Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 31 Sólveig Péturs-dóttir, for-maðurutanríkis- málanefndar Alþingis, leggur á það áherslu að nýafstaðin heim- sókn þriggja manna þingmannanefndar til Taívan hafi ekki verið á vegum Alþingis eða ríkisstjórnar Íslands. Af þeim sökum hefur heimsóknin engin áhrif á íslenska utan- ríkismálastefnu. Hún segist hafa orðið undrandi á orðum Wang Xin Shi, sendi- herra Kína á Íslandi, í Morgunblaðinu í gær þar sem hann sagði Kínverja vera á móti umræddri heimsókn. „Það er löng hefð fyrir heimsóknum þingmanna úr flestum ef ekki öllum stjórn- málaflokkum á Al- þingi, þ.á m. þing- manna sem setið hafa í utanríkismálanefnd,“ segir Sólveig. „Þessar heimsóknir eru í boði Taívan og eru hvorki á vegum Alþingis né rík- isstjórnar og hafa því ekki áhrif á utanríkismálastefnu Ís- lands. Það er því auðvitað al- veg ljóst að íslenskir þingmenn þurfa ekki að spyrja Kínverja leyfis til að fara í slíkar ferðir, né heldur munu þeir sætta sig við nein boð eða bönn af þeirra hálfu.“ Íslenskir þingmenn fara víða í þekkingaröflun Sólveig segir það mjög al- gengt að íslenskir þingmenn fari víða til að kynna sér stöð- una í heimsmálunum. Sé það hið besta mál og nauðsynleg þekkingaröflun. „Mér finnst líka rétt að benda á að slíkar heimsóknir til Taívan eru tíðk- aðar af öðrum þjóðum, ekki síst frændum okkar á Norð- urlöndum. Mér hefur verið tjáð að stór sænsk sendinefnd þing- manna sé á leiðinni til Taívan eftir nokkra daga og ég er hrædd um að því yrði ekki vel tekið ef kínversk stjórnvöld ætluðu sér að reyna að hafa áhrif á slíkar heimsóknir. Ég hlýt að gera ráð fyrir því að Ísland sé ekki sérstaklega tek- ið fyrir í hópi vinaþjóða Kína.“ Í fréttaskeyti CNA-frétta- stofunnar frá því 16. mars sl. er greint frá því að Chen Shui-bian, forseti Taívan, hafi verið þakklátur fyrir tillögu Sólveigar þess efnis að stofna samskiptaskrifstofu (Liason office) landanna tveggja í Taív- an. Sólveig bendir á hér sé um að ræða skrifstofu á sviði við- skipta, þó ekki eiginlega við- skiptaskrifstofu í hefðbundnum skilningi þess orðs. „Taívan er stór markaður þar sem búa 23 milljónir manna. Við höfum átt mikil viðskipti við Taívana m.a. með sjávarafurðir. Þess má einnig geta að sífellt fleiri ferðamenn frá Taívan koma til Íslands. Þessi samskipti eru því mikilvæg fyrir íslenska hagsmuni. Það hefur vakið at- hygli þingmanna að Taívan og Evrópuríki eru með gagn- kvæmar skrifstofur á sviði upplýsinga og viðskipta. Tutt- ugu Evrópuríki hafa slíkar skrifstofur í Taívan, þar af öll Norðurlöndin nema Ísland. Ís- lenskir þingmenn, m.a. Tómas Ingi Olrich, er hann var for- maður utnríkismálanefndar, hafa vakið athygli á þessari staðreynd. Hann benti m.a. á að slíkar skrifstofur væru all- mikilvægar fyrir viðskipti okk- ar við Taívan. Þetta atriði kom upp á fundum okkar íslensku þingmannanna í Taívan og ég benti á að um slíka tengingu hefði verið rætt af hálfu þing- manna. Jafnframt upplýsti ég að íslenska ríkisstjórnin hefði ekkert tjáð sig um slík mál. Það er því alveg skýrt að sam- skipti landanna hafa engin áhrif á íslenska utanrík- ismálastefnu með tilliti til Kína.