Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tilgangurinn helgar meðalið þegar réttri lyfjameðferð er beitt.
Útlit er fyrir að ekkiverði fært umKjöl um páskana
vegna hlýviðris og krapa
þar efra. Jeppafólki mun
þess vegna þykja færðin
æði þung láti það sér á
annað borð til hugar koma
að fara Kjöl. Ekki vantar
upplýsingarnar um færð-
ina eftir þrautagöngu
þriggja ungmenna á
tveimur jeppum sem
bjargað var eftir umfangs-
mikla leit björgunarsveita
og Landhelgisgæslu um
helgina. Þau kolfestu ann-
an jeppann við Mosfell
vestur af Kerlingarfjöllum og urðu
eldsneytislaus á hinum bílnum við
Mikluöldu í fyrrakvöld. Þótt sjálf
hefðu þau aldrei upplifað sig í
neinni hættu, litu björgunarsveitir
engu að síður svo á að þær væru að
veita neyðaraðstoð vegna fólks
sem væri saknað. Og ekki verður
spáð í kostnaðinn við leit allt að 80
leitarmanna á yfir 20 ökutækjum.
„Við leggjum aldrei kostnaðarlegt
mat á svona leit,“ útskýrir Þor-
steinn Þorkelsson, sviðstjóri
rekstrarsviðs Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. „Við förum í útkall-
ið, leysum það en veltum okkur
aldrei upp úr því hvað þetta kost-
ar.“
Ekki er óþekkt að fólk sem hef-
ur fest bíla sína og óskar sjálft eft-
ir aðstoð björgunarsveita sé rukk-
að fyrir hjálpina eftir á en í þessu
tilviki var um týnt fólk að ræða og
þar af leiðandi neyðarástand.
Björgunarsveitir litu svo á að yf-
irvofandi háski væri á ferð.
Ferðaáætlun og
fjarskipti mikilvæg
En hvað geta aðrir ferðalangar
lært af hrakförum unga fólksins?
„Fólk sem fer til fjalla á að skilja
eftir nákvæma ferðaáætlun og ef
breytt er út af henni á að láta vita,“
segir Þorsteinn. „Önnur grund-
vallarregla er að hlusta á veð-
urspá.“ Bætir hann því við að ekki
megi flaska á því að kanna færð og
aðstæður áður en lagt er í hann.
Ungmennin á Kili voru með leið-
sögutæki en fundu samt ekki veg-
inn sem allajafna er hulinn snjó að
vetri til. Fjarskiptatæki fólksins
dugðu þá ekki til að geta tilkynnt
fólki í byggð um ástand mála og
því fór sem fór. Þorsteinn segist
sjálfur aldrei leggja á fjöll án þess
að vera með búnað á borð við
NMT-farsíma sem hægt er að nota
til að kalla á hjálp ef illa fer.
Vitað er að ferðalangarnir fengu
upplýsingar um færð á Kili hjá
bóndanum á Steiná í Svartárdal
sem ráðlagði þeim að snúa við
vegna slæmrar færðar. En fólkið
kaus að halda áfram. Að öðru leyti
geta ferðalangar sótt sér upplýs-
ingar um færð og aðstæður á Kili
með því að hringja í Hveravelli,
segir Þorsteinn.
Gagnleg ferðaáætlun hefði
breytt töluverðu fyrir leitina að
fólkinu því leitarmenn höfðu í
fyrstunni ekki hugmynd um hvar
fólkið var. Ekki var vitað að það
var uppi á Kili fyrr en það fékkst
staðfest af bóndanum á Steiná sem
hafði hitt það kl. 17 á sunnudag.
„Fram að þeim tíma vorum við
jafnvel að hugsa um að leita líka á
Sprengisandi. En upplýsingar frá
bóndanum gerðu það að verkum
að við gátum einbeitt okkur að
Kili,“ segir Þorsteinn.
Almennt segir hann að vanir
ferðamenn hugsi vel um öryggis-
þætti á borð við ferðaáætlun og
fjarskipti. Það sé þó varasamt að
breyta ferðaáætlun ef ekki er
hægt að tilkynna það til byggða.
Það eina sem björgunarsveitir
vissu um fólkið á Kili var að það
ætlaði að aka suður yfir hálendi og
mun eitthvað hafa verið minnst á
Kaldadal. Það var ekki fyrr en
gengið var á ferðafélaga þeirra á
Dalvík að það kom upp úr dúrnum
að aka átti yfir Kjöl.
