Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helga SigrúnGunnarsdóttir
fæddist á Vatnsenda
í S-Þing. 5. október
1921. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjaldarvík 9. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Sig-
urbjörg Sigurjóns-
dóttir, f. á Arn-
dísarstöðum 14. apríl
1895, d. 18. nóvem-
ber 1966 og Gunnar
Jón Sigurjónsson, f. á
Saurbæ í Hörgárdal
5. september 1891, d.
6. febrúar 1960. Helga var elst
átta systkina sem upp komust, hin
eru Þóra búsett á Akureyri, Líney
Margrét á Húsavík, Anna Herdís,
látin, Birna búsett á Akureyri,
Ari, látinn, Sigurður, látinn og
Theodór búsettur á Akureyri.
Börn Helgu og Hákonar Páls-
sonar rafveitustjóra á Sauðár-
króki, f. 19. júní 1910, d. 7. nóv-
ember 2004, eru tvö: 1) Hákon, f.
6. febrúar 1945, kvæntur Úlfhildi
Rögnvaldsdóttur, f. 1. september
1946. Þau eiga tvö börn, a) Hákon
Gunnar, f. 8. ágúst 1967, kvæntur
Petru Halldórsdóttur, f. 5. ágúst
1974, þau eiga tvö börn, Álfhildi
Rögn, f. 6. nóvember 1994 og Há-
kon Birki, f. 11. september 1997,
og b) Helga Hlín, f. 18. apríl 1972,
sambýlismaður Unnar Sveinn
Helgason, f. 10. október 1981.
Dóttir Helgu Hlínar og Sigurðar
Guðmundssonar, f.
30. júní 1966, er Að-
alborg Birta, f. 30.
apríl 1992. 2) Sigur-
björg Svanhvít, f. 18.
maí 1949, d. 16.
ágúst 1980.
Helga ólst upp í
Suður-Þingeyjar-
sýslu. Fjölskylda
hennar bjó á Vatns-
enda í 12 ár, var þá
tvö ár á Úlfsbæ í
Bárðardal, síðan eitt
ár á Hafralæk, sjö í
Fagraneskoti, en þá
flutti fjölskyldan að
Grenjaðarstað. Eftir hefðbundið
skólanám þess tíma var Helga í
Húsmæðraskólanum að Laugum.
Hún var rjómabússtýra á Brúum
og bjó með foreldrum sínum. Fjöl-
skyldan fluttist að Illugastöðum í
Fnjóskadal árið 1949 og bjó þar
þangað til Gunnar faðir hennar
lést árið 1960, fluttist fjölskyldan
þá til Akureyrar og lengst af bjó
Helga í Þingvallastræti 26. Á Ak-
ureyri vann Helga við fiskvinnslu
og ræstingar en síðustu starfsárin
vann hún hjá Akureyrarbæ við
gæslu í íþróttahúsi. Hún tók virk-
an þátt í starfi Verkalýðsfélagsins
Einingar og Þroskahjálpar og var
sæmd silfurmerki Íþróttasam-
bands fatlaðra fyrir störf í þágu
samtakanna.
Útför Helgu verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
„Helga Gunnarsdóttir er myndar-
leg kona í sjón, þokkafull og ber það
með sér, að hún er mikillar gerðar.
Hún er ákveðin í skoðunum, en er
ekkert að troða þeim upp á aðra í
tíma og ótíma. Hún hefur þurft að
ganga í gegn um ýmiskonar erfið-
leika, því ekki lék lífið við hana öllum
stundum. En ein og óstudd hefur
hún gengið sinn æviveg, enda átti
hún bæði þrek og þor þegar á reyndi
og hefur auk þess ætíð notið trausts
samborgara sinna, sem til hennar
þekkja.“ Þannig ritaði Erlingur
Davíðsson í formála að frásögn
Helgu tengdamóður minnar í bóka-
flokknum Aldnir hafa orðið.
