Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 1
Uppbygging í Arnarnesi 1.500 íbúa hverfi mun rísa í Garðabæ | Höfuðborg Syngur í Lissabon Kristján á heimavelli í Cavall- eria Rusticana | Menning Íþróttir í dag Keflavíkurstúlkur í úrslit  Snæfell hafði betur gegn Fjölni  Patrekur leikur ekki meira í vetur STOFNAÐ 1913 80. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KRÓNAN og Bónus skera sig úr með lágt vöruverð samkvæmt verð- könnun Morgunblaðsins í lágvöru- verðsverslunum í gær. Bónus var með 73 krónum lægra verð en Krónan þegar miðað er við kassaverð en Krónan með 35 krón- um lægra verð en Bónus þegar hillu- verð er borið saman. Kaskó og Nettó virðast gefa eftir í verðstríði lágvöruverðsverslana en vörukarfan við afgreiðslukassa í Bónus kostaði 3.704 krónur, 3.777 krónur í Krónunni, 5.306 krónur í Kaskó og 5.887 krónur í Nettó. Miðað við síðustu verðkönnun Morgunblaðsins, sem framkvæmd var 11. mars, nemur meðaltalshækk- un á fimmtán vörutegundum 40,8% í Kaskó, 37% í Nettó, 5,5% í Bónus og 4,4% í Krónunni. Er þá miðað við kassa. Starfsmaður Bónuss fylgdi blaða- manni Morgunblaðsins eftir í versl- un Nettó í Mjódd og fylgdist með þeim vörum sem fóru í innkaupa- körfu blaðamannsins. Að sögn Guð- mundar Marteinssonar, fram- kvæmdastjóra Bónuss, var starfs- maður Bónuss að bera saman hilluverð í Nettó og Krónunni. Morgunblaðið framkvæmdi verðkönnun í lágvöruverðsverslunum Krónan með lægsta hilluverð en Bónus lægsta kassaverð                     Kaskó gefur eftir/24 GRUNNSKÓLABÖRN þurfa ekki að húka inni þessa páskana ef marka á veðurspá helgarinnar sem senn fer í hönd. Vor virðist vera í lofti og leikir, sem jafnan fylgja þeim árstíma, hafa verið stundaðir af kappi. Þessir kátu krakkar drógu fram trampólínið og nutu þess að leika sér úti við. Morgunblaðið/RAX Skólabörnin fagna páskafríinu MIKILL vatnsleki tefur borun hjá Impregilo í aðgöngum 1 og 3 við Kárahnjúkavirkjun og segir Sig- urður Arnalds, talsmaður Lands- virkjunar, borunina vera þann verkþátt „sem menn eru mest á tánum yfir um þessar mundir að gangi upp“. Arnarfelli hefur einnig miðað hægt sökum vatnsleka í gangagerð við Ufsarveitu. Þá er þriðji risaborinn, í að- göngum 2 við Axará, stopp og verður það líklega í um tvær vikur. Sigurður segir að verið sé að sprengja rými á gangamótum fyrir aftan borinn og því hafa færibönd og teinar verið fjarlægð. Borinn sé því stopp af skipulagsástæðum. Með gangamótum er möguleiki á að senda annan bor á móti þeim sem byrjaði að bora aðgöng 1 frá Teigsbjargi í Fljótsdal. Táveggurinn klárast í vor Með batnandi veðurfari síðustu vikurnar hefur skriður komist á framkvæmdir við að fylla Kára- hnjúkastíflu. Í síðustu viku bætt- ust við rúmlega 100 þúsund rúm- metrar og er þriðjungur stíflunnar nú að baki. Sigurður segir einnig ganga vel við gerð fremsta hluta stíflunnar, táveggsins, sem mest hefur verið á eftir áætlun til þessa. „Við ætl- uðum að ná táveggnum upp fyrir vorið og allt bendir til að það tak- ist. Þar með erum við komnir vel fyrir vind í stíflugerðinni,“ segir Sigurður. Spurður hvort von hafi verið á þetta miklum vatnsleka, sem kost- ar mikla vinnu við bergþéttingu og steypusprautun, segir Sigurður það hafa verið vitað að á þessum slóðum væri vatnsríkt móberg frá því eftir ísöld. Alltaf sé mikil óvissa við gerð þetta langra jarð- ganga. Jarðfræðingar hafi áætlað gæði bergsins eftir bestu getu. Mikill vatnsleki tefur borun Impregilo við Kárahnjúka Morgunblaðið/Steinunn Risaborarnir hjá Impregilo fara hægt yfir um þessar mundir. MEIRA en helmingur Breta hefur enga hugmynd um hvers vegna páskar eru haldn- ir hátíðlegir. Þetta kemur fram í könnun tímaritsins Reader’s Digest en aðeins 48% aðspurðra gátu svarað því rétt, að upprisu Krists væri fagnað á páskum. Um 1.000 manns tóku þátt í könnuninni. Könnunin leiðir ýmislegt fleira fróðlegt í ljós. Til að mynda reyndust 92% að- spurðra ekki þekkja Karol Wojtyla undir sínu rétta nafni; en þar er auðvitað um Jóhann- es Pál II páfa að ræða. En þrátt fyrir litla þekkingu á kristindómi sýnir könnunin að 64% Breta telja sig trúaða. „Bretar búa yfir trúaranda og meirihluti lýsir sig trúaðan á Guð og framhaldslíf eftir dauðann, en þeir búa yfir lítilli þekkingu og hafa lítinn áhuga á helstu kenningum trúar- innar,“ sagði Katherine Walk- er, ritstjóri Reader’s Digest. Þekkja ekki ástæður páskahalds London. AFP. FORELDRAR Terri Schiavo í Flór- ída, Bob og Mary Schindler, vöruðu í gær við því að henni hrakaði nú hratt og grátbáðu að sögn AP-fréttastof- unnar áfrýjunarrétt í Atlanta um að gefa skipun um að tækin sem hafa haldið henni á lífi yrðu á ný tengd. Að ósk eiginmanns Schiavo voru tækin aftengd á föstudag með dómaraúr- skurði og staðfesti alríkisdómari nið- urstöðuna á mánudagskvöld. Nú er verið að móta tillögur um reglur sem gilda skuli hér á landi í málum sem þessum, að sögn Pálma Jónssonar, læknis á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Hann situr í nefnd sem vinnur að smíði tillagnanna./19 Heilsu Schiavo hrakar SAMSTAÐA náðist um það á fundi Evrópu- sambandsins í gær að breyta umdeildum áætl- unum ESB um aukið frelsi í við- skiptum með þjónustu. Verður ráðist í allsherjar endurskoðun tillagnanna, að sögn Svíans Görans Persson. Mikil og vaxandi andstaða hefur verið við til- lögurnar og einkanlega það ákvæði, sem fjallar um „upprunaland“. Í því segir, að fyrirtæki megi bjóða fram þjónustu sína í öðrum ESB-ríkjum en lúta samt þeim lögum, sem gilda í heimalandi þeirra. Í V-Evrópu óttast margir, að þetta opni fyrir undirboð frá fyrirtækjum í A-Evrópu. Andstaða við þjón- ustufrelsi Brussel. AFP. Göran Persson ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.