Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g tefldi þónokkuð sem strákur, keppti á nokkrum grunn- skólamótum fyrir Hólabrekkuskóla. Við erum ekkert að tala um glæst- an skákferil, held að hátindinum hafi verið náð þegar ég lenti eitt sinn í því að tefla við Hannes Hlíf- ar Stefánsson stórmeistara á ein- hverju skólamótinu. Óþarfi er að taka fram að ég tap- aði skákinni. Ég nefni þetta hér í upphafi til að sýna fram á að ég er alls ekki ókunnugur eða fjandsamlegur skáklistinni. En þrátt fyrir áhuga minn á skákinni hef ég átt erfitt með að botna í því hversu mikið kapp Íslendingar hafa lagt á að blanda sér í mál Bobbys Fischer, fyrrverandi heimsmeist- ara í skák. Þeim sem fylgjast með íslenskum stjórnmálum ætti að vera kunnugt um að það gerist ekki oft að þingmenn stjórn- ar og stjórnarandstöðu á Alþingi Íslendinga greiði atkvæði á sama hátt í stórum málum. En á mánu- dag gerðist það að næstum allur þingheimur var sammála um að samþykkja að Bobby Fischer skyldi veittur íslenskur ríkisborg- araréttur. Þetta er sannarlega stór- merkilegt, ekki síst í ljósi þess hversu treg íslensk stjórnvöld hafa verið við að veita erlendu flótta- fólki pólitískt hæli hér á landi, svo dæmi sé tekið. Afar fáir hafa orðið til að lýsa efasemdum um inngrip Íslendinga í mál Fischers. Svo virðist sem menn álíti það lítt fallið til vinsælda að malda í móinn. Efasemdasjón- armiðin hafa því legið í láginni, þó hef ég á tilfinningunni að margir Íslendingar séu undir niðri á báð- um áttum. Ber að hafa í huga í því sambandi að afar margir Íslend- ingar eru fæddir eftir 1972, það hafa því ekki allir þá tilfinn- ingalegu tengingu við Fischer og heimsmeistaraeinvígið í skák sem haldið var hér á landi 1972. En efasemdasjónarmiðin liggja í þagnargildi, þjóðarsálin sem slík er stolt af því að storka stórveldinu í vestri í þessu máli. Ég get fyrir mitt leyti verið sam- mála því að menn eigi að standa með vinum sínum. En kemur Fischer til með að vera okkur þakklátur þegar fram í sækir? Eig- um við kannski eftir að lenda í bölvuðum vandræðum vegna þessa máls, annars vegar í tengslum við samskipti okkar við Bandaríkin og hins vegar vegna tilhneigingar Fischers til að fá menn og þjóðir upp á móti sér með grófum yfirlýsingum? Sjaldan launar kálfur ofeldið, segir máltækið. Við skulum vona að Fischer verði ekki til vandræða hér á Íslandi. En hafa menn raun- verulega hugsað það til enda, hverju Fischer muni taka upp á ef hann flytur hingað til Íslands? Er hann slíkur aufúsugestur hér á landi, að rétt sé að slá striki yfir allt það sem hann hefur sagt og gert til þessa? Mér finnst ástæða til að spyrja þessarar spurningar. Það kann að vera að sú meðferð sem Fischer hefur hlotið í Japan undanfarið ár sé gagnrýni verð og að ástæðu- laust sé fyrir bandarísk stjórnvöld að leggja slíkt ofurkapp á að lög- sækja þennan gallaða snilling. Engu að síður ber að halda til haga þeim sjónarmiðum sem Fischer hefur lýst á undanförnum árum. Menn hafa viljað gera lítið úr ummælum hans, segja þau til marks um að hann gangi ekki heill til skógar. Við verðum samt að vita út í hvað við erum að fara. Egill Helgason ræddi við Fisch- er í þætti sínum, Silfri Egils, í jan- úar 2002. Þetta var skrautlegt samtal í meira lagi. Sæmundur Pálsson var í „settinu“ með Agli, fram kom að langt væri um liðið síðan þeir Fischer hittust síðast. Sæmundur hafði heimsótt skák- meistarann einhvern tímann á átt- unda áratugnum. „Já, þú komst að heimsækja helvítis Bandaríkin og varðst fyrir árás nánast um leið,“ sagði Fischer af þessu tilefni. Egill spurði Fischer að því hvort eitthvað væri til í sögusögnum þess efnis að hann tefldi oft nafn- laust á Netinu. „Það er kjaftæði,“ svaraði Fischer nokkuð æstur. „Það eru lygar sem gyðingar standa fyrir, þeir vilja villa um fyr- ir fólki vegna allra glæpanna sem þeir hafa unnið gegn mér.