Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 1
Uppbygging
í Arnarnesi
1.500 íbúa hverfi mun rísa
í Garðabæ | Höfuðborg
Syngur í
Lissabon
Kristján á heimavelli í Cavall-
eria Rusticana | Menning
Íþróttir í dag
Keflavíkurstúlkur í úrslit Snæfell
hafði betur gegn Fjölni Patrekur
leikur ekki meira í vetur
STOFNAÐ 1913 80. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
KRÓNAN og Bónus skera sig úr
með lágt vöruverð samkvæmt verð-
könnun Morgunblaðsins í lágvöru-
verðsverslunum í gær.
Bónus var með 73 krónum lægra
verð en Krónan þegar miðað er við
kassaverð en Krónan með 35 krón-
um lægra verð en Bónus þegar hillu-
verð er borið saman.
Kaskó og Nettó virðast gefa eftir í
verðstríði lágvöruverðsverslana en
vörukarfan við afgreiðslukassa í
Bónus kostaði 3.704 krónur, 3.777
krónur í Krónunni, 5.306 krónur í
Kaskó og 5.887 krónur í Nettó.
Miðað við síðustu verðkönnun
Morgunblaðsins, sem framkvæmd
var 11. mars, nemur meðaltalshækk-
un á fimmtán vörutegundum 40,8% í
Kaskó, 37% í Nettó, 5,5% í Bónus og
4,4% í Krónunni. Er þá miðað við
kassa.
Starfsmaður Bónuss fylgdi blaða-
manni Morgunblaðsins eftir í versl-
un Nettó í Mjódd og fylgdist með
þeim vörum sem fóru í innkaupa-
körfu blaðamannsins. Að sögn Guð-
mundar Marteinssonar, fram-
kvæmdastjóra Bónuss, var starfs-
maður Bónuss að bera saman
hilluverð í Nettó og Krónunni.
Morgunblaðið framkvæmdi verðkönnun í lágvöruverðsverslunum
Krónan með lægsta hilluverð
en Bónus lægsta kassaverð
Kaskó gefur eftir/24
GRUNNSKÓLABÖRN þurfa ekki að húka inni þessa
páskana ef marka á veðurspá helgarinnar sem senn fer
í hönd. Vor virðist vera í lofti og leikir, sem jafnan
fylgja þeim árstíma, hafa verið stundaðir af kappi.
Þessir kátu krakkar drógu fram trampólínið og nutu
þess að leika sér úti við.
Morgunblaðið/RAX
Skólabörnin fagna páskafríinu
MIKILL vatnsleki tefur borun hjá
Impregilo í aðgöngum 1 og 3 við
Kárahnjúkavirkjun og segir Sig-
urður Arnalds, talsmaður Lands-
virkjunar, borunina vera þann
verkþátt „sem menn eru mest á
tánum yfir um þessar mundir að
gangi upp“. Arnarfelli hefur einnig
miðað hægt sökum vatnsleka í
gangagerð við Ufsarveitu.
Þá er þriðji risaborinn, í að-
göngum 2 við Axará, stopp og
verður það líklega í um tvær vikur.
Sigurður segir að verið sé að
sprengja rými á gangamótum fyrir
aftan borinn og því hafa færibönd
og teinar verið fjarlægð. Borinn sé
því stopp af skipulagsástæðum.
Með gangamótum er möguleiki á
að senda annan bor á móti þeim
sem byrjaði að bora aðgöng 1 frá
Teigsbjargi í Fljótsdal.
Táveggurinn
klárast í vor
Með batnandi veðurfari síðustu
vikurnar hefur skriður komist á
framkvæmdir við að fylla Kára-
hnjúkastíflu. Í síðustu viku bætt-
ust við rúmlega 100 þúsund rúm-
metrar og er þriðjungur stíflunnar
nú að baki.
