Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Það munar 142% á hæsta oglægsta verði á Mjúkís meðsúkkulaði, 118% á Skafísmeð vanillu og dajm og það er 98% munur á hæsta og lægsta verði vanilluíspinna og 96% munur á hæsta og lægsta verði kókómjólkurfernu. Þetta kom í ljós þegar blaðamenn Morgunblaðsins gerðu verðkönnun í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Krónan og Bónus eru með svipað verð á vörukörfunni, í Bónus er vörukarf- an 73 krónum ódýrari en í Krónunni ef miðað er við kassaverð en í Krón- unni er vörukarfan 35 krónum ódýr- ari en í Bónus ef miðað er við hillu- verð. Bæði Nettó og Kaskó eru með töluvert hærra verð og munar 1.602 krónum á kassaverði vörukörfunnar í Bónus og Kaskó og 2.183 á kassa- verði vörukörfunnar í Bónus og Nettó. Morgunblaðið gerði síðast verð- könnun í lágvöruverðsverslunum 11. mars síðastliðinn og aftur í gær. Fimmtán vörur sem eru í báðum könnunum hafa hækkað töluvert. Meðaltalshækkunin nemur 40,8% í Kaskó, 37% í Nettó, 5,5% í Bónus og 4,4% í Krónunni. Kaskó er með samræmi í öllum tilvikum milli kassa og hilluverðs en í hinum verslununum er alls ekki alltaf um samræmi að ræða. Fylgdi blaðamanni eftir Blaðamaður Morgunblaðsins sem vann verðkönnun í verslun Nettó í Mjódd varð þess fljótlega var að starfsmaður Bónus var staddur í versluninni og fór að fylgjast með þegar verð var kannað. Var ljóst, þó reynt væri að leyna því, að starfs- maðurinn var að fylgjast með því hvaða vörur voru kannaðar, og tal- aði á sama tíma í farsíma. Ekki var hægt að sjá að starfsmaður Bónus væri að kanna verð í versluninni, enda ekki að sjá með strikamerkja- lesara sem notaðir eru við slíkar kannanir. Í síðustu viku þegar birt var verðkönnun sem gerð var af Verðlagseftirliti ASÍ var Bónus strikað útúr könnuninni. Við það tækifæri sagði Henni Hinz verkefn- isstjóri hjá ASÍ að aðili frá Bónus hafi verið staddur í Krónunni og fylgt eftir þeim aðila sem var að taka niður verðið fyrir Verðlagseft- irlit ASÍ. Hann var með síma og gaf upp þær vörur, sem verið var að kanna, jafnóðum. Þegar Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss er spurður hvers vegna starfsmenn hans fylgist með verðtökufólki í öðr- um verslunum segir hann að um- ræddur starfsmaður Bónuss hafi verið að gera verðkönnun í Nettó og tekið eftir að annar var að gera verðkönnun á sama tíma sem reyndist þá vera blaðamaður Morgunblaðsins. Starfsmaður Bónuss hafi í kjölfarið haft samband við annan starfsmann Bónuss sem þá var í Krónunni og þeir báru sam- an sín á milli hilluverð í Nettó og Krónunni. Verðkönnunin var framkvæmd frá klukkan 13.30–14.30 í gær þriðjudaginn 22. mars. Farið var í lágvöruverðsverslanirnar Bónus á Smáratorgi, Krónuna Bíldshöfða, Nettó í Mjódd og Kaskó í Vestur- bergi. Kannað var verð á yfir fimm- tíu vörutegundum sem eru þær sömu og verð var kannað í 11. mars sl. Í töflunni sem hér fylgir er ein- ungis birt verð á þeim vörum sem fengust í öllum verslununum og í sömu stærðareiningum. Ekkert til- lit er tekið til gæða eða þjónustu heldur er um beinan verðsaman- burð að ræða.  VERÐKÖNNUN | Morgunblaðið kannar verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu 2&  ,                 )771/7" Q "  1" 891/7"  " R&'&$&&  " ) 6"  # 09 /71 E  # ""   # $ &   # ,: # "##  # 4" "  # " 1$"7&  # B  B" " #  " <75?$" " " $&   -SO$""    # -$ "'  &   # 211(  "  T$1  1;&$S  # 3& " #&$ 7  ;''  # -/+5 )/5 1Q& ""  " -/+5 1Q +"   " 05 1Q'/1 @11$   " 05 1Q& "" @11$   " )/5 & ""5  &&  0 -< ,0 -$  01 # $ 5"'  %& $ -/7'' $ =$ ($# -$"? $ 36  $ ,6#  $ -& 6  # "6#   "                                                                                                       3 "" )                                            3 "" )                                             3 "" )                                        3 "" )                      &   Morgunblaðið/Þorkell Mikill verðmunur var á ís í könnuninni og munaði t.d. 142% á hæsta og lægsta verði Mjúkíss með súkkulaði. Kaskó gefur eftir í verðstríðinu Það er svipað verð á vörukörfunni í Krón- unni og Bónus. Munar 73 krónum ef miðað er við kassaverð, Bónus í hag, og 35 krónum ef miðað er við hilluverð, Krónunni í vil. Frá síðustu könnun Morgunblaðsins hefur meðalverð fimmtán vörutegunda í Kaskó hækkað um 40,8%, um 37% í Nettó, um 5,5% í Bónus og um 4,4% í Krónunni. Aðeins Kaskó var alltaf með samræmi milli hillu- og kassaverðs. SPÆNSKIR og breskir vísinda- menn hafa uppgötvað að grænt te getur hjálpað til við að fyrir- byggja ákveðnar gerðir af krabbameini. Rannsakendur við Murcia-háskólann á Spáni og John Innes-miðstöðina í Norwich á Englandi hafa sýnt fram á að efna- sambandið EGCG, sem er að finna í talsverðu magni í grænu tei, kemur í veg fyrir að krabbameins- frumur vaxi og dafni með því að tengjast sérstöku ensími. Rannsóknir hafa leitt í ljós að grænt te inniheldur um það bil fimm sinnum meira af EGCG en venjulegt te. Græna teið hefur dregið úr ákveðnum krabbamein- um, en vísindamenn hafa hingað til ekki verið vissir um hvaða efna- sambönd væru þarna að verki og hvernig þau störfuðu. Að sama skapi höfðu þeir ekki skilgreint hversu mikið af grænu tei menn þyrftu að drekka svo að það hefði gagnleg áhrif. Að sögn prófessors Roger Thorneley hjá John Innes miðstöðinni, er líklegt að efna- sambandið EGCG sé aðeins eitt af fleiri samböndum í grænu tei sem hægt getur á krabbameins- frumum og líklegt er að hægt verði í framhaldinu að þróa nýtt krabbameinslyf með hliðsjón af uppbyggingu EGCG sameinda. Vísindamennirnir ákváðu að beina spjótum sínum sérstaklega að EGCG eftir að þeir uppgötvuðu að formgerð þess svipaði mjög til krabbameinslyfsins methotrexate. „Við uppgötvuðum að EGCG gæti drepið krabbameinsfrumur á sama hátt og lyfið methotrexate, en þó með minni aukaverkunum á heilbrigðar frumur, segir Jose Neptuno Rodriguez-Lopez, sem skrifað hefur um nýju uppgötv- unina í tímaritið Cancer Research. Grænt te vinnur gegn krabbameini  HEILSA Fréttir á SMS VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.