Morgunblaðið - 23.03.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn í
félagsheimilinu Þingborg, föstudaginn 8. apríl 2005 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 15. mars 2005.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
ACTAVIS hefur undirritað samning
um kaup á tékkneska lyfjafyrirtæk-
inu Pharma Avalanche. Hjá fyrirtæk-
inu starfa 30 manns og eru höfuð-
stöðvar þess í Prag. Það var stofnað
árið 2000 og hefur lagt áherslu á sölu
og markaðssetningu á samheitalyfj-
um í Tékklandi og Slóvakíu.
Í tilkynningu frá Actavis segir að
kaupverðið sé ekki gefið upp né aðrar
fjárhagsupplýsingar varðandi kaupin
og kaupin hafi ekki veruleg áhrif á af-
komu Actavis. Haft er eftir Sigurði
Óla Ólafssyni, framkvæmdastjóra
viðskiptaþróunar, að kaupin séu í
samræmi við stefnu félagsins um
uppbyggingu þess í Mið-Evrópu.
Hann segir að með þeim sé Actavis
komið með beinan aðgang að tékk-
neska og slóvakíska markaðnum.
Halldór Kristmannsson, for-
stöðumaður innri og ytri samskipta
Actavis, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að með kaupunum á Pharma
Avalanche muni Actavis geta fengið
skráð og selt eigin lyf á tékkneska og
slóvakíska markaðinum og að félagið
sjái ákveðna samlegð með þessum
kaupum. „Það er mikilvægt fyrir okk-
ur að koma þeim lyfjum sem við
framleiðum á fleiri markaði. Þetta er
liður í því,“ segir Halldór.
Actavis kaupir tékk-
neskt lyfjafyrirtæki
!"#
!"#"$
% "&' (&
)* &# +&(&
)#&
,&' (& % "&'
-$"
.# /
01$/
01 !/ $ &#(
2
! 1 % "&'
3 &'
31 /&
4(&
,56& /7 &&
89$/
0%!
0" :"# 0"&'
0"1 ;
<;##  &
= && " &
>17 11 ?06($#
(
! $"' @;//
,&' 51 % "&' <6 6
!"#$
AB@C
05
$
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
$; &#
; $
? ? ?
? ? ? ? ?
? ?
? ? ? ?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
? ?
?
D EF
D ?EF
D ?EF
?
D ?EF
D ?EF
D ?
EF
D ?
EF
?
D ?EF
D ? EF
D EF
D ?
EF
D ?EF
D ?EF
?
D EF
?
?
?
?
D
EF
?
?
?
?
D EF
?
?
D ?EF
?
?
3$ "'
'# &
< "( 5 " '# G
) 0"
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
= 5 *+
<3 H #&" !/"'
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
<3? I 1 1"'&' " "/
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● GENGI krónunnar hefur hækkað
verulega síðustu daga gagnvart
helstu myntum. Í upphafi mánaðar-
ins stóð gengisvísitala krónunnar í
109,75 stigum en í gær fór hún nið-
ur fyrir 106 stig en stóð í lok dagsins
í 106,24 stigum. Gengi krónunnar
hefur því hækkað umtalsvert á stutt-
um tíma eða um 3,2% frá upphafi
mánaðarins. Í Morgunkorni Greining-
ar Íslandsbanka segir að væntingar
um frekari mun á innlendum og er-
lendum skammtímavöxtum í kjölfar
hækkunar á stýrivöxtum sé helsta
skýringin á þessari gengishækkun
krónunnar.
Krónan styrkst
um 3,2% í mars
● DÆGURVERÐ á 95 oktana blý-
lausu bensíni var 479 dollarar fyrir
hvert tonn í fyrradag og hefur það
ekki verið hærra á heimsmarkaði
síðan 24. október síðastliðinn þegar
lokaverð var 480 dollarar fyrir hvert
tonn. Almennt fylgir þróun bensín-
verðs á heimsmarkaði þróun hrá-
olíuverðs þannig að þessar hækk-
anir ættu ekki að koma á óvart.
Helstu ástæðna hækkananna er að
leita í aukinni eftirspurn í Asíu auk
þess sem birgðir í Bandaríkjunum
hafa dregist saman.
Bensínverð ekki
hærra síðan í október
ÍSLENDINGAR eru enn á útkikki
eftir vænlegum fjárfestingum á
Norðurlöndum. Þetta er niðurstaða
umfjöllunar í danska blaðinu Børs-
en þar sem rifjuð er upp útrás ís-
lenskra fjárfesta á Norðurlöndum.
