Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 20
Siglufjörður | Feðgarnir
Björn Jónsson og Jón Ingi
sonur hans voru að vinna við
trilluna Ingeborg SI þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins
var á ferð á Siglufirði um
helgina. Ingeborg SI er fimm
tonna trilla og síðasti bát-
urinn sem smíðaður var á
Siglufirði. Það var Jón
Björnsson, faðir Björns sem
smíðaði trilluna árið 1985 og
naut hann aðstoðar sonar
síns. Jón skírði trilluna í höf-
uð konu sinnar, sem er þýsk.
Þeir Björn og Jón Ingi voru
að gera klárt fyrir að setja
bátinn á flot fyrir grásleppu-
vertíðina sem hefst um næstu
mánaðamót. Björn sagðist
vongóður um að ísinn yrði
grásleppukörlum ekki til
neinna vandræða eftir að ver-
tíðin hæfist.
Morgunblaðið/Kristján
Styttist í grásleppuvertíð
Gert klárt
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Langt að heiman | Fálki sem hafði
sveimað annað slagið yfir Heimaey frá
áramótum fannst dauður við Blátind á
dögunum. Hann hafði verið merktur á
Melrakkasléttu á síðasta ári.
Fram kemur á vef vikublaðsins Frétta í
Vestmannaeyjum að Ingvar A. Sigurðsson
hjá Náttúrustofu Suðurlands fylgdist með
ferðum fálkans. Þegar fuglinn fannst
dauður í skriðu við Blátind kom í ljós að
hann var merktur. Hann hafði verið
merktur sem ungi í hreiðri á Melrakka-
sléttu 21. júní á síðasta ári. Haft er eftir
Ólafi Nielsen, fuglafræðingi hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands, að þetta væri
með lengri ferðalögum fálka hér á landi
en um 370 kílómetrar eru á milli merking-
ar- og endurheimtustaðar.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Sigruðu í spurningakeppni | Kenn-
arar við Grunnskólann á Hólmavík sigr-
uðu í Spurningakeppni Sauðfjársetursins
þetta árið. Slógu þeir Hólmadrang út í
undanúrslitum og
sigruðu síðan
fréttaritara á
strandir.is í úrslita-
viðureign, en
fréttamenn höfðu
áður sigrað skrif-
stofu Hólmavík-
urhrepps.
Keppnin var
býsna spennandi
en sigur kenn-
aranna var verð-
skuldaður að því er fram kemur á frétta-
vefnum standir.is. Í sigurliði kennara
voru Hildur Guðjónsdóttir, Kristján Sig-
urðsson og Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.
Fengu þeir Viskubikarinn til varðveislu í
eitt ár að launum, auk bókagjafar frá
Eddu útgáfu.
Bændafundur á Netinu | Kúabændur
um land allt og aðrir áhugamenn um naut-
griparæktina geta fylgst með störfum á að-
alfundi Landssambands kúabænda þótt
þeir séu ekki fulltrúar á fundinum. Verður
sjónvarpað frá fundinum á Netinu.
Fundurinn verður að þessu sinni haldinn
8. og 9. apríl á Hótel Selfossi. Ráðgert er að
senda út allan fyrri dag fundarins. Þá verð-
ur mögulegt að spila á hvaða tíma sem er
áðurnefndar umræður og ávörp, með því að
smella á sérstaka hlekki á vef LK, naut.is.
Jafnframt er ráðgert að sjónvarpa um-
ræðum frá seinni degi fundarins.
Selasetur Íslandsverður stofnað áHvammstanga í
dag. Unnið hefur verið
að undirbúningi seturs-
ins í um það bil ár. Það
verður hið fyrsta sinnar
tegundar hér á landi.
Stofnun Selaseturs Ís-
lands tengist uppbygg-
ingu á ferðaþjónustu í
Húnaþingi vestra, ekki
síst á Vatnsnesi, en
óvíða eru selalátur eins
aðgengileg og við
strendur þess.
Ætlunin er að hlut-
verk Selaseturs verði að
koma upp og reka
sýningu og upplýs-
ingamiðstöð fyrir
ferðafólk á Hvamms-
tanga og stuðla að al-
mennri þekkingu um
sjávarspendýr, nátt-
úrufar og búskapar-
hætti við strendur
Vatnsness.
Selasetur
Tvær fjölskyldur, sem voru í ferð á Langanesi ígóða veðrinu síðastliðinn sunnudag til að skoðahafís, rákust á tundurdufl í flæðarmálinu við
Lambanes. Fólkið lét sprengideild Landhelgisgæsl-
unnar og lögregluna á Þórshöfn vita.
