Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VALFRELSI, UPPLÝSINGAR OG ÁHRIF Í GARÐABÆ Merkilegt starf hefur veriðunnið í bæjarmálum í Garða-bæ á þessu kjörtímabili und- ir forystu Ásdísar Höllu Bragadóttur bæjarstjóra. Bæjaryfirvöld virðast vinna út frá þeirri forsendu, að bæj- arbúar séu upplýstir og áhugasamir borgarar, sem séu fyllilega færir um að velja á milli kosta, sem þeim bjóð- ast í opinberri þjónustu, eigi rétt á upplýsingum um stöðu mála hjá bæj- arfélaginu og eigin samskipti við það og eigi að hafa tækifæri til áhrifa á ákvarðanir bæjaryfirvalda um t.d. skipulagsmál. Frumkvæði Garðbæinga í skóla- málum hefur vakið athygli. Foreldr- ar í Garðabæ hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Þeir geta valið einhvern af þremur skólum, sem bærinn rekur, einkaskóla Hjalla- stefnunnar í Garðabæ – án þess að greiða skólagjöld – eða þá einkaskóla utan bæjarmarkanna. Garðabær greiðir raunar hærra framlag með nemendum, sem sækja einkaskóla í öðru sveitarfélagi, en flest önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hefur verið horfið frá þeirri stefnu að bæjaryfirvöld velji skóla fyrir fólk – því er treyst til að gera það sjálft, á grundvelli upplýsinga um starf og stefnu skólanna. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur haft allvíðtækt samráð við íbúana um ýmis skipulagsmál. Þannig var haustið 2002 efnt til íbúaþings um það hvert Garðbæingar vildu stefna varðandi skipulag byggðar og sam- félags og var það í fyrsta sinn sem íbúaþing var haldið gagngert til leið- beiningar við gerð aðalskipulags fyr- ir íslenzkt sveitarfélag. Samráð hef- ur verið haft við íbúana um byggingu hins nýja Sjálandsskóla; foreldrum, félagasamtökum og stofnunum var boðið að taka þátt í hugmyndavinnu um áherzlur nýs skóla, sem hafði síð- an áhrif á hönnun skólabyggingar- innar sjálfrar. Fyrirtækið Alta var fengið til að vinna með nemendum í öðrum grunnskólum bæjarins til að fá fram þeirra hugmyndir um nýjan skóla. Auk þessa má nefna opna samráðs- fundi um deiliskipulag Urriðaholts og mótun menningarstefnu Garða- bæjar. Fyrr í vikunni opnaði Garðabær svo nýjan vef, sem bæjaryfirvöld segja marka tímamót í rafrænni stjórnsýslu. Óhætt er að taka undir það, því að á vefnum er ekki ein- göngu upplýsingum miðlað frá bæj- arstjórninni til íbúanna, meðal ann- ars um fjárhagsleg samskipti þeirra við bæjarfélagið, heldur er beinlínis gert ráð fyrir að upplýsingastreymið sé líka í hina áttina og íbúar geti not- að vefinn til að koma skoðunum sín- um og viðhorfum á framfæri við bæj- aryfirvöld, taka þátt í umræðum, gera athugasemdir við skipulagstil- lögur o.s.frv. „Við erum að sýna bæj- arbúum að okkur langar að vinna með þeim. Við trúum að þeir hafi margt fram að færa til þess að við getum bætt þjónustuna og eflt stjórnsýsluna og lítum á Minn Garða- bæ sem tækifæri fyrir íbúana til þess að láta vita hvaða væntingar og hug- myndir þeir hafa um samfélagið,“ sagði Ásdís Halla Bragadóttir í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Það virðist lykilatriði í stefnu bæj- aryfirvalda í Garðabæ að íbúum sé treyst – til að velja sjálfir, til að hafa skoðanir, til að hafa