Formaður Ferðaklúbbsins 4x4,
Skúli Haukur Skúlason, segir fjar-
skipti skipta mjög miklu máli fyrir
jeppafólk og flestir passi vel upp á
þennan öryggisþátt. NMT-símar
og VHF-talstöðvar sé það helsta
sem notast er við. Byggt hefur
verið upp mikið kerfi endurvarpa
fyrir VHF-stöðvar. „Menn eru því
í góðu sambandi á hálendinu og ég
held ég megi segja að í allflestum
tilvikum séu menn annaðhvort
búnir VHF-stöðvum eða NMT-
símum, nema hvort tveggja sé,“
segir hann. „Þetta gerir það að
verkum að lendi fólk í vandræðum
leiðir það ekki til útkalla björgun-
arsveita.“ Innan 4x4 er starfrækt
nokkurs konar hjálparsveit sem
hægt er að hringja í ef t.d. vara-
hluti vantar í bilaða bíla á fjöllum.
Sá sem fær aðstoðina greiðir út-
lagðan kostnað hjálparliðanna en
ekki er um að ræða neina björg-
unar- eða leitarsveit.
Skúli segir klúbbinn fara sér-
stakar nýliðaferðir á hverju ári þar
sem óreyndum jeppamönnum gef-
ist kostur á að ferðast með reynd-
ari mönnum og læra af þeim. Þar
eru kenndir hagnýtir hlutir á borð
við að hleypa úr hjólbörðum og
beita dráttarkaðli. Rötun er ekki
síst mikilvæg í þessu sambandi og
er í því skyni kennd meðferð leið-
sögutækja og áttavita og korta.
„Allir sem ferðast á þennan hátt,
þurfa að geta bjargað sér með kort
og áttavita upp á gamla mátann en
leiðsögutækin flýta fyrir,“ segir
Skúli.
Fréttaskýring | Hvað má læra af
hrakförum jeppafólksins á Kili?
Ferðaáætlun-
in lykilatriði
NMT-farsímar og VHF-talstöðvar
drjúg í jeppaleiðöngrum
Kjölur verður æði illfær um páskana.
Getur farið illa ef fólk get-
ur ekki látið vita af sér
Það má spyrja hvernig það
geti gerst að á tímum eftirlits og
endalausra fjarskipta týnist fólk
enn uppi á hálendi Íslands, alger-
lega sambandslaust við umheim-
inn. Með ráðleggingar um að
leggja ekki á Kjöl og ófullnægj-
andi fjarskiptatæki lentu þrjú
ungmenni í vandræðum og var
bjargað eftir umfangsmikla leit
þyrlu og björgunarsveita. Eng-
inn meiddist og allt fór vel. En
hver er lexían?
orsi@mbl.is
TÆPLEGA áttatíu tonna rafall í Nesjavallavirkjun
kom til hafnar í Sundahöfn á mánudag með leiguskipi á
vegum Eimskips. Í fréttatilkynningu frá Eimskip segir
að rafallinn sé með allra þyngstu hlutum sem fluttir
hafa verið hingað til lands í einu lagi. Er hann kominn
um langan veg en skipið lagði upp frá japönsku borg-
inni Kobe fyrr á þessu ári.
Samtals vó farmur skipsins um 350 tonn en auk raf-
alsins, sem er af gerðinni Mitsubishi, var ýmis tengdur
búnaður fluttur með skipinu. Um er að ræða þýskt
leiguskip, sem ber heitið BBC Germany, og er sér-
hannað fyrir þungaflutninga.
Jarlinn, einn krana Eimskips í Sundahöfn, sá um að
hífa rafalinn af dekki skipsins en kraninn getur lyft allt
að 110 tonnum.
Rafallinn verður einn fjögurra í Nesjavallavirkjun og
eykst uppsett afl virkjunarinnar með tilkomu hans úr
90MW í 120 MW.
Eimskip flytur 80 tonna rafal fyrir Nesjavallavirkjun
Morgunblaðið/Árni Torfason
Búnaður í Nesjavallavirkjun hífður frá borði við Sundahöfn.
Einn þyngsti hlutur sem flutt-
ur hefur verið til landsins