Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
FRÁ árunum 2002 til 2004 var fyr-
irtækið mitt Pottagaldrar ehf svo lán-
samt að hafa indælis stúlku frá Svæð-
isskrifstofu fatlaðra á Reykjanesi í
vinnu. Þar sem Pottagaldrar ehf er
starfandi iðnfyrirtæki í matvælageir-
anum, nánar tiltekið í kryddiðnaði, þá
gat fyrirtækið uppfyllt markmið sitt
að skapa starf fyrir skjólstæðing
Svæðisskrifstofunnar. Fyrir mér er
það nánast samfélagsskylda hvers
fyrirtækis í landinu, ef það mögulega
getur, að skapa starf fyrir skjólstæð-
inga svæðisskrifstofu fatlaðra í sínu
héraði. Þessi fallega stúlka sem við
vorum svo lánsöm að hafa, gat gengið
í mörg störf fyrirtækisins, enda nám-
fús og vandvirk. Hún fékk svo síðar
sitt draumastarf, að vinna með börn-
um, og samgleðst ég henni innilega.
Ég hvet öll fyrirtæki í landinu til að
skoða skipurit sitt og athuga hvort
ekki sé einhvers staðar hægt að koma
því við að hlúa að fötluðum með ein-
földu starfi innan fyrirtækisins.
Að starfa er náttúrulögmál. Öll
náttúran starfar, já Alheimurinn
einnig. Blómin vaxa til að gleðja okk-
ur, dýrin sinna sínum „búskap og
börnum“, farfuglarnir mæta á vorin
eftir erfiða ferð yfir höf og lönd til að
sinna varpi og búskap og gleðja okk-
ur. Við vitum að þegar Lóan er komin
er sumarið að koma. Sólin „mætir“ á
hverjum morgni til að hlúa að nátt-
úrunni, dýrum og mannfólkinu. Al-
heimurinn frá minnstu einingu til
hinnar stærstu starfar. Stjörnur fæð-
ast og deyja, atómin halda lífi í öllu.
Jafnvel eftir dauðann heldur náttúr-
an áfram að starfa með rotnun eða ef
maðurinn er brenndur fara leifarnar
sem steinefni í jörðina.
Já að starfa er náttúrulögmál og
atvinnuleysi eða starfleysi er eitt
mesta böl náttúrunnar og mannsins.
Það er nánast andlegur dauði fyrir
mannveruna.
SIGFRÍÐ ÞÓRISDÓTTIR,
framkvæmdastjóri
Pottagaldra ehf.
Störf fyrir fatlaða
Frá Sigfríð Þórisdóttur
HJALANDI lækir og glitrandi
bergvatnsár, fagurblá stíflulón og
fjallavötn, iðjagrænir dalir (fimm km
á hvorn veg) og sandfok þekkist
ekki. Þetta er það sem sjá má á
næstu árum á Íslandi. Allir vita, að
nýlega lögleitt Kyoto-samkomulag
mun engin áhrif hafa til að sporna
við koldíoxíði í andrúmslofti og
sveiflur í hitastigi halda áfram að
eiga sér stað eins og ekkert sé.
Jöklar hafa hopað mikið á und-
anförnum árum á Íslandi og geta
horfið alveg á næstunni. Þá finnast
engar jökulsár lengur með leir-
framburði og foki. Miðhálendið verð-
ur víðáttumikið fjalllendi með lækj-
um, bergvatnsám og nýjum,
glitrandi vötnum.
Sumrin á fjöllum og niður í byggð
verða hlýrri þar sem miðhálendið
lækkar og jökulísinn kælir ekki leng-
ur fjallavindana. Hálendið verður
líka iðjagrænt. Kjörlendi heiðagæs-
arinnar og hreindýranna breytist og
ný kvikindi koma, flugur og fuglar.
Túristamengun vex með vegum og
vistarverum.
Í þriggja daga hópferð Nátt-
úrufræðafélagsins um Norðurland
var útlistað hvernig eldgos hafa
brennt landið og hlaðið upp, jöklar
lagst yfir, skafið berg og grafið dali,
fjöll hrunið í jarðskjálftum, hamfara-
hlaup ruðst fram og skilið eftir björg
á stærð við húsablokkir og ekkert er
endurkræft. Um slík mál verður
ekki deilt, þessir atburðir fara fram
án nokkurs leyfis, án tilstuðlan yf-
irvalda og ekkert tillit tekið til vel-
vilja verndarsinna. „Hvað getur ekki
gerst aftur, þótt það hafi aldrei gerst
fyrr?“, varð einhverjum að orði.
