Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kjartan Ingi-marsson fæddist á Fossi í Hruna- mannahreppi í Ár- nessýslu 31. október 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 9. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Þorsteins- dóttir húsfreyja, f. 1884, d. 1967, og Ingimar Jónasson bóndi, f. 1893, d. 1984. Kjartan var yngstur fjögurra systkina, en þau eru Ketill, f. 1923, ókvæntur og barnlaus, Inga Jóna, f. 1924, gift Leifi Eiríkssyni, f. 1924, þeirra synir eru tveir, og Oddbjörg fædd 1927, gift Einari Hjartarsyni, f. 1926, d. 2000, þeirra synir eru tveir. Kjartan átti tvo hálfbræður, sammæðra, Guðlaug, f. 1912, d. 1992, kvæntur Sigríði Hinriks- dóttur, f. 1918, þau voru barnlaus, og Þorstein, f. 1914, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 1912, þeirra börn eru þrjú. Kjartan kvæntist 1967 Jóhönnu Al- bertsdóttur, f. 1939 í Bæ í Árneshreppi í Strandasýslu. Þau eignuðust eina dótt- ur, Ólöfu Ósk, f. 1974. Hennar sam- býlismaður er Jón Hans Ingason. Þau eiga eina dóttur, Ester Uglu, f. 2004. Kjartan ólst upp á Fossi í Hrunamannahreppi og síðar í Jötu í sömu sveit. Hann fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sín- um 1946 og hóf þá störf hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Þar starfaði hann þar til hann varð að hætta vegna veikinda 2002. Kjartan verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm, sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Kæri bróðir, góður Guð leiði þig og varðveiti á ókunnum leiðum. Við biðjum Guð að blessa og styrkja Jóhönnu, Ólöfu Ósk, Jón Hans og Ester Uglu. Inga Jóna Ingimarsdóttir. Hann Kjartan frændi, litli bróðir pabba, er allur. Vissulega kom það ekki á óvart þegar ég frétti að nú væru endalokin ekki langt undan. Mér finnst að við eigum öll að þakka fyrir að þessi síðasta orrusta skyldi ekki taka lengri tíma. Þegar hann hringdi í mig fyrir rúmum þremur árum og tjáði mér hvað amaði að sér datt mér ekki í hug að hann mundi fá að lifa góð þrjú ár. Kannski sýnir þetta hverju lífsviljinn og hugurinn geta áorkað. Kannski hefur hann fengið þennan eiginleika í arf því þegar Ingimar faðir Kjartans varð sjötugur var ort um hann ljóð af vini hans Kristni Jónssyni. Ein vísan er svona Ýmsir vaxtar meiri menn misstu tök á skafti. Þú hefur Marsi þraukað enn af þrjósku og viljakrafti. Möguleikar nútíma læknisfræði eiga þarna líka hlut að máli. Sá sem hér heldur á penna þykist tala af reynslu. Ég hef staðið báðum megin borðsins. Þó svo læknisfræðin sé ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk er ég sannfærður um að það er það besta sem við höf- um á hverjum tíma. Ég verð ævinlega þakklátur for- sjóninni fyrir að ég skyldi fá tæki- færi til að koma að sjúkrabeði Kjart- ans rétt áður en hann kvaddi þennan heim sem og að vera smá stund einn með honum þegar öllu var lokið. Það var einhver ólýsanleg ró yfir andlit- inu. Stríðinu var lokið. Það lá sálma- bók á náttborðinu, ég las fyrir okkur sálm nr. 99, sálm sem ég met mikils. Ég læt þessar hendingar fljóta með: Ævin líður árum með ei vér getum fyrir séð hvort vér önnur árslok sjáum. Að oss því í tíma gáum. Kjartan var 18 árum yngri en pabbi. Þeir voru hálfbræður, sam- mæðra. Ekki hefði manni dottið í hug fyrir nokkrum árum að hann ætti eftir að lifa litla bróður. Slíkt ferli vekur alltaf spurningar í minni sál en hitt er jafn ljóst að við þeim er ekki til neitt svar. Þær verða eins og lífsgátan. Manni er