Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í Morgunblaðinu í gær birtist fréttafrásögn á forsíðu þar sem vísað var til umræðna á göng- um Alþingis manna á milli um ríkisborgararétt Bobby Fisch- ers og um meint viðbrögð fjár- málaráðherra í því sambandi. Þessi frásögn byggðist á mis- skilningi og er fjármálaráð- herra beðinn afsökunar á því. Þá gætti ónákvæmni í frétt á baksíðu blaðsins í gær um ræðu fjármálaráðherra á Alþingi í fyrradag um leikskóla. Geir H. Haarde gagnrýndi ekki þau áform Reykjavíkurborgar að fella niður leikskólagjöld. Hann gagnrýndi vinnubrögð borgar- yfirvalda vegna þessarar ákvörðunar og er fjármálaráð- herra beðinn velvirðingar á þessari ónákvæmni. Athuga- semd ritstj. MEIRIHLUTI eigenda í Keri, móð- urfélagi Olíufélagsins, lagði fram lögbannskröfu hjá embætti sýslu- mannsins í Reykjavík í gær vegna hlutafjáraukningar í fasteignafélag- inu Festingu. Eigendur Kers, aðrir en fjárfestingarfélagið Grettir, vilja að fulltrúum meints nýs meirihluta í Festingu verði bannað að neyta at- kvæðisréttar í félaginu og/eða fram- selja hann til þriðja aðila þar til dómstólar hafa kveðið upp úr um lögmæti hlutafjáraukningarinnar. Er þessi lögbannskrafa áfram- hald þeirra átaka sem hafa verið milli viðskiptablokka S-hópsins og Björgólfsfeðga síðan eignarhalds- félagið Sund og Nordic Partners seldu hluti sína í Keri, lykilfélagi S-hópsins, til Grettis, sem er í aðal- eigu Landsbankans og Trygginga- miðstöðvarinnar. Hafa Björgólfs- feðgar verið sagðir ætla að reyna ná ítökum í S-hópnum og viðskipta- veldi Ólafs Ólafssonar í Samskip og fengið eigendur Sunds og Nordic Partners til liðs við sig. Á allar fasteignir Olíufélagsins og Samskipa Festing á meðal annars og rekur allar fasteignir Olíufélagsins og Samskipa. Félagið varð til haustið 2003 við skiptingu Kers, þegar fast- eignir Olíufélagsins voru færðar yfir til Festingar. Síðar tengdust félag- inu fasteignir Samskipa og eignir frá Sundi. Þrír menn sitja í stjórn Festingar, þeir Guðmundur Hjalta- son, forstjóri Kers, sem er stjórn- arformaður, Jón Þór Hjaltason, að- aleigandi Nordic Partners, og Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Krist- jánssonar, aðaleiganda Sunds, en Jón er jafnframt varamaður í stjórn Festingar. Benda Kersmenn á að meirihluti stjórnarmanna Festing- ar, þeir Jón Þór og Páll, sem hafi staðið að hinni umdeildu ákvörðun um hlutafjárhækkun, tilheyri hlut- hafahópi sem hafi haft að baki sér 19,2% hlutafjár félagsins. Lögbannskrafan beinist gegn Landsbankanum og Angusi, ný- stofnuðu einkahlutafélagi í eigu Jó- hanns Halldórssonar, framkvæmda- stjóra Festingar. Í tilkynningu frá meirihluta eigenda Kers segir að Angus hafi eignast alla hlutafjár- hækkunina í Festingu og Lands- bankinn hafi veitt félaginu lán fyrir hluta kaupanna. Beinist lögbanns- krafan meðal annars að því að hindra að Landsbankinn hagnýti sér réttindi samkvæmt tryggingar- skjölum sem gefin hafa verið út með veði í hinum nýju hlutum. Jón Þór og Páll stóðu sl. föstudag fyrir hlutafjáraukningunni í Fest- ingu. Kom Páll þá með tillögu um að stjórnin nýtti sér heimild sam- kvæmt samþykktum félagsins um aukningu hlutafjár, nú um 100 þús- und krónur að nafnvirði á genginu 10, og seldi það til framkvæmda- stjóra Festingar. Fól hækkunartil- lagan í sér rúma tvöföldun á hlutafé félagsins og ef hún nær fram að ganga mun Jóhann Halldórsson, eða Angus, eignast