við það að þú
dóst alveg eins og þú vildir, sofnaðir
og fannst ekkert til.
Ég elska þig, elsku amma mín.
Sofðu rótt.
Þín
Lísa Margrét.
Elsku Magnea. Það er alltaf erfitt
að sætta sig við það þegar einhver ná-
kominn er kallaður burt út þessu lífi.
Minningarnar eru margar og góðar.
Þinn ljúfi sterki persónuleiki hafði
víða áhrif. Það var ekki bara fjöl-
skyldan sem fékk að njóta hlýju þinn-
ar. Hvítabandið, Mæðrastyrksnefnd
og KR-konur fengu að njóta krafta
þinna svo um munaði. Aldrei sástu
eftir þeim tíma og sýndir í verki að
sælla er að gefa en þiggja.
Við viljum þakka þér fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum sam-
an.
Hvíl í friði.
Elsku pabbi, Rúnar, Tommi og fjöl-
skyldur, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Sveinn B. Rúnarsson,
Halldóra Ólafsdóttir, Bertha
Þyrí og Ragnar Ágúst.
Úti er grátt og kalt. Veturinn í al-
mætti sínum. Lýsir ef til vill hugar-
ástandi þess er skrifar. Mín elskulega
frænka, vinkona og hálfgildings systir
er látin langt um aldur fram.
Magnea Dagmar Tómasdóttir var
fædd 2. nóv. 1946, dóttir hjónanna
Magneu Dagmarar Sigurðardóttur
og Tómasar Sigvaldasonar sem bæði
eru látin. Mæður okkar voru systur
og feður okkar systrasynir þannig að
skyldleikinn var mikill. Ung að árum
fór hún að dvelja í sveitinni á Árbakka
tíma og tíma á sumrin. Er ég fór svo á
skóla til Reykjavíkur dvaldi ég á
heimili foreldra hennar í góðu yfirlæti
og tengdist fjölskyldunni föstum
böndum. Unglingsárin eru björt í
minningunni og full af glaðværð, en af
henni átti Magnea nóg. Það sem við
Magnea upplifðum saman væri efni í
bók.
Hún giftist Rúnari Þórhallssyni og
saman eiga þau synina Þórhall Rúnar
og Tómas. Búskap sinn hófu þau á
Brekkustíg 8 en síðan lá leiðin í Kópa-
voginn. Dagmar móðir Magneu flutti
með þeim og var í skjóli þeirra til
dauðadags. Var einkar kært milli
mægðnanna og annaðist Magnea
móður sína af einstakri elsku.
Atorkusöm var Magnea í meira lagi
og kunni því illa að sitja auðum hönd-
um. Hún var glaðvær og gestrisin og
kunni því vel að hafa fólk í kringum
sig enda vön tíðum gestakomum úr
foreldrahúsum. Var oft glatt á hjalla á
heimili Magneu og Rúnars og vel tek-
ið á móti þeim sem voru á ferð.
Félagsmál voru Magneu einkar
hugleikin og vann hún af krafti að
þeim eins og öðru er hún tók sér fyrir
hendur. Má þar nefna sem dæmi
Mæðrastyrksnefnd og Kvenfélagið
Hvítabandið en verkefnum þar sinnti
hún af alhug.
Ég kveð kæra vinkonu og frænku
og þakka áratuga tryggð og vináttu
við mig og fjölskyldu mína bæði í gleði
og sorg. Ég bið guð að gefa eigin-
manni, sonum og fjölskyldum þeirra
styrk og trú á að allt í lífinu hafi ein-
hvern tilgang. Einnig flyt ég kveðjur
og þakkir frá systkinum mínum frá
Árbakka og fjölskyldum þeirra.
Far þú í friði og hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Sigrún Bjarnadóttir.
Kæra frænka, mig langar að kveðja
þig með nokkrum orðum sem erfitt
var að koma á blað, þar sem andlát
þitt bar svo brátt að. Minningarnar
um allar samverustundirnar með þér
hafa streymt fram í huga minn síð-
ustu daga.