áhrif á stjórn bæjarfélagsins oftar en á fjögurra ára fresti. Það starf, sem unnið hefur verið í Garðabæ, getur orðið öðrum sveitarfélögum góð fyrirmynd. GAGNKVÆMT TILFINNINGAMÁL Wang Xin Shi, sendiherra Kína áÍslandi, gagnrýndi heimsókn íslenzkra þingmanna til Taívan í við- tali í Morgunblaðinu í gær. Sendi- herrann sagði heimsóknina vekja furðu hjá kínverskum stjórnvöldum, að þau skildu hana ekki, væru á móti henni, vildu ekki að hún yrði end- urtekin og fylgdust grannt með henni. „Okkur mislíkar því heimsóknin til Taívans, nú þegar tvíhliða samskipti ríkjanna eru góð og án árekstra. Við vonum að þessi heimsókn muni ekki hafa áhrif á samskiptin og breyta þeim. Grundvallaratriðið um Eitt Kína er sá grunnur sem byggt var á þegar við tókum upp stjórnmálasam- band við Ísland,“ segir Wang í viðtal- inu. „Við teljum að spurningin um fullveldi og einingu Kína sé grund- vallaratriði og enginn megi hunsa þessar forsendur. Og Taívan-málið snertir mjög tilfinningar allra þeirra 1,3 milljarða manna sem búa í Kína.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kín- versk stjórnvöld reyna að segja Ís- lendingum fyrir verkum hvað varðar samskipti við Taívan. Fulltrúar stjórnarinnar í Peking verða að skilja að slík afskipti koma líka illa við til- finningar þeirra tæplega 300.000 manna sem búa á Íslandi. Stjórnvöld í grónu lýðræðisríki láta engan banna sér að eiga samskipti við lýðræð- islega kjörin stjórnvöld í öðru landi. Árið 2000 kaus almenningur á Taívan til forseta frambjóðanda, sem hafði sjálfstæði eyjarinnar á stefnu- skrá sinni, þrátt fyrir hótanir Kín- verja um ofbeldi ef slíkt gengi eftir. Það blasir við að hinar friðsamlegu leiðir, sem Wang sendiherra nefnir í viðtalinu, eru miklu líklegri til að leiða til sameiningar Kína og Taívans en hótanir um ofbeldi. Samskipti og samgangur Taívans og meginlandsins eru nú þegar mikil, viðskipti blómleg og kaupsýslumenn frá Taívan um- svifamiklir fjárfestar á meginlandinu. En ein forsenda þess að til samein- ingar Kína og Taívan geti komið er að því lýðræðiskerfi, sem Taívanar hafa komið á, verði ekki ógnað. Íslendingar vilja hafa sem mest og bezt samskipti við stjórnvöld í Pek- ing. Samskipti Íslands og Kína hafa verið ánægjuleg áratugum saman og viðskipti landanna fara sífellt vax- andi. En auðvitað áskilja íslenzk stjórnvöld sér rétt til að gagnrýna það, sem miður fer í Kína, t.d. í mannréttindamálum. Og Íslendingar munu vonandi alltaf standa með fólki sem hótað er með ofbeldi þegar það berst fyrir rétti sínum til frelsis. Slík barátta vekur miklar tilfinningar hjá Íslendingum. INNAN SKAMMS mun Vega- gerðin á Ísafirði senda umhverf- ismatsskýrslu til Skipulagsstofn- unar til umsagnar. Þessi skýrsla fjallar um endurgerð vegar númer 60 á sunn- anverðum Vest- fjörðum, frá Bjarka- lundi í Reykhólasveit að Eyri í Kollafirði. Inni í þessu er þverun allt að þriggja fjarða, Þorskafjarðar, Djúpa- fjarðar og Gufu- fjarðar. Ef af öllum þessum fram- kvæmdum verður mun vegurinn styttast um rúma 20 km. Þessi framkvæmd mun kosta allt að 3180 milljónir króna. Áfangar og leiðir Framkvæmdinni er skipt í þrjá áfanga: Áfangi 1 er þverun Þorska- fjarðar