Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MYNDASÖGUR eru ævagamalt fyrirbæri. Frásagnir í myndum eins og forfeður okkar hafa sett fram á hellisveggi, á kirkjuglugga, á refla og svo má lengi telja. Myndasagan sameinar ritlist eða frásögn og myndlist eða sjónlistir. Hún er því vinsæl á Íslandi þar sem frásagn- arhefðin er rótgróin í þjóðarvitund- ina. En það er samt sem áður ekki mjög áberandi ?kúltúr? í kringum myndasögur hvað varðar útgáfu og umræðu, þótt finna megi þá menn- ingu hér eins og annars staðar. Fyrir tíð Gisp!-hópsins voru nær allar myndasögur á Íslandi þýddar vinsælar bækur frá Frakklandi og Belgíu, gefnar út af Fjölva og Ið- unni fyrir ungan lesendahóp. Fáu var stefnt til eldri lesenda, nema kannski helst Viggó viðutan. Ís- lenskar skopmyndir eftir listamenn á borð við Sigmund, Ragnar Lár o.fl. birtust á síðum dagblaða og Bandormurinn baksaði við að gefa út einhverjar íslenskar myndasögur með misjöfnum árangri. Gisp! var stofnað árið 1990 af þeim Halldóri Baldurssyni, Þórarni Leifssyni, Braga Halldórssyni, Jóhanni L. Torfasyni, Þorra Hringssyni, Ólafi J. Engilbertssyni og Bjarna Hin- rikssyni. Var markmið hópsins að koma lífi í íslenska myndasögugerð og leituðu þeir til listamanna víðs- vegar að sem fengust við slíkt list- form bæði á forsendum myndlistar og frásagnar með myndasögugerð. Í þá daga var myndasagan nokkuð fyrirferðarmikil í myndlistinni og birtist í málverkum og veggjakroti eftir alþjóðlegar stjörnur mynd- listar eins og Keith Haring og Jean-Michel Basquiat. Útgáfa Gisp!-blaða hefur oftar en ekki verið samhliða sýningum þar sem tvinnað er saman myndasögum og myndlist. Það er því vel við hæfi að stærsta sýning hópsins til þessa skuli nú vera haldin í Hafnarhús- inu. En safnið er, eins og flestir vita, tileinkað Erró sem er þekktur fyrir að nota myndasögur í málverk sín. Er Erró-salurinn nú tileink- aður myndasögum í verkum lista- mannsins og er í raun hluti af sýn- ingu Gisp! Sýningin heitir ?Nían? og sam- hliða sýningunni var gefin út ní- unda bók Gisp! Er þetta sögulegt yfirlit í bland við nýjar myndasögur og enn og aftur eru mörk mynda- sagna og sjónlista skoðuð enda ágreiningsmál hvort myndasagan ein og sér eigi erindi í sýningarsali þegar hún nýtur sín langbest í bókaforminu. Því er þó ekki að neita að áherslan er ríkari á myndasögugerðina en sjónlistina. Einn salur er tileinkaður Art Spiegelman, sem er konungur í greininni, brautryðjandi í pólitískt áleitnum myndasögum og sá eini í heiminum sem hlotið hefur Pulitz- er-verðlaun fyrir myndasögu. Einn- ig sjáum við verk eftir Dave McKean, höfund The Sandman. Við sjáum hins vegar enga konunga í samtímalistum. Reyndar eru þarna verk eftir myndlistarmenn á borð við Milan Kunc, Jan Knap og Peter Angermann. En þau eru fengin að láni úr einkasafni Helga Þorgils Friðjónssonar og setja ekki eins mikinn svip á sýninguna eins og Art Spiegelman og Dave McKean gera. Eflaust er ástæðan sú að sýn- ingarstjórinn, Bjarni Hinriksson er úr myndasögugeiranum og hefur þá átt betri aðgang að mönnum eins og Spiegelman og McKean og kannski bara meiri