Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 29 UMRÆÐAN BÆJARFULLTRÚI Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, Hafsteinn Karlsson, skrifar grein í Morgun- blaðið fyrir nokkru og gagnrýnir hækkanir á gjöldum og þjónustu í bænum. Hann fullyrðir að það sé dýrast að búa í Kópavogi. Svo er auðvitað ekki. Kópavogur er með næstlægstu fasteignagjöldin, þegar þau eru borin saman við fjögur ná- grannasveitarfélög og Akureyri. Það er gott að búa í Kópavogi, og alls ekki eins dýrt og Hafsteinn vill meina. Núverandi meirihluti vinnur að því að stilla í hóf álögum á bæj- arbúa eins og mögulegt er. Ég undr- ast það og þykir það leitt að félagi úr bæjarstjórninni skuli dreifa upplýs- ingum sem virðist ætlað að skaða bæjarfélagið. Tónlistarskólinn og Kópavogsbær Hafsteinn veit mæta vel af hverju ýmsar hækkanir stafa. Samt er hann að rugla með óskylda hluti. Til dæmis hækkanir á skólagjöldum í Tónlistarskóla Kópavogs, sem er í eigu Tónlistarfélags Kópavogs og rekinn í góðri samvinnu við Kópa- vogsbæ. Skólagjöld Tónlistarskól- ans eru ákveðin af stjórn Tónlistar- félagsins en alls ekki af bæjarstjórn. Ég er undrandi á að Hafsteinn skuli finna þörf fyrir að láta birta eftir sig þessa lágkúru. Við höfum staðið rækilega við bakið á listaskólum okkar um árabil, bæði Tónlistar- skóla Kópavogs og Myndlistarskóla Kópavogs, einum fárra slíkra skóla sem eftir eru í landinu. Því miður brenglaðist grein eftir mig í bæj- armálablaðinu Vogum sem kom ný- lega út. Þar var talað um að Tónlist- arskólinn væri rekinn á vegum ríkisins. Auðvitað veit ég allt um Tónlistarskólann og rekstur hans. Það leiðrétti ég hér með og harma þau mistök sem urðu í vinnslu grein- arinnar. Að öðru leyti stendur sú grein sem mín. Hafsteinn veit að gjaldahækkanir eru óumflýjanlegar. Fasteignamat hefur hækkað, því miður, af ýmsum orsökum. Til dæmis vegna gíf- urlegrar aukningar lánsfjármagns til kaupa á íbúðum ásamt víðfrægum lóðarskorti í Reykjavík. Þetta tvennt eru helstu orsakir þess að fasteignamat hækkar nú. Sú hækk- un er utan seilingar fyrir yfirvöld bæjarins, það sér hvert mannsbarn. Fasteignagjöldin eru ákveðið hlut- fall af fasteignamatinu og eru einn af tekjustofnum sveitarfélaga. Þess- ar tekjur geta sveiflast milli ára. Í efnahagslægð lækkar fasteigna- matið og þar með tekjur sveitarfé- laga. Í uppsveiflu og sérstökum að- stæðum eins og nú hækkar matið. Viljum ekki sjá hækkanir Það skiptir miklu máli að Kópa- vogsbær íþyngi ekki íbúum sínum með álögum. Við sjálfstæðismenn erum þeirrar gerðar að við erum sí- fellt á bremsunni gagnvart óþarfa hækkunum. Við viljum sjá stöð- ugleika, ekki sífelldar hækkanir. En það verða hækkanir á þjónustu- gjöldum, bæði vegna hækkunar á verðlagi og eins vegna launahækk- ana. Til dæmis hafa laun grunn- skólakennara og leikskólakennara hækkað verulega sem er gott mál. Einnig hefur starfsmatsverkefnið