frá Bjarkalundi að Þór- isstöðum í Þorskafirði, og kostar um 1000 milljónir. Áfangi 2 er leiðin frá Þórisstöðum að Kraká á Skála- nesi. Áfangi 3 er leiðin frá Kraká að Eyri í Kollafirði, en hún kostar um 490 milljónir króna. Áfanga 2 er skipt í þrjár leiðir, leiðir B, C og D, og er kostnaðarmat Vegagerð- arinnar 1690 milljónir fyrir leið B, 1220 milljónir fyrir leið C og 1133 milljónir fyrir leið D. Áfangi 1, þverun Þorskafjarðar mun stytta veginn um 9,5 km, en er ekki á áætlun Vegagerðarinnar að svo stöddu vegna kostnaðar (1000 milljónir). Áfangi 3, leiðin frá Kraká að Eyri styttir veginn ekki mikið og um hann er ekki ágreiningur sem ég hef heyrt af, frekar en áfanga 1. Áfanga 2, endurbótum á leiðinni frá Þórisstöðum að Kraká, er skipt í þrjár leiðir: Leið B liggur frá Þór- isstöðum í vestanverðan Þorska- fjörð, um land Grafar, Teigsskógar og Hallsteinsness, yfir Djúpafjörð utanverðan, um enda Gróness, yfir Gufufjörð utanverðan og að Kraká á Skálanesi. Leið C liggur yfir Hjalla- háls (frá Þorskafirði yfir í Djúpa- fjörð), eins og núverandi vegur (með endurbótum að vestanverðu), og síðan út Grónes við vestanverðan Djúpafjörð og þaðan yfir Gufufjörð eins og leið B. Leið D fylgir núverandi vegi yfir Hjallaháls (með sömu endurbótum og leið C), fer um Ódrjúgsháls (milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar) með verulegum end- urbótum þar og þaðan með nýjum vegi yfir Gufufjörð innanverðan og út að Kraká á Skálanesi. Leið B Það er fyrst og fremst ofangreind leið B sem ég hef verulegar áhyggj- ur af og mun beita mér gegn svo lengi sem kostur er. Þessi leið mun valda svo miklum umhverf- isspjöllum og rýra svo landgæði í vestanverðum Þorskafirði að það er ekki verjandi að mínu mati. Enda taldi Vegagerðin í tillögum að drög- um að umhverfismatsskýrslu fyrir þessar vegaframkvæmdir að þessi leið væri „ekki talin raunhæfur kostur“, og er vísað til þess að „rjúfa þurfi líklega stærsta sam- fellda birkiskóg á Vestfjörðum“. Auk þess fer „meginhluti leið- arinnar um verndarsvæði,“ segir Vegagerðin í ofangreindri skýrslu. Jafnframt taldi Vegagerðin að Hjallaháls væri enginn farartálmi og góður vegur nema að hluta til að vestanverðu, þar sem þyrfti að laga veginn nokkuð vegna snjóalaga. En vegna þrýstings frá ákveðnum aðilum í Vesturbyggð var ákveðið að láta fara fram um- hverfismat á leið B eins og á leiðum C og D, og er það tíundað í drögum að umhverfismati. Það er auðvitað ágætt að umhverfismat fari fram á leið B, en ég er þó hræddur um að hver sem niðurstaða umhverfismats verður og hverjar sem skoðanir Vegagerðarinnar eru muni ur þrýstingur e.t.v. ráða me miður. Leið B snýst fyrst og fre Hjallaháls. Hún mun nefnil sneiða fram hjá honum. Ve yfir Hjallaháls er þó tiltölu aðeins um 20 ára gamall, og ekki verið neinn farartálmi arlagi, nema á kafla á vesta hálsinum. Það er líka skoðu gerðarinnar á Vestfjörðum margoft hefur komið fram skýrslum frá henni og á fun með henni og héraðsbúum eigendum um þessi mál. Ve in mun líka (í leiðum C og D kaflann að vestanverðu. Hj verður því ekki vandamál. Þ hins vegar Klettsháls, milli fjarðar og Skálmarfjarðar, megin farartálminn á sunn