Helga lýsir þar m.a. uppvexti sín-
um en hún var elst í stórum systkina
hópi, foreldrar hennar þurftu oft að
flytja búferlum og festa rætur á nýj-
um stað. Veraldlegur auður var ekki
til staðar þar frekar en hjá þorra al-
mennings á fyrri hluta síðustu aldar
og börn hjálpuðu til við hvers konar
vinnu strax og þau gátu. En Helga
átti góða æsku og sagði frá skemmti-
legum stundum m.a. við fyrirdrátt í
Ljósavatni og ýmsa útivinnu með
pabba sínum.
Þegar ég kynntist Helgu var hún
nýlega flutt til Akureyrar og vann
langan vinnudag hjá ÚA. Hún var
búin að ákveða að eignast íbúð og
ekki þýddi að slá slöku við í tekjuöfl-
uninni. Það var raunar með ólíkind-
um hvað hún hafði mikla orku og var
afkastamikil.
Allt frá þeim tíma og þar til hún
hætti að vinna utan heimilis 70 ára
vann hún miklu meira en fulla vinnu.
Þess vegna er það svo ótrúlegt hve
mörgu öðru hún kom í verk.
Heimilið var alltaf hreint og óað-
finnanlegt, prýtt alls kyns handunn-
um verkum hennar. Hún var mikil
hannyrðakona og í því eins og öðru
var alveg magnað hve miklu hún
áorkaði, veggteppi, myndir, dúkar,
púðar og á efri árum fór hún að mála
postulín og varð alger snillingur á
því sviði. Þegar ég hugsa til baka þá
var Helga alltaf að. Henni fannst
sjónvarpið tímaþjófur, hún horfði á
fréttir og veðurfréttir en stóð svo
upp til að gera eitthvað þarfara.
Hún breytti ekki hlutverki sínu
sem myndarleg húsmóður í sveit þó
hún flytti á mölina. Hún var frábær
kokkur og bakari, átti alltaf ótelj-
andi tegundir af kaffibrauði og naut
þess að veita rausnarlega, aldrei
hafði ég áður séð annað eins veislu-
borð og hjá henni. Jóla- og áramóta-
veislurnar hennar, svo og við önnur
tækifæri, voru engu líkar. Rausnar-
skap hennar og gjafmildi voru lítil
takmörk sett.
Í búrinu var lager af öllu og keypt
inn á hagkvæman hátt. Alltaf tekið
slátur á haustin, mörg slátur, og
keypt dilkakjöt, það fryst, saltað í
tunnu og sett í reyk, enda taldi
Helga íslenskar landbúnaðarafurðir
þær hollustu og bestu í heimi. Alltaf
var gert laufabrauð og þá eins og við
sláturgerðina var Helga í essinu
sínu, hún vildi hafa marga í kringum
sig og halda hátíð í leiðinni með
veislumat og öðru góðgæti.
Helga vann mikið að málefnum
fatlaðra með Styrktarfélagi vangef-
inna sem svo hét þá. Hún lá ekki á
liði sínu þegar foreldrafélagið und-
irbjó ferðalög eða skemmtanir fyrir
skjólstæðinga sína. Hún var stolt af
sólargeislanum sínum, henni Diddu,
en hún var í hópi þeirra fyrstu sem
stunduðu nám í Þjálfunarskólanum
að Sólborg. Helga var traustur
bandamaður Sólborgar frá fyrstu
tíð. Didda var svo ljúf og blíð og
sannkallaður gleðigjafi öllum sem
hana þekktu. Það var Helgu mikill
missir þegar Didda lést árið 1980, en
hún bar ekki sorg sína á torg og við
hin í fjölskyldunni fengum frá henni
enn meiri umhyggju en áður.
Hún sá ekki sólina fyrir barna-
börnunum sínum og önnur eins lang-
ömmubörn og hennar voru ekki til í
öllum heiminum. Sú skoðun var
gagnkvæm frá þeim í hennar garð.