meirihluta í Fest- ingu, eða tæp 53%. Í tilkynningu Kersmanna segir að áður en ákvörðun hafi verið tekin um hlutafjáraukninguna hafi stjórn Festingar verið kynnt yfirlýsing hluthafa sem hafa að baki sér meiri- hluta hlutafjár í Festingu þar sem þess var krafist að engar mikilvæg- ar ákvarðanir yrðu teknar varðandi Festingu fyrr en á aðalfundi 13. apr- íl nk. Þeirri beiðni var hafnað. Guðmundur Hjaltason segir að hér sé klárlega um ólöglega aðgerð að ræða þar sem beiðni um hlut- hafafund hafi verið lögð fram fyrir ákvörðun um hlutafjáraukningu en því verið hafnað. Guðmundur gerir einnig athugasemdir við boðun stjórnarfundarins sl. föstudag. Fundarboð í SMS-skeyti Hann hafi fengið SMS-skeyti seint á fimmtudagskvöldi um að fundur skyldi haldinn árla næsta morguns utan lögheimilis félagsins, eða í höfuðstöðvum Sunds. Þá gera meirihlutaeigendur Kers athugasemdir við gengi hinna seldu hluta því fyrir liggi minnisblað frá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte um að gengi bréfanna í Festingu hafi verið miklum mun lægra en til- efni hafi verið til við hlutafjárhækk- unina. Þar muni tugum prósenta. Dómstólar fjalli um lög- mæti hlutafjáraukningar Áframhald átaka S-hópsins og Björgólfsfeðga Morgunblaðið/RAX Fasteignafélagið Festing á m.a. hina nýju byggingu Samskipa í Sundahöfn, auk fasteigna Olíufélagsins Essó.  Meira á mbl.is/itarefni FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins (SL) gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins, í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar sl., að því er segir í tilkynningu frá stjórn SL. Stjórnin ætlar að verða við beiðni FME. „Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðs- ins ákvað að óska eftir við fyrrver- andi framkvæmdastjóra að hann hætti störfum snemma á árinu 2005 vegna óánægju með ávöxtun sjóðs- ins. Þá fyrst varð henni ljós viðauki við starfskjarasamning fram- kvæmdastjórans sem fyrrverandi formaður og varaformaður sjóðsins gengu frá við framkvæmdastjórann á sínum tíma. Núverandi sjóðs- stjórn komst að þeirri niðurstöðu að samningur um starfslok fram- kvæmdastjórans á dögunum yrði að taka mið af gildandi ráðningar- samningi hans ásamt viðaukum og studdist þar við álit lögmanna sem til var leitað,“ segir í tilkynning- unni. Járniðnaðarmenn álykta Stjórn Félags járniðnaðarmanna sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar er harðlega gagnrýnd gerð viðauka við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra SL árið 2000 þannig að greidd eru full laun í 30 mánuði að meðtöldum uppsagnarfresti. Félagsstjórnin telur brýnt að nú- verandi stjórn SL kanni hvort hægt sé að hnekkja þessum gjörningi og geri grein fyrir niðurstöðum. Einn- ig að settar verði starfsreglur um meðferð ráðningarsamninga og að sjóðsfélögum verði árlega gerð grein fyrir launakjörum fram- kvæmdastjóra og stjórnarmanna. Félagsstjórn telur jafnframt eðli- legt að óskað verði eftir mati FME á gildi ráðningarsamningsins og hvort rétt hafi verið að honum stað- ið. Fjármála- eftirlitið biður um skýringar LÖGREGLAN í Kópavogi hefur þurft að hafa talsverð afskipti af unglingum sem hafa verið með ólæti. Í gærkvöldi hafði hún hendur í hári sex ungmenna á grunnskólaaldri vegna rúðubrots í Kópavogsskóla. Teknar voru skýrslur af börnunum en þar sem þau eru öll undir 18 ára aldri mun félagsþjónustan hafa af- skipti af málinu. Brutu rúðu í