Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn í félagsheimilinu Þingborg, föstudaginn 8. apríl 2005 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 15. mars 2005. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. ACTAVIS hefur undirritað samning um kaup á tékkneska lyfjafyrirtæk- inu Pharma Avalanche. Hjá fyrirtæk- inu starfa 30 manns og eru höfuð- stöðvar þess í Prag. Það var stofnað árið 2000 og hefur lagt áherslu á sölu og markaðssetningu á samheitalyfj- um í Tékklandi og Slóvakíu. Í tilkynningu frá Actavis segir að kaupverðið sé ekki gefið upp né aðrar fjárhagsupplýsingar varðandi kaupin og kaupin hafi ekki veruleg áhrif á af- komu Actavis. Haft er eftir Sigurði Óla Ólafssyni, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar, að kaupin séu í samræmi við stefnu félagsins um uppbyggingu þess í Mið-Evrópu. Hann segir að með þeim sé Actavis komið með beinan aðgang að tékk- neska og slóvakíska markaðnum. Halldór Kristmannsson, for- stöðumaður innri og ytri samskipta Actavis, sagði í samtali við Morgun- blaðið að með kaupunum á Pharma Avalanche muni Actavis geta fengið skráð og selt eigin lyf á tékkneska og slóvakíska markaðinum og að félagið sjái ákveðna samlegð með þessum kaupum. „Það er mikilvægt fyrir okk- ur að koma þeim lyfjum sem við framleiðum á fleiri markaði. Þetta er liður í því,“ segir Halldór. Actavis kaupir tékk- neskt lyfjafyrirtæki                              !"#   !"#"$    % "&' (&  )* &# +&(&  )#&  ,&' (& % "&'  -$"  .# /    01$/  01 !/ $  &#(  2        ! 1 % "&'  3 &'  31 /&  4(&   ,56& /7 &&  89$/  0%!  0" :"# 0"&'  0"1   ;    <;## &#1   &  = && "  &  >17 11 ?06($#       (  ! $"' @;//  ,&' 51 % "&'  <6 6   !" #$  AB@C 05    $             ?    ? ?     ? ? ? ?   ?  ? ? $; &#  ;   $ ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?  ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? D EF D ? EF D ?EF ? D ?EF D ?EF D ? EF D ? EF ? D ?EF D ? EF D EF D ? EF D ?EF D ? EF ? D EF ? ? ? ? D  EF ? ? ? ? D  EF ? ? D ?EF ? ? 3$ "'    '# & < "( 5 " '# G ) 0"                     ?  ? ?    ? ? ? ?  ?  ? ?                  ?                                      ?           =    5 *+   <3 H #&"  !/"'          ?  ? ?   ? ? ? ?   ?  ? ? <3? I  1 1"'&' " "/  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● GENGI krónunnar hefur hækkað verulega síðustu daga gagnvart helstu myntum. Í upphafi mánaðar- ins stóð gengisvísitala krónunnar í 109,75 stigum en í gær fór hún nið- ur fyrir 106 stig en stóð í lok dagsins í 106,24 stigum. Gengi krónunnar hefur því hækkað umtalsvert á stutt- um tíma eða um 3,2% frá upphafi mánaðarins. Í Morgunkorni Greining- ar Íslandsbanka segir að væntingar um frekari mun á innlendum og er- lendum skammtímavöxtum í kjölfar hækkunar á stýrivöxtum sé helsta skýringin á þessari gengishækkun krónunnar. Krónan styrkst um 3,2% í mars ● DÆGURVERÐ á 95 oktana blý- lausu bensíni var 479 dollarar fyrir hvert tonn í fyrradag og hefur það ekki verið hærra á heimsmarkaði síðan 24. október síðastliðinn þegar lokaverð var 480 dollarar fyrir hvert tonn. Almennt fylgir þróun bensín- verðs á heimsmarkaði þróun hrá- olíuverðs þannig að þessar hækk- anir ættu ekki að koma á óvart. Helstu ástæðna hækkananna er að leita í aukinni eftirspurn í Asíu auk þess sem birgðir í Bandaríkjunum hafa dregist saman. Bensínverð ekki hærra síðan í október ÍSLENDINGAR eru enn á útkikki eftir vænlegum fjárfestingum á Norðurlöndum. Þetta er