Helga var mikið náttúrubarn og
ferðaðist mikið, hálendið heillaði
hana sérstaklega. Steinasöfnun varð
áhugamál og ógrynni af steinum
safnaði hún, slípaði þá, eða sagaði.
Ekki má gleyma að minnast á
ræktunarkonuna Helgu, hún hafði
svo sannarlega græna fingur, rósum
kom hún til af stilkum afskorinna
rósa, þær skiptu tugum rósirnar sem
ilmuðu á hæðinni hennar við Þing-
vallastræti yfir sumarið, öll blómin
hennar voru ræktarleg og falleg
enda gaf hún þeim tíma og talaði við
þau. Hún naut þess einnig að rækta
utan dyra, blóm, tré og matjurtir í
garðinum við húsið sitt. Þegar settar
voru niður kartöflur eða þær teknar
upp, þá var líka haldin hátíð með
veislukaffi undir berum himni.
Helga hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum. Hún
þoldi ekki misrétti, var mikil kven-
réttindakona, sagði að konur gætu
allt jafn vel og karlar. Það sýndi hún
raunar sjálf með lífi sínu þar sem
hún vann bæði hefðbundnu kven- og
karlmannsverkin. Hún var óvenju-
lega sterk og sjálfstæð manneskja.
Hún var hetja.
Síðustu árin voru Helgu erfið
heilsufarslega, það var ekki hennar
stíll að vera upp á aðra komin. Fyrir
rúmu ári varð hún fyrir alvarlegu
áfalli og átti ekki afturkvæmt á
heimili sitt, þrátt fyrir sterkan vilja
og hetjulega baráttu.
Að leiðarlokum kveð ég tengda-
móður mína með virðingu og þökk
fyrir allt sem hún var mér á samleið
okkar um lífið. Það var og verður
mér ómetanlegt. Blessuð sé minning
Helgu Gunnarsdóttur.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Mig langar að segja nokkur orð
við þig að skilnaði, elsku amma
Helga – eða eins og þú kallaðir mig,
„elsku nafna mín“. Röddin þín og
hlýjan eru svo nærri þessa dagana
og ég veit og finn að þú verður mér
nærri hér eftir sem hingað til.
Æskuminningarnar mínar sem
tengjast þér eru óteljandi, yndislegi
og mjúki faðmurinn þinn, fallegu
orðin þín, brosið þitt og hrósið. Þú
varst óendanlega falleg og glæsileg
kona og dugnað þinn þekkja allir
sem hafa orðið þess aðnjótandi að
kynnast þér og sögunni þinni.
Heimili þitt var eins og hjá kónga-
fólki. Alltaf allt tandurhreint og
strokið og húsbúnaður allur eins og
hjá hefðarfólki, svo ekki sé minnst á
kræsingarnar sem þú barst okkur á
borð. Einna sterkustu æskuminn-
ingarnar sem ég á eru frá þeim tíma
sem við Gunni bróðir gistum hjá þér
og elsku Diddu. Brakandi hrein og
strokin rúmfötin þín í stóra fallega
rúminu þínu. Svalur andvarinn barst
inn um gluggann og lék um nebbana
á okkur, en okkur var alltaf hlýtt
undir stóru sængunum þínum. Við
fórum saman með allar barnabænir
og sálma sem til eru í þessum heimi
og enduðum á að fara með Faðir vor.
Að því loknu signdir þú okkur og
lagðir hægri höndina þína yfir höf-
uðið á okkur og fórst með hljóða bæn
fyrir hvert og eitt. Hitinn og ástin
sem stöfuðu frá þér eru eitthvað sem
ég get ekki lýst en man og finn
ennþá svo greinilega þegar ég minn-
ist þín. Að morgni dags sá vart út úr
augum fyrir svefnmóki og hvergi í
heiminum svaf ég betur. Svo var
trítlað fram og beðið viðbragða
þinna þegar maður gægðist inn í eld-
hús til þín undir hádegið. Þá lifnaðir
þú öll við, enda komið tilefni til að
bera kræsingar á borð og næra litlu
ungana og hafa gaman.