“ Stórverkefni á sviði mannréttindamála í Kína Sólveig fór ásamt forseta Al- þingis og fleiri varaforsetum í opinbera heimsókn til Kína í janúar sl. og segir það hafa verið ánægjulega og upplýs- andi ferð. Við blasi að Kínverj- ar séu víða að taka til hendinni og að ná miklum árangri í efnahagsmálum. „Það er hins vegar alveg jafn ljóst að við þeim blasa mörg stórverkefni m.a. á sviði mannréttindamála. Samskipti við stórveldi Kína er okkur auðvitað afar mikilvæg á menningar- og viðskiptasvið- inu. Við Íslendingar höfum líka tekið vel á móti háttsettum kínverskum framámönnum og lagt okkur fram við að gera þær heimsóknir sem best úr garði. Á þessum góðu sam- skiptum verður engin breyt- ing,“ segir Sólveig. Sólveig Pétursdóttir undrandi á orðum kínverska sendiherrans um Taívanheimsókn þingmannanefndar Þingmenn þurfa ekki að spyrja Kínverja leyfis til að heimsækja Taívan Morgunblaðið/Golli Íslenskir þingmenn munu ekki sætta sig við nein boð eða bönn af hálfu Kínverja,“ segir Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar. i pólitísk- eiru, því emst um lega egurinn lega nýr, g hefur i að vetr- anverðum un Vega- m, eins og í ndum og land- egagerð- D) laga jallaháls Það er i Kolla- sem er n- vetr- vegabæt- veðravíti. u er fórn- ur uminja- slags. og reyni- fndur tærsti verðum un liggja í Hlíðin er nnig að g áhrif á ör- a veru- ð sér í næst ut- ur Hall- innig lsteins- arsetri lík- nig fara i og ar og eru vernd- arvæng Breiðafjarðarnefndar. Leið B mun líklega krefjast eignarnáms á allt að þremur-fjórum jörðum, með tilheyrandi kostnaði, sem ekki er inni í tilgreindum kostnaði við leið B. Vegna mikils kostnaðar við leið B verður að tvískipta framkvæmdinni og leggja rándýran bráðabirgðaveg frá utanverðu Grónesi og um það austanvert að Djúpadal, meðan ver- ið er að leggja veg um austanvert Hallsteinsnes. Sá vegur fer einnig nærri öðru arnarsetri og mun eyði- leggja það. Hann mun fara um sum- arbústaðaland Landhelgisgæsl- unnar í vestanverðum Djúpafirði og valda þar verulegri truflun og eyði- leggingu lands. Þessi vegur verður síðar notaður sem heimreið að Djúpadal. Hlíðin í vestanverðum Þorska- firði, frá Teigsskógi að Hallsteins- nesi, sem leið B liggur um, hefur verið sett á Náttúruminjaskrá. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hún er náttúruperla við norðanverðan Breiðafjörð, enda er þessi hlíð og Gróneshlíðin einu staðirnir í hreppnum sem eru á Náttúruminja- skránni, fyrir utan Borgarland. Í umsögn hreppsnefndar Reykhóla- hrepps til Skipulagsstofnunar um ofangreindar leiðir fagnaði hún því, að leið B væri komin á dagskrá. Ég get hins vegar engan veginn skilið að hreppsnefndin skuli ekki koma auga á það ennþá að náttúruperlur í sveitinni eru gersemar sem ber að vernda en ekki spilla og sveitarfé- lagið muni hafa tekjur af þeim er fram líða stundir. Fulltrúar Reykhólahrepps hafa einnig barist fyrir vegi frá Reyk- hólasveit yfir til Hólmavíkur á Ströndum. Gera þeir sér grein fyrir að með leið D (miðað við leið B) mun sparast upphæð sem nemur meg- inhluta þess fjár sem leiðin til Hólmavíkur kostar? Leið D Leið D, sem ágreiningur