Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 33
UMRÆÐAN
HINN 10. febrúar sl. var lagt
fram í borgarráði svar við fyr-
irspurn undirritaðs um hvaða hús
við Laugaveg, reist fyrir 1918,
hafa horfið eða verið heimilað að
rífa.
Í ljós kom að 5 hús frá þessu
tímabili hafa horfið á undan-
förnum árum, þar af 4 sem voru
hluti götumyndar Laugavegarins
en 1 hús á baklóð. Að auki hefur
verið heimilað niðurrif á 24 húsum
úr götumyndinni og 8 hús á bak-
lóðum við Laugaveg, bíða örlaga
sinna.
Þannig falla alls 37 hús við
Laugaveg vestan Snorrabrautar af
71, sem reist voru fyrir 1918, und-
ir niðurrifsáform R-listans. Því er
ljóst að meirihluti gamalla húsa
við Laugaveg á að víkja.
Útkoman verður ennþá verri ef
litið er til elstu húsanna við
Laugaveg, því af 20 húsum frá 19.
öld, sem voru á áðurnefndu svæði
fyrir nokkrum árum, eiga aðeins 5
að fá að standa, þar af 4 sem eru
hluti götumyndarinnar (nr. 1, 2, 10
og 48) og 1 á baklóð (nr. 37b). Af
19. aldar húsunum hafa húsin við
Laugaveg nr. 22a og 92 þegar
horfið úr götumyndinni en heim-
ilað er að rífa húsin nr. 4, 5, 6, 11,
12b, 19, 21, 23, 27, 35, 41 og 45.
Einnig er heimilað að rífa hús nr.
36, sem stendur á baklóð.
Blekkingar
borgarstjóra
Af framansögðu er ljóst að það
er rangt þegar borgarstjóri og
aðrir borgarfulltrúar R-listans
halda því fram að fjarlægja megi
„um 20 hús“. Niðurrifsáformin ná
til nær helmingi fleiri gamalla
húsa við Laugaveg og eru yf-
irgengileg gagnvart elstu hús-
unum við götuna, sem verða nær
þurrkuð út, ef áformin ná fram að
ganga.
Hitt er þó öllu verra þegar
borgarstjóri endurtekur í grein í
Morgunblaðinu 18. mars sl. þær
blekkingar, sem Pétur Ármanns-
son, einn þeirra sem voru í starfs-
hópi um endurmat á deiliskipulagi
Laugavegar, hafði í frammi á opn-
um fundi í Ráðhúsinu 9. mars sl.
Pétur bar saman niðurstöður
þemaheftis um húsvernd frá 1996
við þau áform sem nú eru uppi um
niðurrif gamalla húsa við Lauga-
veg.
Þannig komst hann að þeirri
fölsku niðurstöðu að aðeins væri
heimilað að rífa 3 hús við
Laugaveg, sem áður átti að
vernda. Um sé að ræða húsin nr.
11, 21 og 38.
Starfshópurinn, sem vann að
endurmati á deiliskipulagi við
Laugaveg, vorið 2002, hafði það
verkefni að endurskoða deiliskipu-
lagið og húsakönnun borgar-
minjavarðar en ekki þemaheftið
frá 1996, eins og Pétur og borg-
arstjóri hafa gefið í skyn.
Þemaheftið ekki
útgangspunktur
deiliskipulags
Húsakönnun
borgarminjavarðar
var gerð í framhaldi
af útgáfu þemaheft-
isins og það var
húsakönnunin frem-
ur en þemaheftið
sem lá til grundvall-
ar við gerð þess
deiliskipulags, sem
starfshópurinn, sem
Pétur var í, var lát-
inn endurmeta.
Svo vill til að undirritaður lagði
fram fyrirspurn í skipulagsnefnd í
febrúarmánuði 2004 um hvaða hús
við Laugaveg hefðu verið fjarlægð
eða yrði heimilað að rífa, sem
húsakönnun borg-
arminjavarðar mælti
með að fengju að
standa. Í svari skipu-
lagsfulltrúa er greint
frá áðurnefndum starfs-
hópi um endurmat á
deiliskipulagi Lauga-
vegar og síðan segir
orðrétt: „Tillaga þess
hóps var sú að gerðar
voru breytingar á
verndun og uppbygg-
ingu þess eðlis, að um
20 hús til viðbótar
mættu víkja og gefin
var heimild til nýbygginga. Þessu
áliti var vísað til meðferðar við
endanlega vinnu skipulagstil-
lagnanna. Þessi hús við götu eru:
Laugavegur 5, 11, 21, 22a, 30, 32,
33, 33b, 35,( 48, 50, 52, 54, 56, 58
og 60 liggur ekki fyrir endanleg
tillaga), 70 og 92.