Um var að ræða gamalt dufl, breskt. Sprengi-
sérfræðingur frá Landhelgisgæslunni fór norður í gær
í þeim tilgangi að skoða duflið og eyða því.
Ferðafólkinu fannst spennandi að rekast á duflið,
ekki síst drengjunum þegar fullorðna fólkið skipaði
þeim að halda sig fjarri. Sigurður Jóhannes Jónsson
segir að fundurinn hafi aldeilis ekki skemmt stemn-
inguna í ferðinni.
Fundu breskt tundur-
dufl í fjörunni
ÍDV var frétt um aðsköllóttir karlmennhefðu meiri kynorku
en hárprúðir bræður
þeirra. Sigrún Haralds-
dóttir yrkir:
Þeir sem glæstum skalla skarta,
skulu heiður spanna;
Sjaldnast undan konur kvarta
kynngi slíkra manna.
Björn Ingólfsson yrkir:
Einni er virðist vakin, sofin
við að senda út gagnleg boð
þykir karlinn Davíð dofinn
en dáir meira Steingrím J.
Sigrún svarar:
Ég er fyrir kímni og kraft.
Kappinn skemmtir frái.
Steingrím Joð, þann stólpa kjaft
staðfastlega dái.
Davíð Hjálmar Haralds-
son sendir henni kveðju:
Þyki einni þörf á leit
að þoli gæddum köllum,
hérna gætum heila sveit
henni fært af sköllum.
Hreiðar Karlsson yrkir:
Aftur lifnar lífsins þrá
laus við sút og trega.
Fagna skalla mínum má
meira en venjulega.
Af sköllum
pebl@mbl.is
Dalabyggð | Byggðaráð Dalabyggðar tel-
ur koma til álita að sveitarstjórn víki
Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur, fyrrver-
andi oddvita, úr sveitarstjórn, þar til hún
tekur aftur búsetu í sveitarfélaginu.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir var einn af
fulltrúum L-lista sem náði meirihluta í
sveitarstjórn Dalabyggðar við síðustu
kosningar. Var hún kosin oddviti sveit-
arstjórnar og varaformaður byggðaráðs.
Síðar slitnaði upp úr samstarfi innan
L-listans og hluti fulltrúa þess lista hefur
starfað með fulltrúum S-listans að stjórn
sveitarfélagsins, án þess að formlegur
meirihluti hafi verið myndaður, og var
Þorsteinn Jónsson, félagi Guðrúnar Jónu
af L-listanum, kosinn oddviti.
Fram kemur í fundargerð byggðaráðs
að Guðrún Jóna stundar fasta vinnu utan
sveitarfélagsins og er með skráð aðsetur í
Reykjavík en lögheimili á sveitabæ í Döl-
um.
Í samþykkt byggðaráðs er vísað til
ákvæða sveitarstjórnarlaga um að þegar
aðalmaður flytji úr sveitarfélaginu um
stundarsakir megi ákveða að hann skuli
víkja úr sveitarstjórn þar til hann tekur
þar aftur búsetu. Það telur byggðaráðið
koma til álita og fól sveitarstjóra að
kynna Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur það
og leita eftir afstöðu hennar. Guðrún Jóna
sat fund byggðaráðs þar sem þetta var
ákveðið og fund sveitarstjórnar sama dag
þar sem fundargerðin var kynnt. Hyggst
byggðaráð taka afstöðu til þess á fundi
sínum um miðjan næsta mánuð hvort
málinu verður vísað til frekari meðferðar
sveitarstjórnar.
Rætt um að
víkja fyrrver-
andi oddvita úr
sveitarstjórn
Ísafjörður | Fjórar konur hófu í vikunni
störf við símavörslu og upplýsingagjöf á
skiptiborði Íslandsbanka á Ísafirði. Eins
og fram hefur komið verður í framtíðinni
svarað í síma Íslandsbanka á Ísafirði en
fyrst um sinn er einnig svarað á núver-
andi skiptiborði í höfuðstöðvunum í
Reykjavík.
Fram kemur á vef Bæjarins besta á
Ísafirði að konurnar fjórar voru í starfs-
þjálfun í Reykjavík áður en þær komu til
starfa. Starfsemin hefur gengið vel, eftir
að þær komust í samband. Haft er eftir
Karítas Kristjánsdóttur að konunum lítist
vel á nýja starfið.
Fjórar konur hafa verið ráðnar til við-
bótar að skiptiborðinu á Ísafirði og stefnt
er að því að þær verði orðnar tíu á fyrri
hluta næsta árs.
Svarað á Ísafirði
♦♦♦