anverðum Vestfjörðum að v arlagi, þrátt fyrir nýlegar v ur, en á hálsinum er mikið v Lítum nú aðeins á hverju að með leið B. Vestanverðu Þorskafjörður er á Náttúru skrá, vegna sérstæðs lands Hlíðin er vaxin birkiskógi o við hér og þar. Þetta er nef Teigsskógur, og er talinn s samfelldi skógur á sunnanv Vestfjörðum. Vegurinn mu gegnum hann endilangan. H tiltölulega brött og mjó þan vegurinn mun hafa veruleg skóginn. Vegurinn mun gjö eyðileggja Grafarland, hafa lega eyðileggingu í för með landi Teigsskógar (sem er n an við Gröf) og skera sundu steinsneshlíð. Hann mun ei eyðileggja æðarvarp á Hall nesi og fara afar nærri arna og eyðileggja það að öllum indum. Vegurinn mun einn yfir fjörur á Hallsteinsnesi Grónesi, sem eru verndaða raunar á ábyrgð og undir v Vestfjarðavegur 60 – er slys í uppsiglingu? Eftir Gunnlaug Pétursson ’Það verða hrapamistök, ef leið B v ofan á.‘ Gunnlaugur Pétursson Við fengum staðfestingu á því aðhjálpin sem við sendum sam-dægurs og daginn eftir flóðinnýttist samstarfsaðilum okkar mjög vel og skipti sköpum fyrir mörg þús- und manns. Nú þegar neyðarhjálp er að verða lokið er mikil uppbygging framund- an, að hjálpa fólki við að koma undir sig fótunum á ný og það er langtímahjálp sem ljóst er að standa mun að minnsta kosti út næsta ár,“ segir Jónas Þ. Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Hann er nýlega kominn frá flóðasvæð- unum á Indlandi og Sri Lanka en með í för var Anna M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi H.k. Kynntu þau sér ástandið og hvernig gengið hefur hjá samstarfsaðilum Hjálp- arstarfsins að koma íbúum til hjálpar. Hjálparstarf kirkjunnar sendi strax daginn eftir flóðin fjórar milljónir króna til samstarfsaðilanna á Indlandi, Social Act- ion Movement og United Christian Church of India, en þau starf einkum meðal hinna lægst settu og stéttlausu. Alls hefur Hjálp- arstarfið yfir 20 til 25 milljónum króna að ráða til verkefna í kjölfar flóðanna, þ.e.15% hlutdeild í stóru söfnuninni sem fram fór hér á landi, fimm milljóna króna framlags frá ríkinu og fjórar milljónir úr neyðarsjóði H.k. Jónas segir að það hafi verið ánægjulegt að sjá hvernig neyðarhjálpin komst strax í gang enda hafi hann samdægurs sagt sam- starfsaðilum sínum að Hjálparstarfið myndi senda ákveðna upphæð til neyð- arhjálpar og því hafi þeir getað sett verk- efni af stað. Nú þegar vitað er hversu mik- ið fé sé til ráðstöfunar sé hægt að fara af krafti í uppbyggingu. „Hún snýst ekki síst um það að útvega fiskimönnum net sín svo þeir geti hafið veiðar að nýju, við höfum lagt fjármagn í að endurnýja skóla og við þurfum að aðstoða fólk á strandsvæðum Sri Lanka sem missti vinnu sína við fisk- sölu þar sem veiðar hafa ekki komist í gang á ný,“ segir Jónas. Rótgróin stéttaskiptingin kemur einnig fram í hjá hátt settar lægri stétt fengið hjál ur því ekk lausu og beinist að þ ið og síðan Uppbygging að taka við af neyðarhjálp a Verður hátt í tv Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjun litlar eða engar bætur frá stjórnvöldum. Samstarfsaðili H hafa bannað dalítum að veiða í sjónum. Á myndinni til hæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.