Ég þakka Guði fyrir það að ná-
kvæmlega þessar sömu endurminn-
ingar fékk elsku Birtan mín að upp-
lifa með þér og mikið ofsalega hefur
verið gaman hjá ykkur þessi 2 sum-
ur sem þú passaðir hana fyrir mig.
Birta er að sjálfsögðu í ullarsokkum
sem þú prjónaðir á öllum myndunum
sem þú tókst af henni, því „litlum
englum“ má aldrei verða kalt á tásl-
unum sínum. Myndirnar af ykkur
saman og minningar hennar um þig
eru mér ómetanlegar, því ég veit af
eigin reynslu hversu mikið þú hefur
gefið henni sem og Álfhildi Rögn og
Hákoni Birki. Litlu englarnir þínir
eiga minningar um langömmu Helgu
og það er ómetanlega gjöf.
Þessar bernskuminningar mínar
og upplifun í gegnum litlu englana
þína eru svo einlægt viðeigandi þeg-
ar ég minnist þín elsku amma, því
svona leið mér alltaf með þér og allt
fram á þinn síðasta dag. Góð-
mennska þín og óeigingirni voru
með eindæmum og það er óhætt að
segja að þú lifðir fyrir aðra og verk
þín gengu út á að gera öðrum gott.
Það er ögrandi verk að eiga þig sem
fyrirmynd og það ertu mér sannar-
lega þótt ég eigi langt í land.
Þetta er minning mín um þig
elsku amma Helga og það er svo
auðvelt að muna þig svona. Ég veit
að nú líður þér vel hjá öllum stóru
englunum þínum og ekki síst hjá
elsku Diddu þinni. Við fjölskyldan
þín sem eftir lifum munum varðveita
litlu englana þína hérna niðri á jörð-
inni og segja litla englinum sem við
eigum von á í júní frá langömmu
Helgu.
Ég kveð þig að lokum, eins og ég
byrja þessa minningu um þig, með
þínum orðum sem ég fékk alltaf frá
þér að skilnaði: „Vertu blessuð,
elsku besta vina mín, og megi Guð
almáttugur ævinlega varðveita þig.“
Þín nafna
Helga Hlín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku langamma Helga.
Okkur lagnar til að þakka þér fyr-
ir hvað þú varst alltaf góð við okkur.
Þegar við gistum hjá þér fengum
við alltaf að gera næstum allt sem
við vildum og hjálpa þér að búa til
matinn og baka.
Svo kenndir þú okkur líka fallegar
bænir. Við vitum að núna líður þér
vel og ert ekki lengur veik, heldur
ertu komin til himna og til Diddu. Þú
kallaðir okkur alltaf litlu englana
þína, nú ert þú orðin stóri engillinn
okkar. Takk fyrir allt elsku, elsku
langamma.
Aðalborg Birta, Álfhildur
Rögn, Hákon Birkir.
Bognar aldrei – brotnar í
bylnum stóra seinast.
Þessar ljóðlínur úr kvæði Steph-
ans G. Stephanssonar Greniskógur-
inn komu upp í huga minn er systir
mín færði mér þær fréttir að Helga
Gunnarsdóttir væri látin. Minningar
frá liðnum dögum koma upp í hug-
ann, þar er engin lognmolla á ferð en
festa og framtakssemi í fyrirrúmi
ásamt nærgætni og hlýju í garð
þeirra sem minna mega sín. Helga
var einn af stofnendum Íþrótta-
félagsins Eikar á Akureyri, (stofnað
16. maí 1978) en það er fyrsta félag
sinnar tegundar hér á landi ásamt
Björk í Reykjavík. Markmið þessara
félaga er að efla íþróttir meðal
þroskaheftra. Árið 1980 langaði okk-
ur Eikarfélaga að fara með fríðan
hóp íþróttamanna á Íþróttahátíð ÍSÍ
og efna til íþrótta og æfingabúða áð-
ur en að hátíðinni kæmi ásamt fé-
lögum okkar úr Björk og íþrótta-
mönnum frá Sólheimum, seinna
íþróttafélagið Gnýr.
