Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 53
MENNING
LEIKRIT með kynjahlutfalli í lík-
ingu við það sem víðast hvar er
raunin í leikfélögum landsins eru
ekki ýkja mörg. Hvað þá góð leikrit
sem eiga erindi við þátttakendur og
áhorfendur. Það var því nokkuð
klókt af Ásgeiri Sigurvaldasyni að
grafa upp kven-endurgerð Neils
Simons á karlaverkinu The Odd
Couple, þýða hana og staðfæra og
færa upp hjá Leikfélagi Vest-
mannaeyja og Leikfélagi framhalds-
skólans í Vestmannaeyjum, en sterk
hefð virðist komin á slíkar sam-
vinnusýningar þar. Útkoman er
ágætisskemmtun þó að sitthvað
standi í vegi fyrir að tiltækið heppn-
ist fullkomlega.
Grunnhugmynd verksins er prýði-
leg. Tvær vinkonur reyna að búa
saman þegar eiginmaður annarar
þeirra hendir henni út. Þær eru hins
vegar eins og olía og vatn og sam-
búðin eftir því. Þetta er ekki ýkja
merkilegt verk og minnir um margt
meira á framvindulausa sjónvarps-
sápu en sviðsleikrit. Framvindan er
langdregin og bláþráðótt, enda
meira lagt upp úr fyndnum til-
svörum og afgerandi og ýktum per-
sónugerðum. Forsendur verksins
eru í sjálfu sér auðþýðanlegar yfir á
íslenskar aðstæður, en málið vand-
ast þegar kemur að smáatriðum í at-
ferli, viðhorfum og siðum þessa
fólks. Þrátt fyrir nokkuð sniðuga yf-
irborðsstaðfærslu verður ansi margt
ankannalega amerískt, kannski ein-
mitt vegna tilraunarinnar til að láta
verkið gerast hér á landi. Skiljanleg
hugmynd sem gengur á endanum
varla upp.
Leikhópurinn er nokkuð sterkur
og sérstaka athygli vekja yngri leik-
arar í smærri hlutverkum sem eru
lagðar með sterkum ýkjustíl sem
þau reyndust valda ágætlega og
uppskáru fyrir vikið mikla og verð-
skuldaða kátínu í salnum. Einkum
var gaman af ljóskunni hjá Sigrúnu
Bjarnadóttur og hinum kostulegu
Spánverjum af neðri hæðinni sem
Haraldur Ari Karlsson og Heimir
Gústafsson nýttu til hins ýtrasta.
Í raun held ég að sýningin hefði
grætt nokkuð á að sama leið hefði
verið farin með burðarhlutverkin
tvö. Þær Erla Ásmundsdóttir og
Ásta Steinunn Ástþórsdóttir eru
stólpaleikkonur, en virkuðu nokkuð
stífar í þeim raunsæisstíl sem lagður
var til grundvallar þeirra vinnu. Með
meiri ýkjum hefði líka verið auðveld-
ara að gera þær ólíkari, sem nokkuð
vantar upp á, og hefði boðið upp á
mikil skemmtilegheit sem leikstjór-
inn neitar sér og okkur um. Það
sama á eiginlega við um vandaða og
vel útfærða sviðsmyndina, hún er
eiginlega of smekkleg og snyrtileg í
upphafi þannig að umbreytingin eft-
ir að ofurhúsfrúin Beta flytur inn
verður varla nógu sláandi.
Allt um það þá er margt til að
gleðjast yfir í Makalausri sambúð.
Margir einlínubrandararnir hitta í
mark og mjög er vandað til verka á
öllum sviðum. Sýningin vakti enda
mikla gleði í salnum og hraustleg
viðbrögð í lokin. Þeir Eyjarskeggjar
sem ekki hafa þegar mætt ættu að
drífa sig í leikhúsið sitt.
Þorgeir Tryggvason
LEIKLIST
Leikfélag Vestmannaeyja og
Leikfélag Framhaldsskólans
í Vestmannaeyjum
Höfundur: Neil Simon, leikstjóri og þýð-
andi: Ásgeir Sigurvaldason.