heldur ekki ætlað að svara þeim. Ingimar faðir Kjartans og pabbi voru frá fyrstu tíð miklir félagar. Þeirra samband var alla tíð hnökra- laust. Við systkinin kölluðum Ingi- mar alltaf afa. Þetta sýnir að tengsl kynslóðanna voru óaðfinnanleg. Ég hef alla tíð litið upp til þessa frænda míns og ég sakna hans sárt. Þó svo okkar samband hafi aldrei verið sérlega náið var það alltaf gott. Þegar ég var að alast upp á árunum kringum 1960 komu hörðu jólapakk- arnir frá Kjartani. Ég minnist þess líka að mamma hafði þann sið í mín- um uppvexti að bjóða honum í mat á gamlárskvöld. Þá var Kjartan líka ókvæntur. Það voru skemmtilegar stundir. Talsvert er til af myndum frá þessum tíma. Kjartan gaf sér góðan tíma til að finna sér konu. Hann var orðinn 35 ára þegar hann festi formlega ráð sitt en þá var líka valið gott. Hana Jóhönnu sína sótti Kjartan norður á Strandir. Hún stóð við hlið manns síns eins og klettur til hinstu stund- ar. Þau Kjartan og Jóhanna eignuð- ust eina dóttur, Ólöfu Ósk. Þar virt- ist eitthvað líkt með skyldum því hún var orðin þrítug þegar hún eignaðist litla sólargeislann í fjölskyldunni, hana Ester Uglu. Mér finnst eins og að allir séu innilega þakklátir fyrir að Kjartan skyldi ná því að verða afi áð- ur en yfir lauk. Alla vega var ég bú- inn að finna það á honum. Elsku Jóhanna. Vissulega syrgir þú góðan dreng. Við sem næst hon- um stóðum deilum þeirri sorg með þér. Í hugum allra okkar skilur hann eftir ljúfar minningar sem við eigum eftir að ylja okkur við. Hvíl þú í friði, frændi. Leifur Þorsteinsson. Svili minn og vinur, hann Kjartan Ingimarsson, er farinn frá okkur yfir móðuna miklu. Hann var búinn að berjast lengi hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm og lét aldrei neinn bilbug á sér finna. Söknuður vina hans er sár þótt andlát hans kæmi okkur ekki á óvart. Svo verður jafn- an þegar göfuglyndir menn og góðir drengir hverfa af sviði jarðlífsins. Kjartan var Sunnlendingur, ætt- aður úr Hrunamannahreppi. Stund- aði hann nám í Barnaskólanum á Flúðum. Þegar hann var á ferming- araldri fluttu foreldrar hans búferl- um til Reykjavíkur. Fór hann þá í Laugarnesskólann og lauk þar grunnskólaprófi. Hóf hann síðan fljótlega störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er var með bækistöð á Kirkjusandi í Reykjavík. Kjartan byrjaði þar sem sendill en vann þar síðar ýmis störf og líkaði honum svo vel við vinnuveit- andann að hann hafði enga löngun til að skipta um vinnustað. Húsbænd- urnir kunnu líka að meta störf hans og vottuðu honum virðingu sína og þökk með því að veita honum heið- ursskjöld fyrir dyggilega þjónustu hjá fyrirtækinu um hálfrar aldar skeið. Kjartan var fremur stór og glæsi- legur maður, andlitsfríður og vel vaxinn hvar sem á hann var litið. Hans innri maður var ekki síður vel gerður. Hann hafði agaða fram- komu, umhyggjusemi hans var ein- stök og trúmennska var honum í blóð borin. Allir sem kynntust honum fundu að þar fór valmenni sem hægt var að treysta. Í návist slíkra manna er gott að vera og þess höfum við hjónin notið í ríkum mæli á samleið okkar undangengna áratugi. Kynni okkar af Kjartani hófust fyrir 38 árum er hann kvæntist mág- konu minni Jóhönnu Albertsdóttur frá Bæ í Árneshreppi, systur Aðal- bjargar konu minnar. Fyrstu bú- skaparár sín bjuggu þau í Álfheim- um í Reykjavík, en fluttu fljótlega í stóra fjölbýlishúsið á Kleppsvegi 2. Nokkrum árum síðar keyptu þau rúmgóða hæð við Rauðalæk nr. 2 og áttu þar heima