Kópavogsskóla DAGFORELDRAR í Reykjavík eru ósáttir við að ekki skuli rætt um að hækka niðurgreiðslur vegna þjón- ustunnar sem þeir veita, um leið og áformað sé að bjóða upp á gjald- frjálsan leikskóla í Reykjavík. Um- talsverður munur er á niður- greiðslu vegna barna yngri en 18 mánaða í umönnun hjá dagfor- eldrum og einkareknum leik- skólum, og barna eldri en 18 mán- aða í dagvist hjá leikskólum borgarinnar. Þá benda dagforeldrar á að áformað sé að draga enn frekar úr niðurgreiðslum næsta haust til námsmanna sem nýta sér þjónustu þeirra, sem komi illa við dagfor- eldra, þar sem margir treysti sér ekki til að greiða enn hærri gjöld. Margir íhuga að hætta Inga Hanna Dagbjartsdóttir, sem sæti á í stjórn Barnavistunar – fé- lagi dagforeldra, segir að með að- gerðum borgaryfirvalda sé í raun verið að kippa fótunum undan rekstri dagforeldra. „Við fáum hringingar frá dagmömmum sem eru jafnvel að ræða um að hætta í haust. Þær treysta sér ekki til að standa undir auknum kröfum og eftirliti, þegar við getum ekki einu sinni verið í samkeppni við leik- skólana hvað varðar niðurgreiðslu til foreldra,“ segir hún. Eðlilegt að skoða samtímis Að sögn Bergs Felixsonar, fram- kvæmdastjóra Leikskóla Reykja- víkur, er það reynsla stofnunar- innar að foreldrar kjósi fremur að koma börnum sínum fyrr að á leik- skólum en hjá dagforeldrum, án þess að í því felist vantraust á dag- mæður, enda sinni þær mikilvægu starfi, að sögn Bergs. Bergur segir á hinn bóginn að eðlilegt sé að skoða samtímis áform um niðurfell- ingu leikskólagjalda og breytingar á niðurgreiðslu vegna þjónustu dagforeldra og einkarekinna leik- skóla, eins og raunar hafi alltaf ver- ið gert þegar breytingar hafi verið gerðar á gjaldskrám. Dagforeldrum hefur fækkað um- talsvert síðustu ár í Reykjavík. Þeir voru 193 við áramót 2003–4 og hef- ur fækkað nokkuð síðan. Dagforeldrar ósáttir við lægri niðurgreiðslur samhliða hugmyndum um ókeypis vistun á leikskóla Segja fótunum kippt undan rekstrinum Morgunblaðið/Golli RÍKISKAUP fyrir hönd Fram- kvæmdasýslu ríkisins og Háskóla Ís- lands hafa auglýst eftir alverktaka til að taka þátt í samkeppni um hönn- un og byggingu Háskólatorgs. Verk- ið felur í sér hönnun og byggingu tveggja nýbygginga á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu í Reykjavík. Kemur þetta fram á vef Ríkiskaupa. Önnur byggingin, Háskólatorg I, er um 5.000 m² og er milli aðalbygg- ingar Háskóla Íslands og íþrótta- húss. Tengingar verða við Lögberg og íþróttahús. Í byggingunni skulu vera m.a. kennslustofur, lesrými, skrifstofur fyrir þjónustustofnanir HÍ, Happdrætti Háskóla Íslands, bóksala stúdenta, skrifstofa FS og stúdentaráðs auk veitingaaðstöðu. Hin byggingin, Háskólatorg II, er um 3.000 m² og er milli Odda, Lög- bergs og Nýja-Garðs. Tengingar verða við Odda og Lögberg. Í þeirri byggingu skulu vera skrifstofur fyrir starfsmenn og nemendur, lesrými fyrir meistaraprófsnema, doktors- nema og grunnnema auk rannsókn- arstofa. Áætluð stærð tengibygg- inga er um 500 m². Til alútboðs verða valdir allt að fimm alverktakar sem keppa um hönnun Háskólatorgs og fá afhent útboðsgögn að forvali loknu. Sá al- verktaki sem verður hlutskarpastur í keppninni um hönnun mun, auk þess að fullhanna húsið, byggja það. Frestur til að skila inn þátttöku- tilkynningum rennur út 14. apríl nk. Samkeppni um hönnun Háskólatorgs ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.