MAKALAUS SAMBÚÐ
Olía og
vatn
„Sýningin vakti mikla gleði í salnum og hraustleg viðbrögð.“
Mér til fróðleiks og ánægjuhef ég verið að fletta 600blaðsíðna kilju um
enskumælandi skáld á tuttugustu
öld: The Oxford Companion to
Twentieth-Century Poetry in
English, útg. Oxford University
Press.
Bókinni ritstýrir Ian Hamilton
og skrifar hann skemmtilegan
formála. Eins
og kunnugt er
eru formálar
oft hnýsilegir.
Þessu gerir
Hamilton sér
grein fyrir.
Hann segist ekki vera á móti
því að bókin sé lesin sem
skemmtiefni þrátt fyrir alvar-
legan tilgang hennar. Fjallað er
um 1.500 skáld og 100 efnisatriði.
Af skáldunum eru 550 bresk og
550 bandarísk. Frá öðrum löndum
eru enskumælandi skáld 120 frá
Ástralíu, 110 frá Kanada, 60 frá
Afríku, 40 asísk, 35 frá Nýja-
Sjálandi og 30 frá karíbasvæðinu.
Í bókinni eru um það bil 200kvenskáld og 100 hörunds-
dökkir höfundar. 27 skáld hafa
fengið taugaáfall, 15 fargað sér
og 15 eru alkóhólistar. 19 hafa
setið í fangelsi, 14 féllu í stríði, 3
voru myrt, eitt tekið af lífi.
Óvenjuleg starfsheiti eru skóg-
arhöggsmaður, skattrannsókn-
armaður, húsgagnaflutnings-
maður, teppasali og lögreglu-
maður. Að sjálfsögðu, segir
Hamilton, hafa flest skáldanna
fengist við háskólakennslu. Vin-
sælasta aukastarfið er læknir eða
geðlæknir. Aðeins eitt skáld hefur
verið í hokkíliði fyrir land sitt.
Ezra Pound er áhrifaríkasta
skáldið ásamt Auden, Yeats og
Williams. Eliot er ekki nefndur
jafnoft og Lowell og Stevens.
Áhrifamesta erlenda skáldið er
Rilke. Fleiri skáld dóu á áttræð-
isaldri en á öðrum æviskeiðum.
Fleiri komust á níræðisaldur en
dóu ung (fyrir fertugt). Vinsæl-
asta fæðingarárið er 1947 en 1934
veitir harða samkeppni.
Hamilton hefur unnið að bók-
inni í fimm ár. Hann segir að hafi
hún komið út 1950 hafi Dylan
Thomas fengið meira rúm en nú,
einnig Nicholas Moore, Karl
Shapiro og Sidney Keys. Súrreal-
isminn hefði verið í meiri háveg-
um.
Það er athyglisvert að stór-skáldin tvö, Pound og Eliot,
voru báðir Bandaríkjamenn að
uppruna en störfuðu lengst í Evr-
ópu og urðu mjög evrópskir höf-
undar.
Sá sem átti eftir að skipta
mestu máli fyrir Bandaríkjamenn
var William Carlos Williams sem
kom með hversdagsmálið inn í
ljóðlistina og eignaðist marga
lærisveina.
Pound og Eliot voru hátíðlegri
og lærðari en ekki alltaf.
Robert Lowell átti eftir að hafa
áhrif á heimsljóðlistina með þeirri
aðferð sinni að fjalla um nánasta
umhverfi og yrkja á einföldu og
skiljanlegu máli. Hann vann líka
afrek með túlkunum sínum á evr-
ópskum höfundum módernismans,
ekki síst frönskum.
Landi hans, Bandaríkjamað-
urinn Robert Bly, innleiddi nýja
tegund ljóðlistar þar sem hvers-
dagsleikinn og dulúðin haldast í
hendur.
En Bly var ekki einn um þetta.
Varla fer á milli mála að Bly er
mesta skáld Bandaríkjamanna nú.
Á Bretlandseyjum gnæfir
Seamus Heaney upp úr en hann
er Íri eins og Yeats.
Auden var á sínum tíma meðal
frægustu skálda, einkum á þeim
árum þegar hann var sósíalisti en
síðar gerðist hann kristinn og
íhaldssamur. Frjáls menning varð
baráttumál hans.
Það sem einkenndi Auden var
að hann hafði tæknilega yfirburði
og gat brugðið sér í ýmissa kvik-
inda líki.
