Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 11 FRÉTTIR JÓN Sigtryggsson, fyrrverandi aðalbókari og skrifstofustjóri Iðn- aðarbanka Íslands, andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi á mánudag, 87 ára að aldri. Jón fæddist að Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Sigtryggur Jónsson, hreppstjóri, kennari og bóndi að Hrappstöðum í Laxár- dal, og Guðrún Sigur- björnsdóttir, húsfreyja og ljósmóðir. Jón lauk stúdentsprófi 1941, stundaði um skeið nám í viðskipta- fræði við HÍ og lauk prófi í for- spjallsvísindum við HÍ 1942. Jón var bókari á skrifstofu Toll- stjórans í Reykjavík 1941–53 og síð- an aðalbókari og skrifstofustjóri Iðn- aðarbanka Íslands frá 1953 til 1981. Eftir það starfaði hann að sérstökum verkefnum fyrir bankann til ársloka 1987 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Jón sat í stjórn Ung- mennafélagsins Ólafs pá í Laxárdal 1933–34, í stjórn Breiðfirðinga- félagsins í Reykjavík 1950–53, sat í stjórn- skipaðri nefnd er fjallaði um ráðstafanir til aukningar sparifjár- söfnunar 1954, gekk í Oddfellowregluna á Ís- landi 1943 og starfaði með henni frá 1947. Hann átti sæti í yfir- stjórn reglunnar frá 1971 og var yf- irmaður hennar hér á landi frá 1981– 89. Jón var ritstjóri tímaritsins Breið- firðings 1944–46 og hefur skrifað ýmsar greinar í blöð og tímarit. Eftirlifandi kona Jóns er Halldóra Jónsdóttir. Þau eignuðust einn son, Sigtrygg, framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs bankamanna. Andlát JÓN SIGTRYGGSSON LÆÐAN Birta er atvinnumúsaveiðari. Hún er einn fjögurra katta sem komnir eru úr Kattholti í Hús- dýragarðinn í þeim tilgangi að veiða mýs. Mein- dýraeyðir hefur reynt að vinna gegn músunum í garð- inum en lítið gengið og því hafa kettirnir verið fengnir til liðs í baráttunni við mýsnar. „Mýsnar naga sér leið í gegnum flest allt og óþrifn- aður af þeim er mikill,“ segir á vefsíðu Húsdýragarðs- ins. „Við leyfum gestum garðsins og lesendum vefj- arins að fylgjast með hvort eitthvað gangi hjá hinum fjórum fræknu en þeir eru hafðir í Verkfærahúsi garðsins yfir daginn og eru svo fluttir í fjós, hesthús og smádýrahús á kvöldin þar sem þeir dvelja yfir næturn- ar,“ segir í frétt Húsdýragarðsins. Morgunblaðið/Ómar Á músaveiðum í Húsdýragarðinum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ólínu Þor- varðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði: „Að undanförnu hefur verið dreift til fjölmiðla bréfi dags. 15. febrúar sl. frá þáverandi formanni Félags fram- haldskólakennara, Elnu Katrínu Jónsdóttur, til menntamálaráðu- neytisins. Eru þar hafðar uppi alvar- legar ásakanir um stjórnarhætti skólameistara Menntaskólans á Ísa- firði og skorað á ráðuneytið að „hlutast til um aðgerðir sem feli í sér varanlegar úrbætur „á stjórnunar- málum í Menntaskólanum á Ísa- firði“. Er því haldið fram að „hrein ógnarstjórn“ ríki í samskiptum skólameistara við starfsfólk. Svo alvarlegar eru aðdróttanir þær sem koma fram í bréfinu að und- irrituð hlýtur að hugleiða ærumeið- ingarákvæði almennra hegningar- laga í því sambandi, ekki síst í ljósi þess að bréfinu hefur nú verið komið á framfæri við alla starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði og fjöl- miðla. Er mér til efs að annað eins hafi sést í íslenskri stjórnsýslu frá því mál Skúla frænda míns Thorodd- sen kom upp á Ísafirði í lok 19. aldar, nema ef vera skyldi þegar „stóra bomban“ féll á Jónas frá Hriflu eins og frægt varð. Það hlýtur að vera eðlileg krafa til forsvarsmanns í fjölmennu stéttar- félagi að lögð séu fram veigamikil gögn og óhrekjandi þegar bornar eru fram jafnþungar sakir á opinber- an embættismann. Sömuleiðis skyldi maður ætla að slíkar ásakanir yrðu ekki fram bornar án samráðs við kennarafélag skólans eða trúnaðar- mann, og þá einungis sem örþrifaráð þegar skólameistari hefði dauf- heyrst við öllum erindum um úr- lausn. Engu af þessu er þó að heilsa, eins og nú verður nánar rakið. 