Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 23 MINNSTAÐUR         SUÐURNES Keflavík | „Þetta er mjög þarft og glæsilegt framtak,“ sagði Hersir Oddsson, þátttakandi í fyrsta nám- skeiði sem Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja hélt fyrir sykursjúka. „Á svona námskeiði kemst maður að því að himinn og jörð eru ekki að farast þótt maður greinist með sykursýki,“ sagði Hersir ennfrem- ur í samtali við blaðamann en hann greindist með sykursýki 2 fyrir einu og hálfu ári. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur starfrækt móttöku fyrir syk- ursjúka í rúmlega 4 ár og þörfin hefur sýnt sig í því að alltaf eru allir tímar bókaðir. Áður fyrr þurftu íbúar á Suðurnesjum að fara á göngudeildina á Landspít- alanum í reglulega skoðun. Fyrir rétt um ári fór stofnunin að bjóða upp á námskeið fyrir syk- ursjúka, en Borghildur Sigur- bergsdóttir, næringarráðgjafi og einn af skipuleggjendum nám- skeiðsins, segir að víða erlendis séu reglur sem kveði á um rétt sykursjúkra til námskeiðs af þessu tagi. Hún tilgreinir sérstaklega Noreg í þessu sambandi. Á námskeiðinu, sem haldin hafa verið í Eldborg við Bláa lónið, er komið víða við og ýmsir sérfræð- ingar eru með erindi. „Öðru nám- skeiði okkar er nýlokið og nú erum við að bjóða fyrsta hópnum frá því í fyrra í móttöku hér á stofnuninni, þar sem við förum yfir ýmsa þætti sem komið var inn á á námskeið- inu, mælum blóðsykur og tölum saman um reynsluna, en bestu upplýsingarnar koma oft fram í umræðum. Við fengum til liðs við okkur lækni, íþróttafræðing og sálfræðing, en raunin er sú að and- legi þátturinn er oft vanmetinn. Það er mjög erfitt að fá tíðindi af því að maður sé með sykursýki,“ sagði Borghildur, en auk hennar sjá hjúkrunarfræðingarnir Sigrún Ólafsdóttir og Anna Skarphéðins- dóttir um námskeiðin og leggja inn fræðsluerindi. Líf eftir sykursýki Hersir Oddsson tekur undir orð Borghildar og segir að það hafi verið áfall að greinast með syk- ursýki, ekki bara fyrir hann heldur ekki síður fyrir eiginkonuna. Hann segist hafa verið afar lánsamur að hafa komist á þetta námskeið stuttu eftir að hann greindist. „Það var aldeilis flott að komast á þetta námskeið og þetta er mjög þarft og glæsilegt framtak hjá stofnuninni,“ sagði Hersir sem bætti því við að hann hafi verið hálfgerð boðflenna á námskeiðinu þar sem hann er úr Reykjavík. „Á svona námskeiði nær maður að einbeita sér að þessum málum og fræðast enda var þarna hell- ingur af fróðleik. Það var ekki síð- ur mikilvægt að maður komst að því að himinn og jörð eru ekki að farast þó að maður greinist með sykursýki. Ef maður sinnir þessu vel og fer varlega eru lífslíkur syk- ursjúkra jafngóðar og þeirra sem ekki eru með sykursýki.“ Borghildur sagði að aðaláhersla á lífshætti sykursjúkra væri hreyf- ing og mataræði, sem þó væri í engu frábrugðið þeim ráðlegging- um sem heilbrigður maður fengi. „Það er ekki síður mikilvægt fyrir sykursjúka að koma í reglulegt eftirlit og við leggjum sérstaka áherslu á að vanrækja þann þátt ekki, þar sem lyfjagjöf getur breyst mikið í kjölfar breytts lífs- stíls,“ sagði Borghildur. Stendur fyrir námskeiðum fyrir sykursjúka „Allir ættu að hafa aðgang að námskeiði“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Góð