Náttúruvernd og náttúrunýting er
hins vegar vinsælt deiluefni nú á
tímum og það er eðlilegt en ekki
vegna náttúruperlnanna. T.d. er
Geysir dauður þrátt fyrir lífg-
unartilraunir og Gullfoss gæti hrun-
ið. Annað eins hefur hent enda eru
allir fossar smám saman á leið til
fjalla. Svo er það Bláa lónið – það er
iðnaðarúrgangur! Aðalatriðið er það
að mönnum er eðlilegt að deila, slást
og berjast. Fótboltinn, sem nær
hæstum hæðum með fótboltabull-
unum, er gott dæmi. Stríðsyfirlýs-
ingar Davíðs og Halldórs vegna
Íraks eru alveg eðlilegar í þessum
anda. Og enginn fordæmir vísu Egils
litla Grímssonar, sem hann orti þá
hann var á sjöunda vetur: „Það
mælti mín móðir / að mér skyldi gefa
/ fley og fagrar árar / halda svo til
hafnar / höggva mann og annan.“
BJÖRN KRISTINSSON,
Hjarðarhaga 29, 107 Reykjavík.
Fjallastíflan fagurblá –
bakþankar um deilur
Frá Birni Kristinssyni verkfræðingi
ÞAÐ er einkennilegt til þess að
vita hvernig Umferðarstofa eða
Vegagerðin tekur á umferðar-
málum hér á landi. Það er engu
líkara en að þeir sem þar ráði hús-
um hafi ekki leyfi til
að tjá sig um annað
en bílbelti og notkun
þeirra. Það er spurn-
ing í mínum huga
hvort ekki eigi að
leggja þessa stofnanir
niður og fella þær inn
í menntakerfið.
Umferðarstofa hélt
því fram á síðasta ári
að hefðu þeir sem lát-
ist hafa á síðustu sex
ár í umferðinni verið
með bílbeltin spennt
væru þeir á lífi í dag.
Ég á ekki orð yfir svona vitleysis
fullyrðingum. Er Umferðarstofa
eða talsmenn hennar farnir að
ráða örlögum manna? Þessi umæli
eru móðgun við aðstandendur
þeirra sem látist hafa.
Þrýstihópar hafa að mínu viti af-
gerandi áhrif á vinnubrögð Um-
ferðarstofu í veigamiklum atriðum.
En það er einn hópur umfram
aðra sem Umferðarstofa virðist
ekki gera neinar athugasemdir við
og það eru jeppaeigendur. Þeir
komast upp með nánast hvað sem
er í umferðinni og til að bæta gráu
ofan á svart þá styður Ferða-
málaráð þessa aðila. Virðist af
þeim sökum sem eftirlit með þess-
um tækjum sé einungis að nafninu
til. Þess vegna held ég því fram að
Umferðarstofa og Ferðamálaráð
haldi verndarhendi yfir þessum
flokki bifreiða sem eru hvað mest-
ir skaðvaldar í umferðinni, þ.e.
jeppa.
Mitt mat er að Umferðarstofa
láti hag almennings og öryggismál
nánast lönd og leið fyrir fáeina að-
ila sem vilja leika sér á fyrr-
greindum tækjum. Það sem verra
er að búið er að setja þessa bíla í
atvinnuakstur með ferðamenn og
þeir sem aka þessum jeppum
þurfa ekki að vera
með meirapróf eða
önnur námskeið eins
og aðrir aðilar í at-
vinnuakstri. Alþingi
hefur ekki samþykkt
nein sérlög um jeppa,
eða gefið út nein
akstursleyfi á þessa
bíla, það er tak-
mörkun á aksturs-
leyfum samkvæmt
lögum.
Umferðarstofa ger-
ir engar athugasemdir
þó sumir jeppar séu
notaðir sem leigu- eða hóp-
ferðabílar. Það sést best á því að
jeppabílstjórar í atvinnuakstri
merkja bíla sína t.d. Mountain
Taxi. Getur það talist löglegt? Að
mínu mati er ekkert um annað að
ræða en leiguakstur og því ætti
það að vera undir leigubifreiða-
akstri.
Umferðarráð eða Vegagerðin
gera enga kröfu um að jeppa-
bifreiðar í atvinnuakstri séu
tryggðir eins og atvinnubílar þó
svo að umferðarlög kveði svo á um
slíkt.
Er hægt að sveigja löggjafann
til og frá þannig að enginn tekur
ábyrgð? Fyrrgreindir jeppa-
eigendur í fólksflutningum borga
hvorki hærri tryggingar né þunga-
skatt, sem er ekki réttlátt gagn-
vart annarri starfsemi í sömu
starfsgrein.
