Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 37 MINNINGAR ævinni. Tómstundir urðu fleiri og nýtt tímabil tók við. Göngu og skíða- ferðir urðu nú mun þægilegri og ytri aðstæður að ýmsu leyti gjörbreyttar frá því sem áður var. Saman áttum við margar ógleym- anlegar stundir í faðmi blárra fjalla, þar sem ósnortin fegurð íslenskrar náttúru fékk notið sín til fulls. Orðin úr 121. Davíðsálmi urðu þá ljóslifandi: Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Betri ferðafélagi var vandfundinn og skipti þá ekki máli, þótt veður breyttist á verri veg. Jafnlyndi og já- kvætt viðhorf voru meðfæddir eig- inleikar samferðamannsins, þótt á móti blési. Það var mikið heillaspor þegar Kjartan staðfesti ráð sitt og gekk að eiga Jóhönnu S. Albertsdóttur 17. júní 1967. Það kom á daginn, að leit var að samrýndari hjónum og útivist var sameiginlegt áhugamál þeirra beggja. Mikill einhugur skapaðist milli okkar þriggja og margar ógleymanlegar ferðir biðu okkar. Fyrir rúmum þremur árum dró ský fyrir sólu. Kjartan sem alla tíð hafði verið einstaklega heilsuhraust- ur og hollur húsbændum sínum, greindist þá með þann sjúkdóm, sem að lokum lagði hann að velli eftir hetjulega baráttu. Hann vissi að hverju stefndi yfirvegaður og æðru- laus. Hagur fjölskyldunnar skipti hann öllu máli og þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm færðist gleðibros yfir andlit hans, þegar hann faðmaði að sér litla sólargeislann, dóttur einkadóttur- innar, sem nú syrgir ástríkan föður. Honum var gefinn mikill styrkur og sálarró allt til hinstu stundar. Um leið og ég þakka trygga sam- fylgd góðs drengs, sendi ég ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur og bið þeim blessunar Guðs. Kvöldsöngurinn sem við sungum í Vatnaskógi verða kveðjuorð mín og eiginkonu minnar: Ó, vef mig vængjum þínum, til verndar, Jesú, hér. Og ljúfa hvíld mér ljáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki’ og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa’ af hreinni náð. Birgir G. Albertsson. Elsku Kjartan. Það er svo skrítið að þú skulir vera farinn. Maður hélt alltaf í vonina og í eigingirninni vildi ég að þú yrðir alltaf til staðar. Ég minnist núna allra stundanna sem ég átti með ykkur Jóhönnu og Ólöfu Ósk. Ég var tíður gestur inni á heim- ili ykkar alveg frá tveggja ára aldri þegar leiðir okkar Ólafar Óskar lágu saman. Ég var alltaf velkomin og leið mér eins og ég væri meðlimur úr fjöl- skyldunni. Ég fór með ykkur í fjöldann allan af ferðum. Þú kenndir mér á skíði og við löbbuðum margoft upp í hver, fórum í sund og í útilegur. Þegar við Ólöf urðum unglingar fékk maður þessa týpísku unglingaleti og fækkaði ferðum mínum með ykkur en ég geymi þær alltaf í hjartastað. Mér hefur alltaf fundist heimili ykk- ar að Rauðalæk 2 vera mitt annað heimili og finn alltaf til hlýju þegar ég kem. Jólin hafa líka einkennst af því að koma alltaf á aðfangadag og hitta ykkur hjónin og Ólöfu, setjast og rabba um daginn og veginn. Ég var svo heppin þessi jól að koma til ykkar á jólunum og fá að hitta þig í síðasta sinn. Ég hugsa til þeirrar stundar mikið og finnst yndislegt að hafa enn einu sinni getað verið hjá fjölskyldu minni númer tvö. Einnig fékk ég tækifæri á að sjá þig á Leifs- götunni þegar ég var þar í heimsókn hjá Ólöfu. Ég sá hvernig lifnaði yfir þér þegar þú varst að leika við hana Ester Uglu og hugsa ég