Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 1

Morgunblaðið - 16.04.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 101. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is bls. 22-23 Ástarsaga er ekki klám Rætt við aðalleikarann í kvik- myndinni 9 Songs | Menning Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Áhrifavaldar kvikmyndagerðarmanna  Samband listar og lífs Börn | Einkaviðtal við Kalla á þakinu  Hefur séð Svamp í sjón- varpi Íþróttir | Með tilboð frá Flensburg  Fuglaregn hjá Lonard „ÞAÐ var kraftaverk að Anna Sigrún skyldi lifa þetta háa fall af og einnig kraftaverki lík- ast hvað hún hefur náð sér vel,“ segir Stein- unn I. Stefánsdóttir, móðir fimm ára hnát- unnar sem í janúarlok fór fram af svölum á fjórðu hæð fjölbýlishúss, féll tólf metra niður og lenti á steyptri stétt. Við fallið mjaðma- grindarbrotnaði litla stúlkan, spjaldhryggurinn í bakinu brotnaði og vinstri lærleggur, lungun mörðust og gat kom á annað lungað auk þess sem hún brákaði kinnbein. Eftir björgunar- aðgerðir á Landspítalanum – háskólasjúkra- húsi tók sex vikna sjúkrahúslega við, en vegna brotanna var Anna Sigrún rúmliggjandi lengst af þess tíma. Núna er litla stúlkan óðum að endurheimta fyrri þrótt, en hún þurfti að læra að ganga á ný eftir slysið. Og í dag gengur hún og valhoppar hjálparlaust, eins og blaðamaður varð vitni að á leikskólanum hennar, Múla- borg, í gær þar sem Anna Sigrún afhenti þremur deildarstjórum LSH bókina Tákn með tali, en sjálf notaði hún það til að tjá sig meðan hún var tengd við öndunarvél á gjörgæslu. „Það má alls ekki príla úti á svölum“ Að sögn Steinunnar hefur Anna Sigrún aldr- ei viljað tjá sig um slysið frá því að það átti sér það, þar til í gær er slökkviliðsmennirnir Stef- án Kristinsson og Gunnar R. Ólafsson, sem komu á slysstað skömmu eftir slysið, komu í heimsókn á Múlaborg. Voru þeir komnir í þeim tilgangi að ræða helstu slysagildrur heima og heiman. Þegar þeir brýndu fyrir krökkunum að ekki mætti príla, hvort heldur sem væri í gluggum, stillönsum eða svölum, heyrðist Anna Sigrún segja hátt og snjallt: „Það er rétt. Það má alls ekki príla úti á svöl- um og sérstaklega ekki uppi á fjórðu hæð.“/18–19 Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Sigrún (2. f.h.) spilar við vinkonur sínar á Múlaborg, Hörpu og Maríu Sif, undir vökulu auga Rebekku Jónsdóttur leikskólastjóra. Batinn kraftaverki líkastur Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst þvinga fram nýjar kosningar fái hann ekki þingstuðning til að mynda nýja stjórn. Fjórir ráðherrar og tveir flokkar sögðu sig í gær úr samsteypustjórn hans og hefur rík- isstjórnin því ekki lengur meirihluta í efri deild en hins vegar nauman meirihluta í hinni neðri. Stjórn Berl- usconis hefur setið síðan 2001 en kjörtímabilið rennur út á næsta ári. Stjórnin hefur setið lengur en nokkur önnur stjórn á Ítalíu síðan í seinni heimsstyrjöld. Auk hægriflokks Berl- usconis, Forza Italia, eru tveir helstu flokkar hennar Þjóðarfylkingin og Norðurbandalagið. Berlusconi krafðist þess í gær að Kristilegi demókrataflokkurinn (UDC) kæmi aftur til stjórnarsamstarfs. „Annaðhvort snýr UDC aftur eða kosið verður fyrir tímann,“ sagði forsætisráðherrann. Fjórir ráðherrar UDC sögðu sig úr stjórninni í gær og krafðist flokkurinn þess að Berlusconi segði af sér og ný samsteypustjórn yrði mynduð. Einn af ráðherrum flokksins, Marco Follini, hét því hins vegar að flokkurinn myndi eindregið styðja ríkisstjórnina á þingi. En Berlusconi sagðist ekki myndu sætta sig við að vera háð- ur flokknum með þeim hætti og eiga stöðugt á hættu að hann setti fram nýjar kröfur. Fyrr í mánuðinum galt stjórnin afhroð í héraðakosningum sem margir telja fyrirboða um það sem vænta megi í næstu þingkosn- ingum. Óánægðir liðsmenn stjórnarinnar saka Berlusconi um að huga ekki nógu mikið að bættum kjörum í sunnanverðu landinu en leggja þess í stað áherslu á skattalækkanir. Hótar að láta kjósa Silvio Berlusconi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MEIRA en hálf milljón manna deyr árlega í Evrópu af völdum ofnotkunar áfengis, að sögn blaðsins Dagens Nyheter í gær. Kom þetta fram á ráð- stefnu Alþjóðaheil- brigðisstofnunar- innar, WHO, í Stokkhólmi og hef- ur tíðnin aukist um 15% frá árinu 2000. „Ef bætt er við dauðsföllum vegna slysa eða ofbeldis þar sem áfengi er óbein orsök marg- faldast þessi tala dauðsfalla,“ segir Sven Andréasson, sérfræðingur hjá stofnun almannaheilbrigðis í Svíþjóð. Evrópudeild WHO mælir m.a. með því að álögur á áfengi verði hækkaðar, miklar hömlur lagðar á áfengisauglýs- ingar og gripið verði til fyrirbyggjandi ráða í umferðarmálum, atvinnulífi og heilbrigðisþjónustu. Hörð andstaða er þó við slíkar stýriaðgerðir í Evrópu- sambandinu en í sunnanverðri álfunni er víða litið á áfengi sem hverja aðra neysluvöru. Einnig vega hagsmunir vínframleiðenda þungt í umræðunum. Mannskæð ofdrykkja „VIÐ vorum staddir í nágrenninu og heyrðum að stúlka hefði dottið niður af annarri hæð. Okkur fannst það nógu alvarlegt, en þegar við komum á staðinn reyndist þetta vera á fjórðu hæð, sem gerði þetta enn alvarlegra,“ segja Stefán Kristinsson og Gunnar R. Ólafs- son, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem voru fyrstir á slysstað. Komu þeir félagar í heimsókn á leikskólann Múlaborg í gær til að ræða við börnin um helstu slysahættur sem leynast á heimilinu. Aðspurðir sögðu þeir dásamlegt að fylgjast með þeim góða bata sem Anna Sigrún hefði náð. „Börn bjargast stundum á ótrúlegan hátt. Maður trúir því hreinlega ekki hvað þau eru seig,“ segir Gunnar. Börn bjargast oft á ótrúlegan hátt UGLUSPEGLAR við MIT-háskólann í Massachusetts, unnu skemmti- legan sigur á dögunum. Þá settu þeir saman „vísindalega“ ritgerð, sem var bara bull, eitt allsherjar nafnorðahröngl frá upphafi til enda, og fengu hana samþykkta sem umræðuefni á vísindaráðstefnu. Jeremy Stribling segir að hann og tveir félagar hans við skólann hafi verið að ræða um það, að verðleikar sumra vísindaráðstefna væru ekki ýkja miklir og þær aðeins haldnar í gróðaskyni. Þeir tóku sig því til og settu saman ritgerð, algerlega samheng- islausa, málfræðilega sem merkingarlega, en gættu þess vel að láta hvert vísindaheitið reka annað og sum tilbúin. Þetta skreyttu þeir síð- an með óskiljanlegum töflum og kortum. Raunar létu þeir oft tölvuna sína eina um að setja bullið saman. Sagði frá þessu á fréttavef CNN. Ritgerðina sendu þeir til aðstandenda vísindaráðstefnu, sem haldin verður í Orlando í Flórída 10. til 13. júlí, og fengu hana samþykkta. Bullið tekið gott og gilt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.