Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 35 MINNINGAR ✝ Einþór Jóhanns-son fæddist í Teigargerði við Reyðarfjörð 17. febr- úar 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 15. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðný Björg Einarsdóttir, f. á Vatnsskógum í Skriðdal 29. nóvem- ber 1900, d. 10. júní 1978 og Jóhann Niku- lás Bjarnason, f. á Reyðarfirði 27. apríl 1902, d. 5. febrúar 1969. Systkini Einþórs eru Ástríður, f. 22. apríl 1924, d. 27. apríl 1925, Hlöðver, f. 29. nóvember 1926, Unnsteinn Þórfinnur, f. 3. september 1931, Óli Sigurður, f. 15. janúar 1933 og uppeldissystir, Ólöf Guðbjörg Pálsdóttir, f. 13. desember 1936. Einþór kvæntist 10. desember 1963 Hildi Sæbjörnsdóttur, f. 5. desember 1933. For- eldrar hennar voru Sæbjörn Vigfússon, f. 17. nóvember 1896, d. 9. febrúar 1982 og Svanborg Björnsdóttir, f. 1. maí 1896, d. 5. júní 1975. Dætur Einþórs og Hildar eru þrjár: 1) Ásta Guðný, f. 22. júlí 1956, gift Þor- steini Aðalsteins- syni, þau eiga tvo syni; a) Einþór, sam- býliskona Guðrún Guðmundsdóttir, sonur þeirra er Þorsteinn Árni og Atli, unnusta Birna Fahning Arn- ardóttir. 2) Svanborg, f. 7. maí 1959. 3) Hafdís Þuríður, f. 4. októ- ber 1965. Einþór starfaði sem bifreiða- stjóri. Útför Einþórs fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Með hryggð í huga er kær vinur okkar hjóna kvaddur hinztu kveðju. Einþór Jóhannsson er allur svo óvænt og alltof fljótt að okkur finnst, þó vissulega væri heilsan ekki sem skyldi, en margt hreggið hafði hann af sér staðið, lífsviljinn og eðlislæg kappsemi hans sáu til þess. Hans Einþórs er afar gott að minnast við leiðarlok, minninga- myndir þyrpast að, allar yljaðar hlýju og gleði. Þegar Einþórs er minnzt kemur fyrst í hugann hin mikla atorka hans og eljusemi, ásamt hjálpfýsi hjartahlýjunnar; gamansemi hans, glaður hlátur og frásagnargáfa góð glöddu hug okk- ar á samfundum við þennan góða dreng. Til hans var einstakt að leita og það var ekki um verkalaun spurt, ef hægt var að gjöra ná- grönnunum greiða, þessa nutu svo margir og við þar á meðal og aðeins þeginn kaffisopi í eldhúsinu til end- urgjalds. Einþór var einn af þessum mönn- um sem ávann sér allra traust og vinsemd, enda vinmargur og þau hjón bæði afar gestrisin og nutu þess er gesti bar að garði, gest- kvæmt löngum í ranni þeirra. Hann var góður og ötull bílstjóri og einkar öruggur og bílaútgerð hans á traustum grunni, hagsýnn og um leið einkar útsjónarsamur, verkfær hið bezta. Það er margt handtakið sem sá þarf að inna af hendi sem slíkan rekstur stundar, ekki síður kallar það á aðgát góða og það að vera alltaf reiðubúinn til verka og það var hann Einþór sannarlega, slíkur rekstur heimtar lipurð og lagni og af hvoru tveggja var Ein- þór ríkur. Hann átti enda til traustra ættstofna að telja, foreldr- ar hans mikið öndvegisfólk sem gott var að mega kynnast á sinni tíð. Einþór kvæntist mikilli rausnar- konu þar sem er hún Hildur Sæ- björnsdóttir, glaðsinna og hress atorkukona svo sem hún á kyn til. Samhent voru þau og heimilisbrag- ur allur hinn bezti. Tvær dætra þeirra búa við mikla og erfiða fötl- un og hreina aðdáun hefur vakið, hversu þau foreldrarnir hafa þar lagt að alla sína alúð að þær nytu alls þess sem mögulegt er að veita þeim, en jafnframt að þær gætu sem bezt bjargað sér, umhyggja foreldranna og aðstoð öll til ein- stakrar fyrirmyndar. Þær hafa sannarlega mikils misst. Við sendum Hildi og dætrunum þrem okkar einlægustu samúðar- kveðjur við þennan sára missi hins góða eiginmanns og heimilisföður. Samfylgd kæra þökkum við í dag. Drengur góður og dagfars- prúður er kvaddur, traustur þegn samfélagsins heima sem öllum þótti gott að eiga að. Hann er kært kvaddur og honum birturíkrar far- ar árnað á ókunnum leiðum ljóss- ins, svo sem hann bezt á skilið. Hanna og Helgi Seljan. Kynni mín af Einþóri hófust fyrir hartnær 40 árum þegar Dorothy konan mín kynnti mig fyrir honum og Hildi konu hans sem tilvonandi stórfjölskyldumeðlimum, en þær Hildur eru náskyldar og ólust upp saman. Það er skemmst frá því að segja að Hilla, eins og Hildur er alltaf kölluð, tók mér afskaplega vel og hefur alla tíð síðan átt í mér hvert bein. En ég var ekki eins viss um Einþór, mér fannst hann taka mér frekar