Ekki langt frá honum stendur
Philip Larkin.
Ted Hughes tók upp merki
Eliots með góðum árangri.
Frá Bandaríkjunum komu tvær
afbragðsskáldkonur: Elizabeth
Bishop og Sylvia Plath.
Það er margt forvitnilegt í
verki Ian Hamiltons en ekki
ástæða til að vera honum alltaf
sammála. Hann freistar þess þó
að láta skáldin njóta sannmælis.
Hinir mörgu samstarfsmenn hans
eru ekki valdir af verri endanum.
Enskumæl-
andi skáld
’Vinsælasta aukastarfiðer læknir eða geðlækn-
ir. Aðeins eitt skáld hef-
ur verið í hokkíliði fyrir
land sitt.‘
AF LISTUM
eftir Jóhann
Hjálmarsson
johj@mbl.is
Ted Hughes Seamus Heaney
KRISTJÁN Jóhannsson óperu-
söngvari söng í gær á frumsýningu
óperunnar Cavalleria Rusticana
eftir Pietro Mascagni í San Carlo-
óperuhúsinu í Lissabon.
San Carlo er eitt af tíu þekktustu
óperuhúsum Evrópu og var m.a.
uppáhaldsleikhús Maríu Callas,
sem söng þar gjarnan á fimmta
áratugnum. Húsið var reist á
átjándu öld og á sér afar langa og
litríka sögu. „Þetta er eitt af elstu
óperuhúsum heims og afar ynd-
islegt,“ segir Kristján. „Lissabon er
öll í þessum átjándu aldar stíl, en
borgin eyðilagðist að miklu leyti í
jarðskjálfta árið 1755 og var þá
reist frá grunni. Þetta er yndisleg
borg og frábær tilfinning að ganga
um göturnar, vera svona nálægt
sjónum og finna sjávarloftið sem er
okkur Íslendingum svo mikils virði.
Atlantshafið gefur mér innblástur.“
„Stríðshestur“ Kristjáns
Í óperunni syngur Kristján á
móti hinni portúgölsku Elisabete
Matos. „Hún er einn besti sópran-
söngvari heims fyrir þessa óperu,“
segir Kristján. „Hún er alveg
fantastísk, stór, heit og mikil og
ótrúleg litbrigði í röddinni og ekki
sakar að hún hefur þennan
latneska kraft og tilfinningu. Við
höfum sungið saman tvisvar sinn-
um áður, en hún er að debútera í
þessari rullu.
Ég er hér líka með mjög nánum
vini mínum, sem er einn af meiri
barítónum í heiminum í dag, Carlo
Guelfi frá Róm. Ég er snortinn af
þeirri vinsemd og virðingu sem
mér hefur verið sýnd hér í Lissa-
bon.“
Kristján er ekki ókunnugur þess-
ari óperu. „Það má segja að þessi
ópera sé stríðshesturinn minn. Ég
hef sungið hana yfir 170 sinnum í
gegnum tíðina, til dæmis á hverju
ári í Metropolitan Opera í tíu ár.
Svo ég er þarna á heimavelli.“
Uppfærslan er nokkuð nýstárleg
og óvenjuleg, en Kristján segir það
ekki spilla fyrir, nauðsynlegt sé að
leikhús nálgist tíðarandann hverju
sinni. „Og þó ég sé dálítið íhalds-
samur er ég ekkert á móti því að
uppfærslur séu brotnar dálítið upp,
svo framarlega sem það sé gert
mjög vel. Ég álít að það sé gert í
þessari uppfærslu. Við erum með
ítalskan leikstjóra sem er vanur
leikhúsi og fyrir bragðið hafa orðið
dálitlir árekstrar í samvinnunni,
vegna þess að leikhúsleikstjórar
eru gjarnan vanir því að leikarinn
komi til æfinga og kunni ekki rull-
una utan að. Óperusöngvarar leyfa
sér hins vegar ekki að koma til æf-
inga án þess að læra rulluna áður.
Fyrir bragðið var hann að læra
leikritið á meðan við kunnum það
eins og hendina á okkur. En allt er
gott sem endar vel, þetta er búin
að vera lærdómsrík reynsla fyrir
alla. Það er kannski það sem held-
ur manni á floti í þessu fagi að
maður er alltaf að tileinka sér nýja
hluti, þó maður sé að syngja árum
saman vissar óperur þá koma alltaf
nýir leikstjórar, nýir söngvarar, ný-
ir aðilar að sýningunum sem gefa
þeim nýtt líf og nýjar hugmyndir.“
Hljómsveitarstjóri sýningarinnar
er Jonathan Webb frá Englandi.