Þegar ég var lítil stelpa og fór til
Reykjavíkur með mömmu og pabba
þá var ávallt gist hjá ömmu og afa á
Brekkustígnum. Alltaf var tilhlökkun
hjá mér og spennandi að fá að fara
upp til Magneu frænku á kvöldin til
að spila eða spjalla. Þú varst alltaf svo
þolinmóð og góð við mig og hafðir allt-
af tíma til að fara með mig hitt og
þetta um borgina þegar ég kom suð-
ur.
Minnisstæður er mér sumarmán-
uðurinn sem ég réð mig til þín í barna-
pössun þegar ég var tólf ára. Þá átti
ég að passa Þórhall Rúnar á meðan
þú varst að vinna á skrifstofunni hjá
Eimskip. Fyrsta kvöldið sem ég var
hjá þér gat ég engan veginn sofnað af
því að mér var svo illt í maganum. En
þú varst fljót að sjúkdómsgreina litlu
frænku þína þar sem hún hafði aldrei
áður verið í burtu ein frá foreldrum
sínum. Þú hughreystir mig og sagðir
að þetta myndi lagast mjög fljótt sem
það og gerði.
Skrítið fannst mér þegar pabbi hitti
þig þá kallaði hann þig alltaf Lillu, ég
skildi þetta ekki fyrst, af því að þú
hést Magnea frænka. En þetta var
gælunafn sem bara pabbi notaði um
þig eða ég minnist þess ekki að hafa
heyrt neinn annan kalla þig þessu
nafni. Aldrei kom ég suður öðruvísi en
að koma við hjá Magneu frænku.
Ógleymanleg er mér samveru-
stundin okkar í október 2003.
Ég og fjölskylda mín viljum senda
Rúnari, Þórhalli Rúnari, Guðrúnu,
Lísu Margréti, Tómasi, Hrefnu,
óskírðri Tómasdóttur, mömmu, Erlu
og Stefáni innilegar samúðarkveðjur.
Missir ykkar og okkar allra er mikill
en ég bið góðan Guð að styrkja okkur
öll á þessum erfiðu tímum. Með kærri
þökk fyrir allt og allt, kæra frænka.
Hvíl þú í friði.
Hjördís Anna og fjölskylda.
Í dag verður til moldar borin vin-
kona okkar og mikill KR-ingur,
Magnea Tómasdóttir. Við kynntumst
fyrst náið er við vorum kosnar í stjórn
KR-kvenna, allt konur á ólíkum aldri,
með ólíkan uppruna og uppeldi, en
eitt áttum við sameiginlegt; að við er-
um allar KR-ingar og berum hag fé-
lagsins fyrir brjósti og þar var Magn-
ea fremst meðal jafningja. Er stjórnin
tók til starfa valdist Magnea í ritara-
starfið sem reyndist happadrjúgt fyr-
ir stjórnina því að áreiðanleiki, ná-
kvæmni og heiðarleiki var henni í blóð
borið. Hún sinnti þessu starfi með
miklum sóma og er kæruleysi kom
upp í ritun fundargerðar hjá okkur
hinum áminnti hún okkur góðlátlega
og benti okkur á að þetta væri skrá
yfir sögu félagsins og vandvirkni
myndi borga sig til framtíðar. Stjórn-
in var heppin að hafa hana innan-
borðs. Ein af annarri hættu í stjórn og
nýjar konur tóku við en þessi stjórn-
arkjarni hélt sambandi og hittust
hver hjá annarri til að spjalla og halda
við góðri vináttu. Magnea var mikill
stuðningsmaður fótboltans og mætti
á alla leiki meistaradeildar, bæði hjá
strákunum og stelpunum. Hennar
verður sárt saknað á pöllunum á KR-
vellinum í sumar. Stuðningur hennar
við félagið var mikils virði fyrir okkur
KR-inga, en að hafa stuðningsmann
eins og Magneu innanborðs gerir fé-
lagið sterkara. Við vinkonurnar sökn-
um hennar en geymum góðar minn-
ingar. Við sendum fjölskyldu hennar
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. fyrrverandi stjórnar KR-
kvenna
Sólveig, Guðlaug, Guðrún,
Hafdís og Þóra.
MAGNEA DAGMAR
TÓMASDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Magneu Dagmar Tóm-
asdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga. Höf-
undar eru: Tómas Dagur o.fl.;
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir;
Erla Jónsdóttir; Þórólfur Árnason;
Ragnhildur Ragnarsdóttir; Guð-
mundur o.fl.