hvað það er yndislegt að þið fenguð tækifæri til að hittast og þú um leið að kynnast barnabarni þínu. Ég þakka þér inni- lega fyrir allar góðu stundirnar og sælar minningarnar. Ég sendi Jóhönnu, Ólöfu Ósk og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Laila Sæunn. Í dag verður til moldar borinn Ari Magnússon ömmubróðir minn frá Naustahvammi í Norðfirði, eða Ari Manga eins og hann var oft kallaður. Ari ólst upp í stórum hópi frændsystkina í Naustahvammi, en þar bjuggu auk foreldra hans, fjöl- skyldur tveggja móðursystra hans. Allar áttu þessar systur fjölda barna, sem ólust upp í Nausta- hvammi við leik og störf. Hús for- eldra Ara nefndist Miðhús og stóð eins og nafnið gefur til kynna miðja vegu á milli húsa hinna systranna. Afi Ara í móðurætt og amma í föðurætt voru systkini og bæði Marteinsbörn ættuð frá Sandvík. Marteinn þessi þótti mjög dökkur yfirlitum og má segja að það hafi erfst nokkuð til afkom- enda hans og var Ari engin und- antekning frá því. Þegar ég kynntist Ara frænda mínum var hann kominn nokkuð við aldur. Hann hafði aldrei hugsað mikið um heilsuna, heldur þvert á móti reykt frá unga aldri og heilsu- rækt var honum framandi hugtak. Fyrir um tíu árum vann ég sum- arpart að verkefni á Norðfirði og gafst mér þá oft tækifæri til að heimsækja og spjalla við þennan frænda minn. Þrátt fyrir reykmett- að loftið, sem skera hefði mátt með hníf, var mjög gaman að sitja að spjalli í stofunni hjá honum og fræðast um ættir og hlusta á skondnar sögur, en þær kunni hann ófáar. Sumar þær bestu voru af honum sjálfum þar sem hann gerði ómælt grín að sjálfum sér. ARI MAGNÚSSON ✝ Ari Magnússonfæddist í Miðhúsi í Norðfirði 22. janúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Norð- fjarðar 16. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson, f. í Fannadal í Norðfirði 1890, d. 1946, og kona hans Anna Guðrún Aradóttir, f. 1889, d. 1970. Ari átti átta systkini. Þau eru: Guðmund- ur, f. 1916, d. 1962, María, f. 1917, Guðjón, f. 1919, d. 1986, Lukka, f. 1920, Hjalti, f. 1923, d. 2001, Fanney, f. 1924, Al- bert, f. 1928, d. sama ár, og Al- bert, f. 1929, d. 1993. Útför Ara verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14, Ari er sá síðasti af bræðrunum í Miðhúsi, sem yfirgefur þetta jarðlíf, en þeir sem á undan eru gengnir eru Albert eldri sem dó sem ungbarn, Guð- mundur, Guðjón, Hjalti og Albert. Ég kynntist þeim tveim síðastnefndu auk Ara best. Systurnar María, Lukka og Fanney eru hinsvegar allar á lífi og við ágæta heilsu. Þeir Ari, Hjalti og Albert voru líkir í útliti, smávaxnir, grannir og kvikir í hreyfingum. Allir urðu þeir alveg hvíthærðir með aldrinum og fór silfurgráa hárið vel við dökka húðina. Þeir Ari og Albert voru auk þess með skegg, sem auðvitað var orðið hvítt líka. Þegar þeir bræður komu saman gerðu þeir látlaust grín hver að öðrum og fylgdu þessu oft mikil ærsl þótt þeir væru aldursforsetarnir í sam- kvæminu. Einhverju sinni spurði lítil dama í einu fjölskylduboðinu hvort þetta væru ekki örugglega hinir raunverulegu strumpar, sem teiknimyndirnar væru um? Þessu höfðu auðvitað allir gaman af og ekki síst þeir bræður sjálfir. Eftir þetta voru þeir bræður gjarnan nefndir strumparnir, svona innan fjölskyldunnar! Faðir minn heimsótti Ara á spít- alann fyrir um viku og sagði mér að hann hefði verið ótrúlega hress, ýtt slöngunum, sem höfðu verið