niðurstaða umfjöllunar í danska blaðinu Børs- en þar sem rifjuð er upp útrás ís- lenskra fjárfesta á Norðurlöndum. Baugur hafi hug á að koma sér betur fyrir á skandinavíska smá- sölumarkaðnum, eftir kaup sín á stórversluninni Magasin du Nord á dögunum. Haft er eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, framkvæmda- stjóra norrænna fjárfestinga hjá Baugi, að félagið telji marga mögu- leika í Danmörku og sé reyndar þegar að skoða nokkra, en vill ekki nefna nein nöfn. Íslensku bankarnir eru einnig sagðir hafa hug á frekari útrás. Haft er eftir Halldóri Kristjáns- syni, bankastjóra Landsbankans, að bankinn sé stöðugt að skoða fjárfestingartækifæri í Skandinav- íu og Danmörku, þó að áherslan sé fyrst og fremst á Bretland. Þá seg- ir að Kaupþing banki sé hvergi nærri hættur fjárfestingum, þrátt fyrir að hafa nýverið greitt 85 milljarða króna fyrir danska bank- ann FIH. Íslendingar enn á útkikki● HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga svf. nam 1.958 milljónum króna á síðasta ári að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Veltufé frá rekstri nam 96 milljónum og heildareignir félagsins námu 4.813 milljónum. Bókfært eigið fé var 4.038 milljónir og eiginfjárhlutfall 84%. Á árinu seldi félagið eignarhlut sinni í fjár- festingarfélaginu Kaldbaki hf. fyrir 3.744 milljónir og eignaðist í kjölfar- ið 10% eignarhlut í Samherja. Kaup- félag Eyfirðinga starfar sem byggða- festufélag, vinnur það að hags- munum félagsmanna og eflingu búsetu á félagssvæðinu, sem nær yfir Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. KEA hagnaðist um 2 milljarða SEÐLABANKI Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25%, eða í 9%, frá og með 29. mars. Seðlabankinn telur óhjákvæmilegt að halda áfram að auka aðhald peningastefnunnar í ljósi þess mikla hagvaxtar sem spáð sé og vísbendinga um áframhaldandi og vaxandi ójafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Jafnframt birti bankinn ársfjórðungsrit sitt, Peningamál, en þar kemur m.a. fram að við- skiptahallinn í fyrra hafi reynst mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, eða 8% af vergri landsfram- leiðslu, og að horfur sé á að hann verði enn meiri í ár eða liðlega 12%. Gangi sú spá eftir yrði það mesti viðskiptahalli Íslandssögunnar. Minni hækkun en búist var við Hækkun stýrivaxtanna er minni en greiningar- deildir bankanna höfðu búist við; þannig höfðu greiningardeildir Íslandsbanka og Kaupþings banka gert ráð fyrir 0,5% eða 0,75% hækkun stýri- vaxta en greiningardeild Landsbankans reiknaði með 0,25%–0,5% hækkun. Fram kemur í Peningamálum að þótt verulega muni draga úr viðskiptahallanum strax á næsta ári muni aukinn álútflutningur á næstu árum ekki draga nægilega úr honum og umtalsverð aðlögun í þjóðarbúskapnum þurfi því að eiga sér stað; líklegt sé að verulega þurfi að draga úr vexti innlendrar eftirspurnar og gengi krónunnar að lækka. „Hækkun stýrivaxta undanfarna mánuði ber að skoða í ljósi hraðvaxandi eftirspurnar og versnandi verðbólguhorfa. Horfurnar breyttust verulega til hins verra í kjölfar þess að bankarnir tóku að bjóða fasteignaveðlán á betri kjörum en áður. Hörð sam- keppni bankanna og Íbúðalánasjóðs á fasteigna- veðlánamarkaði hefur stuðlað að hröðum útlána- vexti sem ekki sér fyrir endann á,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri á fundi með blaðamönnum í gær en þar nefndi hann að útlán viðskiptabankanna hefðu aukist um 40% í fyrra. „Auk þess ollu breytingar á tímasetningu stór- framkvæmda því að þær munu ná hámarki í ár en ekki árið 2006 eins og áður var talið.