alla tíð síðan. Þau hjón höfðu bæði mikið yndi af músík og eignaðist Kjartan snemma vandaðan plötuspilara og gott plötu- safn með klassískri tónlist. Það var á því tímabili þegar þau Kjartan og Jóhanna bjuggu á Kleppsveginum fyrir um 30 árum sem þau gerðu fjölskyldu okkar stór- an og ógleymanlegan vinargreiða. Börnin okkar höfðu farið til fram- haldsnáms í Reykjaskóla jafnóðum og grunnskólanámi þeirra lauk í Heimavistarskólanum á Finnboga- stöðum. Haustið 1975 ætluðu tveir synir okkar hjóna þeir Óskar og Snorri að stunda nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Við bárum kvíðboga fyr- ir að senda fákunnandi og reynslu- lausa unglinga til höfuðborgarinnar, þar sem hættur lágu víða í leyni. En þá buðust þau Kjartan og Jóhanna til að taka bræðurna til sín og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði. Var þá þungu fargi af okkur létt því að við vissum að velferð bræðranna var borgið í höndum þeirra. Betri leiðbeinendur um frumskóg borgarlífsins var ekki hægt að hugsa sér, enda varð sú raunin á. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem við nutum greiðvikni Kjart- ans og Jóhönnu í ríkum mæli því að veturinn áður hafði Björn elsti sonur okkar átt athvarf hjá þeim á sama hátt sem hann var þakklátur fyrir. Og loks hlýt ég að nefna það dreng- skaparbragð sem Kjartan sýndi okk- ur er hann bauðst til að hjálpa mér að mála íbúð mína að Bogahlíð 12, meðan við hjón vorum enn búsett norður á Ströndum og áttum því óhægt um vik til slíkra hluta. Kjartan naut þess vel að ferðast um landið og stunduðu þau hjón mik- ið bæði skíða- og gönguferðir. Það lýsir vel umhyggjusemi Kjartans að þegar börn okkar hjóna komu norð- an af Ströndum til Reykjavíkur bauð hann þeim oft með sér upp í Bláfjöll á skíði og þeim sið hélt hann reyndar áfram eftir að við fluttum suður. Árið 1974 eignuðust þau Kjartan og Jóhanna dóttur, Ólöfu Ósk, sem var foreldrum sínum mikill gleði- gjafi. Nú í rás tímans stofnaði Ólöf Ósk nýlega heimili og hefur sam- býlismaður hennar, Jón Hans Inga- son, reynst tengdaforeldrum sínum framúrskarandi vel, en Ester Ugla, dóttir þeirra Ólafar, kom inn í síð- ustu lífdaga afa síns eins og óvæntur sólargeisli og létti honum lífið á erf- iðum stundum. Nú við vistaskiptin þegar lífsstríð- inu er lokið og þjáningarnar á enda er ljúft að hugsa sér að vinur okkar sé staddur í þeim Bláfjallageimi með skíðin sín þar sem fegurðin ríkir ein. Við hjónin erum innilega þakklát fyrir allt það sem Kjartan og Jó- hanna hafa gert fyrir okkur því að það hefur verið okkur ómetanleg gæfa að eiga þau að vinum. Guð blessi minningu Kjartans Ingimarssonar og styrki ekkju hans og ástvini í sorg þeirra. Torfi Guðbrandsson. Í dag verður borinn til grafar vin- ur okkar Kjartan Ingimarsson. Kynni okkar Kjartans hófust þeg- ar hann kom með Jóhönnu frænku norður í Árneshrepp 1967, en þá var ég níu ára og féll ég eins og aðrir fyr- ir hans þægilega viðmóti sem fylgdi honum hvert sem hann fór. Hann var mikið náttúrubarn og naut þess að ganga á fjöll og var eft- irsóknarvert að vera honum sam- ferða og njóta náttúrunnar með hon- um. Við Gógó vorum þess aðnjótandi að verða þeim Kjartani og Jóhönnu samferða í nokkrum eftirminnileg- um gönguferðum þar sem Kjartan var í essinu sínu og var þægilegasti ferðafélagi sem ég hef haft, og ekki spillti fyrir að að hafa Jóhönnu frænku með í för því hún sá jafnan fyrir góðu nesti og veislu þegar kom- ið var af fjalli. Heimili þeirra