Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ VALUR Gunnarsson er hættur sem ritstjóri tímaritsins Reykjavík Grapevine og við af honum hefur tekið Banda- ríkjamaðurinn Bart Cameron. Valur segist stefna á að gefa út nýtt blað á íslensku í sumar og hefur það hlotið nafnið Þorparinn. Valur segir að blaðið verði „allsherjar menningarblað á íslensku. Um mannfólk og málefni. Það er náttúrulega ekki hægt að aðskilja stjórnmál frá menningu, þannig að þau hljóta að koma fram þarna einhvers staðar,“ segir hann. Valur kom heim til Íslands fyrir um tveimur árum, að loknu MA-námi, og „lenti beint í því að skrifa fyrir Grapevine. Ég hef verið að vinna að bók frá því ég bjó í Finnlandi og hékk þar með indverskum jógagúrúum. Ég fór aftur til Lapplands og Norður-Noregs síðasta vor og þegar ég kom þaðan fór ég beint í blaðið, eina ferðina enn. Hingað til hef ég fórnað bókinni fyrir blaðið, en núna ætla ég að fórna blaðinu fyrir bókina,“ segir hann. Fer til Rússlands Valur ætlar aftur út núna í maí, til Múrmansk í Rúss- landi, í gegnum Finnland. „Þangað fer ég með Akureyr- ingum og Finna sem býr á Akureyri, en það vill svo til að Múrmansk er vinabær Akureyrar. Þarna ætla ég að klára skrudduna og reikna með að hún komi út núna strax í haust.“ Spurður um efni bókarinnar segir hann hana fjalla um skipaþrifamann sem uppgötvi að hann hafi dulræna hæfileika og átök hans við illþýði. Vinnuheitið er Æv- intýri Ilka Hampurilainen. Valur er einnig að vinna að bók um „hugarfar og landafræði Reykjavíkur“. Bart tók við starfi Vals sem ritstjóri Reykjavík Grape- vine 16. mars. „Ég er búinn að vinna hjá blaðinu síðan í maí í fyrra. Ég var búinn að vera á Íslandi í eitt ár og langaði til að fara á tónleika með hljómsveitinni Violent Femmes, sem er frá heimabæ mínum, Racine í Wiscons- in. Ég áttaði mig á því að eina leiðin til að komast á tón- leikana væri að skrifa umsögn um þá fyrir eitthvert blað og ákvað að taka viðtal við hljómsveitina líka. Viðtalið varð hins vegar ein mestu vonbrigði lífs míns, því í ljós kom að æskuhetjurnar mínar voru algjörir óþokkar. En ég skrifaði greinina fyrir Reykjavík Grapevine og ég býst við að ritstjórunum hafi litist vel á að ég skyldi hafa haft siðferðisþrek til að gera lítið úr átrúnaðargoðum mínum þegar þau áttu það skilið,“ segir hann. Bart segist ætla að gera nokkrar breytingar á blaðinu. „Já, ég ætla að gera útlitsbreytingar og svo er ætlunin að fá til liðs við blaðið fastan hóp höfunda og reyna að auka gagnvirkni milli þeirra og lesenda,“ segir hann. „Auðvit- að verða harðar fréttir á sínum stað, en við ætlum líka að bæta þjónustu við útlendinga sem eru að reyna að koma sér fyrir hér á landi. Það er meira að segja, svo dæmi sé nefnt, tilefni til að gefa leiðbeiningar um innkaup í mat- vöruverslunum, því oft og tíðum veit maður ekki hvort maður er að kaupa hrossakjöt eða eitthvað annað,“ segir hann og hlær. Vinstrisinnað Pólitísk rödd blaðsins verður vinstrisinnuð, segir Bart. „Morgunblaðið virðist vera nokkuð til hægri og það er erfitt að staðsetja Fréttablaðið, þannig að við ætlum að vera vinstra megin, eins og flestir dyggustu lesendur blaðsins hingað til; stúdentar og nemendur framhalds- skóla,“ segir hann. Þá stendur til að opna Grapevine-búð á Laugavegi 11, fyrir neðan Bar 11. Þar verður upplýsingamiðstöð fyrir útlendinga og boðið upp á ýmsar vörur fyrir þá, eins og íslenskar bækur í enskri þýðingu, auk geislaplatna með minna þekktum íslenskum tónlistarmönnum. Útgáfa | Ritstjóraskipti hjá Grapevine og nýtt blað á íslensku Þorparinn nálgast Morgunblaðið/Sverrir Núverandi ritstjóri Grapevine, Bart Cameron (í for- grunni), og fráfarandi, Valur Gunnarsson. ivarpall@mbl.is HIPP-HOPP-sveitin tilraunaglaða N*E*R*D hefur lagt upp laupana eftir að hafa lent ítrekað í útistöð- um við umboðsmenn sína og útgef- endur hjá Virgin. Pharrell Will- iams, forsprakki sveitarinnar, og félagar hans Chad Hugo og Shay hafa ákveðið að slíta samstarfinu í stað þess að standa í stappinu áfram. „N*E*R*D er dauð. Við eigum ekki samleið með Virgin Re- cords og því erum við hættir.“ Williams hefur hins vegar hug- hreyst aðdáendur sína með að þetta þýði ekki að þeir Hugo, sem mynda saman upptökuteymið far- sæla, The Neptunes, hafi slitið samstarfinu. Þeir munu áfram semja og taka upp lög saman fyrir sig og aðrar stjörnur, en nýjasti smellur þeirra er „Drop it like it is“, sem Snoop Dogg gerði vinsælt. N*E*R*D hætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.