Við vorum búin að fá aðstöðu að
Varmá í Mosfellssveit fyrir æfinga-
búðir og í Öskjuhlíðarskóla meðan á
hátíðinni stæði, en okkur sárvantaði
einhvern til að annast matseld fyrir
okkur, en ferðin stóð yfir í tíu daga.
Þetta verkefni tóku Helga Gunnars-
dóttir og Jónína Jónsdóttur að sér.
Þær sáu um fæði fyrir 40 manns við
vægast sagt frumstæðar aðstæður.
Þetta gerðu þær með mestu prýði og
veislan sem efnt var til síðasta kvöld-
ið í Reykjavík verður lengi í minnum
höfð. Megnið af veisluföngum lagði
Helga til sjálf, en vildi sem minnst
um það tala, þetta kostaði svo sem
ekki neitt tjáði hún mér.
Á fyrstu árum Eikarinnar sá
Helga um íþróttatíma í Laugargöt-
unni ásamt þjálfurum félagsins. Það
færðist angurvært bros yfir andlit
Helgu þegar hún talaði um „blessaða
vinina okkar“ og afrek þeirra í leik
og starfi. Það er ævintýri líkast að
fylgjast með árangri þroskaheftra á
íþróttasviðinu og það má ekki
gleyma þeim sem lögðu hönd á plóg-
inn í upphafi og skynjuðu mikilvægi
íþrótta fyrir auknum þroska og
bættri líðan skjólstæðingum sínum
til handa, þar stendur Helga Gunn-
arsdóttir fremst meðal jafningja.
Helga var sæmd silfurmerki
Íþróttasambands fatlaðra fyrir störf
sín fyrir Íþróttafélagið Eik á 15 ára
afmæli félagsins árið 1993. Með
Helgu er gengin kjarkmikil atorku-
kona, sem vann heilshugar að mál-
efnum þeirra sem minna mega sín
og hlífði sér hvergi í þeirri baráttu.
Að lokum þakka ég Helgu fyrir
vináttu hennar og tryggð við mig í
gegnum súrt og sætt. Sérstaka
þakkir fyrir hvað hún var börnunum
mínum góð. Í þeirra huga var hún
alltaf amma Helga. Nú getum við
yljað okkur við minningarnar um all-
ar samverustundirnar og minnumst
þeirra með hlýhug og gleði. Hafðu
þökk fyrir samfylgdina. Mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til Há-
konar, Úlfhildar og annarra ástvina
Helgu.
Blessuð sé minning Helgu Gunn-
arsdóttur.
Margrét Rögnvaldsdóttir.
Fallinn er frá samherji minn frá
fyrri tíð, Helga Gunnarsdóttir. Þeg-
ar ég gekk til liðs við Styrktarfélag
vangefinna á Norðurlandi (S.V.N.) á
áttunda áratugnum var öldin önnur.
Sólborg, fyrsta og eina heimilið fyrir
þroskahefta á Norðurlandi, var ný-
lega tekið til starfa og ekki full-
byggt. Langþráðu takmarki þeirra
sem engin úrræði höfðu haft fyrir
börn sín í heimabyggð var náð. Kon-
unum í kvennadeild S.V.N. þótti
vænt um heimilið og íbúana þar og
unnu þeim allt það gagn sem verða
mátti. Þar fór Helga, sem um skeið
var formaður deildarinnar, fremst í
flokki. Hún var ógleymanlegur per-
sónuleiki, hafði ákveðnar skoðanir
og yfir henni var sérstök reisn. Und-
ir niðri bjuggu ríkar tilfinningar og
hressleiki sem var smitandi.