Kjartans og Jó- hönnu varð okkar annað heimili þeg- ar við bræður fórum til Reykjavíkur og þau sýndu okkur það helsta sem borgin hafði uppá að bjóða. Veturinn 1975–76 dvaldi ég ásamt Snorra bróður á heimili þeirra að Kleppsvegi 2 og var vel séð fyrir okk- ur að öllu leyti. Kjartan dreif okkur gjarnan með í laugarnar og kenndi okkur að njóta heitu pottanna sem sem hann stundaði reglulega í fjölda ára. Kjartan sýndi tengdaföður sínum Albert Valgeirssyni (afa mínum) mikla vináttu og stytti honum stund- ir með heimsóknum og ekki síst að hjálpa honum að komast á milli staða, en afi var bundinn við hjólastól og voru nokkrar ferðirnar sem Kjartan hélt á afa við annan mann upp á fjórðu hæð í Álfheimum þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Kjartan hafði gaman af að vera með fjölskyldunni og ferðaðist mikið innanlands og naut þess að vera í tjaldi úti í náttúrunni og oftar en ekki fjarri aðal skarkalanum, þar sem hann þrengdi ekki að neinum og náttúran naut sín best. Skíðin voru oft tekin fram þegar veður var gott og brunað upp í Blá- fjöll eða nálæg svæði og teknar nokkrar ferðir með skíðalyftunum og gjarnan gaf hann sér tíma til að líta yfir fjallahringinn áður en brunað var niður aftur. Ekki var óalgengt að hann byði einhverjum að koma með í þessar ferðir ef laust pláss var í bílnum og var það vel þegið, en ekki var um- hugsunartíminn langur því þegar Kjartani datt í hug að fara, þá var hann að fara. Þegar við Gógó stofnuðum okkar heimili í Reykjavík var mikill sam- gangur á milli þar sem Jóhanna passaði elstu dóttur okkar Svandísi, sem er tveimum árum yngri en Ólöf Ósk, og var okkur gjarnan boðið með í sumarbústaðaferðir sem eru okkur minnisstæðar, ekki síst fyrir þá góðu nærveru sem Kjartan hafði hvar sem hann fór. Kjartan hafði ekki lokið sínum síð- asta starfsdegi þegar hann fór að kenna óþæginda fyrir brjósti og fljótt kom í ljós að um alvarlegan sjúkdóm var að ræða sem hann tókst á við af æðruleysi og baráttuvilja til að geta fylgt sínum lengur, en á þessum tíma eignaðist hann sitt fyrsta barnabarn, Ester Uglu, sem hann átti góðar stundir með þegar heilsa hans leyfði en hún var mjög hrifin af afa sínum eins og ég sá þeg- ar hann dreif mig í heimsókn til litlu frænku þegar ég leit inn til hans nú í janúar. Að leiðarlokum þökkum við Gógó og fjölskyldan fyrir samfylgdina sem skilur eftir góðar minningar og biðj- um honum guðsblessunar í nýjum heimkynnum. Innilegar samúðarkveðjur til þín, elsku Jóhanna. Ólöf Ósk, Jón og Est- er Ugla, megi minningin um góðan ástvin sefa sárasta söknuðinn. Óskar Torfason. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Þessar ljóðlínur Vilhj. Vilhj. komu upp í huga minn þegar mér barst frétt um andlát þitt, kæri vinur. Og víst er að dimmt er það sorgarský sem ástvinir þínir standa nú frammi fyrir er við kveðjum þig í dag okkar hinstu kveðju. Á slíkum stundum er gott að geta horft til baka og séð fyr- ir sér þá björtu og sólríku daga sem við áttum með þér, leitað í sjóð minn- inganna, þar sem m.a. útivera, úti- legur, fjallgöngur og að njóta náttúr- unnar voru stór þáttur í lífs- mynstrinu, og fáa veit ég um sem þekktu betur umhverfi sitt en þú. En í þínum rannsóknarleiðöngrum um fjöll og firnindi fannstu líka þína „kósý“ staði sem þú hélst svo mikið upp á. Einn af þessum stöðum er ef- laust heiti lækurinn í Henglinum þar sem þið Birgir félagi þinn voruð fyrstir manna að nýta sér orkuna sem þetta svæði býr yfir með reglu- legum