“ Hækkun eignaverðs bendir til ofþenslu Birgir Ísleifur sagði hækkun stýrivaxta um 1,5% frá í nóvember eiga þátt í liðlega 10% styrkingu krónunnar. Áhrif peningastefnu á gengi gjaldmiðla væri mikilvæg miðlunarleið í opnu hagkerfi en mikil hækkun krónunnar kæmi hins vegar hart niður á samkeppnisgeiranum en við því ætti pen- ingastefnan fá svör. Birgir sagði hraða hækkun íbúðarverðs vera einu skýrustu vísbendinguna um vaxandi ofþenslu í þjóðarbúskapnum, hækkunin væri að raungildi töluvert yfir fyrra sögulega hámarki. Hátt eigna- verð kynti undir eftirspurninni nú og gæti magnað samdrátt síðar. „Seðlabankinn hefur ekki að mark- miði að halda eignaverði stöðugu en þarf að bregð- ast við því að svo miklu leyti sem það hefur áhrif á verðbólgu. Það gæti þó flækt framkvæmd peninga- stefnunnar á næsta ári ef þörf yrði á mun harðara aðhaldi en nú er fyrirséð. Þá yrði hætt við snarpri verðlækkun sem veikt gæti undirstöður fjármála- kerfisins. Fjármálastöðugleikasjónarmið mæla því eindregið með tímanlegu aðhaldi peningastefnunn- ar,“ sagði Birgir Ísleifur. Óhjákvæmilegt að auka aðhald peningastefnunnar Seðlabankinn spáir mesta viðskiptahalla Íslandssögunnar, horfur séu á að hann verði liðlega 12% af landsframleiðslu í ár. Stýrivextir hækka um 0,25%. Morgunblaðið/Þorkell Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. ● HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI námu 2,1 milljarði í Kauphöllinni í gær, þar af voru 1,2 milljarðar með hlutabréf í Kaupþingi banka. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,69%. Mest lækkun var á Hampiðjunni (-6%) og mest hækk- un á Þormóði ramma (11,4%). Mest skipt með KB ● HLUTABRÉF í bresku smásölukeðj- unni Somerfield hækkuðu um 2,2 pens í gær eftir að það spurðist út að Baugur hygðist bjóða aftur í keðj- una, nú 220 pens á hlut en eigendur Somerfield höfnuðu tilboði Baugs fyrir mánuði sem hljóðaði upp á 190 pens í hlut. Þá er í breska dagblað- inu Daily Mail leitt líkum að því í gær að stóreignabræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz renni einnig hýru auga til Somerfield og því gæti verið í uppsiglingu samkeppni um fyrirtæk- ið. Í Guardian í gær er fullyrt að stór- eignaaðili sé þegar tilbúinn með til- boð upp á 210 pens í hvern hlut Somerfield. Daily Mail segir lausar eignir Somerfield metnar á um 363 milljónir punda, hátt í 41 milljarð króna og að Tchenguiz-bræður telji sig geta hagnast mun meira á laus- um eignum félagsins en Baugur. Samkeppni um Somerfield? ÚRVALSVÍSITALAN hefur hækk- að um 16,2% það sem af er þessu ári. Átta félög hafa hækkað umfram vísi- töluna en mest hafa Flugleiðir (FL Group) hækkað eða um 49,4%. Fé- lagið skilaði ágætu uppgjöri á síðasta ári og verið mikill gangur er í fjárfestingarstarfsemi þess. Bakka- vör kemur þar á eftir með 33,8% hækkun en félagið hefur hækkað um 14,6% frá því að tilkynnt var um bindandi yfirtökutilboð og fjármögn- un á Geest. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Það sem af er marsmánuði hafa Bakka- vör og Kögun skorið sig úr í hækk- unum, Bakkavör hækkað um 17,2% og Kögun um 15,4%. Eina félagið í vísitölunni sem hefur lækkað er Medcare Flaga, eða um 9,8% á árinu. 16% hækkun hlutabréfa 8 'J 0KL    E E !<0@ M N     E E B B .-N      E E )!N 8 $    E E AB@N MO 4&$  E E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.