“ Fischer fór því næst að útskýra hvers vegna hann tefldi ekki leng- ur hina hefðbundnu skák. Sagði úrslit í helstu stórmótum núorðið ákveðin fyrir fram. Hann kallaði Garrí Kasparov svindlara og lyg- ara, sagði að búið hefði verið að ákveða fyrir fram alla leiki í skák- um Kasparovs við Anatoly Karpov 1984–1985, úrslitin hefðu verið í samræmi við fyrir fram ákveðna niðurstöðu. Sagði Fischer að hann hefði ætl- að að skrifa bók um þessa svika- myllu Kasparovs „en helvítis gyð- ingarnir stálu öllum nótunum sem ég hafði útbúið“. Og formælingunum var alls ekki lokið. „Bandaríkjunum er stjórnað af gyðingunum. Það er skítugt, rotið og ómögulegt land á allan hátt og hefur alltaf verið þannig [e. filthy, dirty, rotten country in every way]. Og þið Íslendingar ættuð að slíta stjórnmálatengsl við Bandaríkin nú þegar. Ef þeir neita að rýma sendiráð sitt þá ættuð þið að loka því með valdi. Og þið ættuð að loka herstöðinni í Keflavík, losið ykkur við helvítis Bandaríkja- mennina í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi ummæli Fischers og önn- ur benda til að maðurinn sé gyð- ingahatari, hatur hans á ættjörð sinni, Bandaríkjunum, er síðan sérkapítuli út af fyrir sig; sann- arlega eru skoðanir hans á árás- unum 11. september 2001 óverj- andi. Það er svo sem erfitt að setja sig upp á móti því að Bobby Fischer sé rétt hjálparhönd – en ég held að út af fyrir sig séu margir menn verð- ugri þess að hljóta íslenskan rík- isborgararétt; hvað sem líður þeirri staðreynd að Fischer „kom Íslandi á kortið“ með sigri sínum yfir Borís Spasskí í heimsmeist- araeinvíginu hér á landi 1972. Fischer og Ísland Það er svo sem erfitt að setja sig upp á móti því að Bobby Fischer sé rétt hjálp- arhönd – en ég held að út af fyrir sig séu margir menn verðugri þess að hljóta ís- lenskan ríkisborgararétt […] VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is MEÐ þeirri ákvörðun flugmála- yfirvalda að endurgera og stækka Reykjavíkurflugvöll var verið að ákveða að búa til mannvirki sem brýtur margar af þeim öryggis- kröfum sem til slíkra mannvirkja eru gerðar. Alþjóðaflugvöllurinn í Vatnsmýrinni uppfyllir ekki örygg- iskröfur Alþjóðaflugmálastofnunar- innar. Vatnsmýrin of lítil fyrir alþjóðlegan flugvöll Byggð er of nálæg norðurenda norður/ suður (NS) brautar og stendur upp úr að- flugsfleti hennar, þ.e. Þingholtin, og turn Fríkirkjunnar skagar upp úr ákveðnum fleti sem á að vera hindr- unarlaus. Þá eru Hótel Loftleiðir og flugturn- inn of nálægt braut- inni. Þessar byggingar standa upp úr öryggisfleti braut- arinnar sem á að vera hindr- unarlaus. Á hinu 300 metra breiða öryggissvæði NS-brautarinnar, sem samkvæmt öllum stöðlum, reglum og kröfum á að vera hindrunarlaust, hefur árum saman staðið stórt flug- skýli. Öryggissvæðin á AV braut eru á stórum svæðum ekki nægj- anlega breið. Húsin í Skerjafirði standa of nálægt og brautin er að- eins 1.500 m löng svo að ekki má nota hana, hvorki fyrir blindflug né breiðþotur. Ef nota á flugbrautir til blindflugslendinga eiga þær með ör- yggissvæðum að vera 300 m breiðar og farþegaþotur í millilandaflugi þurfa a.m.k. 1.800 m langar brautir. Öskjuhlíðin stendur upp úr inn- flugsfleti AV-brautarinnar og við hinn endann er Suðurgatan of