„Þetta er ungur maður en mjög
góður. Ég verð pínulítið var við það
þegar gamalt ljón eins og ég kem
sem er búinn að syngja þessa
óperu oft, að þeir taka á mér með
silkihönskum, bæði stjórnandinn og
leikstjórinn. En ég er mjög opinn
fyrir nýjum hlutum svo ég bið þá
um að taka endilega á mér eins og
ég sé nýgræðingur og slaka hvergi
á. Það fer mjög í taugarnar á mér
þegar reyndir söngvarar setja sig í
þær stellingar að nenna ekki og
vilja ekki taka á móti nýjum hug-
myndum eða nýjum leiðum. Þá er
eldurinn slokknaður.“
Cavalleria Rusticana tekur á sik-
ileyskum blóðhita og tvöföldum ást-
arþríhyrningi, þar sem sagan getur
einungis endað með harmi. Ungur
maður kemur til baka úr stríði og
finnur æskuást sína í hjónabandi
með eldri manni. Hann er sjálfur
heitbundinn barnshafandi konu, en
hittir þó engu að síður æskuástina í
laumi. Allt endar þetta á blóðugu
hnífaeinvígi þar sem ungi maðurinn
lætur lífið. „Áður en ungi maðurinn
fer til einvígisins tekur hann móður
sína á tal og syngur þessa heims-
frægu aríu sem heitir Adio alla
Mamma, þar sem hann kveður
móður sína og tjáir henni að þetta
geti farið á báða vegu, en móðir
hans rekur litla veitingastaðinn í
þorpinu og veit meira en nef henn-
ar nær. Hún lofar syninum að hún
skuli sjá um barn hans og unnustu
ef illa fer. Þessi aría er sungin í lok
óperunnar og er mjög hrífandi.“
Óperan verður hljóðrituð á
staðnum á vegum Mondo Musica,
bæði fyrir hljómplötu og DVD
mynddisk. Þá verður sýningu á
henni útvarpað beint í portúgalska
ríkisútvarpinu.
Tónlist | Kristján Jóhannsson syngur í San Carlo í Lissabon
„Maður er alltaf að til-
einka sér nýja hluti“
Morgunblaðið/Jim Smart
Kristján syngur nú í óperunni
Cavalleria Rusticana í San Carlo-
óperuhúsinu í Lissabon.
svavar@mbl.is
BENTÍNA Sigrún Tryggvadóttir
söngkona hefur hlotið inngöngu í
óperudeild Royal Scottish Academy
of Music and Drama í Glasgow. Að-
eins fáum nemum er hleypt inn hvert
ár í deildina og margir sækja um. Það
þykir því nokkur heiður að komast
inn, en þó nokkrir íslenskir söngv-
arar hafa stundað nám við óperudeild
skólans gegnum tíðina.
Bentína hlaut einnig styrk til
námsins, sem greiðir bæði uppihald
og skólagjöld hennar. „Þetta er mjög
virtur skóli og heiður að komast þar
að. En síðan var líka alveg frábært að
fá þennan styrk, því ég er í raun búin
með þau námslán sem ég má taka.
Það var mikill léttir að fá hann, því
það hefði verið erfitt að þiggja boðið
ekki vitandi
hvernig ég ætlaði
að borga það. En
auðvitað vildi ég
það, sérstaklega
þar sem þeir
bjóða svo fáum
inngöngu. Ég ætl-
aði þess vegna að
taka boðinu og sjá
svo til, og reyna
að sækja um
styrki hér heima,“ segir Bentína, en
bætir við að slíkir styrkir séu sjald-
gæfir hérlendis. „En þetta segir mér
líka að þeir hljóti að hafa mikla trú á
mér, fyrst þeir veita mér inngöngu og
styrkinn líka. Ég er mjög ánægð og
varla farin að trúa þessu ennþá.“
Hlaut styrk til náms við
óperudeildina í Glasgow
Bentína Sigrún
Tryggvadóttir