Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „AUÐVITAÐ vill maður geta haldið páskana sína hátíðlega. En ég á bara engan pening, það er málið. Þess vegna leita ég hingað. Hér get ég fengið smá búbót í formi matar sem gerir mér kleift að hafa hátíðlega páska,“ sagði einstæð móðir á fimm- tugsaldri, sem er með fjögur börn í heimili, í samtali við Morgunblaðið þar sem hún beið eftir páskaúthlut- un Fjölskylduhjálpar Íslands sem fram fór í gær. Sagðist hún vera að leita til félagsins í annað skiptið á stuttum tíma, en fjárhagur hennar er ekki beysinn um þessar mundir sökum þess að hún missti vinnuna fyrir skömmu. „Það má segja að ég sé í smá biðstöðu síðan ég missti vinnuna, en ég er í þeirri aðstöðu að ég get hreinlega ekki borgað af lán- unum mínum. En þetta er bara tíma- bundið ástand meðan ég er atvinnu- laus. Þannig að aðstoðin frá Fjölskylduhjálpinni kemur sér rosa- lega vel á þessum tímapunkti.“ Blendnar tilfinningar Aðspurð segist viðmælandi blaðs- ins bera blendnar tilfinningar gagn- vart því að leita sér aðstoðar. „Mér finnst auðvitað mjög leiðinlegt að þurfa að koma hingað, en hins vegar hjálpar það mér mikið hversu ynd- islegar manneskjurnar eru sem hér vinna. Viðmót þeirra gerir þetta mun léttbærara. Enda er það sjálf- sagður hlutur að leita hingað ef mað- ur þarf virkilega á því að halda og að mínu mati er þetta ekkert til að skammast sín fyrir. En auðvitað er þetta erfitt og maður myndi ekki gera þetta nema vegna þess að mað- ur nauðsynlega þarf á aðstoðinni að halda, það er alla vega mín afstaða.“ „Mér finnst mjög erfitt að koma hingað og leita mér aðstoðar. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei þurft að gera áður í lífinu. Mér finnst maður vera orðinn eitthvað svo lítill og bágur að þurfa að gera þetta,“ segir annar viðmælandi Morgun- blaðsins sem einnig var stödd í húsa- kynnum Fjölskylduhjálpar Íslands. Um er að ræða konu á sextugsaldri sem er öryrki og tekjutryggð þannig að hún hefur aðeins 56 þúsund krón- ur á mánuði sér til framfærslu. Segir hún ávallt hafa verið snúið að ná endum saman, enda tekjurnar lágar, en að ástandið hafi fyrst orðið veru- lega slæmt eftir að maðurinn hennar missti atvinnuna fyrir skömmu. Eru þau hjónin með tvö ungmenni á heimilinu á sinni framfærslu. „Við vorum líka í vandræðum fyrir jólin, en eftir áramót varð maðurinn minn atvinnulaus og þá versnaði ástandið til muna. En ég vona að þetta lag- ist.“ Segir hún þetta í þriðja skiptið á síðustu mánuðum sem hún leitar að- stoðar hjá Fjölskylduhjálpinni. „Það er mjög gott að koma hingað, í raun alveg yndislegt miðað við allt og allt, enda vilja starfskonurnar allt fyrir mann gera. Það má segja að það að fá páskaúthlutunina núna geri okkur hreinlega kleift að hafa eitthvað á boðstólum um páskana.“ Spurð hvernig aðstaðan væri ef Fjöl- skylduhjálparinnar nyti ekki við hik- ar viðmælandi blaðamanns áður en hún segir svo lágróma: „Það væri mjög slæmt. Ég get satt að segja ekki hugsað þá hugsun til enda hvað ég myndi gera ef ég gæti ekki leitað hingað. Það er því mjög gott að fá aðstoð á borð við þessa.“ Erfitt en ekkert til að skammast sín fyrir Morgunblaðið/Golli Mæðrastyrksnefnd er einn þeirra aðila sem veita aðstoð fyrir páskana. Myndin er tekin af starfsstúlkum nefndarinnar við vinnu sína nýverið. „HÉR var fullt úr úr dyrum og löng biðröð fyrir utan þegar út- hlutunin hófst,“ sagði Anna Auð- unsdóttir, varaformaður Fjöl- skylduhjálpar Íslands, í samtali við Morgunblaðið, en mikið var að gera hjá félaginu í gær þegar sér- stök páskaút- hlutun fór fram í húsakynnum þess. Sagði hún alla hafa sýnt þolinmæði og góða biðlund. „Þetta gekk ótrúlega vel fyrir sig og góð stemning var á staðnum.