Morgunblaðið - 23.03.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.03.2005, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um friðlýs- ingu Arnarvatnsheiðar og Tví- dægru. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Meðflutningsmenn eru fjórir aðrir þingmenn flokksins. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að umhverfisráðherra skipi níu manna nefnd til að undirbúa tillögu að friðlýsingu svæðisins. „Með þingsályktunartillögu þessari er stefnt að friðun norð- vesturhluta hálendis Íslands, Arn- arvatnsheiðar og Tvídægru,“ segir í greinargerð tillögunnar. „Þegar hafa eyjar Breiðafjarðar verið friðaðar, en vötnin á Arnarvatns- heiði og umhverfi þeirra eru enn ekki friðlýst. Ekki er svæðið að- eins ríkt af náttúrufegurð og frið- sæld sem nútímafólk leitar æ meira í, það er líka hluti af sögu okkar frá því á landnámsöld og uppspretta margra helstu lax- veiðiáa landsins. Engir virkj- unarkostir eru á þessum hluta há- lendisins og því engir ríkir atvinnu- eða efnahagslegir hags- munir er mæla gegn friðlýsingu.“ Stefnt verði að friðun Arnar- vatnsheiðar og Tvídægru GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og for- maður samgöngunefndar þingsins, hefur lagt fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um að samgöngu- ráðherra verði falið að skipa nefnd er kanni möguleika þess að sam- eina í heild eða að hluta starfsemi rannsóknarnefndar umferðarslysa, rannsóknarnefndar flugslysa og rannsóknarnefndar sjóslysa. Lagt er til að nefndin skili nið- urstöðum sínum eigi síðar en 1. febrúar 2006. Meðflutningsmenn eru fulltrúar allra stjórnmálaflokka í samgöngunefnd. „Rannsóknarsvið hverrar nefnd- ar er sérhæft og því óvíst að hægt sé að sameina þær að fullu í eina nefnd en flutningsmenn telja rétt að athugun verði gerð á þessum möguleika,“ segir m.a. í grein- argerð tillögunnar. Nefnd ráðherra verði m.a. falið að meta kosti slíkr- ar sameiningar. Rannsóknar- nefndir verði sameinaðar ALÞINGI er komið í páskafrí. Hlé verður gert á þing- störfum næstu daga vegna páskanna. Næsti þing- fundur verður miðvikudaginn 30. mars, samkvæmt starfsáætlun þingsins. Á myndinni eru þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, Hjálmar Árna- son, Framsóknarflokki, Jón Bjarnason, Vinstri græn- um, Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki, og Jón Gunnarsson, Samfylkingu. Morgunblaðið/Jim Smart Alþingi í páskafrí LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um gæða- mat á æðardúni. Markmiðið með frumvarpinu er að tryggja jöfn gæði æðardúns sem seldur er á Íslandi eða til útflutnings, að því er segir í fylgiskjali frumvarpsins. Verði frumvarpið samþykkt leysir það af hólmi lög frá 1970 um gæða- mat á æðardúni. Samkvæmt frumvarpinu verður sala á æðardúni aðeins heimil eftir að hann hefur verið veginn og met- inn eftir fullhreinsun af lögskipuðum dúnmatsmönnum. Þá er lagt til í frumvarpinu að landbúnaðarráðu- neytið gefi út starfsleyfi til dúnmats- manna, í stað lögreglustjóraembætt- anna. Jöfn gæði æðardúns verði tryggð ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, sagði á Alþingi í gær, að lagð- ar hefðu verið fram rökstudd- ar efasemdir um að bankar og fjármálastofnanir færu að landslögum. Fullyrt væri að þessar stofnanir væru orðnar gerendur á fasteignamarkaði – þvert á það sem lögin heim- iluðu. Þær væru farnar að kaupa lóðir og fasteignir og því óbeint orðnar áhrifavaldar í eignaverðssprengingunni. „Samkvæmt lögum sem gilda í landinu um fjármála- fyrirtæki er viðskiptabönk- um, sparisjóðum og lánafyr- irtækjum óheimilt að stunda hliðarstarfsemi nema hún sé í beinu samhengi við banka- starfsemi,“ sagði Ögmundur. Spurði hann viðskiptaráð- herra, Valgerði Sverrisdótt- ur, að því hvort ráðuneytið hygðist beina fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins um þetta efni. Ræki eftirlitshlutverk sitt Viðskiptaráðherra svaraði því m.a. til að Fjármálaeft- irlitið hefði eftirlit með starf- semi á fjármagnsmarkaði og að hún, sem ráðherra, liti ekki á það sem hlutverk sitt að segja Fjármálaeftirlitinu fyrir verkum í einstökum málum. „Háttvirtum þingmanni til hugarhægðar er hægt að benda á heimasíðu Fjármála- eftirlitsins sem öllum er að- gengileg og það sem kemur fram í umræðuskjali, að eft- irlitið ætli sér að leggja aukna áherslu á eftirlit með áhættuþáttum sem tengjast auknum lánveitingum til íbúðakaupa,“ sagði ráðherra. „Ég hef fulla trú á því að Fjármálaeftirlitið ræki eftir- litshlutverk sitt á þessu sviði sem og öðrum.