áhuga. Hefur Bjarni vissulega gert vel að fá verk eftir Spiegelman, McKean o.fl. Það er frábært að sjá frummyndir eftir slíka listamenn og kynnast aðferð- um þeirra nánar. ?Nían? er hamslaus sýning og skemmtileg að sjá. Ég hef skoðað hana í tvígang og mun vafalaust heimsækja hana aftur, enda mikið að meðtaka og margir fletir að huga að. Bókin sérlega eigulegur gripur enda ekki hefðbundin sýn- ingarskrá heldur sjálfstætt 204 blaðsíðna verk, uppfullt af sam- félagslegum ádeilum, fræðandi greinum og ruddalegu skopi. Ruddalegt skop MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur ? Hafnarhúsið Opið alla daga frá 10?17. Sýningu lýkur 24. apríl. Gisp! Jón B.K. Ransu ?Frábært að sjá frummyndir eftir slíka listamenn,? segir í umsögn um Níuna. V ið óttumst að það stefni í að hið fyrirhugaða Tón- listarhús verði á end- anum ekki tónlistarhús, heldur fjölnota menningarhús, þar sem ráðstefnur og alls kyns menn- ingarlegar uppákomur verði metn- ar til jafns við tónleikahald at- vinnumanna í tónlistarlífinu,? segir Kjartan Ólafsson, formaður Tón- skáldafélags Íslands og talsmaður breiðs hóps af tónlistarfólki, tón- leikahöldurum og tónleikagestum, sem skrifað hafa undir áskorun til forsvarsmanna Tónlistarhússins um að taka til greina óskir þessa hóps um tónleikasal sem sniðinn sé að þörfum þeirra. ?Þegar horft er til tónlistarlífs- ins í Reykjavík og nágrenni þá blasir við að 90 prósent allra tón- leikanna eru sóttir af 60?160 manns. Í umræðunni um tónlistar- húsið á undanförnum árum og ára- tugum hefur ítrekað verið óskað eftir því að í fyrirhuguðu Tónlist- arhúsi verði 200 manna kamm- ersalur, eingöngu ætlaður til tón- leikahalds, með rúmgóðu sviði og góðum hljómburði. Okkur hefur ávallt verið svarað með því að tillit verði tekið til óska okkar og ábendinga og samráð verði haft við okkur. Þetta hefur ekki verið gert og nú blasir við í útboðs- gögnum, sem lögð hafa verið fram, að hvergi er gert ráð fyrir sal af þessari stærð heldur er 450 manna salnum ætlað að mæta þessari þörf, jafnhliða því að verða aðal- æfingasalur Sinfóníuhljómsveit- arinnar og vettvangur fyrir ýmsa aðra viðburði. Við teljum að með þessu verði Tónlistarhúsið ekki sá miðpunktur tónlistarlífsins sem því er ætlað þar sem ekki er gert ráð fyrir sal sem hýsir megnið af því tónleikahaldi sem fer fram á Reykjavíkursvæðinu,? segir Kjart- an og vísar til skýrslu sem Þórunn Sigurðardóttir og Svanhildur Kon- ráðsdóttir unnu fyrir stjórn Aust- urhafnar á síðasta ári og var ný- verið gerð opinber. ?Þar kemur skýrt fram að Tón- listarhúsinu er ætlað fjölbreytilegt menningarlegt hlutverk, jafnvel svo að tónleikahald verði ekki nema hluti af starfseminni og kannski ekki sá mikilvægasti. Segja má að þarfir hússins séu ekki skilgreindar með tónlistarlífið í huga fyrst og fremst, heldur alls kyns fundi og ráðstefnur, nánast ferðaþjónustu frekar en tónlistar- lífið.? Í skýrslu þeirra Þórunnar og Svanhildar segir m.a.: ?