er ekki um svo ég viti, er 560 milljónum króna ódýrari en leið B. Hún er að- eins 6,25 km lengri en leið B (munar kannski 6–7 mínútum í akstri). Leið D hefur ekki umtalsverð umhverfis- áhrif umfram það sem núverandi vegur hefur. Hún fer ekki um nátt- úruverndarsvæði. Hún eyðileggur ekki neitt arnarsetur. Hún skerðir ekki fornminjar. Hún eyðileggur ekki ferðaþjónustu í Djúpadal. Hún skaðar ekki stærsta samfellda birkiskóg á Vestfjörðum. Hún hefur ekki áhrif á æðarvarp á Hallsteins- nesi. Það þarf ekki að beita eign- arnámi á þeirri leið með tilheyrandi kostnaði Vegagerðarinnar og sár- indum fyrir landeigendur. Leið D mun ekki leiða til neins verulega aukins kostnaðar Reykhólahrepps við snjómokstur heimreiða og Vegagerðarinnar við viðhald þeirra. Hún mun ekki rýra verðgildi lands í Þorskafirði og hún mun ekki koma í veg fyrir nýtingu Hallsteins- neshlíðar sem útivistar- og frí- stundasvæðis í framtíðinni. Með lagfæringu Hjallaháls hefur hún alla kosti umfram leið B og enga ókosti hennar. Niðurstaða Það verða hrapalleg mistök, ef leið B verður ofan á. Ég hvet alla að kynna sér þessi mál, ekki síst stjórnmálamenn, þá sem ráða fjár- úthlutunum til vegamála og þá sem láta sig umhverfismál og nátt- úrvernd einhverju skipta. Hér get- ur verið stórslys í uppsiglingu. Skipulagsstofnun á að vísu eftir að fjalla um umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, og vona ég svo sannarlega að hún muni hafna leið B alfarið og beina því til Vegagerð- arinnar að leið D verði valin. Það þarf mikið fé í vegafram- kvæmdir á vestanverðum Vest- fjörðum á komandi árum. Að eyða mörg hundruð milljónum króna að óþörfu, eins og í leið B, er því ekki í þágu Vestfirðinga, né annarra landsbúa yfirleitt. alleg verður Höfundur er verkfræðingur. álparstarfinu að sögn Jónasar, r stéttir beini erlendri aðstoð frá tunum og segi að þær hafi þegar lp. Hjálparstarf kirkjunnar hef- ki síst einbeitt sér að þeim stétt- segir Jónas að neyðaraðstoðin þeim sem enga aðstoð hafa feng- n taki uppbyggingin við. Á vef- síðu Hjálparstarfsins segir Anna M.Þ. Ólafsdóttir að fyrst eftir hamfarirnar hafi allir hjálpast að og til þess tekið að hind- úar, múslimar og kristnir menn hafi snúið bökum saman. Þegar frá leið hafi hins veg- ar allt fallið í sama farið og hver hugsað um sig. „Í ferðinni deildum við út netum til fiski- manna sem höfðu misst þau og þannig fá þeir aftur lífsbjörgina. Við sáum ýmis óbein áhrif flóðanna til dæmis á Sri Lanka þar sem landbúnaðarverkamenn hafa misst vinnu þar sem ekki hefur verið unnt að sá í akra á stórum svæðum við strönd- ina vegna sjávarseltu og það getur tekið nokkurn tíma að koma þessu í samt lag.“ alþjóðlegra hjálparstofnana á flóðasvæðum í Asíu veggja ára verkefni nnar, sést á myndinni til vinstri afhenda dalítum sem veiða í lónum inn af ströndinni á Indlandi ný net. Dalítar hafa fengið Hjálparstarfs kirkjunnar hjálpar dalítum að ná fram rétti sínum en sjómenn í þorpum við ströndina eru stéttahindúar og ægri má sjá drengi við ósa Krishna-fljótsins í Andrah Prades-héraði á Indlandi greiða úr netaflækju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.