baðferðum í heita lækinn. Núna þrjátíu árum síðar er kyrrðin rofin á þessum slóðum og hafin er bygging á gufuaflsvirkjun. Mér er minnisstætt er við Óskar vorum staddir á Snæfellsnesi að hefja okkar sumarfrí með nýju tjaldvagnana okkar og lentum í hávaðaroki svo ekki var viðlit að tjalda, og hvað gera bræður þá? Hringjum í Kjartan, er svarið við svona vandræðum, hann veit hvar best er að vera þegar hann blæs af þessari áttinni. Og ekki stóð á svari þínu og góðum ráðum frekar en fyrri daginn. Farið þið bara á Þingvöll, þar hafið þið skjól. Og með þessar upplýsingar var brunað á Þingvöll og gist þar næstu fimm nætur í þessu líka fína veðri. Og þið Jóhanna komuð í heim- sókn til að upplýsa okkur og njóta Þingvalla með okkur. Þannig var það með margt sem ég var að upplifa í fyrsta skipti á ævinni að þú komst þar oft nærri, t.d. bíóferð á spaghettívestra, skíðaferð á alvöru skíðasvæði o.fl. Veturinn 1975–76 dvöldum við Óskar bróðir í skjóli ykkar Jóhönnu á Kleppsvegi 2 og nutum við þess vel enda sjaldan verið stjanað annað eins við okkur, hvorki fyrr né síðar. Litli sólargeislinn ykk- ar, Ólöf Ósk, þá á öðru ári, lífgaði upp á tilveruna með glaðværð sinni og skemmtilegheitum. Nú 30 árum síð- ar fékkstu svo annan sólargeisla sendan inn í líf þitt þar sem er afa- stelpan Ester Ugla sem veitti þér mikla gleði á erfiðum tímum. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, Kjartan, fyrir allar þær góðu stundir sem þú gafst okkur með umhyggju- semi þinni og drengskap. Elsku Jó- hanna, Ólöf Ósk, Jón og Ester Ugla litla. Við Inga Dóra sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að vera með ykkur. Snorri Torfason. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þessi orð minna okkur á hverf- ulleika lífsins og þann stutta tíma, sem mannsævin er. Eftir því sem ár- unum fjölgar verða samferðamenn- irnir fleiri, sem berast burt með tím- ans straumi. Þegar góður vinur allt frá æskuár- um kveður, þá leitar hugurinn ósjálf- rátt til fjölmargra gleðistunda og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Mér er því ljúft og skylt að minnast með nokkrum orðum Kjartans Ingi- marssonar, sem lést 9. mars sl. Nokkur minningarbrot verða því rifjuð upp. Fyrst kemur í hugann þakklæti fyrir einstaka vináttu og órofa tryggð frá unglingsárum. Þá vorum við rétt komnir inn fyrir þröskuld lífsins, framtíðin blasti við og óralangt til sólarlags. Eitt vinsælasta leiksvæðið að vetr- arlagi á þeim tíma var tjörnin í Vatnagörðum þar sem nú er athafna- svæði Eimskips (við Sundahöfn). Þar var skautaíþróttin stunduð af kappi, enda stutt að fara fyrir börn og ung- linga í Kleppsholtinu. Laugardalurinn var þá öllum op- inn, hvorki Laugardalsvöllur né Laugardalshöll – en staðurinn eigi að síður afar vinsæll til knattspyrnuiðk- unar að sumarlagi, þótt aðstæður þeirra tíma þættu heldur frumstæð- ar í dag, óslétt tún með girðingum og skurðum á alla vegu. Dvöl í sumarbúðum K.F.U.M. í Vatnaskógi styrkti og vináttuböndin þar sem við nutum handleiðslu sr. Friðriks Friðrikssonar og annarra mætra manna. Kjartan var alla tíð góður skíða- maður og þótt aðstaðan væri ólík því sem nú er létum við það lítt á okkur fá. Strætisvagn tókum við á Lækj- artorgi upp í Lækjarbotna, þegar snjór var nægur, annars lá leiðin í Hveradali eða á Kolviðarhól og síðar í Jósepsdal. Þótt samverustundum fækkaði um skeið fjölgaði þeim aftur síðar á KJARTAN INGIMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.