Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 25 DAGLEGT LÍF DAGLEGAR hláturrokur geta ver- ið heilsusamlegar fyrir hjartað. Þær styrkja blóðflæði líkamans, líkt og aðrar líkamsæfingar. Þung- lyndi og deyfð getur á hinn bóginn leitt til aukinnar áhættu á hjarta- truflunum og dauðsföllum af völd- um hjartaáfalla, að því er banda- rískir vísindamenn hafa nú staðfest. Sálfræðilegir þættir geta þar með haft afgerandi áhrif á lík- amlega heilsu manna. „Við mælum ekki með því að fólk taki upp hlátur í stað líkamsæfinga, en við mælum með því að fólk hlægi mjög reglulega. Hálftíma líkams- þjálfun þrisvar í viku og fimmtán mínútna daglegur hlátur er líklega góð blanda fyrir æðakerfið,“ segir dr. Michael Miller við læknadeild Maryland-háskóla í Baltimore. Miller og samstarfsmenn hans við skólann sýndu tuttugu heil- brigðum sjálfboðaliðum tvær kvik- myndir, eina gamanmynd og aðra spennuvaldandi, og prófuðu á með- an starfsemi æðakerfisins. Spjótum var einkum beint að æðaveggjum. Í ljós kom að blóðflæði í æðum sjálf- boðaliðanna minnkaði til muna eft- ir streituvaldandi atriði í bíómynd- unum á meðan blóðið flæddi mun frjálsar í æðum þeirra, sem gátu hlegið að fyndnum uppákomum í gamanmyndunum. Að meðaltali jókst blóðstreymið um 22% þegar hlegið var og minnk- aði um 35% við spennu. Þetta sýnir að hláturinn getur dregið úr hjarta- og æðasjúkdómum ef hann er stundaður nokkuð reglulega og getur þar með lengt lífið. Reuters Hláturinn góður fyrir hjartað  HEILSA RÖNG notkun á umbúðum utan um matvæli getur leitt til þess að heilsu- spillandi efni berist í matvælin, efni sem eru bæði ósýnileg og bragðlaus. Á það sérstaklega við um plast- umbúðir, sem innihalda mýking- arefni og álpappír. „Plastfilma og ál eru algengar umbúðir utanum mat- væli og viljum við brýna fyrir fólki að skoða vel leiðbeiningarnar, sem fylgja umbúðunum,“ segir Sesselja María Sveinsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Til dæmis má heitur matur ekki komast í snert- ingu við plastfilmu sem í er mýking- arefni og á það meðal annars við um mat sem hitaður er í örbylgjuofni. Feitur matur í álpappír Sama á við um feitan mat eins og ost eða smjör, sem ekki á að pakka inn í þunna plastfilmu heldur í ál- pappír eða í plastpoka sem ætlaðir eru undir matvæli. Ál getur einnig verið varhugavert utan um súr mat- væli, sítrónur eða appelsínur svo dæmi sé tekið og eins á ekki að sjóða ávaxtagraut eða sultur í ál- potti. Í upplýsingabæklingi, sem gefinn er út af Umhverfisstofnun um um- búðir matvæla, er bent á mikilvægi þess að nota umbúðirnar á réttan hátt og í samræmi við merkingar, en merkingarnar eru á ábyrgð fram- leiðanda vörunnar. „Við erum að taka upp sérstakt merki á umbúðir sem ætlaðar eru fyrir matvæli,“ segir Sesselja. „Um- búðir fyrir matvæli skulu vera auð- kennd með glas- og gaffalmerki eða með upplýsingum um til hvers þær eru ætlaðar. Annaðhvort með texta, „fyrir matvæli“, eða með teikningu af glasi og gafli.“ Ríkulega myndskreytt leirílát sem geta gefið frá sér blý og/eða kadíum á ekki að nota undir mat- væli. Sesselja nefnir dæmi af sænskri fjölskyldu sem fékk alvar- lega matarblýeitrun eftir að hafa borðað mat úr skreyttu leiríláti, sem keypt var í sumarfríinu á Spáni. Ílátið var reyndar ætlað sem skraut en ekki undir mat. Áprentaðir innkaupapokar Áprentaða innkaupapoka á ekki að nota undir matvæli og það sama á við um ruslapoka. „Nestispoka, frystipoka og plastpoka sem ætlaðir eru fyrir matvæli er auðvitað óhætt að nota,“ segir Sesselja. Eða eins og segir í bæklingnum: Frystipokar eru fyrir frystivörur, álpappír hentar fyrir t.d. ost, kjöt og smjör. Plastfilma hentar fyrir ávexti, grænmeti og brauð. Plastílát má aðeins nota í örbylgjuofn ef leið- beiningar með þeim sýna að plastið þoli örbylgjuhita. Í örbylgjuofn á að- eins að nota plastfilmu sem ætluð er til þess og glerílát má nota fyrir öll matvæli en athuga þarf vel hvaða hitastig glerið þolir. Lítil könnun í nokkrum versl- unum leiddi í ljós að allur gangur er á merkingum á umbúðunum fyrir matvæli og voru nokkrar án leið- beininga um notkun.  NEYTENDUR Rangar umbúðir geta verið heilsuspillandi Matarfilma með mýkingarefni má ekki komast í snertingu við fiturík- an og/eða heit matvæli. Morgunblaðið/Jim Smart Álpappír hentar vel utan um fiturík matvæli svo sem ost eða smjör. Frekari upplýsingar er að finna í bæklingi, sem liggur frammi hjá Umhverfisstofnun og á www.ust.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.