Þá hafði áður verið veitt heimild
til niðurrifs að Laugavegi 4 og 6
skv. deiliskipulagi.“ Borgar-
minjavörður hafði hins vegar lagt
til að húsin nr. 4 og 6 fengju að
standa.
Sem betur fer var húsunum nr.
48–60 á svokölluðum timbur-
húsareit þyrmt á síðari stigum
deiliskipulagsvinnunnar ásamt
húsunum nr. 30, 32 og 70 eða alls
10 húsum. Hinum 10 húsunum
stendur ekki til að þyrma og tvö
þeirra hafa þegar verið fjarlægð,
þ.e. húsin nr. 22a og 92. Tal borg-
arstjóra og Péturs Ármannssonar
um að „það muni þrem húsum“ er
einfaldlega út í hött.
Blekkingar
borgarstjóra í
Laugavegsmálinu
Ólafur F. Magnússon
gerir athugasemdir við grein
borgarstjóra
Ólafur F.
Magnússon’Tal borgarstjóra og Péturs Ármanns-
sonar um að „það
muni þrem húsum“
er einfaldlega út
í hött.‘ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.
21.900kr.
Þú s
parar
Þú sparar
17.900kr.
Þú s
parar
Þú sparar
Ti
lb
oð
fá
st
að
ei
ns
ív
er
sl
un
N
ýh
er
ja
·T
ak
m
ar
ka
ð
m
ag
n
·T
ilb
oð
gi
ld
a
á
m
eð
an
bi
rg
ði
r
en
da
st
/
N
Ý
H
E
R
J
I
#
2
3
1
Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is
FRÁBÆR
FERMINGARTILBOÐ
Stafrænar myndavélar, prentarar og tölvur
Canon Ixus 430
4 milljón punktar, fyrir ljósmyndaprentun
í allt að A3 stærð. Glæsileg hönnun og
frábær myndgæði.
Canon iP 3000
Falleg hönnun, fjölhæfni og frábær
frammistaða. Notar Single Ink kerfið sem
dregur úr rekstrarkostnaði.
Duplex prentun og prentar beint á CD.
Almennt verð: 64.800 kr.
Fermingartilboð: 42.900 kr.
Canon Ixus i 5,0
Falleg hönnun, 5 milljón punktar
og háþróuð tækni gerir IXUS i5 að
yfirburðavél.
Canon iP 4000
Frábær alhliða prentari sem gefur
framköllunarþjónustum ekkert eftir þegar
kemur að ljósmyndaprentun.
Duplex prentun og prentar beint á CD.
Almennt verð: 62.800 kr.
Fermingartilboð: 44.900 kr.
A BTilboð Tilboð
Canon PowerShot A400
A400 hefur alla kosti sem búist
er við af Canon myndavél á verði
sem ætti að fá þig til að brosa.
3,2 milljón punktar. Val um fjóra
skemmtilega liti.
Almennt verð: 22.900 kr.
Fermingartilboð: 19.900 kr.
CTilboð
IBM ThinkPad R50e
ThinkPad R50e er flott fartölva fyrir
fermingarbarnið. Er með Intel Celeron
M 330 örgjörva, 256MB minni, 30GB
hörðum diski, Intel Extreme Graphics
II skjákorti, CD-RW/DVD combo drifi,
þráðlausu 802.11b/g netkorti og
Windows XP Home stýrikerfi.
Verð frá 99.900 kr.
DTilboð
IBM ThinkCentre A51p
ThinkCentre A51p er traust
og öflug margmiðlunartölva.
Afkastamikill Pentium 4 530
Hyper-Threading örgjörvi og 512MB
dual-channel minni. DVD+RW
brennari, 256MB Radeon X600 XT
PCI-E skjákort. 250GB + 80GB SATA harðir
diskar, Microsoft þráðlaust lyklaborð og mús, Logitech
hátalarar, 17” IBM TFT skjár o.fl.
Fermingartilboð 169.900 kr.
ETilboð
Þú s
parar
Þú sparar
3.000kr.
VERSLUN NÝHERJA
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík