Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um friðlýs- ingu Arnarvatnsheiðar og Tví- dægru. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Meðflutningsmenn eru fjórir aðrir þingmenn flokksins. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að umhverfisráðherra skipi níu manna nefnd til að undirbúa tillögu að friðlýsingu svæðisins. „Með þingsályktunartillögu þessari er stefnt að friðun norð- vesturhluta hálendis Íslands, Arn- arvatnsheiðar og Tvídægru,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Þegar hafa eyjar Breiðafjarðar verið friðaðar, en vötnin á Arnarvatns- heiði og umhverfi þeirra eru enn ekki friðlýst. Ekki er svæðið að- eins ríkt af náttúrufegurð og frið- sæld sem nútímafólk leitar æ meira í, það er líka hluti af sögu okkar frá því á landnámsöld og uppspretta margra helstu lax- veiðiáa landsins. Engir virkj- unarkostir eru á þessum hluta há- lendisins og því engir ríkir atvinnu- eða efnahagslegir hags- munir er mæla gegn friðlýsingu.“ Stefnt verði að friðun Arnar- vatnsheiðar og Tvídægru GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og for- maður samgöngunefndar þingsins, hefur lagt fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um að samgöngu- ráðherra verði falið að skipa nefnd er kanni möguleika þess að sam- eina í heild eða að hluta starfsemi rannsóknarnefndar umferðarslysa, rannsóknarnefndar flugslysa og rannsóknarnefndar sjóslysa. Lagt er til að nefndin skili nið- urstöðum sínum eigi síðar en 1. febrúar 2006. Meðflutningsmenn eru fulltrúar allra stjórnmálaflokka í samgöngunefnd. „Rannsóknarsvið hverrar nefnd- ar er sérhæft og því óvíst að hægt sé að sameina þær að fullu í eina nefnd en flutningsmenn telja rétt að athugun verði gerð á þessum möguleika,“ segir m.a. í grein- argerð tillögunnar. Nefnd ráðherra verði m.a. falið að meta kosti slíkr- ar sameiningar. Rannsóknar- nefndir verði sameinaðar ALÞINGI er komið í páskafrí. Hlé verður gert á þing- störfum næstu daga vegna páskanna. Næsti þing- fundur verður miðvikudaginn 30. mars, samkvæmt starfsáætlun þingsins. Á myndinni eru þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, Hjálmar Árna- son, Framsóknarflokki, Jón Bjarnason, Vinstri græn- um, Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki, og Jón Gunnarsson, Samfylkingu. Morgunblaðið/Jim Smart Alþingi í páskafrí LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um gæða- mat á æðardúni. Markmiðið með frumvarpinu er að tryggja jöfn gæði æðardúns sem seldur er á Íslandi eða til útflutnings, að því er segir í fylgiskjali frumvarpsins. Verði frumvarpið samþykkt leysir það af hólmi lög frá 1970 um gæða- mat á æðardúni. Samkvæmt frumvarpinu verður sala á æðardúni aðeins heimil eftir að hann hefur verið veginn og met- inn eftir fullhreinsun af lögskipuðum dúnmatsmönnum. Þá er lagt til í frumvarpinu að landbúnaðarráðu- neytið gefi út starfsleyfi til dúnmats- manna, í stað lögreglustjóraembætt- anna. Jöfn gæði æðardúns verði tryggð ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, sagði á Alþingi í gær, að lagð- ar hefðu verið fram rökstudd- ar efasemdir um að bankar og fjármálastofnanir færu að landslögum. Fullyrt væri að þessar stofnanir væru orðnar gerendur á fasteignamarkaði – þvert á það sem lögin heim- iluðu. Þær væru farnar að kaupa lóðir og fasteignir og því óbeint orðnar áhrifavaldar í eignaverðssprengingunni. „Samkvæmt lögum sem gilda í landinu um fjármála- fyrirtæki er viðskiptabönk- um, sparisjóðum og lánafyr- irtækjum óheimilt að stunda hliðarstarfsemi nema hún sé í beinu samhengi við banka- starfsemi,“ sagði Ögmundur. Spurði hann viðskiptaráð- herra, Valgerði Sverrisdótt- ur, að því hvort ráðuneytið hygðist beina fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins um þetta efni. Ræki eftirlitshlutverk sitt Viðskiptaráðherra svaraði því m.a. til að Fjármálaeft- irlitið hefði eftirlit með starf- semi á fjármagnsmarkaði og að hún, sem ráðherra, liti ekki á það sem hlutverk sitt að segja Fjármálaeftirlitinu fyrir verkum í einstökum málum. „Háttvirtum þingmanni til hugarhægðar er hægt að benda á heimasíðu Fjármála- eftirlitsins sem öllum er að- gengileg og það sem kemur fram í umræðuskjali, að eft- irlitið ætli sér að leggja aukna áherslu á eftirlit með áhættuþáttum sem tengjast auknum lánveitingum til íbúðakaupa,“ sagði ráðherra. „Ég hef fulla trú á því að Fjármálaeftirlitið ræki eftir- litshlutverk sitt á þessu sviði sem og öðrum.