Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 21 MINNSTAÐUR Söngveisla | Sinfóníuhljómsveit Norðurlands býður til söngveislu í kvöld kl. 20 í Íþróttahúsi Síðu- skóla á Akureyri. Með hljómsveit- inni koma fram þau Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór sem eru meðal okkar fremstu óperu- söngvara og hafa getið sér gott orð, bæði hér á landi sem og er- lendis. Á efnisskránni verður m.a. flutt tónlist úr Kátu ekkjunni eftir F. Lehár og Leðurblökunni eftir Joh. Strauss. Að auki má nefna hin sívinsælu hljómsveitarverk Keisaravalsinn, Tritsch tratsch polka og Radetzky mars eftir Joh. Strauss. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Skákmeistarar | Gylfi Þórhallsson sigraði á Skákþingi Akureyrar en hann sigraði Ara Friðfinnsson í síð- ustu umferð og tryggði sér þar með sigurinn með 6 vinninga af 7 mögu- legum. Í 2. sæti eftir stigaútreikning varð Unnar Þór Bachmann með 4,5 vinninga, í 3. sæti varð Tómas Veigar Sigurðarson, einnig með 4,5 vinninga. Rúnar Sigurpálsson sigraði á Hraðskákmóti Akureyrar sem fram fór í vikunni en hann hlaut 10,5 vinn- inga af 12 mögulegum. Í 2. sæti varð Gylfi Þórhallsson með 10 vinninga, en hann var reyndar sá eini sem náði að sigra Rúnar. Í 3. sæti varð Ólafur Kristjánsson með 9,5 vinninga. Þrett- án skákmenn mætu til leiks að þessu sinni, og var mótið nokkuð sterkt.Næsta mót hjá Skák- félagi Akureyrar er páskahrað- skákmótið sem fram fer mánudaginn 28. mars kl. 14.00 í KEA salnum Sunnuhlíð. Bikarmót félagsins hefst á sama stað sunnudaginn 3. apríl kl 14. Mótinu verður fram haldið þriðjudag- inn 5. apríl kl. 20 og fimmtudaginn 7. apríl ef þess gerist þörf. Um er að ræða útsláttarkeppni þar sem menn detta út eftir þrjú töp. Allir velkomnir á þessi mót. Nýtt gallerí | Laugardaginn 26. mars kl. 14.00 opna Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir, Hanna Hlíf og Dögg Stef- ánsdóttir nýtt gallerí á Akureyri, Gallery BOX, Kaupvangstræti 10. Aðalheiður Eysteinsdóttir opnar fyrstu sýninguna en hún mun sýna myndbandsverk og skúlptúr. Opið verður fimmtudaginn 31. mars og laugardaginn 2. apríl frá 14.00–18.00. AKUREYRI       ALLRA tvær síðustu sýningar á söngleiknum Óliver, sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir hjá Leikfélagi Akureyrar að undan- förnu, verða nk. laugardag. Sýn- ingin, sem er með stærstu uppsetn- ingum leikhússins frá upphafi, var frumsýnd um jólin og hefur verið afar vel tekið bæði af áhorfendum og gagnrýnendum. Uppselt og troð- fullt hefur verið á allar sýningar og því verið bætt við fjölda aukasýn- inga. Uppselt er á báðar sýningarnar á Óliver á laugardag og langur bið- listi er eftir ósóttum pöntunum, er því ljóst að færri munu komast að en vilja. Upphaflega stóð til að ljúka sýningum á Óliver í lok febr- úar, en leikhúsið sýnir nú eftir nýju sýningarfyrirkomulagi, þar sem sýningar eru sýndar mun þéttar en áður. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að halda áfram sýn- ingum í mars, segir í fréttatilkynn- ingu frá LA. Nú þarf Óliver hins vegar að víkja fyrir næstu uppsetningu leik- hússins, því Pakkið á móti eftir Henry Adam verður frumsýnt hinn 15. apríl. Óliver er sett upp af LA í sam- starfi við Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands. Um sextíu manns koma að hverri sýningu verksins, þar af 18 börn. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson og hljómsveitarstjóri Guðmundur Óli Gunnarsson. Morgunblaðið/Kristján Söngleikurinn Óliver Gunnar Örn Stephensen í hlutverki Ólivers. Óliver kveður ÖLDRUNARHEIMILI Akureyrar gangast fyrir námstefnu sem ber yfirskriftina; „Aungvir gráta jafn sárt – og hverjir hugga“. Nám- stefnan fer fram á Hótel KEA fimmtudaginn 7. apríl nk. og stend- ur frá kl. 10.00–16.30. Þar munu sérfræðingar ræða um ofbeldi út frá ýmsum hliðum og má þar meðal annarra nefna öldrunarlækninn Ólaf Þór Gunnarsson frá Landspít- alanum – háskólasjúkrahúsi sem og Tor Inge Romøren, Ph.D. lækni og félagsfræðing í öldrunarfræðum frá Ósló, Noregi sem fjallar um þar- lenda langtíma rannsókn. Einnig munu iðjuþjálfi, félagsráð- gjafar, prestur, heimspekingur og fleiri sérfræðingar taka til máls. Talið er að ofbeldi snerti aldraða sem og aðra á afar margvíslegan hátt. Mikið hefur verið rætt um sjálfræði aldraðra, fjárhagslega misnotkun, áhrif aukins ofbeldis í þjóðfélaginu á daglegt líf aldraðra undanfarin misseri. Ofbeldi er oft á tíðum mjög falið og er það eitt af markmiðum námstefnunnar að varpa ljósi á stöðu aldraðra. Sér- staklega er sjónum beint til þeirra sem vinna með öldruðum. Nám- stefnan er opin öllum áhugasömum á meðan húsrúm leyfir. Verðið er 8.000 krónur og innifal- in eru námskeiðsgögn, morgun- og síðdegiskaffi og hádegisverður. Skráningarfrestur er til 31. mars nk. og er hægt að skrá þátttöku rafrænt af heimasíðu Akureyrar- bæjar. Námstefna um ofbeldi og aldraða FRAMKVÆMDIR við Djúpadals- virkjun 2 í Djúpadalsá í Eyjafjarð- arsveit hefjast nú í vor en Fallorka ehf. hyggst reisa 1900 kW virkjun í Djúpadalsá. Um er að ræða síðari áfanga virkjana í ánni og mun orku- vinnslan þar með tvöfaldast. Djúpa- dalsvirkjun 1, sem gagnsett var formlega sl. vor, framleiðir 1900 kW og hefur rekstur hennar gengið vel, að sögn Aðalsteins Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Fallorku. Norðurorka keypti á síðasta ári 40% hlut í Fallorku og kaupir auk þess allt rafmagn frá virkjuninni. Aðalsteinn sagði stefnt að því að ljúka framkvæmdum við Djúpadals- virkjun 2 í sumar og hefja að raf- orkuframleiðslu í desember nk. Ekki er gert ráð fyrir frekari virkj- unum í ánni, því með Djúpadals- virkjun 2 er öll auðnýtanleg fallhæð árinnar fullnýtt. Nýja virkjunin verður um 4 km sunnan við Djúpa- dalsvirkjun 1. Skipulagsstofnun tók um það ákvörðun að seinni virkjunin væri ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Fram kom í niðurstöðu Skipulagsstofnunar að með Djúpa- dalsvirkjun 2 ásamt tilheyrandi miðlunarlóni væri gert ráð fyrir að orkuvinnsla mundi tvöfaldast, rekstraröryggi aukast til muna og hugsanleg vandamál vegna krapa, íss og sandburðar yrðu ekki lengur til staðar. Aðalsteinn er jafnframt að skoða ýmsa aðra virkjunarmöguleika víðar í Eyjafjarðarsveit. Hann hefur m.a. verið að gera ýmsar mælingar en sagði enn of snemmt að segja til um framhaldið. Framkvæmdir við Djúpadals- virkjun 2 hefjast í vor Orkuvinnsla í ánni tvöfaldast Grenivík | Það var líf og fjör á vor- skemmtun Grenivíkurskóla sl. föstudag og laugardag, enda tón- listin í hávegum höfð, þar sem krakkarnir sjálfir stigu á svið og skemmtu sjálfum sér og öðrum með hljóðfæraleik og söng. Það var hljómsveitin Raflost sem sá um all- an undirleik en hana skipa fjórir ungir sveinar úr skólanum. Í ár var þema skemmtunarinnar gullaldarár Sjallans. Hátt í 300 manns mættu á þessar sýningar og skemmtu sér mjög vel. Vorskemmtun Krakkarnir í 1. og 2. bekk tóku lagið; Á sjó. Líf og fjör á vorskemmtun                      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.