“ Bankar fari ekki að lands- lögum ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu um lækkun skatta á eftirlaun og ellilífeyri. Össur leggur til að ríkisstjórninni verði falið að koma á fót starfshóp sem taki saman upplýsingar um skattlagningu eft- irlauna og ellilífeyris og marki stefnu í þessum málum með það að markmiði að skattur á eftirlaun og ellilífeyri verði sanngjarn og sem næst sköttum á fjármagnstekjur. Hann leggur til að starfshópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. maí 2006. „Færa má rök fyrir því að afar óeðlilegt sé og ranglátt að skattur á eftir- laun og ellilífeyri sé 37,58% eins og nú er þegar tekjuskattur er 24,75% og útsvar gjarnan 12,83%,“ segir í greinar- gerð tillögunnar. „Í raun má halda því fram að um sé að ræða tvísköttun eða jafnvel þrísköttun. Fyrst er greiddur full- ur skattur þegar launin eru greidd, síðan fá menn eftirlaun sem eru skattlögð að fullu og þegar ein- staklingurinn verður 67 ára eru greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins skertar miðað við eftir- launin. Eðlilegra væri að skattur á eftirlaun og ellilífeyri væri svip- aður því sem gerist um skattlagn- ingu fjármagnstekna, eða um 10%.“ Meðflutningsmenn Össurar eru sex aðrir þingmenn Samfylkingar- innar. Össur Skarphéðinsson leggur fram þingsályktunartillögu Skattar lækki á eftir- laun og ellilífeyri Össur Skarphéðinsson DAGNÝ Jóns- dóttir og Birkir J. Jónsson, þingmenn Framsóknar- flokksins, vilja að jafnræðis sé gætt í málefn- um útlendinga. Þess vegna sátu þau hjá þegar greidd voru at- kvæði á Alþingi í fyrradag um ís- lenskan ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer skákmeist- ara. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær var frumvarpið um ríkisborgararétt Fischers samþykkt með 40 samhljóða at- kvæðum, en Dagný og Birkir greiddu ekki atkvæði. 21 þing- maður var fjarstaddur. Dagný kveðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa haft neina sannfæringu í þessu máli. „Það hafa margir sótt um póli- tískt hæli hér á landi og verið vísað frá. Mér finnst ekki rök- rétt að taka eitt dæmi út fyrir þann sviga. All- ir eiga að hafa sömu mögu- leika,“ segir hún. Birkir tekur í sama streng. „Þetta mál bar að með óvenjulegum hætti og naut sérstakrar fyrirgreiðslu í meðförum þingsins. Ég vil fara mjög varlega í þessum málum; ég vil að jafn- ræðis sé gætt í þessum málum sem öðrum.“ Umrætt frumvarp var lagt fram á Alþingi um kl. þrjú í fyrradag og var samþykkt sem lög frá Alþingi, nánast umræðu- laust, tveimur tímum síðar. Lög- in voru birt á vef Stjórnartíðinda um miðjan dag í gær. Áður höfðu handhafar forsetavaldsins undir- ritað lögin. Tveir þingmenn Framsóknar- flokksins sátu hjá í Fischersmáli Vilja að jafn- ræðis sé gætt Dagný Jónsdóttir Birkir J. Jónsson BIRKIR J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður iðnaðarnefndar þingsins, gagn- rýndi Ríkiskaup á Alþingi í vik- unni, fyrir að nota svonefndan ISO-staðal 9001:2000 í útboði Rík- iskaupa fyrir hönd Landhelgis- gæslunnar á viðgerð á varðskip- unum Tý og Ægi. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók undir þá gagnrýni. Kom þetta fram í utan- dagskrárumræðu um útboðsreglur ríkisins. Birkir sagði að forsvarsmenn Ríkiskaupa hefðu hent þessum ISO staðli inn í umrætt útboð vit- andi það að íslenskur skipasmíða- iðnaður hefði ekki innleitt stað- alinn. „Ég fullyrði hér að með því að gefa áðurnefndum ISO-staðli 20% vægi í útboðinu var í raun að mínum dómi ákveðið að þetta verkefni skyldi ekki unnið hér inn- an lands.“ Geir H. Haarde sagði að hann hefði velt því fyrir sér hvers vegna Landhelgisgæslan og Ríkiskaup, hvort í sínu lagi eða saman, hefðu gert kröfu um þessa ISO-vottun, þegar vitað væri að íslensku stöðv- arnar væru ekki með hana. Síðan sagði ráðherra. „Hvers vegna er þessari vottun gefið 20% vægi? Með því er raunverulega verið að gefa hinum erlendu skipasmíða- stöðvum 20% forskot áður en gengið er til útboðs.“ Ráðherra sagðist ekki hafa svör við þessu en bætti við: „Ég legg til að þeir þingmenn sem vilja afla sér svara við því kalli fyrir sig í þingnefnd aðilana sem fóru yfir þetta mál, forystu- menn Gæslunnar, og spyrji hvers vegna þeir vildu hafa þessa ISO- vottun, spyrji Ríkiskaup af hverju þau hafi gefið henni 20% vægi í þessu máli.“ Birkir J. Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann myndi sem formaður iðnaðar- nefndar beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið upp innan nefnd- arinnar. Gagnrýna Ríkis- kaup fyrir að nota ISO-staðal Vissu að íslenskur skipasmíðaiðn- aður hefur ekki innleitt staðlana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.