ná- lægt. Þá vantar innflugsljós við alla brautarenda. Ef koma ætti fyrir innflugsljósum þyrftu þau að vera í Hljómskálagarðinum og út frá brautarendum úti í Skerjafirði. Staðreyndin er sú að Vatnsmýrin er of lítil fyrir alþjóðlegan flugvöll. Það að reyna að troða alþjóðlegum flugvelli í Vatnsmýrina er eins og ætla að troða mér í fermingarfötin mín. Niðurstaðan er sú sama, ég kæmist ekki í þau nema með því að spretta upp saumum hér og þar, reyndar nokkuð víða. Þetta hafa menn gert við al- þjóðaflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þar hafa menn „sprett upp saumum“ þannig að mannvirkið komist fyr- ir. Þó að skraddarinn vilji ekki ræða þessi mál eða neiti að horf- ast í augu við þau þá standa samt „saum- spretturnar“ eftir og á þeim þarf þjóðin að bera ábyrgð komi eitthvað fyrir. Öryggiskröfur brotnar Við vitum hvernig tökum fyr- irtæki og einstaklingar eru tekin byggi þau hús eða mannvirki sem ekki uppfylla þær kröfur sem gerð- ar eru til eldvarna og öryggismála. En hvað er gert við stjórnvöld sem ákveða að gefa sjálfum sér afslátt af öryggiskröfum sem gerðar eru til flugvalla? Ef ferst þota full af bandarískum ferðamönnum á Reykjavíkurflugvelli og rekja má slysið til þess að flugvélin hafi lent á hindrun á svæðum sem eiga að vera hindrunarlaus á flugvellinum vakn- ar sú spurning hver ber ábyrgðina. Við vitum að enginn mun vilja axla þá ábyrgð. Það eina sem við vitum er að það verður almenningur sem á endanum mun þurfa að greiða þær milljarða bótakröfur sem íslenska ríkið mun væntanlega verða dæmt til að greiða verði hér slíkt slys, slys sem rekja má til þess að flugvöll- urinn brýtur þær öryggiskröfur sem til slíkra mannvirkja eru gerð- ar. Að reka alþjóðlegan flugvöll í Vatnsmýrinni með þeim vanköntum sem á honum eru er eins og að taka þátt í Lottóinu. Munurinn er að „vinningurinn“ er manntjón og milljarða bótakröfur. Eftir að hraðbraut er komin til Keflavíkur, þ.e. búið að tvöfalda Reykjanesbrautina og þátttaka Ís- lendinga í rekstri Keflavíkurvallar orðin að veruleika er eðlilegast að flytja allt innanlandsflug til Kefla- víkur og loka Reykjavíkurflugvelli, alþjóðaflugvelli sem klúðrað var niður á svæði sem er allt of lítið fyr- ir slíkt mannvirki. Endurbyggja á Skuggahverfið og Hverfisgötuna frá Hlemmi niður að Þjóðleikhúsi með það að markmiði að koma þar fyrir blandaðri byggð með 5.000 til 10.000 manns. Í framhaldi af því, innan 5 til 10 ára, á að taka Vatns- mýrina undir 40.000 til 50.000 manna nýtísku miðborgarbyggð. Þar eigum við að reisa glæsilegustu miðborg Evrópu sem hluta af nú- verandi miðbæ í Kvosinni. Ólöglegi flugvöllurinn í Vatnsmýrinni Friðrik Hansen Guðmundsson skrifar um Vatnsmýrina ’Alþjóðaflugvöllurinn íVatnsmýrinni uppfyllir ekki öryggiskröfur Al- þjóðaflugmálastofn- unarinnar.‘ Friðrik Hansen Guðmundsson Höfundur er stjórnarmaður í Sam- tökum um betri byggð. ÞÆR BREYTINGAR sem urðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði hér um árið þegar útvarpsrekstur var gef- inn frjáls eru ekki alveg afstaðnar, enda er samfélag manna fjölbreytilegt og dýnamískt. Mik- ilvægustu breyting- arnar sem við fundum fyrir þegar skrúfað var frá krananum voru meðal annars þær að við máttum loksins hlusta á poppmúsík og horfa á framhaldsþætti þegar okkur langaði til þess. Leiklist í útvarpi lá eftir í sárum. Sum okkar tóku þá djörfu ákvörðun að kaupa af- ruglarann og borga hina mánaðarlegu áskrift. Á sama tíma tóku mörg okkar líka eftir því í fyrsta skipti að við borguðum sam- viskusamlega áskrift af gamla fjöl- miðlinum