Baugur hafi hug á að koma sér
betur fyrir á skandinavíska smá-
sölumarkaðnum, eftir kaup sín á
stórversluninni Magasin du Nord á
dögunum. Haft er eftir Skarphéðni
Berg Steinarssyni, framkvæmda-
stjóra norrænna fjárfestinga hjá
Baugi, að félagið telji marga mögu-
leika í Danmörku og sé reyndar
þegar að skoða nokkra, en vill ekki
nefna nein nöfn.
Íslensku bankarnir eru einnig
sagðir hafa hug á frekari útrás.
Haft er eftir Halldóri Kristjáns-
syni, bankastjóra Landsbankans,
að bankinn sé stöðugt að skoða
fjárfestingartækifæri í Skandinav-
íu og Danmörku, þó að áherslan sé
fyrst og fremst á Bretland. Þá seg-
ir að Kaupþing banki sé hvergi
nærri hættur fjárfestingum, þrátt
fyrir að hafa nýverið greitt 85
milljarða króna fyrir danska bank-
ann FIH.
Íslendingar enn á útkikki● HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags
Eyfirðinga svf. nam 1.958 milljónum
króna á síðasta ári að teknu tilliti til
reiknaðra skatta. Veltufé frá rekstri
nam 96 milljónum og heildareignir
félagsins námu 4.813 milljónum.
Bókfært eigið fé var 4.038 milljónir
og eiginfjárhlutfall 84%. Á árinu
seldi félagið eignarhlut sinni í fjár-
festingarfélaginu Kaldbaki hf. fyrir
3.744 milljónir og eignaðist í kjölfar-
ið 10% eignarhlut í Samherja. Kaup-
félag Eyfirðinga starfar sem byggða-
festufélag, vinnur það að hags-
munum félagsmanna og eflingu
búsetu á félagssvæðinu, sem nær
yfir Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur.
KEA hagnaðist
um 2 milljarða
SEÐLABANKI Íslands hefur ákveðið að hækka
stýrivexti um 0,25%, eða í 9%, frá og með 29. mars.
Seðlabankinn telur óhjákvæmilegt að halda áfram
að auka aðhald peningastefnunnar í ljósi þess
mikla hagvaxtar sem spáð sé og vísbendinga um
áframhaldandi og vaxandi ójafnvægi í þjóðarbú-
skapnum. Jafnframt birti bankinn ársfjórðungsrit
sitt, Peningamál, en þar kemur m.a. fram að við-
skiptahallinn í fyrra hafi reynst mun meiri en gert
hafði verið ráð fyrir, eða 8% af vergri landsfram-
leiðslu, og að horfur sé á að hann verði enn meiri í
ár eða liðlega 12%. Gangi sú spá eftir yrði það
mesti viðskiptahalli Íslandssögunnar.
Minni hækkun en búist var við
Hækkun stýrivaxtanna er minni en greiningar-
deildir bankanna höfðu búist við; þannig höfðu
greiningardeildir Íslandsbanka og Kaupþings
banka gert ráð fyrir 0,5% eða 0,75% hækkun stýri-
vaxta en greiningardeild Landsbankans reiknaði
með 0,25%–0,5% hækkun.
Fram kemur í Peningamálum að þótt verulega
muni draga úr viðskiptahallanum strax á næsta ári
muni aukinn álútflutningur á næstu árum ekki
draga nægilega úr honum og umtalsverð aðlögun í
þjóðarbúskapnum þurfi því að eiga sér stað; líklegt
sé að verulega þurfi að draga úr vexti innlendrar
eftirspurnar og gengi krónunnar að lækka.
„Hækkun stýrivaxta undanfarna mánuði ber að
skoða í ljósi hraðvaxandi eftirspurnar og versnandi
verðbólguhorfa. Horfurnar breyttust verulega til
hins verra í kjölfar þess að bankarnir tóku að bjóða
fasteignaveðlán á betri kjörum en áður. Hörð sam-
keppni bankanna og Íbúðalánasjóðs á fasteigna-
veðlánamarkaði hefur stuðlað að hröðum útlána-
vexti sem ekki sér fyrir endann á,“ sagði Birgir
Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri á fundi með
blaðamönnum í gær en þar nefndi hann að útlán
viðskiptabankanna hefðu aukist um 40% í fyrra.