milli launanefndar og samflots starfsmannafélaga leitt til aukinna launaútgjalda fyrir bæjarsjóð um á annað hundrað milljónir króna. Ein- hvers staðar frá verða peningarnir að koma til að greiða fyrir launa- hækkanir og hækkun á aðföngum. Kópavogsbær er með næstlægstu fasteignagjöldin sem skýrt er ít- arlega í grein minni í Vogum. Þar er samanburður milli sveitarfélaganna birtur. Fasteignagjöld á Kópavogs- búa munu lækka þegar Reykjavíkurborg hættir þeim ótrúlega hernaði sem hún beitir gegn íbúum Kópavogs í vatnsmálinu, þ.e.a.s. neitar okkur að fara með vatnsleiðsluna gegnum þeirra land. Miðað við áætlanir sem liggja fyrir mun vatns- gjaldið lækka að minnsta kosti um þriðj- ung eftir að við losnum úr okursamningnum við Orkuveitu Reykjavíkur. Eitt var þó rétt í grein Hafsteins: „Það er gott að búa í Kópavogi.“ Um það deilir enginn lengur, enda fast- eignaverð í Kópavogi hið hæsta á landinu. Þar vilja allir búa. Þar er þjónustan best. Um það deilir eng- inn lengur. Sú var þó tíð að ekki voru menn ánægðir með stjórn mála í þessum bæ. Það var þegar skoð- anabræður Hafsteins réðu lögum og lofum fyrir 1990. Ég efa að Hafsteinn og félagar vilji yfirgefa Kópavog og flytja til samherja sinna í Reykjavík, eða heldur að hann vilji fá aftur ástandið sem hér var á níunda ára- tugnum. Ég sendi Kópavogsbúum óskir um gleðilega páska og gleðilegt sumar. Næstlægstu fasteignagjöldin eru í Kópavogi Gunnar I. Birgisson svarar Hafsteini Karlssyni Gunnar I. Birgisson ’„Það er gott að búa íKópavogi.“ Um það deil- ir enginn lengur, enda fasteignaverð í Kópa- vogi hið hæsta á land- inu. Þar vilja allir búa. Þar er þjónustan best.‘ Höfundur er alþingismaður og for- maður bæjarráðs Kópavogs. Okkar bestu bo›! Vaskar og handlaugar Ver› 29.900 19.900 Ver› 29.900 19.900 Handklæ›aofnar 60 x 60 sm 60 x 120 sm Ver› 39.900 29.900 Ver› 29.900 19.900 Salerni Ver› 58.000 39.900 Ver› 24.900 19.900 Hur›irMjög gott úrval af innihur›um Spónlagt Mahony: ver› 25.900 Eik, Hlynur, Mahony, Hnota. 70, 80 og 90 sm. 19.900 Sturtuhausar Ver› frá 7.990 2.990 Margar stær›ir og ger›ir Victory sturtuklefar Ver› 92.900 49.900 Ver› 92.900 49.900 Gólfflísar Frábært úrval Ver› frá 1.790 30 x 60 sm 30 x 30 sm 45 x 45 sm Ver› 29.000 14.900 Ver› 28.900 14.900 Ver› 12.900 9.999 Ver› 15.900 9.999 Ver› 7.990 4.900 -flegar flú kaupir gólfefni Parketúrvali› er í Har›vi›arvali BEYKI 60cm 1.990 BEYKI Country 60cm BEYKI 60cm 1.990 BEYKI Natur 60cm BEYKI 60cm 1.990 ik 60cm BEYKI 60cm 3.990 Eik Tundra s ellt BEYKI 60cm 2.490 ik Natur BEYKI 60cm 2.690 Eik Rusti al Me› hljó›einangrandi undirlagi og gólflistum Vi›arfliljur Ver› 1.690 1.290 Ver› 1.600 1.290 Ver› 11.900 7.900 Ver› 19.990 9.900 Blöndunartæki Ver› frá 1.790 Veggflísar á ba›herbergi og eldhús E i n n t v e i r o g þ r í r 2 8 7 .0 4 1 13 x 260 sm 20 x 25 sm Ver› 29.000 14.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.