Þrátt fyrir að fjölbreytt nýting á rýmum TRH (Tónlistar- og ráðstefnuhúss) sé rekstrarleg nauðsyn, er mikilvægt að horfast í augu við vankanta slíkrar fjölnýtingarstefnu. Mun skýrari stefna þarf að liggja fyrir um starfsemi húss sem rúmar svo fjölbreytta starfsemi en einfaldari rekstrar sem takmarkast t.d. við sinfóníuhljómsveit. Hér verður um að ræða tónlistarstarfsemi og menningarviðburði af ýmsum toga, ráðstefnuhald og fundi, fyrirlestra, vörukynningar og sýningar, verð- launaafhendingar, útskrift- arathafnir, aðalfundi og jafnvel mögleika á kvikmyndasýningum, t.d. í tengslum við kvikmyndahá- tíðir. Einnig eru fjölmörg tækifæri til að nýta anddyri og önnur opin rými fyrir einfaldari viðburði, sýn- ingar og móttökur.? Síðar segir: ?Svo sveigjanlegt hús býður upp á spennandi rekst- ur en hefur ekki sjálfkrafa skýrt svipmót sem mótast af þeirri meg- instofnun sem það hýsir, t.d. sin- fóníuhljómsveit. Alþjóðleg reynsla sýnir hins vegar að höfuðvandi fjölnota húsa af ýmsu tagi er til- hneiging til að verða sviplaus og sálarlaus; lítið annað en skel utan um misgóða viðburði. Afar brýnt er að húsið öðlist ?sál?, andrúms- loft og ímynd sem gerir það aðlað- andi fyrir notendur og gesti.? Ekkert samráð við tónlistarfólk ?Þegar talað er um að samráð hafi verið haft við lykilfólk í tón- listarlífinu varðandi undirbúning Tónlistarhússins þá spyr maður sig hvort allir helstu tónlistarmenn landsins og forsvarsmenn allra helstu tónlistarhópanna séu ekki þar á meðal en auk Vladimírs Ashkenazys, sem skrifar fyrstur undir áskorunina, má sjá nöfn for- svarsmanna Kapúthópsins, Kamm- ersveitar Reykjavíkur, Mót- ettukórs Hallgrímskirkju, Hamrahlíðarkórsins, Ísafoldar, Kamerarctica, Voces Thules, Scola Cantorum, Hnjúkaþeys, Tríós Reykjavíkur, Karlakórsins Fóst- bræðra ásamt forsvarsmönnum einleikarafélaga á Norðurlöndum, Myrkra músíkdaga og KaSa- hópsins. Þetta eru þeir sem skrifa undir áskorunina og ekki hefur verið hlustað á þeirra sjónarmið fram að þessu. Þess vegna er áskorunin okkar síðasta hálmstrá til að vekja athygli á sjónarmiðum tónlist- arfólksins, þeirra sem í rauninni bera uppi það tónlistarlíf sem væntanlega á að fara fram í hús- inu.? ? Um hvað var ekki haft samráð við ykkur? ?Um það hvernig þetta tónlist- arhús lítur út samkvæmt útboðs- gögnum og hvernig skýrsla Þór- unnar og Svanhildar lýsir væntanlegri notkun hússins.? ? Fram að þessu hefur öll áhersla í umræðunni um Tónlistar- húsið snúist um hvort þar verði hægt að sviðsetja óperur með við- eigandi hætti. Nú er aðalatriðið skyndilega að í húsið vanti 200 manna kammersal. Hvers vegna hefur ekki verið bent á þetta fyrr? ?Það var bent á þetta en síðan datt það upp fyrir aftur. Við bent- um á það fyrir ári síðan á málþingi í Íslensku óperunni sem Stefán Hermannsson og stjórn Aust- urhafnar stóðu fyrir, að í húsið vantaði sal af þessari stærð. Okk- ur var svarað að tillit yrði tekið til okkar sjónarmiða og reyndar hef- ur það svar verið gefið ítrekað síð- an. Það hefur síðan ekki skilað sér lengra en raun ber vitni.? Stefán Hermannsson, stjórn- arformaður Austurhafnar, segir í Morgunblaðinu í gær: ?Eins og ég sagði á fundinum með Tónskáldafélaginu finnst mér 450 sæta salurinn sem við erum með inni í áætluninni, sem er kall- aður æfinga- og kammermús- íksalur, henta ágætlega fyrir þetta. Hann verður bæði fallegur og með svo góðum hljómburði að í slíkum sal finnst manni maður ekki vera í svo stórum sal.? Er þetta ekki fullnægjandi að ykkar mati? ?