Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari TÍU manns lágu í valnum eftir að ungur námsmaður gekk berserks- gang í skóla á griðasvæði indíána í Minnesota í Bandaríkjunum fyrra- dag. Skaut hann fyrst afa sinn og eiginkonu hans á heimili þeirra og fór síðan í skólann þar sem hann skaut fimm nemendur, kennara og öryggisvörð áður en hann stytti sér aldur. Að minnsta kosti 13 særðust. Vitni segja, að ungi maðurinn hafi glottandi skotið á varnarlaust fólkið og veifað til þess um leið. Sondra Hegstrom, nemandi við skólann, segist hafa heyrt aðra nemendur biðjast vægðar. „Ég heyrði stúlku hrópa til hans: „Nei, Jeff, hættu, hættu. Hvað ertu að gera?“ Síðan kváðu við skothvellir og sársaukavein,“ sagði Hegstrom. Skýrt hefur verið frá því, að morðinginn hafi verið Jeff Weise, 17 ára gamall, en honum hafði ver- ið vikið úr skóla um stundarsakir fyrir ótilgreind agabrot. Með tvær skammbyssur Weise var vopnaður tveimur skammbyssum, sem hafði tekið á heimili afa síns en hann var lög- reglumaður. „Eftir að hann hafði skotið ör- yggisvörðinn fór hann inn í skól- ann skjótandi í allar áttir og síðan inn í eina kennslustofuna þar sem hann skaut kennslukonuna og nemendurna,“ sagði Roman Stat- ely, yfirmaður slökkviliðsins á staðnum. Segja nokkrir nemendur og einn kennaranna, Diane Schwanz, að Weise hafi einnig reynt að komast inn í stofuna þeirra. „Ég hringdi strax í lögregl- una þótt ég gæti varla trúað, að þetta væri að gerast,“ sagði Schwanz. Eftir einum nemenda er haft, að Weise hafi beint byssu að höfði hans, brosað og síðan skotið annan. Mikil fátækt Floyd Jourdain jr., leiðtogi Chippewa-indíánaættbálksins, sagði daginn hafa verið „einn þann myrkasta í sögu hans“ en griða- svæðið er 300–400 km fyrir norðan Minneapolis, nálægt landamærun- um við Kanada. Árið 2000 bjuggu þar 5.162 og er fátækt meiri þar en annars staðar í ríkinu. Í skólanum eru um 300 nemendur. Fjöldamorðin í fyrradag eru þau mestu, sem framin hafa verið í bandarískum skóla síðan tveir ung- ir menn skutu 13 manns og síðan sjálfa sig í Columbine-skólanum í Colorado 1999. Þá særðust auk þess 23. Skaut nemendur og kennara með bros á vör AP Stúlkur í Red Lake-miðskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum faðma hver aðra að sér eftir harmleikinn á griðasvæði Chippewa-indíána.   & '   5  & %&'  $  &'  )  ' *&'+& , & ( -'#       ' #   '  "&'     "& ) & & ,.%%/01 A.P PA0B.80A8- &&$" ?0L" M" *&'+&    8 ?M ) . <  1 0? M ) . < ) 8 M  ! ""#$%  Tíu lágu í valn- um eftir mestu fjöldamorð í bandarískum skóla síðan 1999 Bemidji. AP, AFP. JEFF Weise, sem skaut níu manns til bana áður en hann stytti sjálfum sér aldur, var ráðvilltur unglingur, sem skólasystkin hans höfðu oft að skotspæni. Oftast lét hann lítið fyrir sér fara en vitað er að hann dáðist að Adolf Hitler. Þótt rannsókn á hugsanlegum ástæðum fyrir morðunum sé ekki hafin, þá er líklegt að Weise hafi verið fullur heiftar og hefnd- arhugar út í samfélagið og skól- ann. Hafði hann sýnt þess ýmis merki að vera ekki í jafnvægi. „Ég hef alltaf dáðst að Hitler, að hugsjónum hans og því hug- rekki er hann sýndi með því að ráðast til atlögu við stærri ríki,“ sagði Weise á vefsíðu bandarískra nýnasista á síðasta ári. Þar segir hann líka, að vegna þess, að hann sé nasisti, hafi lögreglan yfirheyrt hann á síðasta ári um hótanir ein- hverra um skotárás í skólanum á afmælisdegi Hitlers. Þær hafi þó ekki verið frá honum komnar og „ég var hreinsaður af öllum grun. Ég er feginn því. Ég hef ekki ver- ið í fangelsi og ætla mér ekki að lenda þar“. Haft er eftir ættingjum Weises, sem ávallt var svartklæddur, að faðir hans hefði ráðið sér bana fyr- ir fjórum árum og móðir hans er á hjúkrunarheimili vegna heila- skaða, sem hún hlaut í bílslysi. Sjálfum hafði Weise verið vísað úr skóla tímabundið vegna ótil- greindra agabrota. Ráðvilltur unglingur sem dáði Hitler Red Lake. AFP. fyrrum Mið-Asíulýðvelda Sovétríkjanna, frá 13. þessa mánaðar þegar fram fór síð- ari umferð þingkosninga. Stjórnarandstæðingar segja forsetann hafa fyrirskipað víðtæk kosningasvik. Akajev ávarpaði í gær þing Kirgistans og lýsti m.a. yfir því að hann hygðist ekki setja neyðarlög til að bregðast við aðgerðum stjórnarandstöðunnar sem m.a. hefur tekið op- inberar byggingar á sitt vald í borgum í suður- hluta landsins. Snögg rannsókn á kosningasvikum Akajev sagði engan vafa leika á að vilji stjórnarandstöðunnar væri sá að stjórnvöld beittu valdi. Því vildi hann lýsa yfir því að það ASKAR Akajev, forseti Kirgistans, sakaði í gær stjórnarandstöðuna í landinu um að hafa uppi áform um valdarán. Sagði hann að sú við- leitni fjenda sinna nyti stuðnings og fjármögn- unar erlendis frá. Á fundi með blaðamönnum í höfuðborginni, Bishkek, vísaði Akajev til þeirra pólitísku um- skipta sem orðið hafa í fyrrum lýðveldum Sov- étríkjanna á undanliðnum mánuðum. Án þess að nefna Úkraínu og Georgíu á nafn lýsti hann yfir því að valdarán hefðu í raun verið framin í ríkjum þessum. „Aðgerðir byltingarmanna eru bein ögrun við ríkisstjórn og alþýðu manna. Þessum mönn- um er stjórnað erlendis frá og þaðan fá þeir fjárstuðning. Þeir vinna beinlínis gegn hags- munum alþýðunnar,“ sagði forsetinn er hann fjallaði um aðgerðir stjórnarandstöðunnar í Kirgistan. Mikil ólga hefur verið í landinu, sem er eitt myndi hann ekki gera. Hins vegar hét hann því að lögum og reglu yrði komið á í suðurhlut- anum. Fyrr um daginn hafði formaður kjörstjórnar Kirgistans lýst yfir því að þingkosningarnar hefðu farið heiðarlega fram. Á mánudag fól Akajev formanninum og forseta hæstaréttar að kanna ásakanir stjórnarandstöðunnar. Niður- staða þeirrar rannsóknar lá fyrir þegar þing kom saman í gær. Sagði formaðurinn, Sulaim- ann Imanbajev, að kosningarnar hefðu verið „lýðræðislegar og löglegar“. Stjórnarandstað- an, sem fékk aðeins nokkra þingfulltrúa kjörna, mætti ekki til þingfundarins. Akajev hefur verið forseti Kirgistans í 15 ár. Hann hafði greint frá því að hann hygðist ekki bjóða sig fram á ný til forseta í haust. Stjórn- arandstaðan óttast hins vegar að það hyggist forsetinn gera. Eins er talið hugsanlegt að hann ráðgeri að færa börnum sínum völdin í hendur. Segir stjórnarandstöð- una hyggja á valdarán Forseti Kirgistans segir erlenda menn fjármagna uppreisnina Bishkek. AFP. Askar Akajev Reuters Tveir stjórnarandstæðingar í Kirgistan við brotna rúðu í lögreglustöð í Osh í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.