1) „Gögn“ þau sem formaðurinn segir að sýni „svo ekki verður um villst“ hvílík „ógnarstjórn“ ríki í Menntaskólanum á Ísafirði réttlæta á engan hátt gífuryrði fv. formanns Ff. Eru þar tínd til tilvik þar sem starfsmenn skólans hafa þegið ráð- gjöf hjá lögmanni KÍ, flest hafa þau mál fengið farsæla lausn innan skól- ans. Eftir stendur þó mál Ingibjarg- ar Ingadóttur gegn Menntaskólan- um á Ísafirði sem verður leyst fyrir dómstólum og ekki gert að umfjöll- unarefni hér. Ekki hefur verið sýnt fram á það af hálfu Ff að kjarasamn- ingar eða stjórnsýslulög hafi verið brotin, m.ö.o. hefur ekkert það kom- ið fram sem réttlætir framgöngu for- manns Ff í bréfi til ráðuneytisins 15. febrúar síðastliðinn. 2) Undirrituð gerir alvarlegar at- hugasemdir við það að umkvartanir Ff skuli ekki hafa borist skólanum. Bréf formannsins var sent án vitund- ar og vilja kennarafélags Mennta- skólans á Ísafirði. Hafa stjórn og trúnaðarmaður kennarafélags MÍ fullyrt við undirritaða að engar þær ávirðingar séu uppi sem réttlætt geti þau gífuryrði sem haldið er fram í bréfi Ff 15. febrúar. Á fundi með starfsfólki MÍ 18. mars sl. komu enn- fremur fram háværar raddir þess efnis að kennaralið skólans teldi sig illa svikið af þessum málatilbúnaði. 3) Fjölmargir starfsmenn hafa gefið sig fram við undirritaða síðustu daga til að taka af allan vafa um að þeir eigi ekki aðild að þessu máli, hafi ekkert út á stjórnarhætti skóla- meistara að setja og telji sig eiga í góðum og uppbyggilegum samskipt- um við yfirstjórn skólans. Hafa þeir lýst yfir hryggð vegna þess málatil- búnaðar sem nú er uppi, sumir hverjir eyðilagðir vegna þess að trúnaðarsamtöl þeirra við formann Ff hafi verið notuð á þann hátt sem raun ber vitni. 4) Stjórnendakannanir þær sem gerðar hafa verið í skólanum á undan- förnum tveimur árum, sem og sjálfs- matsúttektir sýna ennfremur að enginn grundvöllur er fyrir ásökunum af því tagi sem Ff ber á borð í bréfi sínu. 5) Félag framhaldsskólakennara hefur ekki borið ávirðingar sínar fram við stjórnendur skólans. Sat formað- urinn fyrrverandi þó fund með sam- starfsnefnd og skólameistara MÍ síð- astliðið haust sem hefði verið hinn rétti vettvangur fyrir slíkar athuga- semdir. Engar umkvartanir komu þar fram um stjórnarhætti skólameistara eða samskipti innan skólans. Því miður eru þetta ekki einu af- skiptin sem Félag framhaldsskóla- kennara hefur haft af innra starfi Menntaskólans á Ísafirði. Undirrit- aðri er kunnugt um að þeir starfs- menn skólans sem hafa leitað ráð- gjafar hjá KÍ hafa verið hvattir til þess að kvarta milliliðalaust í menntamálaráðuneytið fremur en að leita til kennarafélags skólans, trún- aðarmanns eða til stjórnenda beint. 11. mars síðastliðinn barst starfs- mönnum bréf frá KÍ þar sem skorað er á þá að hunsa starfsmannafund og námskeið í framhaldi af honum dag- ana 11. og 18. mars. Var hvatningin send á þeirri forsendu að umræddur fundur og námskeið ættu að fjalla um eitthvað allt annað en kom fram í fundarboði. Inngrip af þessu tagi – að ekki sé talað um jafnilla ígrund- aðar ásakanir og þær sem birtast í bréfinu 15. febrúar eru ólíðandi vinnubrögð. Undirrituð hefur farið þess á leit við menntamálaráðuneytið að stjórn Ff verði með einhverjum hætti vítt fyrir ofangreind vinnubrögð – jafn- framt að skoðað verði hvort ekki sé tímabært að setja siðareglur um samskipti og meðferð ágreinings- mála sem upp koma milli KÍ og ein- stakra skóla. Það er ólíðandi að skól- arnir skuli eiga á hættu önnur eins inngrip og árásir af hálfu stéttar- samtaka kennara; byggð á persónu- legum tilfinningum einstakra for- ystumanna í garð einstakra skóla- stjórnenda.