Þessi salur er of stór hvað svo sem Stefán segir um hið gagn- stæða. Í öðru lagi þá geta tón- leikahaldarar ekki leigt svo stóran sal fyrir tónleika af þeirri stærð- argráðu sem algengastir eru á Reykjavíkursvæðinu. Það er líka algerlega óljóst af hálfu Aust- urhafnar hvernig á að reka svona sal. Við erum að tala um allt að 300 tónleika af þessari stærð á ári. Eiga þeir að vera í þessum sal ásamt því að hann verði aðal- æfingasalur Sinfóníunnar og vera leigður út til alls kyns annarra að- ila að auki? ? ? Óttist þið að komast ekki að? ?Já, að það verði ekki rekstr- arlega hagkvæmt að fá tónlistina inn í salinn. Aðrir aðilar með ann- ars konar starfsemi muni borga betur. Tónlistarlífið er ekki sam- keppnisfært við viðskiptalífið um leigu á húsnæði til kynninga og fundahalda.? Tækifærið að renna okkur úr greipum ? Þið viljið fá þriðja salinn í hús- ið en ekki að 450 sæta salurinn sé gerður að 200 manna sal? ?Já, við teljum að þörfin fyrir þriðja salinn, 200 sæta kammersal, sé alveg augljós og án hans verði þörfum tónlistarlífsins ekki mætt. Einhvern tíma var gert ráð fyrir honum en það er búið að þvæla svo mikið með þetta mál að all- flestir eru hreinlega búnir að gef- ast upp á því að reyna að hafa áhrif. Að óbreyttu mun megnið af tónlistarlífinu ekki fara inn í þetta hús.? Í áskoruninni eru eftirfarandi óskir settar fram: Að í fyrirhuguðu Tónlistarhúsi verði 200 manna einleiks- og kammersalur eingöngu ætlaður til tónleikahalds með rúmgóðu sviði og góðum hljómburði. Að tónleikahöldurum verið gert fjárhagslega kleift að leigja þann sal til tónleikahalds. Að forsvarsmenn Tónlistarhúss- ins taki til athugunar möguleika á samnýtingu Tónlistarhússins við fyrirhugaða byggingu Listaháskóla Íslands. Með þessu færi stærsti hluti ís- lensks tónlistarlífs fram í Tónlist- arhúsinu og yrði húsið þar með miðpunktur í íslensku menningar- lífi á sviði tónlistar. ?Þetta er auðvitað það sem við viljum að gerist og hefur verið draumur okkar allra sem barist höfum árum og áratugum saman fyrir byggingu Tónlistarhússins. Við bendum einnig á samlegð- aráhrifin af því að tengja saman starfsemi Listaháskólans við Tón- listarhúsið og hvernig tónleikasal- ir, bóka- og hljóðfærasafn gæti nýst ásamt mörgu fleira. En á þetta hafa forsvarsmenn Tónlistar- hússins ekki viljað hlusta. Nú finnst okkur eins og tæki- færið sé að renna okkur úr greip- um,? segir Kjartan Ólafsson, for- maður Tónskáldafélags Íslands. Morgunblaðið/Eyþór ?Áskorunin er okkar síðasta hálmstrá til að vekja athygli á sjón- armiðum tónlistarfólksins,? segir Kjartan Ólafsson, formaður Tón- skáldafélags Íslands og talsmaður undirskriftasöfnunar um kamm- ersal í Tónlistarhúsinu. Tónlistarhús | Mikil óánægja tónlistarfólks kemur fram í fjöldaáskorun ?Óttast að Tónlistarhúsið verði ekki miðpunktur tónlistarlífsins? havar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.