„Auk þess ollu breytingar á tímasetningu stór-
framkvæmda því að þær munu ná hámarki í ár en
ekki árið 2006 eins og áður var talið.“
Hækkun eignaverðs bendir til ofþenslu
Birgir Ísleifur sagði hækkun stýrivaxta um 1,5%
frá í nóvember eiga þátt í liðlega 10% styrkingu
krónunnar. Áhrif peningastefnu á gengi gjaldmiðla
væri mikilvæg miðlunarleið í opnu hagkerfi en
mikil hækkun krónunnar kæmi hins vegar hart
niður á samkeppnisgeiranum en við því ætti pen-
ingastefnan fá svör.
Birgir sagði hraða hækkun íbúðarverðs vera
einu skýrustu vísbendinguna um vaxandi ofþenslu
í þjóðarbúskapnum, hækkunin væri að raungildi
töluvert yfir fyrra sögulega hámarki. Hátt eigna-
verð kynti undir eftirspurninni nú og gæti magnað
samdrátt síðar. „Seðlabankinn hefur ekki að mark-
miði að halda eignaverði stöðugu en þarf að bregð-
ast við því að svo miklu leyti sem það hefur áhrif á
verðbólgu. Það gæti þó flækt framkvæmd peninga-
stefnunnar á næsta ári ef þörf yrði á mun harðara
aðhaldi en nú er fyrirséð. Þá yrði hætt við snarpri
verðlækkun sem veikt gæti undirstöður fjármála-
kerfisins. Fjármálastöðugleikasjónarmið mæla því
eindregið með tímanlegu aðhaldi peningastefnunn-
ar,“ sagði Birgir Ísleifur.
Óhjákvæmilegt að auka
aðhald peningastefnunnar
Seðlabankinn spáir mesta viðskiptahalla Íslandssögunnar, horfur séu á að
hann verði liðlega 12% af landsframleiðslu í ár. Stýrivextir hækka um 0,25%.
Morgunblaðið/Þorkell
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri.
● HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI námu 2,1
milljarði í Kauphöllinni í gær, þar af
voru 1,2 milljarðar með hlutabréf í
Kaupþingi banka. Úrvalsvísitalan
lækkaði um 0,69%. Mest lækkun var
á Hampiðjunni (-6%) og mest hækk-
un á Þormóði ramma (11,4%).
Mest skipt með KB
● HLUTABRÉF í bresku smásölukeðj-
unni Somerfield hækkuðu um 2,2
pens í gær eftir að það spurðist út
að Baugur hygðist bjóða aftur í keðj-
una, nú 220 pens á hlut en eigendur
Somerfield höfnuðu tilboði Baugs
fyrir mánuði sem hljóðaði upp á 190
pens í hlut. Þá er í breska dagblað-
inu Daily Mail leitt líkum að því í gær
að stóreignabræðurnir Robert og
Vincent Tchenguiz renni einnig hýru
auga til Somerfield og því gæti verið í
uppsiglingu samkeppni um fyrirtæk-
ið. Í Guardian í gær er fullyrt að stór-
eignaaðili sé þegar tilbúinn með til-
boð upp á 210 pens í hvern hlut
Somerfield. Daily Mail segir lausar
eignir Somerfield metnar á um 363
milljónir punda, hátt í 41 milljarð
króna og að Tchenguiz-bræður telji
sig geta hagnast mun meira á laus-
um eignum félagsins en Baugur.
Samkeppni um
Somerfield?
ÚRVALSVÍSITALAN hefur hækk-
að um 16,2% það sem af er þessu ári.
Átta félög hafa hækkað umfram vísi-
töluna en mest hafa Flugleiðir (FL
Group) hækkað eða um 49,4%. Fé-
lagið skilaði ágætu uppgjöri á síðasta
ári og verið mikill gangur er í
fjárfestingarstarfsemi þess. Bakka-
vör kemur þar á eftir með 33,8%
hækkun en félagið hefur hækkað um
14,6% frá því að tilkynnt var um
bindandi yfirtökutilboð og fjármögn-
un á Geest. Þetta kemur fram í
Morgunkorni Íslandsbanka. Það
sem af er marsmánuði hafa Bakka-
vör og Kögun skorið sig úr í hækk-
unum, Bakkavör hækkað um 17,2%
og Kögun um 15,4%. Eina félagið í
vísitölunni sem hefur lækkað er
Medcare Flaga, eða um 9,8% á árinu.
16% hækkun hlutabréfa
8 'J
0KL E
E
!<0@
MN
E
E
BB .-N
E
E
)!N
8 $
E
E
AB@N MO 4&$
E
E