þurrlega, svona eins og honum litist ekkert á mig. Það átti heldur betur eftir að breytast, og áður en langt um leið urðum við mjög góðir vinir. Einþór var mikill vinnuþjarkur, einstaklega útsjónarsamur og greiðvikinn með eindæmum, og þeir eru örugglega ekki margir Reyðfirðingar sem komnir eru til vits og ára sem ekki nutu góðs af Einþóri á vörubílnum með kran- anum. Einþór og Hilla áttu fallegt og gott heimili, og þegar við hjónin vorum á ferðinni fyrir austan kom aldrei til álita að gista annars stað- ar en hjá þeim, þótt annað væri jafnvel í boði. Því það var ekki bara að þau ættu stórt hús, heldur var alltaf tekið á móti okkur með mikilli gleði og hlýju. Mér er t.d. alltaf minnisstætt, þegar ég vaknaði snemma á morgn- ana og læddist fram í eldhús, þá skyldi það ekki bregðast að Svan- borg dóttir þeirra var búin að hella upp á könnuna. Einþór sá svo um að manni leiddist ekki, hann var óþreytandi að bjóða í bíltúr, og sýna manni eitthvað nýtt. Skemmst er að minnast ferðar sem hann bauð okkur hjónunum í upp að Kárahnjúkum, fyrir tæpum tveimur árum. Það var ógleymanleg ævintýraferð. Einþór barðist hetjulega í mörg ár við illvígan hjartasjúkdóm, og eftir því sem árin liðu fjölgaði ferð- um hans suður til lækninga og jafn- vel til útlanda í hjartaaðgerð, en aldrei kvartaði Einþór, þótt maður sæi það vel, að hann væri sárþjáður og nú þegar hann er fallinn frá þakkar maður forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum höfð- ingja. Elsku Hilla, Ásta, Svanborg og Hafdís, við hjónin biðjum almættið að styrkja ykkur og ykkar nánustu. Guð veri með ykkur öllum. Gísli Garðarsson. EINÞÓR JÓHANNSSON Ástkær eiginmaður minn og faðir, JÓN SIGTRYGGSSON fyrrv. aðalbókari, Árskógum 6, lést á deild L4 á Landakotsspítala mánudaginn 21. mars. Útförin verður gerð frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 30. mars nk. kl. 13.00. Halldóra Jónsdóttir, Sigtryggur Jónsson. Ástkær móðir okkar, GUÐRÍÐUR UNNUR SALÓMONSDÓTTIR, Mýrarbraut 12, Vík í Mýrdal, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi miðvikudaginn 16. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Kristín Sigrún Ragnarsdóttir, Karl Friðrik Ragnarsson, Jón Þór Ragnarsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HULDA NORÐDAHL, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Drápuhlíð 10, lést mánudaginn 21. mars. Halldór Pálsson, Margrét Pálsdóttir, Haraldur Magnússon. Föðurbróðir okkar, ADOLF BJARNASON, lést á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn 15. mars. Útförin hefur farið fram. Einar Sigurbjartur Jónsson, Amalía Jóna Jónsdóttir, Óskar Harry Jónsson, Njörður Marel Jónsson, Guðbjörg Dagmar Jónsdóttir. INGA G. ÞORKELSDÓTTIR, áður til heimilis á Freyjugötu 17, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 22. mars. Magnea Þorkelsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Drangsnesi, til heimilis í Blikahólum 12, Reykjavík, sem lést mánudaginn 14. mars, verður jarðsungin frá Drangsneskapellu laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Margrét Skúladóttir, Jóhann Skúlason og fjölskyldur. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR BJÖRNS SVEINSSONAR, Löngubrekku 25, Kópavogi. Ólöf Ólafsdóttir, Guðlaug Björnsdóttir, Þór Magnússon, Guðjón Björnsson, Friðrika A. Sigvaldadóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samhug og hlýju vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SESELÍU ÓLAFSDÓTTUR, Skagfirðingabraut 39, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deildum 3, 5, og 6 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Einnig þakkir til Álftagerðisbræðra. Guð blessi ykkur öll. Bragi Jóhannsson, Guðríður Vestmann, Guðný Jóhannsdóttir, Jón Guðmundsson, María Jóhannsdóttir, Sigurfinnur Jónsson, Rúnar Pétursson, barnabörn og langömmubörn. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu SOFFÍU ÞURÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR frá Túngarði á Fellsströnd, Drápuhlíð 41, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknar- deildar Landakotsspítala fyrir elsku þess og frábæra umönnun og til þess góða hóps sem studdi Soffíu og gladdi í veikindum hennar. Fyrir hönd ættingja og vina, Guðfinna Ragnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.