Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 19
ERLENT
!" #
$
#
# %"
#
%" & '( %" ) & *#
MARGT bendir til, að heilsu Jó-
hannesar Páls II páfa sé aftur að
hraka og veldur það áhyggjum í
Páfagarði, einkum nú þegar dymb-
ilvikan er gengin í garð. Hefur páfi
ávallt tekið mikinn þátt í atburðum
páskavikunnar. Rodolfo Proietti,
læknir sem stýrir læknateymi er
annast páfa, sagði hins vegar síðdeg-
is í gær að Jóhannes Páll yrði alls
ekki fluttur aftur á sjúkrahús.
Ítölsk blöð sögðu í gær, að hugs-
anlega yrði páfi aftur fluttur á
sjúkrahús, í þriðja sinn á sjö vikum,
en talsmaður Páfagarðs sagði, að
ekkert nýtt væri að frétta af heilsu-
fari hans. Hann staðfesti þó, að páfi
myndi ekki taka á móti fólki í dag
eins og venja væri þó til. Hugsanlega
myndi hann samt blessa fólk á Pét-
urstorginu úr glugga íbúðar sinnar.
Rómarblaðið Il Messaggero sagði,
að heilsa páfa væri miklu tæpari nú
en þegar hann var á sjúkrahúsinu og
blaðið hafði eftir Stanislaw Dziwisz
erkibiskupi og nánasta aðstoðar-
manni páfa, að fólk ætti að biðja fyrir
honum því að honum hefði hrakað.
Áhyggjur
af heilsu-
fari páfa
Páfagarði. AFP.
STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa
mótmælt þeirri ákvörðun borg-
arstjórnar Varsjár í Póllandi að
nefna torg eitt í borginni eftir
Djokhar Dúdajev, fyrsta forseta
Tétsníu.
Í yfirlýsingu sem utanríkis-
ráðuneyti Rússlands hefur sent
frá sér segir að þessi ákvörðun
sé fallin til þess eins „að valda
gremju“. Dúdajev fór fyrir að-
skilnaðarhreyfingu Tétsena sem
hóf baráttu fyrir stofnun sjálf-
stæðs ríkis þegar Sovétríkin liðu
undir lok 1991. Rússar líta á leið-
toga Tétsena sem „hryðjuverka-
menn“. Dúdajev drápu Rússar
árið 1996. „Illgerlegt er að túlka
þetta [þ.e. ákvörðun um torgið] á
annan veg en þann að ætlunin sé
að óvirða minningu þeirra sem
týnt hafa lífi í árásum hryðju-
verkamanna í Moskvu og öðrum
borgum Rússlands,“ sagði og í
yfirlýsingu ráðuneytisins.
„Fjandsamlegur
gjörningur“
Í yfirlýsingunni var tekið fram
að Rússar gerðu sér ljóst að
stjórnvöld í Póllandi stæðu ekki
að baki þeirri ákvörðun að nefna
torgið eftir Dúdajev. Hins vegar
var minnt á að nokkrir pólskir
embættismenn hefðu gagnrýnt
opinberlega drápið á Aslan
Maskhadov, leiðtoga Tétsena,
fyrr í mánuðinum. Rússar segj-
ast hafa greitt fé fyrir upplýs-
ingar um ferðir hans.
Í yfirlýsingu ráðuneytisins
sagði að viðbrögð pólsku emb-
ættismannanna væru líkt og sú
ákvörðun að nefna torgið eftir
Dúdajev „fjandsamlegur gjörn-
ingur“ gagnvart Rússum.
Abdul-Khalim Sadullayev,
hinn nýi leiðtogi Tétsena, fagnaði
hins vegar ákvörðun Varsjárbúa.
Sagði í yfirlýsingu frá honum að
Pólverjar hefðu líkt og Tétsenar
háð baráttu gegn „rússneska
heimsveldinu“ til að hljóta frelsi
og sjálfstæði.
Rússar
reiðir yf-
irvöldum
í Varsjá
Torg nefnt eftir
Dúdajev, fyrsta
forseta Tétsníu
Moskvu. AFP.
ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkj-
unum hafnaði á mánudagskvöld
kröfu um að bandarísku konunni
Terri Schiavo í Flórída yrði á ný gef-
in næring í æð. Schiavo, sem skadd-
aðist á heila fyrir 15 árum, hefur
ekki fengið vökva eða næringu frá
því á föstudag eftir að dómari í Flór-
ída úrskurðaði að ósk eiginmanns
Schiavo að tækin yrðu aftengd.