án þess að múðra. Þeirra okkar, sem tóku af skarið og völdu að greiða ekki hin lögboðnu afnota- gjöld, biðu margvíslegar refsingar. Á litla Íslandi þróaðist smám sam- an nýtt fyrbæri. Samkeppni í fjöl- miðlun varð til þess að hér þróuðust fréttastofur sem ekki voru sama marki brenndar og fréttastofur flokksblaða samtímans. Nú varð til samkeppni um matreiðslu sannleika þjóðarinnar en ekki sannleika flokk- anna. Það var hart barist og úr þess- ari jörð spratt fagmennska sem allt- af hefur verið brothætt fjöregg á markaði sem þjáðst hefur vegna smæðar sinnar og sögulegs van- þroska sprottnum af illviðrum, frændskap og nýlendubraski. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt okkur hvað okkur finnst. Þær hafa líka sýnt að okkur finnst ekki alltaf það sama á hverjum tíma. Blöðin fóru flest á kúpuna en eftir stóðu eitt til tvö dagblöð á hverjum tíma, tvær sjónvarpsstöðvar og tvær útvarpsstöðvar sem öll áttu það sameiginlegt að halda úti fréttaflutningi. Af- notagjöld voru stað- reynd og það borgaði sig ekki að spekúlera mikið í því. Oftast vor- um við hrifnari af fréttastofu útvarps en flestum hinna, en þó fylgdumst við með þeim öllum að ein- hverju leyti til þess að hafa samanburðinn og geta reynt að taka þátt í matreiðslunni. Það er salt og pipar á borðinu. Mikill hluti okkar fer út í búð og kaupir svipaða hluti á svipuðu verði. Við dundum okkur líka við áþekka dægradvöl í sum- arfríinu. Þetta er gott og blessað fyrirkomulag, en segir okkur líka það að þegar við verðum þreytt á einhverju eða jafnvel missum trúna á eitthvað, þá erum við sjaldnast ein. En við gleymum líka flest á svip- uðum hraða og drífum okkur út í búð. Samstilling okkar er á stundum meiri heldur en gaman er að við- urkenna. Í samfélagi markaðsaflanna hefur verið sýnt fram á það með allskyns kúnstum að ekkert er ókeypis. Það er hins vegar alltaf huggulegt að fá bæði mjólk og fréttir frítt. Allir eru að græða nema sennilega eitt dag- blað sem ætlar að yfirtaka sjálft sig í köldu svitabaði með hafís og rofnum frændskap. Meira að segja gamla út- varpsstöðin okkar er að græða. Hún fær lögbundið meðlag inn á reikning og mjólkina í kaupbæti. Eða hvað? Er það kannski hugsanlegt að þegar uppáhalds fréttastofan okkar flytur okkur þær merku fréttir að við höfum misst á henni trúna, að það sé eitthvað til í því? Þetta er sennilega spurning sem er þess virði að spyrja. Ég hef alltaf haft gaman af þversögnum. Þannig að nú þegar við, með mjólk í skápnum höfum sagt upp Mogg- anum, horfum á sjónvarpið á Netinu í vinnutímanum og veltum því fyrir okkur hvort það beri að treysta því sem við sjáum þegar fréttastofan okkar sturtar sjálfri sér niður undir dyggri leiðsögn yfirboðara og vald- hafa með miklu sjónarspili, er kannski kominn tími til þess að hækka yfirdráttarheimildina, borga afnotagjöldin eða nefskattinn, en slökkva á viðtækinu og sýna van- traust okkar í verki með því að hætta að horfa og hlusta á RÚV? Þvínæst getum við sameinast um að dunda okkur við að gleyma þessu í sumarfríinu þannig að þetta, ásamt öðrum leiðindamálum, verði örugg- lega grafið fyrir næstu kosningar. Útvarpsbyltingin Sigtryggur Ari Jóhannsson fjallar um fjölmiðla ’Er það kannski hugsanlegt að þegar uppáhalds fréttastofan okkar flytur okkur þær merku fréttir að við höfum misst á henni trúna, að það sé eitthvað til í því?‘ Sigtryggur Ari Jóhannsson Höfundur á hartnær 10 ára starfsferil að baki á fjarlægum erlendum mörk- uðum í þágu íslensks fyrirtækis í útrás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.