tengdar við hann, til hliðar og sest upp og spjallað. Höfuðið var í góðu lagi en líkaminn orðinn veikburða og því ljóst í hvað stefndi. Sveinbjörg Guðjónsdóttir og fleiri ættingjar okkar á Norðfirði hugsuðu vel um Ara hin síðari ár eftir að hann þurfti þess með. Veit ég að Lukka amma mín er þeim hjartanlega þakklát fyrir það. Ari kvæntist ekki og eignaðist ekki börn. Hann skilur hins vegar eftir sig ljúfar minningar í huga þess fólks, sem hann þekkti. Megi hann hvíla í friði. Eymundur Sigurðsson. Það var gaman á árunum hérna í den, Ari minn, við gerðum ýmislegt skemmtilegt saman þegar Sissa var og hét. Guð veri með þér, elsku vinur. Þinn vinur Stefán Konráðsson. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR frá Naustum, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á A-gangi á dval- arheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir góða umönnun. Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Ari Erlingur Arason, Magnús Ólafsson, Anna Þóra Baldursdóttir, Lilja Rósa Ólafsdóttir, Þorvaldur Benediktsson, Herdís Ólafsdóttir, Torfi Sverrisson, Þórey Ólafsdóttir, Benedikt Sigurbjörnsson, Helga Steinunn Ólafsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Börnin í Víðihlíð líta á kirkjugarðinn hinum megin við götuna sem englagarð. Sú nafngift kom til sögunnar í gönguferð rétt áður en við fluttum í hverfið. Þannig er að inni í okkur öllum er engill, á meðan við lifum hlúum við að englinum inni í okkur og þegar við deyjum erum GYLFI HAUKSSON ✝ Gylfi Haukssonfæddist í Reykja- vík 13. ágúst 1949. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi mánudaginn 14. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hjallakirkju í Kópvogi 21. mars. við gróðursett og eng- illinn stígur upp. Fjaðr- irnar sem falla þegar englarnir fljúga af stað eru minningar sem kitla okkur í augun. Fjaðrirnar hans Gylfa eru m.a. heim- sókn þeirra hjóna til okkar í Japan, fjöl- skylduboðin, jólaboðin og einfaldlega hvað nærvera hans var góð. Við hugsum nú til Olgu og barna þeirra, Dagnýjar og Stefáns, sem enn eru ung. Við sendum þeim samúðarkveðjur okk- ar. Sverrir, Guðrún Bryndís og börn. Sigrún laut í lægra haldi eins og við munum öll gera að lokum, en að lifa endalokin með því- líkri reisn er ekki mörg- um gefið. Við hjá Norður-Siglingu minnumst Sigrúnar sem hetju. Hún kom til starfa hjá okkar litla félagi meðan óreiða virtist vera á flestum hlutum, en hún gekk til verka af óvenjulegum dugnaði og alúð svo að verkin sópuðust upp sem ryk af gólfi. Sigrún féll inn í okkar hóp eins og best mátti og varð fljótt eins og ein af fjölskyldunni þegar hagur Norður- Siglingar var annars vegar. Vart er hægt að hugsa sér öllu betri félaga í starfi sem gat á erfiðum stundum kryddað tilveruna með harðbeittum húmor, oft svörtum og kaldhæðnum en aldrei meiðandi fyrir nokkurn mann utan þess að spjótum glettni væri beint inn á við og það gerði hún ósjaldan. Við starfsfólk Norður-Siglingar munum Sigrúnu sem einstaklega hlýja og góða manneskju. Byrjendum var hún hjálparhella, hvetjandi og skemmtileg. Sigrún kryddaði nær- veru sína með móðurlegri umhyggju fyrir öllum sem skipuðu sama lið og hún. Við erum þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þessari miklu og góðu baráttukonu. Fjölskyldu Sigrúnar vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd starfsfólks Norður-Sigl- ingar. Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri. SIGRÚN ELÍSABET ÁSGEIRSDÓTTIR ✝ Sigrún ElísabetÁsgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 14. maí 1956. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkur- kirkju 12. mars. Hún var Queen- og Jonny Cash-aðdáandi númer 1. Mikil skoðana- kona og lét sko engan vaða yfir sig og sína. Hún tók líka alltaf öllu með bros á vör. Hún Sigrún okkar var uppá- halds karakterinn minn og margra vina mína. Og það var ekki hægt annað en að elska hana og návist hennar. Ég kynntist Sigrúnu tengdamömmu minni almennilega fyrir tæpu ári. En hún var búin að vera góður kunningi minn lengur því ég er búin að vera góð vinkona Dagnýjar dóttur hennar áður. Þegar við Árni byrjuð- um að vera saman tók hún mér svo ótrúlega vel og innan skamms fannst mér hún vera orðin mín önnur mamma. Enda spurði hún mig oft hvort hún mætti ekki ættleiða mig, sagði að það mundi ekki skipta neinu máli þótt við Árni yrðum að systkin- um. Henni fannst ekkert mikilvægara en fjölskyldan sín og sýndi okkur það vel, sama hversu slöpp hún var vildi hún hafa okkur öll saman. Maður gerði sér ekki alveg grein fyrir því hversu mikilvægar minning- ar við áttum öll saman, t.d. bara yfir kvöldmatnum. Og þær stundir sem við vorum einar saman og töluðum og töluðum saman. Ég hugsa að hún sé sú eina manneskja sem ég hef sagt mikið um sjálfa mig án þess að skammast mín, því að hún var svo op- in að maður gat sagt henni allt án þess að hún dæmdi mann. Ég kveð þig, Sigrún mín, með miklu þakklæti fyrir þetta ár og þessa miklu ást sem þú gafst mér. Án þín væri ég ekki sama manneskjan. Og þið ynd- islega fjölskylda mín, takk fyrir að leyfa mér að taka þátt í lífi Sigrúnar. „Elska þig mikið“ og við sjáumst síð- ar, þín Katrín Þóra. Vinur okkar og fé- lagi er sjónum okkar horfinn eða farinn heim eins og við skát- ar segjum. Við skáta- bræður hans eigum margar góðar minn- ingar úr skátastarfinu og frá þeim tíma er við byggðum skátaskálann okkar Bæli á Hellisheiði. Allir fór- um við í iðnnám og lagði Helgi stund á rafvirkjun. Til skamms tíma kenndi hann rafvirkjun við rafmagnsdeild vélstjóraskólans í Reykjavík. Kvæntist skátasystur okkar Hólmfríði Haraldsdóttir, þau voru einstaklega samheldin hjón. Þeim varð ekki barna auðið en þann tíma sem faðir Fríðu, Har- aldur, lifði bjó hann hjá þeim hjón- um. HELGI ARASON ✝ Helgi Arasonfæddist í Reykja- vík 1. febrúar 1930. Hann lést á líknar- deild LSH í Kópa- vogi 2. mars síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 10. mars. Helgi vann lengst af sem aðstoðarstöðvar- stjóri við Búrfellsvirkj- un. Það voru margar ferðirnar sem fjöl- skyldur okkar fóru til að taka hús á þeim hjónum við Búrfell, en þó ekki eins margar og ferðirnar þeirra voru í bæinn. Helgi hafði gaman af tækj- um og fylgdist vel með nýjungum og endur- nýjaði tæki sín ört. Hann var eins og fæddur inn í þá öld sem hann lifði á, þar sem framþró- unin var svo ör að flestir áttu fullt í fangi með að fylgjast með, en það var einmitt það sem fékk Helga til að ljóma eins og krakka í dótabúð. Eftir fráfall Fríðu og starfslok flutti Helgi í Kópavoginn. Minningar okkar spanna 60 ára tímabil, frá íslensku fjallalofti til fjarlægra landa. Kæri vinur, takk fyrir samveruna að sinni og megi minningin um góð- an dreng lifa. Rakkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.