Bandaríkjaþing setti þá sérstök lög
sem gerðu foreldrum hennar kleift
að áfrýja málinu til alríkisdómstóls
en foreldrarnir vilja að tækin séu
höfð áfram í sambandi.
Alríkisdómarinn, James Whitte-
more, sagði í úrskurði sínum að for-
eldrar Schiavo hefðu ekki fært rök
fyrir því í máli sínu að nokkur von
væri til þess að einhver breyting
geti orðið á ástandi hennar. Lög-
maður foreldranna sagði að úr-
skurðinum yrði áfrýjað til áfrýj-
unardómstóls en ekki var ljóst í gær
hve langan tíma sú meðferð tæki.
Könnun, sem Gallup gerði fyrir
blaðið USA-Today og CNN-
sjónvarpsstöðina, gefur til kynna að
rösklega helmingur Bandaríkja-
manna vilji að tækin verði aftengd
og á það við um jafnt repúblikana
sem demókrata.
Michael Schiavo, eiginmaður
Schiavo, sem hefur forræði yfir
henni, segir hana hafa tjáð sér á sín-
um tíma að hún vildi ekki að sér yrði
haldið á lífi með tækjum árum sam-
an. Eiginmaðurinn gaf fyrirmæli um
það á föstudag, að slanga, sem séð
hefur Terri fyrir næringu, yrði tekin
úr sambandi eftir að hafa fengið til
þess heimild ríkisdómstóls í Flórída.
Dómkvaddir læknar hafa komist að
þeirri niðurstöðu að engar líkur séu
á því að Schiavo nái nokkrum bata,
hún muni verða í dái allt til dauðans.
Tekið skal fram að hún er ekki heila-
dauð enda væri þá ekki deilt um
réttmæti þess að aftengja tækin.
Það er gert vestra og almennt í Evr-
ópu vegna þess að manneskja sem
greind er heiladauð telst látin. Til
greina kemur þó að halda fólki
áfram í slíku ástandi ef ætlunin er að
það gegni hlutverki líffæragjafa,
þrátt fyrir heiladauðann.
Læknar sem skoðað hafa Schiavo
segja að þau merki um sjálfráð við-
brögð sem foreldrar hennar og
bróðir hafa fullyrt að greina megi
séu aðeins ósjálfráð viðbrögð og
vöðvasamdrættir vegna ertingar, að
því er kemur fram í frétt AP-
fréttastofunnar. Ekki sé um að ræða
meðvituð svör er tengist heila-
starfseminni við því sem ástvinir
hennar eru að segja við hana. Sem
dæmi um það hve auðvelt er að láta
blekkjast má nefna að taki sjúkling-
ur í dái fast um fingur aðstandanda
getur verið um ósjálfráð viðbrögð að
ræða. Geti hann hins vegar sleppt
takinu sjálfur er líklegt að um sé að
ræða sjálfráð viðbrögð, að hann viti
hvað hann sé að gera.
Hægt að halda fólki lengi
á lífi með nútímatækni
Séra Kristján Björnsson, sókn-
arprestur í Vestmannaeyjum, lauk í
fyrra námi í klínískri sálgæslu við
Tampa General Hospital í Flórída.
Terri Schiavo er á sjúkrahúsi í
næstu sýslu og segir Kristján að
öðru hverju hafi mál hennar verið
rætt í fyrirlestrum um siðfræðileg
álitamál enda málið mjög þekkt
vestra síðustu árin.
Ýmsar siðfræðilegar spurningar
hljóti að vakna þegar mál af þessu
tagi komi upp. „Þær tengjast ekki
síst aðstæðum á hátæknisjúkra-
húsum nútímans en þar er hægt að
gera svo margt til að halda fólki á lífi
jafnvel þótt það sé nánast dáið,“ seg-
ir Kristján. Mál Schiavo snúist fyrst
og fremst um það hvort vilji sjálfs
sjúklingsins eigi að ráða. Venja sé að
trúa því sem nánasti aðstandandi
hafi eftir sjúklingnum hafi hann eða
hún ekki skilið eftir sig gögn er taki
af allan vafa.
Það hafi Schiavo ekki gert.
Sjúkrahúsið sem
Kristján lærði á
gerði það yfirleitt
að skilyrði að
slíkt skjal væri
fyrir hendi áður
en fólk var lagt
inn til meðferðar
og ávallt fyrir
skurðaðgerð.
Prestar voru oft
fengnir til að aðstoða fólk við að fylla
út skjölin.