Þegar viðhorfsbreyting varð í
málefnum þroskaheftra, og stofn-
anavist fordæmd, var vandlifað fyrir
suma sem unnið höfðu heilshugar að
uppbyggingu Sólborgar. Slík kú-
vending í hugmyndafræði truflaði þó
ekki Helgu. Hana skipti mestu að
hlúa að hinum fötluðu og gera þeim
sem oftast glaðan dag. Meðan Sig-
urbjörg, dóttir hennar, lifði hélt hún
veislur fyrir hópinn á heimili sínu, en
eftir andlát hennar stýrði hún m.a.
um margra ára skeið þorrablóti
S.V.N. og festi það í sessi sem nokk-
urs konar árshátíð þroskaheftra.
Minningar um samvinnu okkar
Helgu eru mér kærar. Ég man hana
í hópnum við laufabrauðsgerð á Sól-
borg, árlegan undirbúning að jóla-
basar S.V.N. og við kaffisölu við
vígslu Iðjulundar, svo fátt eitt sé
nefnt. Vænst þykir mér þó um
stundirnar með henni einni. Hún
hringdi þá gjarnan og spurði, dálítið
leyndardómsfull, hvort ég gæti ekki
litið inn. Mín biðu kræsingar í fal-
legu stofunni hennar og þar voru
málefnin krufin til mergjar. Ég fór
ríkari af þeim fundum og fann að ég
átti trúnaðarvin.
Um leið og ég þakka hlýjuna í
minn garð vil ég leyfa mér að þakka
fyrir ómetanlegt framlag Helgu til
málefna þroskaheftra og þann kær-
leik sem hún sýndi skjólstæðingum
S.V.N.
Hákoni, Úlfhildi og þeirra fólki
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Svanfríður Larsen.
Mig langar að minnast móðursyst-
ur minnar Helgu Gunnarsdóttur.
Fyrstu kynni okkar voru þegar ég
unglingur fór í sveit á Illugastaði í
Fnjóskárdal þar sem ég var nokkur
sumur og fékk að kynnast henni. Afi
og amma sem þá voru orðin öldruð
og slitin af mikilli vinnu bjuggu þar
síðustu árin sín saman. Það lenti því
á Helgu að sjá um heimilishaldið að
miklu leyti. Alveg man ég hvað það
var yndislegt að koma á vorin og fá
að dvelja nokkra mánuði með ætt-
mennum mínum, brosið og hlýjan,
sem mætti mér strax hjá Helgu, og
entist allt til enda. Alveg var það
ótrúlegt, að mér fannst, hvað þessi
kona komst yfir að gera, með tíu
manns í heimili, í gömlu þriggja
hæða húsi sem þurfti að þrífa hátt og
lágt og ekki var um þvottavél eða
önnur heimilistæki að ræða, en tólf
volta heimarafstöð var þó fyrir ljós.
Gestkvæmt var í meira lagi, enda
kirkja á staðnum og gjarnan boðið
upp á kaffi eftir messu og auðvitað
var Helga í kirkjukórnum. Þá var
hún með „skrúðgarð“ sem ég vil
kalla svo, og var hann sá fyrsti sem
ég hafði séð. Þarna ræktaði hún jurt-
ir og blóm sem ég hafði aldrei séð
eða vitað að til væru. Hjálpsemi og
dugnaður Helgu kom vel í ljós fyrir
nokkrum árum þegar konan mín
fékk krabbamein og var mikið veik,
þá hafði hún reglulega samband og
styrkti okkur í baráttunni og bakaði
um jólin smákökur og sendi okkur
og börnunum og var þá sjálf ekki
heil heilsu.
Innilegustu samúðarkveðjur sendi
ég Hákoni og fjölskyldu.
Elsku Helga mín, Guð veri með
þér og varðveiti, þinn frændi
Björn Gunnar.
HELGA S.
GUNNARSDÓTTIR