“ Aðspurð áætlar Anna að á bilinu 130–140 fjölskyldur hafi fengið út- hlutun hjá Fjölskylduhjálpinni í gær, en gera má ráð fyrir að að baki hverri umsókn séu allt frá einum upp í sex einstaklinga. Seg- ir hún einstæða feður, sem eru með börnin sín yfir páskana, hafa verið mjög áberandi meðal um- sækjenda í gær. Spurð hvort þau hafi náð að sinna öllum umsóknum svarar Anna því játandi. „Það fengu allir eitthvað í restina, en reyndar var þá allt kjöt- og fiskmeti búið. En það fór enginn í fýlu, enda ennþá nóg til af alls kyns dósa- og pakka- mat sem auðvitað kemur í góðar þarfir.“ Allir fengu eitthvað Anna Auðunsdóttir STEFNT er að því að ný verksmiðja sem framleiða á vörubretti úr endur- unnum pappír taki til starfa í hús- næði Kísiliðjunnar í Mývatnssveit innan árs og að þar starfi 18–20 manns. Landeigendur í Reykjahlíð keyptu húsnæði Kísiliðjunnar fyrir skömmu og sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Félags landeigenda, að þegar ljóst var að ekkert yrði af kís- ilduftverksmiðju í húsunum, hefði legið beinast við að kanna aðrar hug- myndir. „Landeigendur hafa haft þá yfirlýstu stefnu að sækja frekar verkefni til sín en að bíða eftir að aðrir komi með þau til þeirra.“ Ólafur sagði að þarna væri um að ræða fjárfestingu upp á um 1.800 milljónir króna og að fjármögnun verkefnisins væri að mestu lokið. Iðnaðarráðuneytið hafði lofað um 200 milljóna króna framlagi í fyrir- hugaða kísilduftverksmiðju. Ólafur sagðist gera sér vonir um að Ný- sköpunarsjóður beini þeim fjármun- um inn í þetta verkefni. Nýlega undirrituðu landeigendur viljayfirlýsingu ásamt sveitarstjórn Skútustaðahrepps, iðnaðarráðu- neytisins og íslenskum frumkvöðl- um, um að stefnt skuli að því að starfrækja verksmiðju í húsnæði Kísiliðjunnar til framleiðslu á vöru- brettum úr endurunnum pappír sem til fellur hér á landi. Ólafur sagði að þetta væri verksmiðja sem notaði mikla orku og að til framleiðslunnar yrði notuð vél sem hefði verið í þróun undanfarin ár og reynst vel. Fram- leiðslan verður í lokuðu kerfi og það umhverfisvænsta sem hægt er að hugsa sér í stóriðju sem þessari, að sögn Ólafs. Hann sagði það nauðsynlegt að landeigendur og íbúar á svæðinu væru með í svona fyrirtæki, öðruvísi náist ekki hámarksárangur. „Það er þess vegna sem við erum harðir á því að orkan í Suður-Þingeyjarsýslu eigi að vera á hendi þeirra sem þar eiga land og þar búa.“ Húsnæði Kísiliðjunnar í Mývatnssveit fær nýtt hlutverk Morgunblaðið/Birkir Fanndal Húsnæði Kísiliðjunnar við Mývatn gæti í framtíðinni hýst verksmiðju sem framleiðir vörubretti. Fjármögnun nær lokið Á LISTA Samræmdrar vefmæl- ingar hefur nú verið bætt við frek- ari upplýsingum um heimsóknir á vefsvæði mbl.is. Þegar slóðin http://www.modernus.is/ er valin birtist listi með stærstu vefjum landsins. Fyrir aftan nafn mbl.is er plúsmerki. Þegar smellt er á það opnast svæði þar sem bætt hefur verið við tveim nýjum vefhlutum, Forsíðan og Fréttavefur – annað. Á listanum má sjá að í síðustu viku heimsóttu 164.927 stakir gestir alla vefi mbl.is. Þar af byrjuðu 151.837 gestir heimsóknir á forsíðu mbl.is sem eru rúmlega 95% allra gesta mbl.is. Gestir sem skoðuðu innhald frétta sem voru á forsíðu mbl.is voru 