„Um er að ræða skjal sem í
Bandaríkjunum er nefnt Advanced
Directive en einnig er talað um Liv-
ing Will sem nær yfir stærsta hlut-
ann af skjalinu,“ segir Kristján.
„Heitið á ensku minnir af ásettu ráði
á orðið erfðaskrá [Will]. Þetta er
ekki lagalegur pappír heldur leið-
beiningar frá sjúklingnum ef vissar
aðstæður koma upp. Þar eru skráð
fyrirmæli um hugsanlega meðferð ef
sjúklingur lendir í tilteknu, var-
anlegu ástandi, eins og t.d. því sem
Schiavo er í. Það er mat manna að
ástand hennar sé varanlegt en um
það er reyndar líka deilt í Schiavo-
málinu.“
Hann segir að skýr lög gildi um
það vestra hver hafi forræði yfir
sjúklingi. Maki hafi mestan rétt, þá
uppkomin börn, í þriðja lagi for-
eldrar og í fjórða lagi systkin sjúk-
lingsins. Vanti einn liðinn, til dæmis
uppkomin börn, færist hinir að-
ilarnir ofar í forgangsröðinni og það
sé reyndin í máli Schiavos, foreldr-
arnir gangi næst eiginmanninum.
„Þetta snýst í raun og veru ekki um
vilja aðstandenda heldur að hve
miklu leyti þeir geti sagt til um það
hver vilji sjúklingsins hafi verið.“
Kristján segir ljóst að margir
Evrópumenn eigi erfitt með að
skilja hvað málið snúist um. Banda-
ríkjamenn beri geysilega mikla virð-
ingu fyrir einstaklingnum og rétti
hans til að ákveða sjálfur örlög sín.
Evrópumenn myndu margir segja
sem svo að eðlilegt sé að læknar eða
aðrir sérfræðingar taki ákvörðun
um að aftengja tækin sem haldið
hafa lífi í Schiavo.
Verið að móta íslenskar reglur
Fram til þessa hefur hér á landi
verið stuðst við vinnureglur á hverj-
um spítala í málum af þessu tagi.
Pálmi Jónsson, læknir á Landspítala
– háskólasjúkrahúsi, situr í nefnd
með landlækni um gerð tillagna um
reglur er gilda skuli hér á landi um
mál af þessu tagi. Mun vinnan vera
langt komin, búist er við tillögum
fyrir sumarið og verða þær síðan
sendar umsagnaraðilum. Telur
Pálmi að gangi sú vinna vel gæti
starfhæft kerfi, íslensk og staðfærð
útgáfa af því bandaríska, verið kom-
ið í gagnið eftir ár. Íslenska heitið á
skjalinu sem fólk hafi reiðubúið
verði líklega lífsskrá sem minnir á
orðið erfðaskrá.
„Rætt er um að koma upp gagna-
grunni í vörslu landlæknis og verði
hann tiltækur allan sólarhringinn,“
segir Pálmi. „Þrjú atriði verða til-
greind. Í fyrsta lagi hvort beita megi
aðferðum sem lengi lífið komi upp sú
staða að sjúklingur geti ekki sjálfur
tjáð vilja sinn, í öðru lagi getur ein-
staklingur tilgreint sérstakan um-
boðsmann sem getur verið maki en
þarf ekki að vera það og loks er rætt
um að hægt sé að taka fram viðhorf
sjúklingsins til líffæragjafar.“
Pálmi segir að ekki verði um
skyldu að ræða heldur valfrelsi.
Mikilvægt sé að hægt verði að
skipta um skoðun, láta breyta því
sem standi í grunninum. Hug-
myndin um umboðsmann sé mik-
ilvæg vegna þess að þótt reynt sé að
taka af allan vafa geti komið upp að-
stæður sem ekki sé hægt að sjá al-
gerlega fyrir. Þá sé gott að umboðs-
maður hafi leyfi til að taka ákvörðun
um atriði sem sjúklingurinn hafi
ekki náð að tjá sig um.
Hve lengi ber að halda okkur á lífi?
Fréttaskýring | Mál Terri Schiavo í Flórída snýst fyrst og fremst um tilraun til að meta hvað hún
hefði sjálf kosið að gert yrði ef hún félli í dá og læknar teldu bata útilokaðan.
AP
Andstæðingar þess að tækin séu aftengd með spjöld sín við Woodside-
sjúkrahúsið þar sem Terri Schiavo liggur. Sumir þeirra segja að með því
að hætta að gefa henni vatn og næringu í æð sé verið að hunsa lögmál
náungakærleikans og trúarbragðanna um að sinna bágstöddum.
Kristján Björnsson
kjon@mbl.is