Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 57 H rin gb ro t BRAUÐBÆR - SÍMI 511 6200 - FAX 511 6201 ODINSVE@ODINSVE.IS - WWW.ODINSVE.IS SMURT BRAUÐ veisla í hverjum bita Tónleikar í Gerðubergi miðvikudaginn 23. mars 2005 kl. 20.00 Auður hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík árið 1996 og lauk þaðan Burtfararprófi með ágætum vorið 2001. Hún stundaði nám í Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og lauk með prófgráðuna Postgraduate Diploma of Music (Concert Singer) í júlí 2003. Hún stefnir á að ljúka prófi úr Söngkennaradeild Söngskólans í Reykjavík í vor. Efnisskráin er litríkt safn söngverka eftir hin ýmsu tónskáld. Auður Guðjohnsen mezzósópran Ólafur Vignir Albertsson píanó Aðgangseyrir 1.000 kr. Allir velkomnir! SAMTÖK myndrétthafa á Íslandi – SMÁÍS – hafa tekið í notkun nýja vef- lausn sem heldur utan um aðsókn í kvikmyndahús og gerir kvikmynda- húsunum kleift að vinna með hag- kvæmum hætti tölfræði um aðsókn að kvikmyndum. „Með nýju upplýsingakerfi fyrir skráningu bíóaðsóknar er stigið mik- ilvægt skref í átt að hagkvæmari upp- lýsingagjöf,“ segir Hallgrímur Krist- insson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. „Kvikmyndahúsin þurfa mikið að vinna með tölfræði tengda aðsókn og hingað til hafa þessi gögn ekki verið Kvikmyndir | Nýr miðlægur gagnagrunnur um aðsóknartölur Tölur um bíóaðsókn frá 1995 til miðlægt og því öll vinna með þau tímafrek. Með þessari veflausn getur hver og einn sótt á augabragði skýrslur um aðsókn á einstakar myndir eða topp 20 lista ákveðinnar viku, ákveðins árs svo dæmi séu tek- in.“ Upplýsingakerfið, sem hlotið hefur nafnið „Askur“, og var þróað af Ný- herja fyrir SMÁÍS, mun innihalda allar aðsóknartölur fyrir kvikmyndir frá árinu 1995 en þá var fyrst byrjað að halda utan um aðsóknartölfræði. Dreifingaraðilar kvikmynda skrá sjálfir inn í kerfið í gegnum vefinn helstu upplýsingar um hverja mynd fyrir sig sbr. leikara, leikstjóra, er- lenda og innlenda dreifingaraðila o.s.frv., ásamt daglegum aðsókn- artölum. Þá munu fjölmiðlar hafa sér- stakan aðgang inn í kerfið þar sem þeir geta sótt „Topp 20“ aðsóknarlist- ann hverju sinni til að birta í fjöl- miðlum. „Við eigum von á því að útvíkka enn frekar lausnina sem við erum komnir með í dag,“ segir Hallgrímur. www.smais.is HLJÓMSVEITIN Karanova er samstarfsverkefni Jóhanns Jóhannssonar og hins belgíska Peters Vermeersch. Karanova spilar á tónleikum í Iðnó í kvöld og flytur þar tónverk sitt í fyrsta skipti á Íslandi. Jóhann og Vermeersch voru beðnir um að semja verkið fyrir belgísku listamiðstöðina Vooruit, í tengslum við hátíð sem haldin var í desember. „Við skiptumst á hug- myndum í ár og hittumst nokkrum sinnum. Síðan settum við saman hljómsveit til að flytja þessa tónlist á hátíð- inni, skipaða Íslendingum og Belgum,“ segir Jóhann. Jóhann segir að hann og Vermeersch séu töluvert ólík- ir tónlistarmenn og komi hvor úr sinni áttinni. „Mark- miðið var að finna sameiginlegan flöt, þar sem við gætum mæst. Þetta er mjög „Tilraunaeldhússkennt“ verkefni, enda eru þau með mér í þessu Hilmar Jensson og Kristín Björk Kristjánsdóttir, aðstandendur Tilraunaeldhúss- ins. Matthías Hemstock tekur líka þátt í þessu, auk fjög- urra belgískra listamanna; Vermeersch, Theun Ver- bruggen, David Bovee og Kristof Roseeuw,“ segir Jóhann. Hann segir að verkið sé að mörgu leyti ólíkt því sem hann hafi áður fengist við. „Póllinn sem við tókum í hæð- ina var að gera ímyndað „sándtrakk“; að búa til kvik- myndatónlist við einhverja óljósa sögu. Við fengum svo Kristínu Björk til að myndskreyta. Hún samdi stutta sögu sem hún segir á mjög brotakenndan hátt,“ segir Jó- hann. „Þetta var mjög spennandi og skemmtilegt verk- efni og í raun og veru alls ekki auðvelt. En við erum öll rosalega ánægð með útkomuna,“ bætir hann við. Jóhann segir að aldrei sé að vita nema verkið verði flutt víðar í veröldinni. „Eftir flutninginn úti fengum við fjölmörg tilboð um að spila þetta, á hinum ýmsu hátíðum. Ef allir verða lausir má þess vegna vel vera að við flytj- um verkið á einhverjum hátíðum í sumar og haust.“ Tónleikar | Íslensk-belgíska hljómsveitin Karanova í Iðnó Ímynduð kvik- myndatónlist Morgunblaðið/Þorkell Karanova-hópurinn á æfingu í Iðnó í gær. ivarpall@mbl.is ÞÝSKUR vísindamaður hefur reiknað út hlutföllin í hamingjuríku ástarsambandi, og komist að því, að hrósa þurfi fimm sinnum til að vega upp á móti einni aðfinnslu. Þegar fólk sem er í sambandi fylgir þess- ari formúlu „líður því vel í sam- bandinu. Velviljinn eykst og þar með möguleikinn á hamingju“, seg- ir dr. Hans-Werner Bierhoff, við fé- lagssálfræðideild Ruhr-háskóla í Bochum, sem hefur reiknað þetta út. Bierhoff og samstarfskona hans, Elke Rohmann, gerðu tilraunir á þúsundum einstaklinga og para og notuðu niðurstöðurnar sem efnivið í bók sem þau nefna Styrking ást- arinnar. Í bókinni fjalla þau einnig um vandamál sem kunna að koma upp í samböndum eftir því sem kringumstæður breytast. Bierhoff segir að atvinnumissir, framhjáhald eða „stressandi reynsla“ á borð við sjúkdóma, þunglyndi eða barnsfæð- ingu geti komið róti á jafnvægið í sambandinu og leitt til þess að það rofni. Ást er… að hrósa 5 sinnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.