107.902 eins og sjá má á vef- hlutanum Fréttavefur – annað. Fyrirtækið Modernus sér um mælingu á öllum stærstu vefjum landsins og birtir lista einu sinni í viku þar sem sjá má fjölda notenda, innlit og flettingar. Þrír vefir mbl.is, visir.is og eve-online birta þess utan upplýsingar um vefsvæði sem tengjast vefjum þeirra. Fyllri upplýs- ingar um heim- sóknir á mbl.is ÚRSKURÐARNEFND um holl- ustuhætti og mengunarvarnir hefur komist að þeirri niðurstöðu að Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur hafi verið óheimilt að setja dreifingarbann á drykkinn Kristal plús, sem Ölgerðin Egill Skalla- grímsson framleiðir. Í tilkynningu frá Ölgerðinni kemur m.a. fram að fyrirtækið íhugi að krefja Reykja- víkurborg um skaðabætur. Úrskurðarnefndin telur að ekki verði séð að refsingar og viðurlög í reglugerð um aukaefni í matvælum eigi við um úrræði stjórnvalda um bætiefni í matvælum. Ekkert sé frekar í lögum um matvæli sem styðji aðgerðir Umhverfis- og heil- brigðisstofu. Fellst nefndin því á það með Ölgerðinni að ekki hafi verið heimilt að setja dreifingarbann á umræddan drykk. Ölgerðin íhugar bótakröfu á Reykjavíkurborg HAFÍSINN heldur áfram að hopa en flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Að sögn Veðurstofunnar eru sigl- ingaleiðir orðnar vel greiðfærar úti fyrir öllu Norðurlandi. Siglinga- leiðin fyrir Horn var sömuleiðis orð- in fær en varasöm vegna stöku smá- jaka. Ísspöngin var næst landi um sex sjómílur norður af Horni. Siglingaleiðir greiðfærar úti fyrir Norðurlandi ALLSHERJARNEFND Alþingis mælir með því að starfsemi mat- vöruverslana, sem uppfylla ákveðin skilyrði, verði heimiluð föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagði frumvarp þess efnis fram á Al- þingi í vetur. Allsherjarnefnd hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt. Skilyrðin sem matvöruverslanirnar þurfa að uppfylla eru þau að verslunarrýmið sé undir 600 fermetrum og að a.m.k. 2/3 hlutar veltunnar séu sala á mat- vælum, drykkjarvöru og tóbaki. „Nefndin ræddi hvort frumvarpið skerti með einhverjum hætti rétt verslunarfólks til frítíma, en telur að kjarasamningar verndi þann rétt með afgerandi hætti,“ segir m.a. í áliti nefndarinnar. Áður en frumvarpið verður sam- þykkt, þarf það að fara til annarrar og þriðju umræðu á Alþingi. Líklegt er talið að það verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Fái að hafa opið um páskana Í GÆR voru sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út eftir að tilkynning um að tundurdufl hefði fundist á Langanesi barst Gæslunni frá lögreglunni á Þórshöfn. Tund- urduflið var breskt, frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og fannst í flæðarmálinu við Lambanes. Sprengjusérfræðingar Gæsl- unnar fóru á vettvang til þess að eyða því og var það sprengt um miðjan dag í gær. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar. Ákveðið var að bíða til morguns og eyða þeim í birtingu í dag. Að sögn Gylfa Geirssonar, yfirmanns sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, getur talsverð hætta skapast ef menn fara að eiga við tundurduflin. Sú hætta sé fyrir hendi að tundurduflið springi ef menn reyni t.a.m. að opna þau. Því sé mikilvægt að fólk haldi sig fjarri og láti lögreglu vita. Þrjú tundurdufl fundust á Langanesi og eru sprengju- sérfræðingar Gæslunnar bún- ir að eyða einu þeirra. Þrjú tund- urdufl fundust á Langanesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.