útkoma Hluti af reglulegu eftirliti sykursjúkra er blóðsykursmæling. Hér mælir Anna Skarphéðinsdóttir hjúkrunarfræðingur sykurinn í blóði Hersis Oddssonar og Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi fylg- ist með. Þær eru nokkuð ánægðar með niðurstöðuna enda hefur Hersir hugsað vel um næringu og hreyfingu. Skagafjörður | Kýr kúabænda í Skagafirði skiluðu meiri mjólk á síðasta ári en áður hefur þekkst. Meðalnyt eftir hverja kú var 5.357 kíló sem er um 236 kílóum meira en á árinu á undan. Skagfirsku kýrnar eru 126 lítrum yfir lands- meðaltali. Kýrin Síða frá Skúfsstöðum með 8.084 lítra Á aðalfundi Félags kúabænda í Skagafirði voru afhentar viður- kenningar fyrir góðan árangur í mjólkurframleiðslu. Afurðahæsta kýrin mælt í verðefnum reyndist vera Síða á bænum Skúfsstöðum. Hún skilaði samanlagt 708 kílóum af mjólkurpróteini og mjólkurfitu og skilaði samtals 8.084 lítrum. Af- urðahæsta kýrin í lítrum talið var hinsvegar Frekja á Varmalandi með 10.631 lítra af mjólk. Þá voru veitt verðlaun fyrir þyngsta grip sem lagður var inn í afurðastöð á síðasta ári. Það var tarfur sem vó 432 kíló frá bænum Ketu í Hegra- nesi. Mestar afurðir eftir hverja kú í héraðinu reyndust vera á Stóru- Ökrum I, 6.842 lítrar. Það eru mestu meðalafurðir á kúabúi í Skagafirði sem náðst hafa til þessa. Skagfirskir kúabændur verðlaunaðir uppkominn tæpar 12 milljónir. Ótalin væri mikil eigin vinna þeirra við þessa uppbyggingu. Þau væru í dag með um 250 þúsund lítra fram- leiðslu en þyrftu að auka fram- leiðsluna um 50 þúsund lítra til að standa vel undir framkvæmdunum. Að þeirra áliti væru nú sterk mjólkurframleiðslubú undirstaða sveitanna sem yrðu í framtíðinni að standast samkeppni um framleiðslu góðrar vöru, bæði í gæðum og verði, eins og hefði verið und- anfarin mörg ár. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Mjaltaþjónn Hjónin við nýja mjaltaþjóninn, frá vinstri: Ásgeir og Ragna með yngsta barnið sitt Lilju Rut, Guðbjörg og Kristján. Grindavík | Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ákveðið að reisa nýjan leikskóla í Laut, í stað gamals skóla sem þar er. Bygging nýja leikskólans hefur verið boðin út. Leikskólinn verður 675 fer- metrar að stærð og á verktaki að skila honum fullfrágengnum fyrir 15. mars á næsta ári. Tilboð verða opnuð föstudag- inn 8. apríl næstkomandi. Nýr leikskóli byggður í Laut Vesturbær | Verslun Nóatúns í JL-húsinu var opnuð í gær eftir miklar endurbætur vegna bruna sem varð í versluninni í desember sl. Við það tækifæri þökkuðu stjórnendur verslunarinnar slökkviliðsmönnum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) fyrir vel unnið slökkvistarf og færðu Líknarsjóði Brunavarðafélags Reykjavíkur 500.000 kr. pen- ingagjöf. Verslunin var endurhönnuð í hólf og gólf, lýsing og aðgengi bætt, úrval af grænmeti aukið og sett upp nýtt bakarí. Þau Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur m.a. Nóatúnsverslanirnar, og Fanney Kim Du, verslunarstjóri í versl- uninni, skáru saman á borða þegar verslunin var opnuð með kjöt- hnífum, eflaust til að minna við- stadda á kjötborð verslunarinnar, sem eins og annað er nýtt og end- urbætt. Þökkuðu SHS vel unnið starf Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.