Sama á við um strætisvagna. Nú
á að breyta reglugerð fyrir hóp-
ferðabíla þannig að hægt sé að
nota strætisvagna í hópferða-
flutninga og svo öfugt. Er það
ekki markmið Umferðarráðs og
allra skóla landsins að allir sem
sitja í bifreið í umferðinni séu í
beltum? Framangreind breyting
er gerð eftir pöntun frá þeim sem
sjá um akstur strætisvagna svo að
þeir geti notað strætisvagna í
skólaaksturinn og til flutninga á
skólaböll, svo dæmi sé tekið.
Í lokin vil ég færa rök fyir því
hvers vegna jeppabifreiðar eru
ekki hæfar í umferðinni. Það er
vegna þess að framleiðendur
jeppabifreiða samþykkja ekki
breytingar á bifreiðum nema að
haft sé samráð við framleiðanda.
Jeppabifreiðar menga meira og
slíta ennfremur götum í ríkari
mæli.
Jafnvægi jeppabifreiða er minna
þegar þær hafa verið hækkaðar
upp þar af leiðandi ekki löglegir
lengur til aksturs, að mínu mati.
Stuðararnir er allt of háir miðað
við fólksbíla í umferðinni, eða í
höfuðhæð, sem er veikasti punktur
allra fólkbíla. Jeppabifreiðarnar
eru þyngri og gefa þyngra högg ef
þeir lenda í árekstri og slysin
verða þar af leiðandi alvarlegri.
Kannanir um öryggi breyttra
jeppabifreiða á Íslandi er ekki
hægt taka alvarlega, því að þeir
sem hafa staðið að þeim hafa átt
hagsmuna að gæta. Það sem kem-
ur frá Umferðarstofu um þessi
mál er ekki hægt að taka alvar-
lega því að það er hægt að skrá
fólksbifreiðar sem jeppa og svo öf-
ugt hjá Umferðarstofu. Eftirlitið
er ekkert.
Því er trúverðugleiki Umferð-
arstofu ekki mikill eða það sem frá
henni kemur.
Vinnubrögð
Umferðarstofu
Jón Stefánsson fjallar um
starfsemi Umferðarstofu
’Er hægt að sveigjalöggjafann til og frá
þannig að enginn tekur
ábyrgð?‘
Jón Stefánsson
Höfundur er leigubílstjóri.
Í UTANDAGSKRÁRUMRÆÐUM
um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
á Alþingi nýverið kom athyglis-
verður tvískinnungur nokkurra al-
þingismanna í ljós. Fyrirspurn var
til heilbrigðisráðherra um kostnað
þess að halda úti bráðaþjónustu
allan sólarhringinn alla daga vik-
unnar á HSS. Líflegar umræður
voru um stofnunina en einkum
vakti athygli mína ræða framsókn-
arþingkonunnar Jónínu Bjartmarz,
formanns heilbrigðisnefndar Al-
þingis. Sagði hún að eðlilegast
væri að skilgreina sveitarfélög eins
og Reykjanesbæ, Árborg og Akra-
nes sem hluta af bráðaþjón-
ustusvæði stóru spítalanna í
Reykjavík og hætta í kjölfarið að
halda úti bráðaþjónustu á heil-
brigðisstofnunum í þessum sveit-
arfélögum. Sagði hún að í kjölfar
mikilla samgöngubóta gætu sjúk-
lingar auðveldlega ekið þennan
stutta spotta til Reykjavíkur þegar
þörf væri á bráðaþjónustu sjúkra-
stofnana. Þykir mér þetta und-
arlegur málflutningur í ljósi þess
að á nýafstöðnu landsþingi Fram-
sóknarflokksins var samþykkt að
áfram skyldi hafa innanlandsflugið
í Reykjavík vegna þess mikla tíma
sem tæki að aka frá Keflavíkur-
flugvelli niður í miðbæ Reykjavík-
ur og þá sérstaklega í gegnum
þunga innanbæjarumferð á höf-
uðborgarsvæðinu þar sem sam-
göngumannvirki væru löngu
sprunginn. Það er sem sagt al-
gjörlega óhæft fyrir notendur inn-
anlandsflugsins að aka frá Keflavík
til Reykjavíkur til að sinna sínum
erindum en eðlilegt að leggja niður
bráðaþjónustu HSS í Reykjanesbæ
vegna þess stutta tíma sem tekur
að aka til Reykjavíkur. Tel ég að
svona tvískinnungur sé engum til
framdráttar og allra síst æðstu
ráðamönnum þjóðarinnar sem vilja
láta taka sig alvarlega.
VIKTOR B. KJARTANSSON,
formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjanesbæ.