“ Æruatlaga Félags fram- haldsskólakennara að skólameistara MÍ Yfirlýsing frá Ólínu Þorvarðar- dóttur ALCOA hefur selt allan 46,5% hlut sinn í norska málm- og orkufyrir- tækinu Elkem ASA, sem er móður- félag Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga. Kaupandi er norska fyrirtækið Orkla ASA, sem á nú orð- ið Elkem að langstærstum hluta. Kaupverðið er um 870 milljónir doll- ara, eða rúmir 50 milljarðar króna. Haft er eftir Alain J.P. Belda, for- stjóra Alcoa, í tilkynningu frá fyr- irtækinu að það hafi ekki haft áhuga á að vera áfram minnihlutaeigandi en árangurslausar tilraunir hafa ver- ið gerðar til að ná meirihlutanum í Elkem. Orkla gerði Alcoa tilboð í hlutinn á genginu 236 norskar krón- ur en við fyrstu kaup Alcoa í Elkem árið 1998 var gengið 132. Þessi við- skipti nú eru ekki sögð hafa áhrif á aðrar fjárfestingar og eignir Alcoa í Noregi, m.a. fyrirhugaða rafskauta- verksmiðju sem á að sjá álveri Alcoa- Fjarðaáls í Reyðarfirði fyrir raf- skautum. Þá á Alcoa áfram helm- ingshlut í tveimur álverum í Noregi á móti Orkla, en saman eiga fyrir- tækin félagið Elkem Aluminium. Uppsagnir eiga ekki við um Ísland Í tilkynningu Alcoa kemur fram að vegna hagræðingar í rekstrinum um 20–25 milljónir dollara verði um 2.000 manns sagt upp á næstu tólf mánuðum. Starfsmenn Alcoa í dag eru alls um 131 þúsund í 43 löndum. Uppsagnirnar eru ekki sagðar hafa áhrif á nýlegar fjárfestingar Alcoa í tveimur verksmiðjum í Rússlandi. Að sögn Tómasar Más Sigurðs- sonar, forstjóra Alcoa-Fjarðaáls, eiga þessar uppsagnir ekki við á Ís- landi. Í ár verður þeim fjölgað um fimmtán. Eru það einkum stjórnend- ur og sérfræðingar. Þegar nær dreg- ur upphafi starfseminnar í álversins, vorið 2007, verða fleiri ráðnir. Alcoa selur hlut sinn í Elkem Tvö þúsund manns verður sagt upp FULLTRÚI Frjálslynda flokksins í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavík- ur, Margrét Sverrisdóttir, vill hvetja ÍTR sérstaklega til að leitast við að höfða jafnt til beggja kynja þegar starfsemi á borð við spurningakeppni ÍTR, Nema hvað?, er í boði. „Í Nema hvað? voru strákar í hreinum meirihluta keppenda. Ein skýring á þessu kann að vera sú að umsjónarmenn keppninnar frá upp- hafi eru allir ungir piltar, og þeir semja allar spurningar sem eru þá líklegri til að höfða fremur til áhuga- sviðs stráka en stúlkna,“ segir í bókun Margrétar. „Í uppeldisstarfi grunn- skólabarna er mjög brýnt að huga að jafnri þátttöku kynjanna og er starfs- fólk ÍTR hvatt sérstaklega til að láta á það reyna hvort ekki megi færa þetta til betri vegar í von um aukna þátt- töku stúlkna í keppninni. Sérstakt átak verði gert til að hvetja stúlkur til þátttöku, enda ber ÍTR að fylgja sam- þykktum borgaryfirvalda um jafn- réttisstefnu.“ Í fundargerð ÍTR kemur fram að ráðið hafi tekið undir bókunina. Höfðað verði til beggja kynja í Nema hvað? LÖGREGLAN á Akranesi var kvödd á veitingastað í bænum að- faranótt sunnudags, en þar hafði maður ráðist að bróður sínum vopn- aður dúkahnífi og veitt honum áverka. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að dyraverðir á staðnum hafi náð að stöðva árásina. Bróðirinn var talsvert skorinn í andliti og á líkama og var hann færð- ur undir læknishendur. Hann fékk að fara heim að aðgerð lokinni og reyndust meiðsli hans ekki vera eins alvarleg og talið var í fyrstu. Fram kemur að árásarmaðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða og var honum komið undir læknis- hendur að skýrslutöku lokinni. Veittist að bróður sín- um með dúkahnífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.