“ Bankar fari ekki að lands- lögum ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu um lækkun skatta á eftirlaun og ellilífeyri. Össur leggur til að ríkisstjórninni verði falið að koma á fót starfshóp sem taki saman upplýsingar um skattlagningu eft- irlauna og ellilífeyris og marki stefnu í þessum málum með það að markmiði að skattur á eftirlaun og ellilífeyri verði sanngjarn og sem næst sköttum á fjármagnstekjur. Hann leggur til að starfshópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. maí 2006. „Færa má rök fyrir því að afar óeðlilegt sé og ranglátt að skattur á eftir- laun og ellilífeyri sé 37,58% eins og nú er þegar tekjuskattur er 24,75% og útsvar gjarnan 12,83%,“ segir í greinar- gerð tillögunnar. „Í raun má halda því fram að um sé að ræða tvísköttun eða jafnvel þrísköttun. Fyrst er greiddur full- ur skattur þegar launin eru greidd, síðan fá menn eftirlaun sem eru skattlögð að fullu og þegar ein- staklingurinn verður 67 ára eru greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins skertar miðað við eftir- launin. Eðlilegra væri að skattur á eftirlaun og ellilífeyri væri svip- aður því sem gerist um skattlagn- ingu fjármagnstekna, eða um 10%.“ Meðflutningsmenn Össurar eru sex aðrir þingmenn Samfylkingar- innar. Össur Skarphéðinsson leggur fram þingsályktunartillögu Skattar lækki á eftir- laun og ellilífeyri Össur Skarphéðinsson DAGNÝ Jóns- dóttir og Birkir J. Jónsson, þingmenn Framsóknar- flokksins, vilja að jafnræðis sé gætt í málefn- um útlendinga. Þess vegna sátu þau hjá þegar greidd voru at- kvæði á Alþingi í fyrradag um ís- lenskan ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer skákmeist- ara. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær var frumvarpið um ríkisborgararétt Fischers samþykkt með 40 samhljóða at- kvæðum, en Dagný og Birkir greiddu ekki atkvæði. 21 þing- maður var fjarstaddur. Dagný kveðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa haft neina sannfæringu í þessu máli. „Það hafa margir sótt um póli- tískt hæli hér á landi og verið vísað frá. Mér finnst ekki rök- rétt að taka eitt dæmi út fyrir þann sviga. All- ir eiga að hafa sömu mögu- leika,“ segir hún. Birkir tekur í sama streng. „Þetta mál bar að með óvenjulegum hætti og naut sérstakrar fyrirgreiðslu í meðförum þingsins. Ég vil fara mjög varlega í þessum málum; ég vil að jafn- ræðis sé gætt í þessum málum sem öðrum.“ Umrætt frumvarp var lagt fram á Alþingi um kl. þrjú í fyrradag og var samþykkt sem lög frá Alþingi, nánast umræðu- laust, tveimur tímum síðar. Lög- in voru birt á vef Stjórnartíðinda um miðjan dag í gær. Áður höfðu handhafar forsetavaldsins undir- ritað lögin. Tveir þingmenn Framsóknar- flokksins sátu hjá í Fischersmáli Vilja að jafn- ræðis sé gætt Dagný Jónsdóttir Birkir J. Jónsson BIRKIR J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður iðnaðarnefndar þingsins, gagn- rýndi Ríkiskaup á Alþingi í vik- unni, fyrir að nota svonefndan ISO-staðal 9001:2000 í útboði Rík- iskaupa fyrir hönd Landhelgis- gæslunnar á viðgerð á varðskip- unum Tý og Ægi. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók undir þá gagnrýni. Kom þetta fram í utan- dagskrárumræðu um útboðsreglur ríkisins. Birkir sagði að forsvarsmenn Ríkiskaupa hefðu hent þessum ISO staðli inn í umrætt útboð vit- andi það að íslenskur skipasmíða- iðnaður hefði ekki innleitt stað- alinn. „Ég fullyrði hér að með því að gefa áðurnefndum ISO-staðli 20% vægi í útboðinu var í raun að mínum dómi ákveðið að þetta verkefni skyldi ekki unnið hér inn- an lands.“ Geir H. Haarde sagði að hann hefði velt því fyrir sér hvers vegna Landhelgisgæslan og Ríkiskaup, hvort í sínu lagi eða saman, hefðu gert kröfu um þessa ISO-vottun, þegar vitað væri að íslensku stöðv- arnar væru ekki með hana. Síðan sagði ráðherra. „Hvers vegna er þessari vottun gefið 20% vægi? Með því er raunverulega verið að gefa hinum erlendu skipasmíða- stöðvum 20% forskot áður en gengið er til útboðs.“ Ráðherra sagðist ekki hafa svör við þessu en bætti við: „Ég legg til að þeir þingmenn sem vilja afla sér svara við því kalli fyrir sig í þingnefnd aðilana sem fóru yfir þetta mál, forystu- menn Gæslunnar, og spyrji hvers vegna þeir vildu hafa þessa ISO- vottun, spyrji Ríkiskaup af hverju þau hafi gefið henni 20% vægi í þessu máli.“ Birkir J. Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann myndi sem formaður iðnaðar- nefndar beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið upp innan nefnd- arinnar. Gagnrýna Ríkis- kaup fyrir að nota ISO-staðal Vissu að íslenskur skipasmíðaiðn- aður hefur ekki innleitt staðlana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.