Fúlt fyrir flug en fínt
fyrir fársjúka
Frá Viktori B. Kjartanssyni
EFTIR að hafa lesið grein þína
í lesbók Morgunblaðsins 19. mars
síðastliðinn, Beðið eftir Evu, varð
mér hugsað til þess hvort þú hefð-
ir sofnað meðan þú varst að bíða
eftir henni, gleymt að taka niður
sólgleraugun eða þá að hún hafi
kannski litið öðruvísi út en þú
hélst og þú ekki tekið
eftir henni. Það er
hvimleiður háttur
sumra blaðamanna að
komast að niðurstöðu
og leita síðan að rök-
um fyrir niðurstöð-
unni í stað þess að
leita sér upplýsinga
og þannig komast að
niðurstöðu sem getur
verið önnur og jafnvel
áhugaverðari en mað-
ur reiknaði með líkt
og maður leggur upp
í ferðalag með opnum
huga. Ástæðan fyrir þessum skrif-
um mínum er sú að kvikmyndafyr-
irtæki mitt og Lilju Pálmadóttur,
Sögn ehf., hefur framleitt þrjár
kvikmyndir frá því það var stofn-
að, eina eftir undirritaðan (Hafið),
hinar tvær eru eftir kvenleik-
stjóra, þær Sólveigu Anspach og
Silju Hauksdóttur. Þetta eru
myndirnar Stormviðri (2003) og
Dís (2004). Árni sér ekki ástæðu
til að minnast á þær, þó er þetta
helmingur af verkum kvenleik-
stjóra á því tímabili sem Árni
fjallar um. Um Dís þarf ekki að
deila, hún er eins íslensk og frek-
ast getur verið, handrit og leik-
stjórn eftir konur, upp úr bók um
konur, sem aftur er skrifuð af
konum. Stormviðri er eftir hina ís-
lenskættuðu Sólveigu
Anspach, dóttur
Högnu Sigurð-
ardóttur arkitekts, og
hlýtur hún þá að telj-
ast íslenskur lista-
maður líkt og Ólafur
Elíasson. Auk þess
var myndin tilnefnd
sem besta íslenska
kvikmyndin á Edd-
unni 2003. Myndin er
um íslenska konu
(sem Didda skáldkona
hlaut Edduna sem
besta leikkona í aðal-
hlutverki fyrir), nánar tiltekið frá
Vestmanneyjum og er að hluta til
á íslensku. Þrír af fjórum helstu
leikurum myndarinnar eru ís-
lenskir. Kvikmyndin var auk þess
styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands.
Myndin var síðan frumsýnd meðal
annars undir íslenskum fána í að-
aldagskrá kvikmyndahátíðarinnar
í Cannes. Hvernig getur okkar
helsti kvikmyndaskríbent og ný-
verðlaunaður blaðamaður litið
framhjá þessu? Berja sér síðan á
brjóst og standa með kvenfólki og
muna svo ekki eftir verkum þeirra
– eða sem maður vonar að sé ekki
tilfellið – líta framhjá þeim.
Það er svo athyglisvert að Árni
leggur ekki út af því að það er
kvenfólk sem stjórnar öllu því
fjármagni sem fer til íslenskrar
kvikmyndagerðar. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra, undir henni er svo
Laufey Guðjónsdóttir, for-
stöðumaður Kvikmyndastofnunar,
og af tveimur ráðgjöfum er annar
Valdís Óskarsdóttir. Auk þess sem
Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra fer með 12% endur-
greiðsluna. Og er þá Árni búinn
að setja pung undir helstu kven-
skörunga landsins eða eins og
hann spyr: „Eru einhver karl-
pungaviðhorf ríkjandi í styrkjaút-
hlutunum hérlendis?“ Það er að
sjálfsögðu umhugsunarefni hvað
sé hægt að gera ef Kristín Jó-
hannesdóttir hefur rétt fyrir sér
að hún fái ekki styrk af því að hún
er kona, og það í þessu umhverfi.
Þannig að ef karlmaður fær ekki
styrk hver er þá ástæðan? Ég er
hinsvegar sammála Árna Þór-
arinssyni um að það sé mikilvægt
að rödd kvenna hljómi skært á
sviði kvikmynda líkt og annarra
listgreina, en það hefst líka með
að veita verkum þeirra kvenna
sem eru að búa til kvikmyndir
verðskuldaða athygli í umfjöllun
af þessu tagi.
Með augun í pung
Baltasar Kormákur ritar opið
bréf til Árna Þórarinssonar ’Hvernig getur okkarhelsti kvikmynda-
skríbent og nýverð-
launaður blaðamaður
litið framhjá þessu?
Berja sér síðan á brjóst
og standa með kvenfólki
og muna svo ekki eftir
verkum þeirra …‘
Baltasar Kormákur
Höfundur er framleiðandi
kvennakvikmynda.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni