Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi sunnan Skarðsheiðar 1992-2012 Samvinnunefnd um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar auglýsir skv. 1. mgr. 14. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m/síðari breytingum tillögu að niðurfellingu svæðis- skipulags sunnan Skarðsheiðar 1992—2012. Til að flýta fyrir og auðvelda auglýsingu og gildistöku tillagna að aðalskipulagi í sveitar- félögunum Innri-Akraneshreppi, Hvalfjarðar- strandarhreppi, Leirár- og Melahreppi og Skil- mannahreppi er gerð tillaga um að svæðisskipu- lagið í heild sinni verði fellt úr gildi, ásamt síðari breytingum sem gerðar hafa verið á því. Sveitar- félögin lýsa því jafnframt yfir að strax verði hafist handa um gerð nýs svæðisskipulags. Breytingartillagan verður til sýnis í Heiðarskóla, skrifstofum sveitarfélaganna Skilmannahrepps á Innri Mel 2 í Melahverfi, Innri Akraneshrepps í félagsheimilinu Miðgarði, Hvalfjarðarstrand- arhrepps í félagsheimilinu Hlöðum, bæjarskrif- stofu Akraneskaupstaðar og á Skipulagsstofn- un frá og með fimmtudeginum 31. mars n.k. og til og með fimmtudeginum 28. apríl 2005. Einnig verður breytingartillagan birt á heima- síðunum www.hvalfjordur.is , www.skilmannahreppur.is og www.akranes.is. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út miðviku- daginn 18. maí 2005. Senda skal athugasemdir til formanns samvinnunefndar, Hallfreðs Vil- hjálmssonar, skrifstofu Hvalfjarðarstrandar- hrepps, Hlöðum, 301 Akranesi. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest, teljast samþykkir henni. 16. mars 2005. HallfreðHallfreður Vilhjálmsson, formaður samvinnunefndar um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar. Ríkislögreglustjórinn Sumarafleysingar í lögreglu árið 2005 Auglýst er eftir nokkrum lögreglumönnum vegna sumarafleysinga. Þeir verða ráðnir hjá flestum embættum á landinu, en þessi auglýs- ing gildir þó ekki fyrir Reykjavík, Kópavog og Hafnarfjörð, þar sem nemar Lögregluskóla rík- isins munu verða þar í starfsþjálfun. Nánari upplýsingar um þörf á afleysingamönn- um hjá einstaka embættum fást hjá viðkom- andi embættum. Auglýst er eftir lögreglumönnum sem hafa út- skrifast frá Lögregluskóla ríkisins, en náist ekki að manna allar stöður menntuðum lögreglu- mönnum er heimilt að ráða ófaglærða menn til afleysinga og skulu þeir fullnægja skilyrðum 2. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og þurfa að standast inntökupróf, hafi þeir ekki ekki starfað við afleysingar innan árs frá því að þeir hefja störf að nýju. Áður en afleysingamenn, sem ekki hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, hefja störf, þurfa þeir að sitja undirbúningsnámskeið, hafi þeir ekki starfað áður í lögreglu. Inntökupróf fyrir þá sem uppfylla almenn skilyrði verða haldin hjá Lögregluskóla ríkisins, en nánari tímasetning ákveðin síðar. Prófin gilda ekki sem inntökupróf í Lögregluskóla, skv. ákvörðun skólanefndar frá 28. október 2003. Námskeið fyrir sumarafleysingamenn og héraðslögreglumenn verða haldin síðari hlut- ann í maí, nánari tímasetning og staðsetning verður ákveðin síðar. Umsóknum skal skilað til viðkomandi emb- ættis fyrir 4. apríl 2004 á sérstökum eyðu- blöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum, annars vegar fyrir þá sem lokið hafa prófi frá Lögregluskólanum og hins vegar fyrir þá sem ekki hafa próf frá Lögregluskólan- um. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á lögregluvefnum, www.logreglan.is ,undir liðnum „Eyðublöð“. Nánari upplýsingar um inntökupróf er hægt að nálgast á lög- regluvefnum undir Lögregluskóli ríkisins/ Inntaka nýnema. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um. Reykjavík, 21. mars 2004. Ríkislögreglustjórinn. ÚU T B O Ð Útboð nr. 13837 Tollhúsið, Tryggvagötu 19, viðhald utanhúss Fasteignir ríkissjóðs óska eftir tilboðum í viðhald utanhúss á Tollhúsinu við Tryggvagötu 19 í Reykjavík. Suðurhluti hússins er fimm hæða með steyptum sléttpússuðum útveggjum. Suðurhlið 4. og 5. hæðar er að mestu hverfigluggaveggur, en 1. og 2. hæðin klædd nátturusteini og mósaíkmynd. Verkið felst að mestu í múrviðgerðum og málun austur- og vesturgafla; viðgerðum og málun glugga og niðurtekningu á járnbraut meðfram þakkanti og klæðning hans. Varsla er mikil þar sem umferð fólks og bíla er látlaus meðfram hús- inu á alla vegu. Helstu magntölur eru: Hreinsun og málun flata 950 m² Niðurtekning á járnbraut 120 m Klæðning á þakkanti 120 m Viðgerðir á sprungum 200 m Málun glugga 1.240 m Endurnýjun á gleri 15 stk. Bjóðendum er boðið að kynna sér aðstæður á verkstað fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 13.00. Verkinu skal vera að fullu lokið 8. ágúst 2005. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 150 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað 11. apríl nk. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÚU T B O Ð Útboð nr. 13836 - Viðhald utanhúss á Atvinnudeildarhúsi á lóð Háskóla Íslands í Reykjavík Fasteignir ríkissjóðs óska eftir tilboðum í viðhald utanhúss á Atvinnudeildarhúsi á lóð Háskóla Íslands í Reykjavík. Húsið er þriggja hæða og er um 330 m² að grunnfleti, byggt 1936. Þakið er lágreist valma- þak klætt þakpappa. Útveggir eru staðsteypt- ir, múrhúðaðir og yfirborðið með steiningar- mulningi. Gluggar og hurðir úr tekki hafa verið settar í eftir uppsteypu húss. Verkið felst að mestu í steypuviðgerðum, endursteiningu, við- gerðum á gluggum; endurnýjun á þakdúk og nýrri sinkklæðningu. Helstu magntölur eru: Hreinsun flata og endursteining 600 m² Endursteypa og steining gluggakanta 580 m Viðgerðir á sprungum 180 m Endurnýjun á gleri 190 m² Þakdúkur og læst sinkklæðning 280 m² Málun glugga með olíu 840 m Bjóðendum er boðið að kynna sér aðstæður á verkstað fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 14.00. Verkinu skal vera að fullu lokið 1. september 2005. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 150 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. apríl nk. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar 569 1111 Tilkynningar Húsavík Grunnskólakennarar/ þroskaþjálfar Húsavík er 2.400 manna bæjarfélag, þar er öflugt félags- og menningarlíf, aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu, vega- lengdir litlar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlistarskóli og öflug heilbrigðisstofnun (sjúkrahús og heilsu- gæsla) auk allrar almennrar þjónustu. Borgarhólsskóli er 390 nemenda einsetinn, heildstæður grunnskóli í glæsilegu og að hluta nýlegu húsnæði. Tónlistarskóli er í skólahús- inu og er samstarf grunn- og tónlistarskóla mikið. Áhersla lögð á umbóta- og þróunarstarf og samvinnuverkefni af ýmsu tagi. Veffang er: http://bhols.ismennt.is og www.borgarholsskoli.is og þar er að finna upplýsingar um skólann. Næsta skólaár er m.a. laus ein 100% umsjónar- kennarastaða á yngsta stigi skólans, 60% staða enskukennara í unglingadeildum, 60% staða íþróttakennara og 100% staða þroskaþjálfa. Nánari upplýsingar veita: Halldór Valdimarsson skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974, netfang: hvald@borgarholsskoli.is og Gísli Halldórsson aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631, netfang: gisli@borgarholsskoli.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Umsóknum skal skilað til skólastjóra Skóla- garði 1, 640 Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.