Sigurður segir einnig ganga vel
við gerð fremsta hluta stíflunnar,
táveggsins, sem mest hefur verið á
eftir áætlun til þessa. „Við ætl-
uðum að ná táveggnum upp fyrir
vorið og allt bendir til að það tak-
ist. Þar með erum við komnir vel
fyrir vind í stíflugerðinni,“ segir
Sigurður.
Spurður hvort von hafi verið á
þetta miklum vatnsleka, sem kost-
ar mikla vinnu við bergþéttingu og
steypusprautun, segir Sigurður
það hafa verið vitað að á þessum
slóðum væri vatnsríkt móberg frá
því eftir ísöld. Alltaf sé mikil
óvissa við gerð þetta langra jarð-
ganga. Jarðfræðingar hafi áætlað
gæði bergsins eftir bestu getu.
Mikill vatnsleki tefur borun
Impregilo við Kárahnjúka
Morgunblaðið/Steinunn
Risaborarnir hjá Impregilo fara
hægt yfir um þessar mundir.
MEIRA en helmingur Breta
hefur enga hugmynd um
hvers vegna páskar eru haldn-
ir hátíðlegir. Þetta kemur
fram í könnun tímaritsins
Reader’s Digest en aðeins 48%
aðspurðra gátu svarað því
rétt, að upprisu Krists væri
fagnað á páskum. Um 1.000
manns tóku þátt í könnuninni.
Könnunin leiðir ýmislegt
fleira fróðlegt í ljós. Til að
mynda reyndust 92% að-
spurðra ekki þekkja Karol
Wojtyla undir sínu rétta nafni;
en þar er auðvitað um Jóhann-
es Pál II páfa að ræða. En
þrátt fyrir litla þekkingu á
kristindómi sýnir könnunin að
64% Breta telja sig trúaða.
„Bretar búa yfir trúaranda
og meirihluti lýsir sig trúaðan
á Guð og framhaldslíf eftir
dauðann, en þeir búa yfir lítilli
þekkingu og hafa lítinn áhuga
á helstu kenningum trúar-
innar,“ sagði Katherine Walk-
er, ritstjóri Reader’s Digest.
Þekkja ekki
ástæður
páskahalds
London. AFP.
FORELDRAR Terri Schiavo í Flór-
ída, Bob og Mary Schindler, vöruðu í
gær við því að henni hrakaði nú hratt
og grátbáðu að sögn AP-fréttastof-
unnar áfrýjunarrétt í Atlanta um að
gefa skipun um að tækin sem hafa
haldið henni á lífi yrðu á ný tengd. Að
ósk eiginmanns Schiavo voru tækin
aftengd á föstudag með dómaraúr-
skurði og staðfesti alríkisdómari nið-
urstöðuna á mánudagskvöld.
Nú er verið að móta tillögur um
reglur sem gilda skuli hér á landi í
málum sem þessum, að sögn Pálma
Jónssonar, læknis á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi. Hann situr í nefnd
sem vinnur að smíði tillagnanna./19
Heilsu
Schiavo
hrakar
SAMSTAÐA
náðist um það á
fundi Evrópu-
sambandsins í
gær að breyta
umdeildum áætl-
unum ESB um
aukið frelsi í við-
skiptum með
þjónustu. Verður
ráðist í allsherjar
endurskoðun tillagnanna, að sögn
Svíans Görans Persson. Mikil og
vaxandi andstaða hefur verið við til-
lögurnar og einkanlega það ákvæði,
sem fjallar um „upprunaland“. Í því
segir, að fyrirtæki megi bjóða fram
þjónustu sína í öðrum ESB-ríkjum
en lúta samt þeim lögum, sem gilda í
heimalandi þeirra. Í V-Evrópu óttast
margir, að þetta opni fyrir undirboð
frá fyrirtækjum í A-Evrópu.
Andstaða
við þjón-
ustufrelsi
Brussel. AFP.
Göran Persson
♦♦♦